Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 23 UNDANFARIN misseri hafa sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn fimbulfambað mikið um fjármál borgarinn- ar. Talar þar hver upp í annan um að lækka skatta, lækka gjald- skrár, draga úr arð- greiðslum fyrirtækja og greiða niður skuldir. An þess að skerða þjón- ustu! Hér eru greinilega kraftaverkamenn á ferð þó að vísu sé sá ljóður á þeirra ráði að þeirra helsta krafta- verk hefur verið að klúðra þeirri ágætu stöðu sem borgin var í hér á árum áður. Stöðu sem hefði mátt nýta til að byggja upp til framtíðar t.d. í skóla- og leikskólamálum. En það var því miður ekkert rúm fyrir þá málaflokka í stórveldisdraumum fyrrum forystumanna borgarinnar sem sáu ráðhús og perlur í hillingum í óþökk borgarbúa. í óþökk borgarbúa En borgarbúar verða hvorki blekktir né keyptir eins og dærnin sanna. Á þeim 75 dögum sem Árni Sigfússon var borgarstjóri námu aukafjárveitingar borgarsjóðs um 10 milljónum á dag. Þær aukafjárveit- ingar voru í raun innstæðulaus ávís- un þar sem þær rúmuðust ekki inn- an ramma fjárhagsáætlunar ársins 1994 og urðu að greiðast með lán- töku borgarsjóðs. Þetta var dýr kosningabarátta sem var háð á kostnað borgarbúa og í þeirra óþökk eins og úrsiit kosninganna sýndu. Ávísað á framtíðina Á síðasta kjörtíma- bili veiktu sjálfstæðis- menn verulega stöðu borgarinnar. A fjórum árum jukust skuldir hennar um tæpa 8 millj- arða kr. Áhrifin á borg- arsjóð eru augljós. Greiðslubyrði lána fór úr 31 millj. kr. árið 1991 í um þúsund millj. kr. eða einn milljarð á árinu 1996. Þessi millj- arður er sá reikningur sem sjálfstæðismenn senda borg- arbúum á hverju ári og greiðist af sköttum þeirra. Á því sama kjörtímabili stóðu Sjálfstæðismenn fylgja sparnaði í orði, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, en forðast hann eins og heitan eldinn á borði. skatttekjur borgarinnar nokkurn veginn í stað, ef frá er talið árið 1992 en það ár hækkuðu þær um tæplega 800 millj. kr. Það kom samt ekki í veg fyrir að sjálfstæðismenn stofnuðu til nýrra útgjalda á hveiju ári en rekstrarútgjöld borgarinnar hækkuðu um fjóra milljarða á kjör- tímabilinu. Þetta gat auðvitað ekki endað nema á einn veg - með mik- illi skuldasöfnun. Óábyrg afstaða Margt hefur áunnist í ijármálum borgarinnar á sl. þremur árum og nægir að nefna að skuldasöfnun borgarsjóðs hefur verið stöðvuð og tekist hefur að stöðva sjálfvirka hækkun rekstrarútgjalda. Þannig hafa rekstrarútgjöldin ekki hækkað í krónum talið frá árinu 1994, ef frá er talin hækkun sem óhjákvæmilega varð við yfirtöku grunnskólans á síðasta ári. Hlutfall rekstrarútgjalda af tekjum var komið í 96.4% árið 1994 en var 82% á síðasta ári. Þar með er björninn þó ekki unn- inn. Það krefst mikillar árvekni og aðhalds að halda rekstri borgarinnar innan þess ramma sem markaður er í fjárhagsáætlun hverju sinni. Upp- gjör hjá borginni nú á miðju ári sýndi að frávik í rekstri stefna að óbreyttu í um 200 millj. kr og 100 millj. kr. í byggingaframkvæmdum. I borgar- ráði hafa verið lagðar fram hug- myndir um 100 m.kr. sparnað í framkvæmdum og 70 m.kr. sparnað í rekstri. Nái þetta fram að ganga stendur eftir óleystur útgjaldavandi upp á um 135 m.kr. sem er innan við 1% af áætluðum rekstrargjöldum og fjárfestingu á árinu. Þessar hugmyndir eru nú til um- fjöllunar í nefndum og ráðum þeirra stofnana sem stefndu fram úr fjár- veitingum. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að hún fæst án þess að sjálfstæðismenn komi þar nokkuð nærri. Þeir fylgja sparnaði í orði en forðast hann eins og heitan eldinn á borði. Þeir segja pass í hvert skipti sem þeir eiga leik og fimbulfamba svo þess á milli um fjármál borgarinn- ar í þeirri veiku von að einhvers stað- ar sé einhver sem taki þá alvarlega. Höfundur er borgnrstjóri. Kraftaverkamenn í borgarstjórn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Smáþjóðaleikar íþrótta- hreyfingunni til sóma LOKIÐ er uppgjöri vegna Smáþjóðaleik- anna, sem haldnir voru í Reykjavík, Kópavogi og Reykjanesbæ fyrstu vikuna í júní sl. Fyrir utan það hve fram- kvæmd þeirra tókst vel er sú niðurstaða hvað jákvæðust fyrir íþrótta- hreyfinguna í heild og yfirvöld, bæði ríki og bæ, að tekjuafgangur varð af leikunum. Ekki síður var það ánægju- legt, að á síðustu þrem- ur mánuðum undirbún- ingsins sameinaðist íþróttahreyfingin öll og einhenti sér í undirbún- ing leikanna í stað þess að Olympíu- nefndin þyrfti að bera hita og þunga af undirbúningnum ein með ófyrir- sjáanlegum kostnaði. Ríkisstjórnin lagði leikunum ómetanlegt lið með vænu fjárfram- lagi á síðustu fjárlögum. Þeim rausn- arhug og velvilja og ekki síst áhuga og stuðningi íþróttaráðherrans, Björns Bjarnasonar, einsettu for- svarsmenn leikanna sér að mæta með því að róa lífróður að því að skila leikunum hallalausum. Hreyf- ingin mátti ekki við öðru ef endur- reisa ætti álit hennar í kjölfar fjár- hagserfiðleika HM ’95 í handbolta, sem reyndar var þó glæsilegt mót að allri framkvæmd. Með jákvæðri niðurstöðu Smáþjóðaleikanna hefur hreyfingin lagt sitt af mörkum til að öðlast tiltrú yfirvalda á ný. Undirbúningurinn mæddi á und- irbúningsnefndinni og framkvæmd- aráði þess en hvoru tveggja stýrði Ari Bergmann Einarsson, ritari Ólympíunefndarinnar, stefnufast og skilvirklega. Um það eru allir sam- mála. Fljótlega eftir að hann tók við því starfi í febrúar kom í ljós, að þrátt fyrir framlag ríkisstjórnar og sveitarfélaga, vantaði eftir sem áður 20-30 milljónir til að leikarnir gætu staðið undir sér, að óbreyttum áætlunum um framkvæmd og fyr- irkomulag þeirra. Áð- eins einn styrktarsamn- ingur lá fyrir og hafði þó ekki tekist að ljúka honum formlega. Þá kom í ljós, að sérstökum íjármunum, sem lagðir voru til hliðar 1992 og 1993 í formannstíð Gísla Halldórssonar í Óí, hafði að mestu verið ráðstafað í rekstur Óí. Að höfðu samráði við framkvæmdaráð tóku Ellert B. Schram, for- maður Óí, og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri leik- anna að sér að brúa bilið með því að leita eftir fjárstuðningi fyrirtækja. Að hluta fólst fjáröflunin í að fram- kvæmdanefnd leikanna ákvað að hverfa frá mörgum fyrri áformum. Spöruðust þannig margar milljónir en auk þess nemur bein fjáröflun Ellerts og Stefáns vegna leikanna á síðustu þremur mánuðunum nálægt 20 milljónum. Þar á meðal er 5 millj- óna framlag frá Alþjóðaólympíu- nefndinni (IOC) sem Ellert fékk Juan Antonio Samaranch, forseta IOC, til að samþykkja á árangursríkum fundi þeirra í höfuðstöðvum IOC í vor. Áhugi og metnaður forsvars- manna Reykjavíkurborgar, Kópa- vogs- og Reykjanesbæja fyrir því að leikarnir mættu verða bæjarfélög- um þessum til sóma var uppör- vandi, ekki síst á lokasprettinum. Þar er sérstaklega lofsvert framlag Ómars Einarssonar, framkvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Jóns Júlíussonar íþróttafulltrúa Kópavogs og Ragn- ars Arnar Péturssonar, formanns íþróttaráðs Reykjanessbæjar. Vel- vilji þeirra var ómetanlegur og á við margar vítamínssprautur. Sá þáttur leikanna, sem ef til vill