Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 33 FRÉTTIR Kynning á Selfossi á umferðar- öryggis- búnaði ÞRÁTT fyrir að ökutækjum hafi fjölgað ailverulega sl. áratug hefur slysum og dauðsföllum af völdum umferðar ekki fjölgað. Má þakka það m.a. notkun öryggisbúnaðar af ýmsu tagi. Nefna má t.d. að með notkun bílbelta má draga úr alvarlegum slysum um allt að 50%. Ennfremur má benda á að með notkun hjálma við hjólreiðar má minnka líkur á höfuðmeiðslum um allt að 80% Grundvallaratriði er að fólk noti sem best þann öryggisbúnað sem í boði er hveiju sinni og er það eitt af markmiðunum með sýningu sem verður í húsnæði KÁ á Sel- fossi og hefst 11. september nk. kl. 14 og stendur til 14. septem- ber, segir í fréttatilkynningu. Sýndur verður búnaður af ýmsu tagi frá alls 10 fyrirtækjum og stofnunum á Selfossi og frá Reykjavík. Þar má nefna barna- bílastóla, hjálma, endurskinsmerki o.fl. Einnig verður til sýnis tækni- búnaður til eftiriits í umferðinni og nokkuð af námsgögnum og öðru fræðsluefni. Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs sem jafnframt er aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, opnar sýninguna fimmtu- daginn 11. september kl. 14. Þá mun Tígri frá DV koma í heimsókn og heilsa upp á krakkana og færa þeim hluti sem koma sér vel í umferðinni. Gert er ráð fyrir að á sýningunni verði veltibíll á staðn- um og fólk getur prófað hvernig beltin virka án þess að þurfa að lenda í slæmri reynslu eins og t.d. í útafakstri. Mælt er með að skóla- nemendur sem og aðrir skoði sýn- inguna og kynni sér á einum stað fjölbreytt úrval öryggisbúnaðar. Þeir sem standa að sýningunni eru KÁ, Samband umferðarnefnda á Suðurlandi, SVFÍ og Umferðar- ráð. Hótel Borg með sérréttaseðil FRÁ og með næsta fimmtudegi, 10. september, mun Hótel Borg bjóða upp á sérréttamatseðil sem ber heitið „Mouton-Cadet“ matseðill mánaðarins. Á seðlin- um eru réttir sem Örn Garðars- son yfirmatreiðslumaður hótels- Athugasemd vegna fréttar um umhverfis- mál VEGNA fréttar Morgunblaðsins laugardaginn 6. september (bls. 15 Viðurkenning fyrir frumkvæði í umhverfismálum) óskar undirritað- ur eftir að koma eftirfarandi leið- réttingum á framfæri. 1. Hvolhreppur hefur verið í sam- vinnu við Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá (RSR, Mógilsá) um tilraunir með notkun seyru til skógræktar og land- græðslu. RALA (= Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Keldna- holti) sem nefnt er í frétt blaðsins sem eini samstarfsaðili hreppsins, hefur aldrei komið nálægt þessu né öðrum verkefnum sem lúta að notkun seyru til skógræktar og landgræðslu. 2. í fréttinni stendur að Hvol- hreppingar hafí „... orðið að kosta þetta alfarið sjálfír". Þessi staðhæf- ing er ósönn. Árið 1994, þegar verk- efni þetta hófst, varð Rannsókna- stöðin á Mógilsá (RSR) að leggja ins reiddi fram í samnefndri keppni sem haldin var í Hótel- og matvælaskólanum í maí s.l. Undir borðum verður leikin frönsk dinnertónlist og Mouton Cadet vín verða boðin á tilboðs- verði. til verkefnisins sem samsvarar 2 milljónum króna. Með þessu fram- lagi RSR var kostaður allur flutn- ingur seyru frá Hvolsvelli til Mark- arfljótsaura, öll dreifing seyrunnar, öll plöntukaup og öll gróðursetning. RSR hefur síðan þurft að kosta sjálf eftirlit og athuganir á þessari til- raun. Að sjálfsögðu fögnum við starfs- menn Rannsóknastöðvar skógrækt- ar ríkisins því að Hvolhreppur skuli fá þau umhverfisverðlaun sem eru aðalatriði fréttarinnar. Hins vegar þykur okkur súrt í broti að stofnun- ar okkar skuli hvergi vera getið í frétt ykkar, þrátt fyrir að það hafí verið að frumkvæði Sigvalda Ás- geirssonar, sérfræðings á RSR, sem verkefnið fór af stað. Auk þess hefur RSR lagt af mörkum veruleg- an skerf til verkefnisins, í formi faglegra leiðbeininga og fjármögn- unar. Verst þykir okkur að búa við, að aðrir aðilar skuli fá óáreittir að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Því vill undirritaður fara fram á að fyrrnefndar missagnir í frétt ykkar verði leiðréttar hið allra fyrsta. Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá. MYNDIN sem speglaðist þannig að myndartextinn varð merkingarlítill: Hafskipabryggjan er fremst, olíubryggjan og oliustöðin til hægri. Fyrir eyjarendanum var kantur, hlaðinn úr tilhöggnu grjóti. Upp af hafskipabryggjunni er hús danska flotans. Við þess hlið sést lítið hús sem upphaflega var reist fyrir Sameinaða danska gufuskipafélagið en hýsti seinna verslun Viðeyjarstöðvarinnar. Fisk- verkunarhúsin eru á sjávarbakkanum til vinstri en þvottahúsið þar sem fiskurinn var vaskaður stendur á stöplum að hluta til út í sjó. Handan staursins í forgrunni til vinstri sjást hvítir fiskstakkar á fiskreit en fjær sést í land hjá Vatnagörðum. Beint upp af þvottahúsinu sér á Kvennabrekku en stóra húsið þar til hægri er Glaumbær, aðal verbúðin. Upp af verslunarhúsinu er Ólafshús þar sem framkvæmdastjórinn bjó. Leiðrétting á Viðeyjarviðtali MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Örlygi Hálfdanar- syni: Mér hefur verið bent á að í viðtali Pjeturs Hafsteins Lárusson- ar við mig í Morgunblaðinu sunnu- daginn 7. þ.m. hafi ég ranglega nefnt Geir Zoéga, gamla Geir, til sögunnar. Hið rétta er að móðir mín átti viðskipti sín við Verzlun Geirs Zoéga við Vesturgötu en sá sem þar réði þá ríkjum var Siguijón Jónsson, verslunarstjóri, mágur gamla Geirs, sem var þá löngu horf- inn af vettvangi, mun hafa fallið frá árið 1917. Viðmælandi minn hélt mig vera að vísa í yngri Geir, son þess gamla, sem mun hafa haft skrifstofu þarna í húsinu, þótt meginumsvif hans hafi verið í Hafn- arfirði, og því leiðrétti viðmælandi minn mig ekki. Þetta eru mín mis- tök og biðst ég afsökunar á þeim. Þá varð mér á sú ótrúlega yfirsjón er ég las handrit að viðtalinu að taka ekki eftir því að í upptalningu minni á þeim verkum sem íslenska bókaútgáfan hefur gefið út eða vinnur að, að niður hafði fallið, frá því að viðtalið var tekið, að geta metsölubóka bróðursonar míns, Óttars Sveinssonar blaðamanns, hinna svokölluðu Útkallsbóka. Bækur Óttars njóta mikilla vin- sælda og hafa verið efst á metsölu- listum frá byijun. Óttar vinnur nú að fjórðu bók sinni sem kemur út í haust. Bækur Óttars hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana því eins og lesendur vafalaust rekur minni til var ein frásagna hans kvikmynduð hér á landi fyrir banda- rísku neyðarlínuna, Rescue 911. BBC hefur einnig óskað eftir því að mega kyikmynda einhveija af frásögnum Óttars og erlend tímarit með heimsdreifingu falast nú eftir efni úr bókunum. Ég er leiður yfir þessum mistök- um og biðst afsökunar á þeim. Að lokum vil ég benda lesendum á að myndin af Stöðvarsvæðinu í Viðey árið 1925 var spegilvent í blaðinu, en það verður tæpast skrifað á minn reikning. Ríkið hætti rekstri fjöl- miðla STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefursent frá sér eft- irfarandi ályktun um Ríkisútvarpið: „Deilur um starfsemi Ríkisút- varpsins eru og hafa verið tíðar. Margir, sér í lagi starfsmenn, hafa orðið til að gagnrýna það sem þeir telja pólitísk afskipti og skort á sjálfstæði stofnunarinnar. Síðustu daga hefur þessi umræða enn farið af stað vegna skipulagsbreytinga og mannaráðninga. Ljóst er að á meðan ríkið á fyrirtæki verður deilt um slíka hluti enda alltaf meiri hætta fyrir hendi að önnur sjónar- mið en fagleg ráði þegar um opin- bera stofnun er að ræða en ef einka- fyrirtæki á í hlut. Meðal