Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR og spor MYNDIJSr erfitt með að gera sér rétta grein fyrir þeim. Þetta eru ókostimir við hina sérstöku og skörpu birtu í saln- um og trúlega hefur Aðalheiður ekki áttað sig á þessu í tíma. Vissa mín eftir endurteknar skoðanir er að allt önnur sýning kæmi fram væri glerið fjarlægt og formin leyst úr þessum álögum. Þtjár myndir nutu sín þó nokkum veginn, „Lif- andi jörð“ (8), „í-myndir“ (13) og „Vorleikur" (14). Aðalheiður nálgast viðfangsefni sín af stakri alúð og heiðarleika sem mun væntanlega reynast henni drjúgt veganesti. G r y f j a n HÖGGMYNDIR Svanhildur myndhöggvari. HÚN nefnir sig Svanhildi mynd- höggvara og nam í vefnaðar- og textíldeiid MHÍ. Eftir útskrift vann hún við efnis- og fatahönnun þar til hún hóf nám í mótun við Mynd- listarskóla Reykjavíkur 1991. Þamæst lá leiðin til Englands þar sem hún nam höggmyndalist við Emerson College of Art árin 1991-95. Býr og starfar á Eng- landi. Verkin sem hún sýnir í gryfj- unni bera samheitið „Hafið og fjall- ið“ og er réttnefni því að myndirnar AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir; Einþrykk/málverk. bera í sér mun meiri frásögn en átök við form og efni. Vinnuaðferð- inar eru nokkuð óvenjulegar, því stundum er hoggið í stein og síðan steypt í brons, sem er ferlið í mynd- inni sem væntanlega fylgir skrifinu. Kannski má nefna Svanhildi mynd- skáld og víst á hún eftir að þroska til muna mótunartilfinningu sína og kenndir fyrir hnitmiðuðu rúmtaki. Eðlilega má greina ýmis ensk áhrif og þá einkum frá Henry Moore, en einnig Nínu Sæmundsson. Það er hvorttveggja ákefð sem einlægni í vinnubrögðunum, sýning- arskrá er engin en nokkur ljóð eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti eru fest upp á veggi til skilnings- auka og segja trúlega margt um gerandann að baki verkanna og jafnframt eðli sýningarinnar. „Hafið er jarðsalt með sólskinsbragði,/ sætur þess niður, beisk þess erfi ljóð,/ draumfagurt þeim er að landi lagði,/ ljúfmálast þeim, sem fjöru- borðið tróð./ Hafið er jötunmynd af mannsins sál/ Marglynt og hlífð- arlaust sem von og tál. Þetta var fyrsta erindið en lok þess næsta „Hafið er ógn og yndi sitt á hvað/ei- lífðarmynd, er hvergi á samastað, mætti einnig heimfæra á listina og sjálft sköpunarferlið. SVANHILDUR myndhöggvari; Skúlptúr. Bragi Ásgeirsson GRAFÍK Aðalheiður Valgeirsdóttr. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 14. september. Aðgangur ókeypis. AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir skiptir sýninu sinni í tvo flokka sem hún nefnir í-myndir og spor, og hins vegar í spor. I fyrra fallinu gengur hún út frá hinu smáa, allt um kring, sumt er sýnilegt og annað ósýnilegt berum augum. Inn í myndflötinn safnar hún saman formum og smá- myndum sem verða þar með hluti af heildarmyndinni. Litimir sem eru ýmist dökkir eða ljósir eiga að gefa tilfinningu fyrir stund og stað. Spor- myndimar fjalla svo um tímann í huglægri merkingu. Litirnir em djúpir, markaðir af stórum flötum. Við hvert spor líður tíminn og ber manninn tímans veg. Tímans spor verða ekki aftur gengin. Slíkar era vangaveltur Aðalheið- ar, sem eiga að vera vegvísar fyrir skoðandann, sem að sjálfsögðu er frjálst að að nýta hugarflug sitt við skoðun myndanna. Myndimar era að meginhluta unnar á þessu ári og tæknin er blanda af þrykki og mál- verki. Það hefur færst mjög í vöxt með- al grafíklistamanna á