Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 5 FRÉTTIR Mýrdals- sandur fýk- ur 150 km á haf út FAGRADAL - Mikill sandstormur var á Mýrdalssandi allan síðastlið- inn mánudag, af þeim sökum var vegurinn yfir sandinn lokaður þar til vindinn lægði á mánudagskvöld. Einar Sveinbjörnsson hjá Veður- stofu íslands segir orsökina vera hvassa vestnorðvestanátt og mjög þurrt loft ættað frá Grænlandi. Hann sagði loftrakann á Norður- hjáleigu í Álftaveri hafa verið 23%, sem er óvenju þurrt loft. Strókurinn kom fram á loft- mynd úr 850 km hæð á mánudag og Einar segir það óvenjulegt. Myndin sýnir að strókurinn nær a.m.k. 150 km á haf út. Þótt gos- mökkurinn frá Grímsvatnasvæð- inu hafi komið fram á gervihnatta- myndum segir Einar að óvenjuleg skilyrði hafi ráðið mikiu um að sandstrókurinn náðist á gervi- hnattamynd á mánudag; t.d. óvenjutært loft sem geri linsunni í myndavél gervihnattarins kleift að greina smáatriði betur en áður, algjör heiðríkja og svo óvenjumik- ill sandstormur. Vindur var ekki mikill en fínasta duftið hafi fokið. Loftið var óvenjulega þurrt þegar það barst yfir landið úr norðvestri frá Grænlandsjökli. Bændur á Suðurlandi hafa átt í erfiðleikum með heyskap vegna stöðugra óþurrka og áttu margir því töluvert af lausu heyi á túnum vegtia þess að það spáði þurrki sem reyndar stóðst en rokið olli því að heymagnið ódrýgðist töluvert því að um Ieið og heyið þornaði fór það að fjúka. Girðingar og skurðir fylltust af heyi og bændur áttu í mesta basli með að ná því sem eft- ir var af heyi úr girðingum og skurðum í gærmorgun. LOFTMYND Veðurstofunnar tekin úr 850 kílómetra hæð á mánudag. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HEY hefur fokið af túnum og safnast upp við girðingar í Víkurlandi. Magnafsláttur af mjólkur- vörum í heildsölu AFURÐASTÖÐVAR í mjólkuriðnaði munu frá 1. október næstkomandi taka upp afsláttarkerfi og veita við- skiptavinum sínum stighækkandi afslátt frá skráðu hámarksverði á mjóikurafurðum og ættu því stór- markaðir að geta boðið þessar vörur á lægra verði en nú. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, nær afslátt- urinn bæði til þeirra afurða sem verðlagðar hafa verið af fimm- mannanefnd og þeirra sem hafa verið með fijálsri álagningu. „Þetta ætti að geta leitt til þess að þau fyrirtæki sem fá mesta af- sláttinn ættu að geta boðið lægra verð heldur en elia ef þeir vilja láta neytendur njóta afsláttarins. Það á því að vera hægt að koma við sam- keppni í sölu á þessum afurðum," sagði Guðmundur. Fimmmannanefnd samþykkti að heimila afurðastöðvunum að veita magnafslátt til að stuðla að hagræð- ingu afurðastöðvanna, en jafnframt hefur Samkeppnisráð ákveðið að fella niður hámarksálagningu í smá- sölu á þeim afurðum sem seldar hafa verið með bundinni hámarks- álagningu, þ.e. brauðosti, nýmjólk, undanrennu, rjóma, skyri og smjöri. Egilsstaðir og Hérað líklegust EGILSSTAÐIR var það nafn sem hlaut flest stig í skoðanakönnun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi sem fram fór samhliða kosningu um sameiningu fimm sveitarfélaga á Héraði síðastliðinn laugardag. Þrettán nöfn voru í boði og gáfu kjósendur þeim stig frá einu upp í þrettán. Egilsstaðir hlaut flest stig í Egils- staðabæ, en það er fjölmennasta sveitarfélagið á Héraði. Nafnið Hérað fékk næstflest