Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Utanríkisráðherra gleymdi að segja upp einokuninni: “ Skaðar Suðurnesja- menn um tugi milljóna - segir Kristján Pálsson alþingismaður -lii T flllllllllM D R - 'Mlíi HRORNUNRR SJÚKD'OHAR ÞAÐ hlýtur að vera einhver bráðsmitandi pest að ganga. Steini litli gleymdi að láta prenta passa og ökuskírteini, Palli húsbréf, og ég að segja upp einokun Flugleiða á vellinum . . . Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Fjármunum betur varið í vegi en banka EINAR K. Guðfinnsson alþingis- maður, oddviti sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, segir að hann telji að einkavæða eigi ríkisbankana og nota fjármagnið sem þannig fáist til uppbyggingar samgöngumann- virkja. Hann segir að knýjandi þörf alls- staðar á uppbyggingu samgöngu- mannvirkja liggi að baki ályktun kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um að einkavæðing ríkiseigna verði notuð til að fjár- magna slíka uppbyggingu. „Við teljum að þetta sé eðlileg aðgerð núna, og þá ekki síst vegna þeirrar þenslu sem víða er í þjóðfé- laginu, en hennar gætir reyndar ekki úti á landsbyggðinni. Grund- vallarhugsunin er sú að við teljum einfaldlega að fjármunum ríkisins og eignum sé betur varið í vegi heldur en bankastofnanir, svo dæmi sé tekið,“ sagði Einar. --------------- Spegill í hlið strætó LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem sáu þegar fólsbíll og strætisvagn rákust saman í Suðurhólum í Breiðholti um kl. 8 að morgni föstudagsins 29. ágúst. Strætisvagninn ók Suðurhóla í austur, en fólksbíll kom á móti hon- um. Við gangbraut og þrengingu, sem er á götunni, rakst vinstri hlið- arspegill fólksbílsins í hlið strætis- vagnsins. Lögregla óskar eftir að hafa tal af farþegum vagnsins, ef þeir sáu aðdraganda óhappsins, sem og af konu á rauðleitum bíl, sem ók á eftir strætisvagninum. ÁRNI Ambrois Ibsen, 10 ára, veiddi á dögunum sinn fyrsta lax, 5 punda hæng á spón á efsta svæðinu í Fnjóská. Hann var þar að veiðum ásamt foreldrum sínum Dominique Ambroise og Þóri Ibsen og stóð til að veiða bleikju. Enginn kvartaði þó undan aflanum. Miklar sveiflur í laxveiðinni ÞAÐ styttist í lok laxavertíðarinnar og menn ekki á eitt sáttir um hvort veiðin nái meðalveiði eða hvort hún tekur dýfu. Það ruglar menn í ríminu hversu upp og ofan veiðin er. Sums staðar eru ár með meiri veiði en i fyrra, sums staðar með svipaða veiði og annars staðar með lakari veiði, jafnvel mun lakari. Nærtækt dæmi er úr Borgarfirð- inum þar sem flestar hæstu ámar renna í nágrenni hver við aðra. Þar eru Norðurá og Grímsá með mjög áþekka veiði og í fyrra, Þverá ásamt Kjarrá með mun betri veiði, en Langá ívið lakari þótt veiðin hafi í heild verið góð. Á Norðurlandi, þar sem mest hef- ur verið talað um aflabrest, eru þó fjórar af þekktari ánum, Laxá á Asum, Laxá í Aðaldal, Blanda og Svartá með betri veiði en í fyrra og Vatnsdalsá gæti vel skilað svipaðri veiði. í Vopnafirði virðist Vesturdalsá halda meðalveiði, Selá er nærri sinni tölu frá 1996, en Hofsá er langt að baki og hefur lengst af verið slök. Þokkalegt í Hafralónsá „Ég var að tala við leigutakann í Hafralónsá í gærkvöldi, Jaques Montupet. Hann sagði mér að 190 laxar væra komnir á land úr Hafra- lónsá og heyrist mér á tölum úr Þist- ilfirðinum að það sé bara nokkuð góð útkoma. Landeigendur veiða í ánni tvær síðustu vikurnar og það er hefð fyrir því að veiðin gangi vel hjá þeim, enda mæta þá nokkrir þaulkunnugir menn í ána. Áin gæti því farið vel yfir 200 laxa,“ sagði Orri Vigfússon í gærdag. Mest af aflanum er eins og víðar, 5-7 punda hængar. Margir útlend- ingar veiða í Hafralónsá og sleppa margir þeirra iöxum sínum. Það er því ekki loku fyrir það skotið að eitt- hvað af aflanum sé laxar sem hafa veiðst oftar en einu sinni. Úr ýmsum áttum Nærri 1.400 laxar eru komnir úr Grímsá og er það svipað og í fyrra. Fregnir herma að um 1.150 laxar séu komnir úr Laxá í Kjós sem er mikil bót frá í fyrra. Það gæti farið svo að leigutakinn Ásgeir Heiðar reynist sannspár, en hann spáði 1.200 laxa veiði strax í vor. Tæplega 1.000 laxar eru komnir úr Blöndu og er það geysileg aukn- ing frá síðasta ári er um 600 laxar veiddust í ánni. Þá má geta, að um 250 laxar munu komnir úr Mýrarkvísl, sem er lítil bergvatnsá sem fellur í Laxá í Aðajdal við Heiðarenda. Myndmiðlar og börn Fræðsla frekar enbönn Karl G. Jeppesen YMIS ofbeldisverk barna og unglinga urðu kveikjan að mikilli umræðu í fyrra um áhrif myndmiðla, bæði kvikmynda og tölvuleikja, á