Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 31 MINNINGAR RAGNAR KONRÁÐSSON + Ragnar Kon- ráðsson fæddist í Hafnarfirði 13. júlí 1927. Hann lést á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 2. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Konráð Þorsteinsson, sjó- maður í Hafnar- firði, og Sólrún Kristjánsdóttir, lengi starfsmaður Sólvangs í Hafnar- firði. Systkini Ragnars eru Frið- finnur, látinn, Hinrik, og Krist- ín. __ Útför Ragnars verður gerð frá Kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var hringt í mig að kvöldlagi fyrir skemmstu og mér borin sú fregn að föðurbróðir minn, góður vinur og umfram allt bróðir í Jesú Kristi, Ragnar Konráðsson, væri fallinn frá. Settist ég því niður til ( að rita fáein orð um okkar sam- skipti á síðustu árum. Að vonum brá mér nokkuð við tíðindin þótt þau hafi raunar ekki komið mér algerlega í opna skjöldu. Var mér enda vel kunnugt um þau veikindi sem höfðu hrjáð Ragnar mörg undangengin ár. Ragnar var rúmlega sjötugur er Drottinn tók hann til sín, í dýrðlegan faðm sinn. Kynni mín af Ragga frænda, eins I og ég kallaði hann yfirleitt, hófust fyrir alvöru eftir að ég komst til trúar (frelsaðist) 1989. Þau kynni eru mér ómetanleg. Einkum vegna þess hve Ragnar var fús til að miðla eigin reynslu í Jesú Kristi og þeim skilningi sem hann sjálfur hafði hlot- ið í trúnni á Frelsarann, með Guðs hjálp. Ragnar gaf mér, sem sagt, mörg góð ráð varðandi kristna trú sem ég bý enn að. Og má segja að hann | hafi kennt mér að lesa Biblíuna með réttum hætti. Sjálfum mér til gagns. Einnig var Ragnar duglegur að út- lista fyrir mér ritningarstaði sem hjarta mitt átti í erfiðleikum með að skilja. Fyrir þær sakir er ég Drottni afar þakklátur, að Hann skyldi leiða okkur saman og gefa einlæga væntumþykju, hvor í annars garð. Eftir að ég fluttist til Neskaupstaðar, þar sem ég bý nú, lágu leið- ir okkar Ragnars ekki oft saman. Aldrei lét ég samt hjá líða að líta inn til hans, er ég sótti borgina heim. Síðustu þrjú eða flögur ár ævi sinnar bjó Raggi sem vistmaður á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þar sem hann og lést. Ég hitti Ragnar sein- ast í liðnum ágústmán- uði. Þá blasti við mér sjúkur maður er sat í hjólastól. Farinn að heilsu og kröftum. En þrátt fýrir sín veik- indi sá ég líka styrk, von, kærleika og fullvissu manns sem á sér trú um upprisinn Frelsara. Augu hans gátu ekki leynt mig þessu. Ég var ávallt djúpt snortinn af hinni miklu og ósveigjanlegu kristnu trú sem Ragnar átti í farteski sínu og bar með mikilli reisn, þátt fyrir allt og allt. Betri grunn, og meiri styrk getur enginn gefíð mönnum nema Jesú Kristur, og Drottinn sér til þess að maðurinn missir ekki kjarkinn þótt veikindi eða önnur óáran komi, Jesú bregst fráleitt þeim sem hefur gert sig að stólpa í sínu eigin lífi. Og þessu gerði Ragnar sér glögga grein fyrir. Inni í litla herberginu, sem hann hafði á Grund, átti ég með Ragnari okkar síðustu stund, í ágúst sl. Og tileinkuðum við Frelsaranum stund- ina. Og henni lauk á þann hátt að ég dró uppúr vasa mínum Nýja testa- mentið og las fyrir Ragga 25. sálm- inn, að hans eigin beiðni. Ragnar tjáði mér að sálmurinn lýsti vel þeirri baráttu sem hann háði á þeirri stundu. Já, ég sakna trausts og góðs vin- ar. Þakka jafnframt Drottni mír.um fyrir þá einlægu og hræsnislausu trú sem Ragnar bar í hjarta sínu í ríkum mæli, allt til dauðadags. Trú sem hann vildi miðla til annarra. Þessi óbilandi kristna trú Ragnars er iíka sú mynd sem ég vil geyma í hjarta mínu til minningar um föður- bróður minn, vegna þess að sannari mynd er ég ófær um að draga upp af þessum manni. Ragnar Konráðs- son var fyrst og fremst trúmaður og bænamaður sem treysti Jesú í öllum aðstæðum lífs síns. 23. sálmurinn var Ragnari kær alla tíð. Það er því ekki úr vegi að láta hann fylgja hér með: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barma- fullur. Já, gæfa og náð fýlgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drott- ins bý ég langa ævi.