Smáþjóðaleikarnir skiluð góðri niðurstöðu, bæði félagslega og fjárhagslega. Agúst Ásgeirsson telur árangurinn mikinn sigur fyrir íþróttahreyfinguna í heild. skiptir einna mestu máli, er það nána samstarf sem tókst um undirbúning þeirra. Um það sameinaðist íþrótta- hreyfingin þremur mánuðum fyrir leikana og áður lokaðar dyr opnuð- ust. Hyldýpisgjá milli Ólympíunefnd- ar og Iþróttasambandsins var brúuð. ÍSÍ bauð skrifstofuaðstöðu sína og starfsfólk í þágu undirbúnings leik- anna og verður sá kraftur og sú þekk- ing sem þar bauðst seint metin til fjár. Þá kom Ungmennafélag íslands að undirbúningi leikanna af miklum áhuga og sérstök ástæða er til að geta mikilsverðs framlags íþrótta- bandalags Reykjavíkur og formanns þess, Reynis Ragnarssonar. Enginn gleymir þætti sérsambandanna 10, allra síst þeir sem að undirbúningi leikanna stóðu. Framkvæmd íþrótta- keppninnar hvíldi á þeirra herðum eftir eigin undirbúning og samstarf og samráð við tækninefnd Óí og tæknistjóra. Ekki má gleyma stór- skara sjálfboðaliða sem drifu að og hjáipuðu til leikavikuna en þeir eiga einnig heiðurinn af því hve vel tókst til. Góð framkvæmd leikanna, öll umgjörð þeirra ogjákvæð niðurstaða, fjárhagslega og félagslega, er sigur íþróttahréyfmgarinnar allrar. Höfundur var tæknistjóri Smáþjóðaleikanna 1997 , Ágúst Ásgeirsson Stjórnmál skipta máli FRAMTÍÐARVERKEFNI þeirra sem að stjórnmálum koma eru mörg. Eitt þeirra er að auka tiltrú og áhuga ungs fólks á virkri þátttöku í stjórnmálastarfi. Án þess er hætta á að stór hluti þjóðarinnar sitji hjá sem áhorfend- ur en taki ekki virkan þátt í því starfi sem nauðsynlegt er hveiju lýðræðissamfélagi. Því miður ber of mikið á því að ungu fólki finnist stjórnmál til- gangslítil, óáhugaverð eða leiðinleg. Einn hluti vandans er ef til vill sá að lýðræðið er orðið svo sjálfgefíð að fáir kunna að meta það. Gera þarf ungu fólki grein fyrir því að í stjórnmálum felast ótal tækifæri til að hafa áhrif á og móta það samfélag sem við búum í og þá framtíð sem okkar bíður. Hægri og vinstri - enn á lífi! Ein ástæða áhugaleysis ungs fólks á stjórnmálum er sú að því finnst lítill munur vera á flokkun- um og því skipti engu máli hver þeirra sé við völd. í raun er skiljan- legt að fáir átti sig á muninum þegar vinstrimenn hafa talað um sameiningu í áratugi án árangurs og nýlega viðraði einn helsti hug- myndafræðingur fijálshyggju- manna hér á landi þá hugmynd sína að e.t.v. ætti Sjálfstæðisflokk- urinn að sameinast Framsóknar- flokknum. Því miður virðist þannig sem meiri orka fari í að sannfæra fólk um hvað flokkarnir eigi sam- eiginlegt en það hvað skilur þá að. í ljósi þess að flokkarnir leggja ekki eins mikla áherslu á það nú hvað aðgreinir þá, ganga sumir svo langt að segja að hugtökin hægri og vinstri hafi ekki lengur neina merkingu til aðgreiningar á póli- tískum viðhorfum fólks. Þetta er alrangt. Það sem hefur breyst er að hægriflokkarnir hafa unnið hugmyndafræðilegan sigur yfir sameignarstefnunni og vinstri- menn hafa fært sig nær þeim sjón- armiðum sem þeir áður börðust gegn. Þrátt fyrir sjónarspil vinstri- manna er áfram grundvallarmunur á afstöðu hægri og vinstri manna, sem kristallast í hugmyndum um einstaklingsfrelsi eða umfangs- mikil ríkisafskipti. Hugmyndafræðin þarf að verða sýnilegri Til að bregðast við kröfum ungs fólks þurfa flokkarnir að gera hug- myndafræðina sýnilegri og fjalla um meginstrauma í stjórnmálum en ekki einungis tæknileg úrlausn- arefni eða minniháttar útfærslur á því fyrirkomulagi sem við þegar