hegðun ungs fólks. Nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra til að gera tillögur um hvernig hamla mætti áhrifum af grófu ofbeldis- efni og jafnframt auka skilning á kvikmyndum sem listgrein, skilaði áliti fyrir skömmu. Formaður hennar var Karl Jeppe- sen, forstöðumaður íjar- skóla Kennaraháskóla Is- lands. Hver var niðurstaða nefndarinnar? „Við urðum fljótlega sammála um að við vild- um ekki leggja til í skýrsl- unni að ákveðið efni eða ákveðnar myndir yrðu bannaðar. Við viljum frekar fara fræðslu- leið, að kenna börnum að lesa og meta myndefni á gagnrýnin hátt þannig að þau geti sjálf val- ið og hafnað og áttað sig á hætt- unni sem fylgir óheftu ofbeldis- efni sem víða er sýnt. Það getur vel verið að við höfum með þessu farið aðra leið en til var ætlast þegar þetta starf fór af stað, en við höfum einfaldlega ekki trú á að bönn hafí áhrif í þessum efn- um.“ Þið leggið mikla áherslu á að kenna börnum að greina milli sýndarveruleika og raunveru- leika. Er algengt að þau geti það ekki? „Já, oft heldur leiknum áfram eftir að komið er út úr tölvuleikja- salnum eða bíósalnum. Sérfræð- ingar eru reyndar ekki sammála um hvaða áhrif þetta hefur á ofbeldi. Rannsóknir benda til þess að ef myndefnið er mjög ólíkt þeirra eigin raunveruleika sé hættan minni. Til dæmis hafa kvikmyndir sem fjalla um ungl- inga og gerast í borgaramhverfi yfirleitt meiri áhrif en kúreka- myndir.“ Hvernig á fræðslan að fara fram? „Við leggjum til stigvaxandi umQöllun um kvikmyndir frá grunnskólastigi og upp á fram- haldsskólastig. í fyrstu bekkjum grunnskóla yrði fjallað um efnis- þætti eins og myndræna frásögn, veruleika og og sjálfsmynd. I 5.-7. bekk yrði farið út í einfalda handritsgerð, fjallað um mynd- mál og hljóð og rætt um gagn- rýna hugsun gagnvart skilaboðum og áhrif- um myndmiðla og um fyrirmyndir í kvik- myndum. í efri bekkj- um grunnskóla yrði rætt um heim kvikmyndarinnar, innlifun, leið frásagnarinnar frá bók í gegnum handrit og til kvik- myndar. í framhaldsskóla yrði fjallað um félagslegan þátt kvik- mynda, um kvikmyndir sem list- grein og kvikmyndatækni. Reyndar gerðum við líka tillögur um fræðslu á háskólastigi, til dæmis fyrir verðandi kennara. Við leggjum líka áherslu á nauð- syn þess að fræða foreldra. Það viljum við gera með bæklingi þar sem foreldrum er leiðbeint um það hvernig þeir geti horft á myndefni með börnum sínum, rætt um það og leiðbeint þeim um vandaðra val.“ ►Karl G. Jeppesen er fæddur í Reykjavík á lýðveldisárinu 1944. Hann lauk prófi í Kenna- raskólanum árið 1965 og var síðar við framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn. Meistaraprófi lauk hann frá Wales-Háskóla í borginni Cardiff árið 1991 með fræðslusjónvarp sem sérsvið. Karl hefur starfað sem grunn- skólakennari, starfað hjá Sjón- varpinu og fræðslumyndadeild Námsgagnastofnunar og kennt á kennaranámskeiðum hjá Há- skóla íslands og Kennarahá- skólanum. Frá árinu 1995 hef- ur hann starfað sem kennslu- tæknifræðingur við Kennara- háskólann og sér þar um fjar- skóla. Karl er giftur Sigríði Hlíðar framhaldsskólakennara og eiga þau tvær dætur. „Er einhver kennsla á þessu sviði í skólum núna?“ „í gildandi námskrá er á nokkrum stöðum fjallað um fjölmiðlafræðslu og það er til námsefni frá Námsgagnastofnun sem kennir blaðamennsku og greinaskrif. Ýmsir kennarar hafa stundað það að skoða fjölmiðla og bíómyndir með nemendum sín- um og ræða efni þeirra. Þetta er allt mjög einstaklingsbundið og mismunandi eftir skólum. Það hefur ekki verið mjög þægilegt fyrir kennara að takast á við efn- ið, meðal annars vantar fjöl- breyttara námsefni." Er nokkur möguleiki að koma þessu betur að? Það eru margir sem vilja bæta efni á námskrána. „Hugsunin er ekki sú að þetta verði sér- stök námsgrein, nema hugsanlega á efri stig- um grunnskóla og á fjölmiðlabrautum framhaldsskóla. Fræðslan getur farið fram til dæmis sem hluti af íslenskukennslu, samfélags- fræði og myndmennt og á þar alls staðar vel heima. Það er full ástæða til að byrja snemma á þessari fræðslu þannig að um- ræðan um það hvað sé gott mynd- efni og hvað slæmt fari strax af stað. Við höfum sent tillögur okkar til nefndarinnar sem semur námskrár fyrir grunn- og fram- haldsskóla og ég vona svo sann- lega að hún verði tekin til greina þar. Sjálfur ætla ég að gera það sem ég get innan Kennaraháskól- ans tii þess að þetta efni verði fellt inn í almennt kennaranám." „Foreldra- fræðsla mikilvæg"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.