annars af þessum ástæðum hefur Samband ungra sjálfstæðismanna lengi verið þeirrar skoðunar að víðtæk einka- væðing opinberra fyrirtækja hér á landi sé brýn nauðsyn. Árétta ungir sjálfstæðismenn þá skoðun sína að ríkið eigi að hætta rekstri íjölmiðlafyrirtækja og von- ast til þess að þeir sem að undan- förnu hafa lýst yfir áhyggjum sín- um af málefnum Ríkisútvarpsins styðji þessar hugmyndir." Kynning á starfsemi í Gjábakka GJÁBAKKI er félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. Þar hefur sl. fjögur ár farið fram félags- og tóm- stundastarf þar sem hugmyndirnar hafa fyrst sprottið hjá eldri borgur- um sjálfum. „Það er Kópavogsbær sem sér um rekstur Gjábakka en þeir hópar sem láta sig varða velferð eldri borgara, þ.e. Félag eldri borgara í Kópavogi og Frístundahópurinn Hana nú, hafa fengið þar aðstöðu fyrir starfsemi sína. Einnig eru starfandi í Gjábakka margir hópar áhugasamra eldri borgara sem vilja leggja starfseminni lið. Miðvikudaginn 10. og fímmtu- daginn 11. september kynna Félag eldri borgara í Kópavogi, Frístunda- hópurinn Hana nú, Gjábakki og hinir ýmsu áhugahópar þá starf- semi sem fyrirhuguð er í Gjábakka fram til áramóta. Kynningin hefst kl. 14. Gengið í gegn- um aldirnar í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 10. september verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 upp úr Grófinni og um Víkur- garð með Tjörninni, um Hljóm- skálagarðinn, Háskólahverfíð, stuttan spöl eftir gamla Bessa- staðaleiðarstæðinu og niður í Sund- skálavík við Skeijafjörð. Síðan verður farið með ströndinni fram hjá Vesturvör og Austurvör, fyrir Flugbrautarendann inn í Naut- hólsvík. Þaðan um skógargötur Öskjuhlíðar, yfir Vatnsmýrina að Umferðarmiðstöðinni og um Þing- holtið niður á Miðbakka og að Hafn- arhúsinu. Hægt verður að stytta gönguna og fara í SVR víða á leiðinni. Vinmibrögðum mótmælt SAMTÖK stéttarfélaga hjá norræn- um ríkisfjölmiðlum, NORDFAG, samþykktu nýlega ályktun þar sem lýst er áhyggjum af því að enn skuli það gerast að flokkspólitískir hagsmunir vegi þungt við ráðningar hjá Ríkisútvarpinu. í ályktuninni, sem samþykkt var á þingi samtakanna í Helsinki 3.-7. september, er þessum vinnubrögð- um mótmælt og því lýst yfir að samtökin telji að aðeins starfs- reynsla og hæfni eigi að ráða við mannaráðningar. Pólitísk afskipti af starfsráðningum séu í andstöðu við tilgang útvarps í almannaþágu og veiki tiltrú manna á því. Blush og Stolía á Gauknum HLJÓMSVEITIRNAR Blush og Stolía halda tónleika á veitingahús- inu Gauki á Stöng í kvöld, þar sem hljómsveitirnar flytja frumsamið efni af væntanlegum geisladiskum. Hljómsveitina Blush skipa: Þór Sigurðsson, gftar, söngur, Margrét Sigurðardóttir, hljómborð, söngur, Magnús Einarsson, bassi og Davíð Ólafsson, trommur. Hljómsveitina Stolía skipa: Amar Þór Gíslason, trommur, Einar Logi Sveinsson, gítar, Jóhann Gunnars- son, bassi og Unnar Bjarnason, hljómborð. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. Námskeið um kaþólska trú NÁMSKEIÐ um kaþólska trú hefst í kvöld, miðvikudagskvöldið 10. september, kl. 20.30 í safnaðar- heimili Landakotskirkju, Hávalla- götu 16. Allir velkomnir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR H. HJARTARSON lögfræðingur, Granaskjóli 64, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum 4. sept. sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 12. september kl. 15.00. Rósa Björg Karlsdóttir, Karl Á. Hjartarson, Elísabet S. Valdimarsdóttir, Ragnar Hjartarson, Daníel Andri Karlsson. t Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför eiginmanns míns, ÓSKARS SIGURBERGSSONAR, Hlíðarási 8, Mosfellsbæ. Ljósbjörg H. Magnúsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.