búum í. í umræðum sem spunnist hafa í málefnastarfi hjá ungum sjálfstæðismönnum hefur til dæmis komið fram mjög ákveðin gagnrýni á það að opnunartími skemmti- staða sé takmarkaður, leigubíl- stjórar þurfi opinber leyfi til að fá að keyra, skylduaðild sé að verka- lýðsfélögum og lífeyrissjóðum, skylduáskrift sé að RUV o.s.frv. Það er meðal annars slík skerðing á frelsi sem ungt fólk gagnrýnir og finnst stjórnmálamenn sýna lít- inn áhuga á að breyta. Stjórnmála- menn þurfa að taka á dagskrá mál sem ungt fólk hefur áhuga á þar sem lausnirnar eru oftar en ekki aukið frelsi. Þeir þurfa að líta til framtíðar og vera reiðubúnir að fjalla af meiri víðsýni um þau mál sem efst eru á baugi hveiju sinni. í þessu sambandi ber stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokk- urinn, sérstaka ábyrgð vegna þess að hugmyndir ungs fólks byggjast oftar en ekki á hugtökunum frelsi, víðsýni, og umburðarlyndi. Þessar hugmyndir eiga mest sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum sem er í reynd eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem getur boðið ungu fólki stjórnmálastefnu sem samræmist þeirra lífssýn meðan stefna annarra stjórnmála- flokka byggir á því að hefta frelsi einstaklinga en þenja út ríkisvaldið. Fráhrindandi umhverfi Önnur rök sem ungt fólk nefnir fyrir áhugaleysi sínu á virkri þátttöku í stjórnmálum er að hið pólitíska umhverfi sé fráhrindandi og ófag- legt. Stjórnmálamenn, kjörnir full- trúar fólksins, eru undir smásjánni og umræðan oftar en ekki nei- kvæð. Fjalli fjölmiðlar um þá með jákvæðum hætti fullyrða andstæð- ingarnir að um pólitíska misnotkun sé ræða en geri þeir það með nei- kvæðum hætti er umræðan „fag- _______Breyta þarf_________ stjórnmálaumræðunni, segir Asdís Halla Bragadóttir, tii að ungt fólk verði virkir þátttakendur. leg“. í þessu sambandi bera fjölm- iðlar mikla ábyrgð. Á sama tíma og gerð er krafa um að stjórnmála- flokkar og stjórnmálamenn beri raunverulega pólitíska ábyrgð þarf að stuðla að því að umræðan um störf þeirra verði faglegri. Með þeim hætti þarf að auka tiltrú ungs og hæfileikaríks fólks á stjórnmálum og stuðla að því að það taki virkari þátt í stjórnmála- starfi. Vandinn er einnig sá að þó að einstaklingar láti þetta umhverfi ekki aftra sér frá þátttöku í stjórn- málastarfi er staðreyndin sú að þeir sem áhugann hafa, fá ekki mörg tækifæri innan flokkanna. Ungu fólki hefur ekki gengið nægi- lega vel í prófkjörum og fyrirmynd- irnar eru fáar. Af 63 þingmönnum eru til dæmis tveir 35 ára eða yngri! Pólitísk umræða á SUS þingi Á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem haldið verður um næstu helgi verður umfangs- mikil umræða um stjórnmál. Á þinginu gefst ungu fólki kostur á að taka þátt í málefnalegum um- ræðum og ályktað verður um fjöl- margt sem snertir samfélagið al- mennt og hagsmuni ungs fólks. Þingið ber yfirskriftina FRELSI en sú yfirskrift á að undirstrika hvaða pólitísku leiðir ungir sjálf- stæðismenn vilja fara. Hugmynd- irnar ber að taka alvarlega enda liggur að baki þeim mikil vinna sem fjölmargir ungir sjálfstæðis- menn hafa komið að. Það er vonandi að ungir sjálf- stæðismenn geti með þingi sínu stuðlað að faglegri og málefna- legri umræðu um stjórnmál. Þann- ig getur SUS lagt sitt lóð á vogar- skálarnar til að hvetja ungt fólk til virkari þátttöku í pólitísku starfi og mótun þeirrar framtíðar sem við okkur blasir. Höfundur er í framboði til embættis formanns SUS. Ásdís Halla Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.