“ (23. Davíðs- sálmur) Með þessari fátæklegu kveðju kveð ég vin minn, Ragnar Konráðs- son, hinstu kveðju. Vissulega er hér aðeins imprað á fáu einu í æviferli Ragnars. Eg votta sonum hans, dætrum og fyrrum eiginkonu mína dýpstu sam- úð, í Jesú nafni. Amen. Konráð Friðfinnsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, HLÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Fífumóa 5B, Njarðvfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum. Ástþór Óðinn Ólafsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI S. BJARNASON, Álfhólsvegi 47, er látinn. Norma og börnin. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR, Hlíf 2, ísafirði, veður jarðsett frá (safjarðarkirkju laugardaginn 13. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag (slands, Sigurður G. Sigurðsson, Helga M. Ketilsdóttir, Brynjóifur I. Sigurðsson, Ingibjörg Lára Hestnes, Elín S. Sigurðardóttir, Jóhannes Torfason, Þórarinn J. Sigurðsson, Hildur Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu fimmtudaginn 4. septem- ber, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 11. september kl. 13.30. Unnur Hjartardóttir, Jóhann Guðmunsson, Oddur R. Hjartarson, Soffia Ágústsdóttir, Sigrún Hjartardóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, ömmu-, langömmu, og langalangömmubörn. UPPLÝSINGAR f SÍMUM 562 7575 & 5050 925 a I i HOTEL LOFTLEIÐIR jj t c '£ í á * 0 'á i n ** o r * t § Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA RAOAUGLÝSIIMGAR TILKVIMINIIIMGAR Frá Hallgrímskirkju Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju Innritun á nýjumfélögumferfram í Hallgríms- kirkju miðvikudaginn 10. september milli kl. 14.00 og 16.00 og fimmtudaginn 11.september I milli kl. 13.30 og 14.30. Kórinn starfar í tveimur deildum, yngri, 7—9 ára börn (fædd '88—'90), og eldri, 10 ára og eldri (fædd '87—'81). Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum, yngri frá kl. 14.30—15.30 og eldri frá kl. 15.45— 17.30. Kórstjóri er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. KENIMSLA I -------------------------------- Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast 15. september. Boðið er upp á byrjendahóp, fimm framhaldshópa ogtalhóp. Innritað verður á kynningarfundum í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðviku- daginn 10. september og fimmtudaginn 11. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17 — 19 á virkum I dögum. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu Frönskunámskeið Alliance Francaise Haustnámskeið verða haldin 15. september til 12. desember. Innritun ferfram alla virka daga kl. 15.00 til 19.00 í Austurstræti 3, sími 552 3870. ALLIANCB PRANCAISB TILBDÐ/ÚTBOÐ Útboð Raufarhafnarhreppur óskar eftir tilboðum í 2700 m3 jarðvegsskipti vegna lagningu bund- ins slitlags á götur á Raufarhöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raufar- hafnarhrepps frá og með fimmtudeginum 11. september. Skila þarf tilboðum á skrifstofu Raufarhafnar- hrepps fyrir kl. 14.00 mánudaginn 22. septem- ber nk. Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda sem óska að vera nærstaddir. Raufarhafnarhreppur, Aðalbraut 2, 675 Raufarhöfn, sími: 465 1151, fax: 465 1121. FÉLAGSSTARF VVörður — Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjörs Fundur verður í Verði — Fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótels Sögu •. miðvikudaginn 17. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar — Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara prófkjör vegna fram- boðstil borgarstjórnarkosninga næsta vor. 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn félögum í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Stjórnin. - kjarni málsins! j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.