stig, samanlagt í öllum sveitarfélögun- um, en þar á eftir kom nafnið Aust- urhérað. Sé litið á það hvaða nafn var vinsælast í hveiju sveitarfélagi fyrir sig var nafnið Austurhérað vinsælast í Hjaltastaðahreppi og það sama var upp á teningnum í Eiðahreppi. í Egilsstaðabæ var nafnið Egilsstaðir vinsælast, í Vallahreppi var það nafnið Fljóts- dalshérað og í Skriðdalshreppi var Múlabyggð vinsælast. Að sögn Þuríðar Bachman for- seta bæjarstjórnar Egilsstaða er skoðanakönnun þessi ekki bindandi heldur einungis vísbending fyrir fulltrúa sveitarstjórna, en ekki hef- ur verið ákveðið með hvaða hætti eða hvenær endanleg ákvörðun verður tekin um nýtt nafn á samein- uðu sveitarfélagi. Jörðm Saltvík seld fyrir 50 milljónir kr. BORGARRAÐ samþykkti á fundi sínum í gær að taka tilboði Geirs Gunnars Geirssonar bónda á Vallá á Kjalarnesi í jörðina Saltvík á Kjal- arnesi ásamt öllum mannvirkjum, gögnum og gæðum. Tilboðsflárhæð er 50 milljónir króna og greiðast 10 milljónir króna á næstu sex mánuðum en eftirstöðvarnar, 40 milljónir, með verðtryggðu skulda- bréfi sem beri 6% fasta vexti og endurgreiðist á næstu 15 árum. í erindi Hjörleifs B. Kvaran borg- arlögmanns til borgarráðs segir að samkvæmt aðalskipulagi Kjalar- ness sé landnotkun Saltvíkur land- búnaðarsvæði og að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á því sam- kvæmt drögum að aðalskipulagi, sem unnið var sameiginlega af full- trúum Reykjavíkurborgar og Kjal- arness fyrr á þessu ári. Þá segir í erindi Hjörleifs að Saltvík sé nú leigð út til þriggja aðila; Brautarholtsbænda, Hesta- mannafélagsins Fáks og embættis Lögreglustjórans í Reykjavík, en með kaupum Geirs Gunnars á jörð- inni mun hann yfirtaka þá leigu- samninga út gildis- og uppsagnar- tíma þeirra, en þeim verður nú sagt upp af Reykjavíkurborg. Kosið um sam- einingu í Eyjafirði ÍBÚAR þriggja sveitarfélaga í ut- anverðum Eyjafirði, á Dalvík og í Árskógs- og Svarfaðardalshreppi kjósa um sameiningu þessara sveit- arfélaga í kosningum laugardaginn 4. október næstkomandi. íbúar þessara sveitarfélaga samþykktu sameiningu í kosningu í byijun sumars en Hríseyingar sem einnig voru þá með felldu tillöguna. í kosningunum í júní síðastliðn- um var kjörsókn á Dalvík fremur lítil eða rétt um 54% og var mjótt á mununum, en 275 íbúar voru fylgjandi sameiningu og 265 á móti. Vonast er til að kjörsókn verði betri nú í haust og er talið að áhugi fyrir sameiningu hafi farið vaxandi á Dalvík. íbúar í Svarfaðardal voru hvað áhugasamastir fyrir sameiningu, þar var kjörsókn 73% og voru 92 fylgjandi en 31 andvígur. Tæp 58% íbúa á kjörskrá í Árskógshreppi kusu um sameiningu á liðnu vori og sögðu 76 já en 43 nei. Atkvæðagreiðsla utan kjörfund- ar hófst á mánudag, 8. september og lýkur henni á kjördag 4. októ- ber. Hægt er að kjósa utan kjör- fundar á skrifstofu sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land allt. Hópur innan Kvennalistans hefur viðræður við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag Kanna til þrautar kosti sameiginlegs framboðs HÓPUR innan Kvennalistans hyggst ganga til viðræðna við aðra stjórnarandstöðuflokka um sameig- inlegan málefnagrundvöll og hugs- anlega samstarf um framboð til Alþingis. Hópurinn hefur tilnefnt þijá talsmenn og fer þess á leit við Alþýðubandalag, Alþýðuflokk og Þjóðvaka að