Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Haustnámskeið Kennsla í framhalds-, byrjenda- og stúlknafLokkum hefst dagana 15. til 20. Skákskóli september n.k. í S L A N D S ALþjóðlegir titilhafar annast aLLa kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00 til 19.00 alla virka daga og frá kt. 11.00 tit 12.30, 12.30 tiL 14.00 og 14.00-16.00 um heLgar. Ndnari upplýsingar og skráning alla virka daga oghelgarjrá kl 10.00 til 13.00 ísíma 568 9141. j Athugið systkinaafsláttur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Blossi - ísland handan við hornið KÆRI Velvakandi. Fyrir skömmu fór ég ásamt syni mínum sem er á unglingsaldri á íslensku kvikmyndina Blossi. Þar blasti við veruleiki sem ég hafði ekki kynnst áður. Tómleiki vímuefnaneysl- unnar sem allt of lengi hefur verið að reyna að stinga undir stól. Myndin vekur upp margar spurn- ingar, bæði hjá foreldri og unglingi og í framhaldi af henni spunnust miklar umræður milli okkar mæðginanna um hvernig ástandið er í raun og veru. Eftir kvikmyndina áttum við notalega kvöldstund þar sem heimar fullorðins og hálffullorðins mættust og við ræddum lengi vel um böl vímuefna. Eg vil hvetja alla foreldra til að sjá myndina, þó ekki væri til annars en að kynnst veruieikianaum handan við hornið. Við verðum að kynnast því sem við beij- umst gegn. Ég vil þakka öllum aðstandendum kvik- myndarinnar, hún er nauð- synlegt innlegg í umræð- una um vímuefnabölið í íslandi. Móðir í vesturbænum. Tapað/fundiö Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist 20. ágúst í austurbæ Reykjavíkur. Þeir sem hafa orðið varir við arm- bandið vinsamlega hringi í síma 588-1775. Týnd næla ÞESSI næla hefur verið týnd í um 20 ár og var síðast vitað af henni á sýn- ingu á verkum Baldvins Bjömssonar gullsmiðs. Hún heitir „Leyfið börnun- um að koma til mín“. Hún er úr silfri og með stein í stjörnunni ofaná. Ef ein- hver veit um þessa nælu er viðkomandi beðinn að hafa samband við Önnu Fjólu í síma 553-9571. Dýrahald Loppa er týnd! STEINGRÁ læða með hvít- ar loppur hefur ekki komið heim á Grettisgötu síðan í lok ágúst. Þeir sem vita eitthvað um hana vinsam- lega hafið samband í síma 552-9639. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 28. útdráttur 1. flokki 1990 - 25. útdráttur 2. flokki 1990 - 24. útdráttur 2. flokki 1991 - 22. útdráttur 3. flokki 1992 - 17. útdráttur 2. flokki 1993 - 13. útdráttur 2. flokki 1994 - 10. útdráttur 3. flokki 1994 - 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, [ bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS U HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 y 9 • • • • • • * * / *• sœtir sofar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * Góðir skór á stráka og stelpur stæröir 22-36 svartir 3.990 smáskór í bláu húsl vlð fákafen sími 568 3919 BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson „HÉR ER útspilsþraut handa þér.“ Gylfi Baldurs- son er fljótur að spila og þegar tilskildum spilum var lokið í tvímenningi sum- arbrids voru sjö mínútur eftir af setunni og nægur tími fyrir eina þraut. „Þú átt þessi spil í norður," sagði Gylfi og hripaði upp hönd, sem er spilurum sjaldnast mikið gleðiefni: Austur gefur; allir á hættu. „Opnun austurs sýnir veik spii með fimmlit í hjarta og láglit til hliðar. Hveiju spil- arðu út?