Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGU NBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umsvif Marels hf. tvöfölduðust á fyrstu sex mánuðum ársins 100 milljónir í hagnað Carnitech A/S með rúm 7 0 prósent af hagnaði samsteypunnar HAGNAÐUR Marels hf. og dótturfyrirtækja nam rúmum 100 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsverð aukning frá því á sama tíma í fyrra er hagnaður félagsins nam 34 milljónum króna en hafa verður í huga kaup Marels á danska fyrirtækinu Carnitech A/S, sem hafa tvöfaidað umsvif fyrirtækisins á milli ára. Raunar var afkoma móðurfélags- ins nokkru lakari í ár en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður þess nú nam 21 milljón króna, sem er 10 milljónum króna minni hagnaður en varð af rekstri þess fyrstu sex mánuði síðastliðins árs. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, segir minni hagnað móðurfélagsins nú stafa af breytingum sem gerðar hafi verið á framleiðsluferli fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi. Þær hafi valdið því að framleiðsla og þar af leið- andi vörusala hafi verið minni en ella. Hins vegar hafi afkoman færst til betri vegar strax á öðrum árs- fjórðungi er þessum breytingum var lokið. Segir Geir að stefnt sé að betri afkomu á síðari árshelmingi en varð á þeim fyrri. Geir segist reikna með því að það muni taka nokkur ár að nýta sam- legðaráhrifín til fullnustu en hins vegar séu nokkrir þættir svo sem sameiginleg innkaup sem muni nýt- ast fyrirtækjunum nú fljótlega. Fyrirtækin séu nokkuð stórir aðilar í innkaupum og fyrirsjáanlegt sé að samvinnan við Carnitech í inn- kaupum í Danmörku muni skila félaginu hagstæðari verði en áður. Erfitt að spá til um afkomu ársins í heild Velta Carnitechs jókst um 39% á milli ára Samlegðaráhrifa enn lítið farið að gæta Geir segist hins vegar vera nokk- uð ánægður með afkomu félagsins í heild og hún sýni að sú ákvörðun að kaupa Camitech hafi til þessa reynst vera rétt. „Þetta er auðvitað mjög stuttur tími og enn eru ekki farin að koma í ljós nein samlegðar- áhrif milli fyrirtækjanna og við er- um farnir að líta til ákveðinna hluta sem við reiknum með að muni koma báðum fyrirtækjum til góða í fram- tíðinni." Sem fyrr segir nam hagnaður móðurfélagsins 21 milljón króna. Rekstrartekjur þess jukust um 19% og námu 971 milljón króna á fyrri árshelmingi. Tæp 80% þeirra eru tilkomin vegna útflutnings. Rekstrartekjur Carnitech og dótturfyrirtækja þess jukust hins vegar um tæp 40% á sama tíma og námu þær 985 milljónum króna. Hagnaður af rekstri þess nam 73 milljónum eftir skatta og er það einn besti árangur sem fyrirtækið hefur náð á fyrri árshelmingi. Geir segir hins vegar erfitt að segja til um afkomu ársins í heild vegna óvissu um verkefnastöðu fyr- irtækisins í lok þessa árs. „Afkoman ræðst yfirleitt á síðasta ársfjórðungi hjá báðum fyrirtækjunum, og er hann oftast sá besti. Verkefnastaða síðustu þriggja mánaða ársins skýr- ist hins vegar ekki endanlega fyrr en í september eða október. Staðan er þó ágæt eins og er. Við reiknum hins vegar með því að hagnaður verði af rekstri Marels á síðari árs- helmingi," segir Geir. Starfsfólk Marel-samsteypunnar er nú um 480 og eru starfsmenn hér á landi um 200 en tæplega 280 starfa hjá Carnitech og dótturfélög- um auk dótturfélaga Marels erlend- is. Marel rekur nú fimm dótturfyrir- tæki undir sínu nafni, en þau eru Marel Equipment í Kanada, Marel Seattle og Marel USA í Bandaríkj- unum, auk Marel Europe í Dan- mörku og Marel Trading á íslandi. Campari-málið VI ósátt við úr- skurð Betri afkoma hjá Sparisjóði vélstjóra á fyrri hluta ársins Hagnaður nam 46 millj- ónum króna SPARISJÓÐUR vélstjóra skilaði tæplega 46 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Er þetta rúmlega 7 milljónum króna meiri hagnaður en varð af rekstri sjóðsins á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar tæpum 75 milljónum samanborið við tæpar 55 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 1996. Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, segist nokkuð ánægður með þessa rekstr- arniðurstöðu, sér í lagi í ljósi þess að vaxtamunur hafi minnkað nokk- uð. „Ein helsta skýringin á þessu er sú að Sparisjóður vélstjóra hefur verið í mikilli sókn að undanförnu og á síðasta ári vorum við með mestu innlánsaukningu af stærri sparisjóð- um og bönkum og við höfum verið að vaxa hraðar en aðrir á undanföm- um árum. Fyrstu sex mánuðir þessa árs koma líka vel út og jukust umsvif sjóðsins um 17%. Þrátt fyrir stórauk- in umsvif hefur okkur tekist að halda mannaráðningum í skefjum og því erum við með óbreyttan íjölda starfs- fólks frá því sem var fyrir 12 mánuð- um.“ um króna og höfðu þau aukist um tæplega 19% á undangengnu ári. Heildarinnlán jukust hins vegar úr 4 milljörðum í 4,7 milljarða, eða sem nemur rúmlega 17%. Hallgrímur segir að síðari hluti ársins hafi yfirleitt verið betri en sá fyrri í rekstri sjóðsins og því sé hann bjartsýnn á framhaldið. Hagnaður síðastliðins árs hafi verið 100 milljón- ir eftir skatta og miðað við óbreyttar forsendur muni afkoma þessa árs verða betri. Úr samstæðureikningi -tkv_ Marels hf 30. júní 1997 SSÉSÉ Milljónirkr. 30.6 1997 30.6 1996 Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.990,0 1.842,2 853.1 796.1 Rekstrarhagnaður 147,8 56,9 Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (13,4) (7,8) Hagnaður af reglulegri starfsemi 134,3 49,2 Hagnaður fyrir skatta 132,0 48,5 Hagnaður ársins 100,4 34,0 30.6 1997 31.12 1996 Veltufjármunir 1.700,1 806,7 Fastafjármunir 601,6 349,7 Eignir samtals 2.301,8 1.156,4 Skammtímaskuldir Langtímaskuidir 1.265,3 520,6 583.7 240.7 Skuldir samtals 1.785,9 824,4 Eigið fé 2.301,8 1.156,4 Veltufé frá rekstri 194,7 73,5 VERSLUNARRÁÐ íslands hyggst kæra niðurstöðu Sam- keppnisráðs í Campari-málinu svonefnda til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er Verslun- arráð ósátt við þá ákvörðun Samkeppnisráðs að fresta af- greiðslu á kæru þess á hendur ÁTVR, án þess að taka hana til efnislegrar umfjöllunar. Sem kunnugt er frestaði Samkeppnisráð því að taka ákvörðun í málinu og taldi hluta þess heyra undir Eftirlits- stofnun EFTA, ESA. Að sögn Birgis Ármannsson- ar, Iögfræðings Verslunarráðs, er hér hins vegar um tvö aðskil- in mál ræða. annars vegar kæru ÁTVR á hendur Karli K. Karlssyni og hins vegar kæru Verslunarráðs fyrir hönd Karls K. Karlssonar á hendur ÁTVR. Kæra ÁTVR hafi snúist um meintar hindranir á samhliða innflutningi og líkast til heyri það mál undir ESA en þó frem- ur undir framkvæmdastjórn ESB. Tvö óskyld mál Hins vegar hafi kæra Versl- unarráðs verið því máli alveg óskyld. Hún hafi snúið að meintri misnotkun ÁTVR á markaðsráðandi stöðu sinni er fyrirtækið neitaði að taka Campari frá Karli K. Karlssyni til sölu í verslunum sínum. „Máli ÁTVR gegn Karli hefði átt að vísa frá strax í upphafi vegna ofangreindra ástæðna. Kæra hans á hendur ÁTVR heyrir hins vegar aug- ljóslega undir Samkeppnisráð og við teljum óeðlilegt að ekki hafi verið tekið á því máli. Við miðum við að kæra þess ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og væntum þess að hún leggi fyrir Sam- keppnisráð að taka efnislega afstöðu til þeirra þátta sem heyra undir íslensk samkeppn- isyfirvöld," segir Birgir Sparisjóður Ólafsfjarðar veitti lán til fjölmargra aðila utan bæjarins Ákvörðunum leynt fyrir I í I L stjórn og endurskoðanda i Gott útlit á síðari hluta ársins Vaxtatekjur Sparisjóðs vélstjóra námu tæpum 348 milljónum króna á fyrstu 6 mánuðum ársins og juk- ust þær um 11% samanborið við sama tímabil í fyrra. Vaxtagjöld juk- ust hins vegar um 19% og