undanfömum árum að vinna í einþrykki og mála I það, eða mála á grannflötinn og þrykkja síðan ofan í hann með hin- um ýmsu aðferðum grafíktækninn- ar. Það var líkt og opnaðist flóðgátt þegar vinnubrögðin vora tekin gild, en áður var t.d. litið á þau sem annars flokks, einnig einþrykkið. Þó höfðu ýmsir heimsþekktir lista- menn beitt þeim, en öllu minna hald- ið fram en sígildu vinnubrögðunum. Þetta sáum við einnig en á allt ann- an hátt á sýningu Ríkharðar Valt- ingojer í Stöðlakoti, sem nú er ný- lokið. Gefur augaleið hve mögnleik- amir era miklir og sviðið víðfeðmt. Menn vora hér afar viðkvæmir á áram áður og héldu stíft fram mörkuðu vinnuferli, gera raunar víðast hvar enn. Myndir Aðalheiðar era stór- ar og miklar um sig, grann- fletimir efniskenndir og mettaðir, og litlu formin yfir- leitt kyrfílega skorðuð í myndheildunum, þótt nok- kurrar ónákvæmni gæti á stundum. En þar sem litimir era dökkir og myndimar stórar myndast alltof mikil speglun svo skoðandinn á í-myndir Dagskrá um Sigurð Nordal og verk hans STOFNUN Sigurðar Nordals og Landsbókasafn íslands, Háskóla- bókasafn, gangast fyrir dagskrá um dr. Sigurð Nordal og verk hans í íjóðarbókhlöðunni á fæðingardegi Sigurðar, sunnudaginn 14. septem- ber kl. 16. Þar flytur Gauti Sigþórsson BA fyrirlestur sem nefnist „Andmæli óskast: Af vettvangi Sigurðar Nor- dals.“ í erindinu mun hann einkum ljalla um síðustu þijú bindin í rit- safni Sigurðar, sem nýlega komu út undir heitinu Samhengi og samtíð. Sérstaklega ræðir Gauti þátt Sigurð- ar í íslenskri menningaramræðu. Einar Sigurðsson landsbókavörð- ur tekur á móti eiginhandritum Sig- urðar til varðveislu í Landsbóka- safni. Síðan opnar dr. Páll Skúla- son, rektor Háskóla íslands, sýningu á verkum Sigurðar Nordals, m.a. á ýmsum handritum hans sem ekki hafa komið fyrir almennings sjónir fyrr, frumprentunum á bókum hans og munum úr _eigu hans. Sýning þessi kallast Áfangar og verður opin til 30. september á afgreiðslu- tíma safnsins. Dr. Úlfar Bragason, forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals, setur afmælisdagskrána og kynnir. ------*—*—*----- Fyrirlestur um orðanotk- un Halldórs Laxness með undarlegum orðavindíngum og flæktum setníngum" heitir fyrir- lestur, sem Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur og Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur flytja í Norræna húsinu á morgun, fímmtudag. Þetta er fimmti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra í Norræna húsinu, sem Vaka - Helgafell og Laxness- klúbburinn gangast fyrir á 95. af- mælisári. Erindi Guðrúnar og Margrétar hefst klukkan 17.15, og er aðgang- ur ókeypis. í kynningu segir, að þær muni fjalla um ýmsa þætti í orða- notkun Halldórs Laxness en í bókum sínum endurlífgaði hann gömul orðatiltæki og orð sem fallið höfðu í gleymsku og bjó til ný. Um þessar mundir er að koma út hjá Vöku- Helgafelli bók sem þær hafa tekið saman og nefnist hún Lykilbók. Þar skýra þær yfir 5.000 orð, orðasam- bönd, tilvitnanir, persónur og kveð- skap í fjóram skáldsögum Halldórs, Brekkukotsannál, íslandsklukk- unni, Sölku Völku og Vefaranum mikla frá Kasmír. VISTASKIPTI KVIKMYNPIR Bíóborgin, Kringlu- bíó, Sambíóin Ál fabakka. FACE/OFF ★★★>/i Leikstjóri John Woo. Handritshöf- undar Mike Werb, Michael Colleary. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Tónlist John Powell. Klipping Steven Kemper, Christian A. Wagner. Aðal- leikendur John Travolta, Nicholas Cage, Joan Allen, Alessandro Nivola, Gina Gershon, Dominique Swain, Nick Cassavetes, Harve Presnell, Robert Wisdom. 