“ „Ég ætlaði nú að fá mér kaffi," svaraði ég til að vinna Norður ♦ 875 V 10752 ♦ 965 ♦ 932 Vestur Norður Austur Suður - - 2 hjörtu* Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass tíma, en Gylfi gaf ekkert eftir: „Hvað meinar makker með doblinu?" Kaffið varð greinilega að bíða og ég tók að hugsa upphátt: „Annaðhvort á makker spilið niður á kröft- um eða hann vill fá ákveðinn iit út. Ein regla segir að dobl biðji um útspil í lit blinds, en hér eigum við fiór- lit í hjarta og vitum af minnst fimm í borði. Svo kannski er makker að segja að hann eigi góðan lit, þéttan eða hálfþéttan, sem hann ætlast til að við finnum. Þá er betra að velja lauf eða tígul í ljósi þess að makker kom ekki inn á tveimur spöð- um. Það hefði hann gert með góðan fimmlit í spaða, en hann þarf helst sexlit til að hætta sér inn á þriðja þrepi. Ég set níumar í láglit- unum á hvolf og dreg blind- andi,“ var lokaniðurstaða mín. „Það er sama hvora þú dregur,“ svaraði Gylfi, „að- eins eitt spil hnekkir þremur gröndum og það er hjartat- ían. Makker var með ÁKG9 í hjarta og spaðaás." „Gott dobl,“ varð ég að játa. „Ekki með þig sem makk- er,“ var svarið. COSPER HVENÆR byrjar hann að borða ÞÚ verður að losna fljótlega. Ég sjálfur? er búin að eyða öllu þýfinu. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur löngum haft mikinn áhuga á handknatt- leik og fylgdist því spenntur með útsendingu frá síðari landsleik Ís- lendinga og Dana á sunnudags- kvöldið. Greinilegt er að ýmislegt þarf að bæta í sóknarleik íslenska liðsins fyrir Evrópuleikina gegn Sviss. Það er eins og helstu skyttur okkar skorti kjark til þess að sýna frumkvæði og taka af skarið með afgerandi hætti. Ólafur Stefánsson og Julian Duranona voru langt frá því að sýna hvað þeir geta í raun og veru. En fyrst Víkveiji minnist á annað borð á handknattleik, þá má hann til með að votta meistaraflokki kvenna í Stjörnunni virðingu sína. Meistaraflokkur kvenna í Stjörn- unni tók þá ákvörðun að draga lið sitt út úr opna Reykjavíkurmótinu á síðustu stundu, þar sem ákveðið hafði verið að veita ekki peninga- verðlaun fyrir efstu þijú sætin í mótinu, en meistaraflokkar karla sem lenda í efstu þremur sætunum í sama móti fá peningaverðlaun. Víkveija finnst það alveg rétt hjá stúlkunum að gera þá kröfu að sömu reglur gildi um þær og karl- ana. Það er ekkert annað en lélegt yfirklór að ákveða að kvennaliðið sem lendir í fyrsta sæti fái 25 þús- und krónur í verðlaun, eins og ákveðið var eftir að Stjarnan dró lið sitt út úr keppni. Fyrstu verð- laun til meistaraflokks karla í mót- inu verða 200 þúsund krónur, önnur verðlaun verða 100 þúsund krónur og þriðju verðlaun 50 þúsund krón- ur. Það er helber dónaskapur í garð kvennahandboltans að verðleggja hann þannig, að fyrsta sætið í opna Reykjavíkurmótinu sé helmings- virði af þriðju verðlaunum karlanna. xxx RÚM vika er liðin af hefðbundnu skólastarfi þessa hausts og því eru nemendur hvort sem er í grunnskólum eða framhaldsskólum nú að venjast því nýja lífsmynstri sem hefst að jafnaði hjá þeim um mánaðamótin ágúst september ár hvert, eftir frelsi og tilbreytingu sumarsins. Víkveiji fylgdist nokkuð glöggt með því þegar ungir framhalds- skólanemendur bjuggu sig undir sinn fyrsta vetur í menntaskóla um síððustu mánaðamót, en það hefur hann ekki gert svo nokkru nemi um nokkurra ára skeið. Það kom Víkveija mjög á óvart hversu kostnaðarsamt það er fyrir menntaskólanemendur að hefja nám í þeim menntastofnunum. Þannig komst Víkveiji að raun um það að bókakostnaður fyrir þá sem hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík er á bilinu 40 til 50 þúsund krónur, allt eftir því hversu mikið af orðabókum nem- endurnir þurfa að kaupa. Þetta þykja Víkveija vera miklir pening- ar fyrir ungmennin og/eða for- eldra þeirra. xxx AÐ liggur í augum uppi, að nemendurnir sem unnið hafa yfir sumarmánuðina og verða að greiða fyrir sínar skólabækur sjálf- ir, fara með stóran hluta af sumar- hýrunni í stofnkostnað fyrir menntaskóladvöl sína. Þetta ájafn- vel við um þá nemendur sem voru fyrirhyggjusamir og fóru af stað til bókakaupa um leið og þeir höfðu fengið bókalista í hendur og keyptu það sem á boðstólum var á skipti- bókamarkaði framhaldsskólanna, en þar er iðulega hægt að fá bæk- urnar á mun lægra verði en þær eru seldar nýjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.