voru hrein- ar vaxtatekjur sjóðsins því svipaðar og á sama tíma í fyrra eða 142 millj- ónir samaborið við 140 milljónir í fyrra. Aðrar rekstrartekjur jukust hins vegar um 20 milljónir á milli ára og námu þær rúmum 90 milljónum nú. Vegur þar þungt 10 milljóna króna aukning á hlutdeild sjóðsins í hagn- aði hlutdeildarfélaga, en tekjur vegna þessa námu 22,5 milljónum króna. Heildarútlán sjóðsins í lok júní á þessu ári námu rúmum 5,4 milljörð- FYRRVERANDI sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar mun hafa haldið leyndum fyrir stjórn og endur- skoðanda sparissjóðsins ýmsum af sínum ákvörðunum og sumar munu jafnvel ekki hafa verið færðar til bókar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þetta er ástæða þess að málið bar jafn brátt að og raun bar vitni, en sex mánaða upp- gjör sparisjóðsins fyrir yfirstandandi ár sýndi allt aðra og miklu verri nið- urstöðu en áður hafði komið fram í ársuppgjöri fyrir árið 1996. Eins og fram hefur komið nemur bókfært tap sparisjóðsins um 249 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, þar sem leggja þurfti til hlið- ar á afskriftarreikning um 289 millj- ónir til að mæta áætluðum og mögu- iegum töpuðum útlánum. Aftur á móti var hagnaður ársins 1996 bók- færður 36 milljónir króna og eigið fé var bókfært 165 milljónir um síð- ustu áramót. Framlagið í afskriftar- reikninginn fyrstu sex mánuðina kem- ur til viðbótar við 147 milljónir sem voru fyrir á reikningnum, þannig að alls hafa verið lagðar til hliðar yfir 400 milljónir til að mæta mögulegum útlánatöpum. Þær lánveitingar sem vafi þykir leika á að muni innheimt- ast voru til fjölmargra aðila, en marg- ir þeirra eru utan Ólafsíjarðar sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Heildarútlán sparisjóðsins námu um áramótin um 1.423 milljónum. Vegna hins mikla taps hefði eig- infjárstaðan að óbreyttu verið nei- kvæð ef ekki hefði komið til 200 milljóna nýtt stofnfé Tryggingasjóðs sparisjóðanna, sparisjóðanna, og Ól- afsfjarðarbæjar. Svavar B. Magnússon, fyrrverandi formaður Sparisjóðsins vildi í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um þetta mál og ekki náðist í Þorstein Þorvaldsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóra, sparisjóðsins, þar sem hann er nú staddur erlendis. Þá vildi Þor- valdur Hreinsson, núverandi sparis- sjóðsstjóri, heldur ekki tjá sig um þessi mál. Bæjarstjórnin hafi einungis aðgang að opinberum gögnum Ólafsfjarðarbær hefur fram til þessa verið eini stofnfjáraðili spari- sjóðsins, en hinir nýju stofnljáraðilar eru Tryggingasjóður sparisjóða, sparisjóðir og aðilar þeim tengdir. Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri Ólafsfjarðar, segir að sér sé efst í huga ánægja yfir því að óvissutíma- bilinu í rekstri Sparisjóðs Ólafsfjarðar sé að baki og sparisjóðurinn hafi á nýjan leik náð sterkri stöðu. „Ávinn- ingurinn sem náðst hefur er þríþætt- ur, í fyrsta lagi er að endurreisn Sparisjóðsins er án útgjaida og fjár- útláta fyrir bæjarfélagið, í öðru lagi er að forræði stofnunarinnar er áfram í höndum heimamanna og í þriðja lagi er að stofnunin er nú betur fær um að veita fyrirtækjum og einstakl- ingum í bæjarfélaginu þá fyrir- greiðslu sem þörf kann að vera fyrir. Spurningunni um hvernig Spari- sjóðurinn komst í þennan vanda er ekki auðvelt að svara. Vafalaust eru það margir samverkandi þættir sem engin leið er fyrir þá sem ekki hafa fullan aðgang að öllum gögnum að gera sér glögga grein fýrir. Þrátt fyrir að bæjarstjóm Ólafs- íjarðar hafi frá upphafi og þar til nú verið eini ábyrgðar- eða stofn- fjáraðili sjóðsins hefur hún aldrei fengið neinar upplýsingar aðrar en þær sem fram komu á aðalfundum sparisjóðsins og birtast í opinberum gögnum um sjóðinn," sagði hann. í I ! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.