138 min. Bandarísk. Paramount/Touchstone 1997. EFTIR lítt minnisstætt kvik- myndasumar kemur John Woo, galdrakarlinn frá Hong Kong, og rekur á það eftirminnilegan enda- hnút með Face/Off. Hún er ekki aðeins langsamlega besta mynd þessarar árstíðar heldur framúr- skarandi hröð og lífleg (einsog hans er von og vísa), frumleg, vel skrifuð og leikin fantaskemmtun sem ætti að vera auðkennd „háspenna/lífs- hætta". Sagan er óvenju safarík og ný- stárleg. Sean Archer (John Tra- volta) er kappsamur og klár starfs- maður Alríkislögreglunnar sem hef- ur haft það verkefni að koma Cast- or Troy (Nicholas Cage), hættuleg- asta hryðjuverkamanni heims, undir mannahendur. Það tekst að lokum, Castor er handsamaður eftir æsileg- an eltingaleik sem endar með því að illmennið fellur í dauðadá og Archer sér fram á betri tíma fyrir sig og sína vanræktu fjölskyldu. Adam er ekki lengi í Paradís. Það kemur í ljós að Castor og menn hans hafa komið fyrir helsprengju í miðborg Los Angeles og hún farin að telja niður. Um staðsetningu hennar vita aðeins eftirlifandi með- limir Castorgengisins sem nú dúsa bak við lás og slá í rammgerðasta fangelsi Bandaríkjanna. Nú eru góð ráð dýr. Þeir Castor og Archer eru svipaðir á hæð og útliti og með hjálp vísindanna fær lögreglumaðurinn andlit hryðjuverkamannsins „að láni“. Þetta er aðeins upphafið því Castor raknar úr rotinu... Það er margt sem gerir Face/Off að bestu mynd sumarsins. Fyrst og fremst er það sagan sjálf, en veikur söguþráður, afleit samtöl, persónu- sköpun og framvinda hafa einmitt verið Akkilesarhælar „stórmynda" sumarsins. Woo er einstakur spennusmiður, alltaf eitthvað að gerast, keyrslan nánast linnulaus, ónotalegt ofbeldi og tilfinningaheit atriði fléttuð saman í geggjuðum djöfladansi þar sem Woo hefir fulla stjóm á stóru sem smáu. Upphafs- atriðið er svo hrikalega flott að það eitt hefði bjargað lummum sumars- ins, og þá er næstum öll myndin eftir! Eini ljóðurinn á þessari fínu hasarskemmtun er að Woo og hans menn kunna sér vart læti og geta ekki hætt. Face/Off er óþarflega lífseig og endahnykkimir óþarflega margir. Tæknivinnan er óaðfinnanleg, sömuleiðis taka og klipping og Tra- volta er í essinu sínu I tvöföldu hlut- verkinu og Cage lítið síðri. Hann nær þó ekki að lifa sig inní mýkri hliðar Archerpersónunnar sem skyldi. Aukahlutverkin era frábær- lega mönnuð hárréttum manngerð- um einsog Presnell sem yfirmaður FBI, Nick Cassavetes er góður skúrkur, sömuleiðis Alessandro Ni- vola sem hinn tilfinningalega hefti bróðir Castors. Það era þó leikkon- uraar Joan Allen og Gina Gershon sem mest og best þétta og krydda persónusköpunina. Gershon stóð sig vel í Bounds, þeirri lítt séðu ágætis- mynd, hér gefur hún harðsoðinni fylgdarkonu Castors dýpt og samúð. Enn betri er Joan Allen í geysierfiðu hlutverki eiginkonu Archers, sem lendir í hrottalegum aðstæðum. Eitt af því sem hrífur mann af Face/Off er val Woos og félaga á þessari jarð- bundnu stórleikkonu, flestir hefðu fallið fyrir vigtarlausri glimmerpíu. Það er freistandi að bera Face/Off saman við Tvíeykið, sem enn er verið að sýna í borginni. Báðar gerð- ar af Hong Kongmönnum og fjalla um furðu svipað efni. Það er einsog að stilla upp Corvettu við hliðina á Trabant, GTi. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.