taka þátt í samstarfs- viðræðum með þeim. Vinna markvisst að málinu Samráðsfundur Kvennalistans, sem haldinn var í lok ágúst, sam- þykkti að konur innan samtakanna gætu „tekið þátt í að vinna í ólíkum hópum þar sem framboð til Alþing- iskosninga væri m.a. .til umræðu". í samþykkt fundarins kom jafn- framt fram að þátttaka í slíkum umræðum væri fyrir hönd hlutað- eigandi hóps innan Kvennalistans án þess að viðkomandi konur töluðu fyrir samtökin í heild. Guðný Guðbjörnsdóttir alþingis- maður segir að í sumar hafi verið starfandi hópur innan Kvennalist- ans, sem hafi áhuga á samstarfi við aðra flokka. Eftir samráðsfund- inn hafi hann verið kallaður saman á fund, meðal annars með auglýs- ingum í útvarpi, og kom hópurinn saman í húsnæði Kvennalistans síð- astliðinn laugardag. Hópurinn kaus sér þijár talskonur og eru þær, auk Guðnýjar, þær Hulda Ólafsdóttir varaborgarfulltrúi og Sjöfn Krist- jánsdóttir læknir. „Þessi hópur er nú búinn að fá heimild samtakanna til að vinna markvisst að þessu máli,“ segir Guðný. „Bæði á síðasta landsfundi Kvennalistans og á vorþingi sam- takanna var ítrekað að við erum framboðsafl, sem hefur meðal ann- ars það markmið að fjölga konum á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að við værum enn á þessari fram- boðsleið. Vorþingið ítrekaði að við myndum fara hvaða leiðir, sem við teldum vænlegastar til framboðs í næstu kosningum. Þessi hópur vill kanna til þrautar hvort sameigin- legt framboð með stjórnarand- stöðuflokkunum geti skilað kven- frelsishugmyndum okkar vel áfram. Það er markmið okkar núna að fara í viðræður við Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokk og Þjóð- vaka og ræða hvernig slíkt sam- starf geti orðið.“ Guðný segir að starf hópsins sé í raun svar við beiðni hinna stjórnar- andstöðuflokkanna um að Kvenna- listinn tæki þátt í að búa til sameig- inlegan stefnuskrárgrundvöll til næstu fjögurra ára. „Samráðsfund- urinn snerist að nokkru leyti um þessa spurningu og svarið er það að hópur vill gera það, án þess að skuldbinda samtökin í heild á þessu stigi. Það er þó óhætt að segja að það er engan veginn útilokað að það verði niðurstaðan. Markmið okkar, sem viljum láta reyna á þessa leið, er að ná fram einhveiju viðunandi fyrir Kvennalistann í heild og markmiðið er að leggja það fyrir landsfund samtakanna þegar þar að kemur. Það er ekkert sem segir að það verði næsti landsfund- ur,“ segir Guðný. Svipuð viðhorf Talsmenn hópsins áttu fund með fulltrúum Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks sl. mánudag. „Þó þetta sé ekki Kvennalistinn í heild sinni, þá hafa þær fulla heimild í sam- ræmi við starfsreglur Kvennalistans til að vinna að þessu,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins. „í samstarfsnefndinni er verið að ganga frá niðurstöðum ráð- stefnu sem haldin var í vor um velferðarkerfið og vinna sameigin- lega að málum sem stjórnarand- staðan gæti hugsanlega staðið öll að. Mér fannst viðhorf þessara kvennalistakvenna vera mjög svip- uð og hjá Alþýðubandalaginu um að taka þann tíma sem við þurfum til að ræða málefni og skoða á endanum hvort möguleiki er á að gera einhverskonar samstarfs- samning milli þessara flokka. Ég fagna því að þær taka áfram þátt í vinnu þessarar nefndar," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.