Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@RITSTJ.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK A Afrýjunarnefnd um samning Eimskips og Samskipa Samkeppnislög brotin í samningi skipafélaga AFRYJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest þann úrskurð samkeppnisráðs að samstarf Eim- skipafélags íslands og Samskipa um flutninga til Norður-Ameríku brjóti í bága við samkeppnislög. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að samningur skipafé- laganna bryti í bága við 10. grein samkeppnislaga, en Eimskip og Samskip tóku upp samstarf í sjó- flutningum milli Islands og Norður- Ameríku í janúar síðastliðnum. Þótti Samkeppnisstofnun rétt að taka þetta samstarf til athugunar, en skipafélögin mótmæltu því að samkomulagið bryti í bága við ákvæði samkeppnislaga en til vara var þess óskað að þeim yrði veitt undanþága frá umræddri grein samkeppnislaga. „Við erum mjög ósammála þess- ari niðurstöðu og teljum hana ekki byggða á eðlilegum forsendum,“ sagði Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, aðspurður um álit á niðurstöðunni. „Hún kom okkur í sjálfu sér ekkert á óvart enda er verið að prófa hvernig þessi nýju eftirlitskerfi stjórnvalda reynast." Forstjórinn sagði ekki taka því að fara út í málarekstur. Samkeppnisráð veitti skipafélög- unum undanþágu vegna samnings- ins til þriggja ára, eða til 1. ágúst árið 2000, og tók ráðið m.a. tillit til þess að flutningar milli íslands og Norður-Ameríku hafa dregist sam- an að undanförnu. Eimskipafélagið áfrýjaði niðurstöðu samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála og vildi fá hnekkt þeirri niður- stöðu ráðsins að samningur skipafé- laganna bryti í bága við samkeppn- islög. Borgarstjóri segir ríkið gefa tóninn í samningum við kennara Framhaldsskólakennarar fengu 25-29% hækkun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á launamálaráð- stefnu sveitarfélaganna að kjara- samningur ríkisins við framhalds- skólakennara ætti þátt í því að skapa þá hörku sem hlaupin væri í Forsætisráðherra skipar nefnd allra flokka um breytingar á kjördæmaskipaninni kjaradeilu sveitarfélaganna við grunnskólakennara. Samningurinn fæli í sér 25-29% launahækkun á samningstímanum. Ingibjörg Sólrún sagði að í vor hefðu kennarar og launanefnd sveitarfélaganna verið í uppbyggi- legum viðræðum og samkomulag hefði verið um að leggja vinnu í að breyta vinnutíma kennara. Andinn í viðræðum hefði hins vegar breyst. „Flest vorum við með nokkuð góðar væntingar um að kennurum og sveitarfélögum tækist að ná lendingu í þessum kjaramálum. Það væri m.a. skilningur af beggja hálfu á að skoða vinnutíma kenn- ara. Síðan er eins og það hafi hlaupið einhver harka í málið. Hvenær það gerðist veit ég ekki, en mér segir svo hugur um að þar hafi m.a. kjarasamningur ríkisins við framhaldsskólakennara haft Morgunblaðið/Ómar 444 bátar bundnir við bryggju nokkuð að segja. Grannskólakenn- arar segja við okkur sveitarstjórn- ai-menn; ríkið samdi við framhalds- skólakennara um launahækkun á bilinu 25-29% án þess að kennarar þyiftu að gefa neitt á móti. An þess t.d. að þeir þyrftu neitt að gefa eft- ir í kennsluafslætti fyrir eldri kennara. Sú spuming hlýtur að vakna hvort það sé raunhæft að ætla að við getum gert kjarasamn- ing sem kostar miklu minna en þetta. Við þurfum líka að athuga hvort einhver möguleiki er á að skoða verkaskiptasamning ríkis og sveit- arfélaga um flutning grannskólans. Það er ríkið sem hefur gefið tóninn í allri þessari kjarasamningagerð með samningi sínum við fram- haldsskólakennara," sagði Ingi- björg Sólrún. ■ Eindregin krafa/10 Morgunblaðið/RAX Hvílst á Skothúsvegi VÍÐA er unnið af kappi að verk- þessi verkamaður tyllti sér á hellu- legum framkvæmdum í borginni, stein með járnkarl í liöndunum og til dæmis á Skothúsvegi þar sem laufskrúðugt tré í hárinu. Eindreginn ásetningur allra að ná niðurstöðu 444 bátar eru nú bundnir við hfiygsju og era eigendur þeirra í óvissu um hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við > Morgunblaðið. I gær gaf sjávarút- vegsráðuneytið út að þeir 167 krókabátar, sem væra í línu- og handfærakerfinu, mættu veiða í 20 daga á nýbyrjuðu fiskveiðiári og þeir 277 bátar, sem væra í hand- færakerfi, mættu veiða í 26 daga á árinu. Á sl. fiskveiðiári var fjöldi sóloiardaga fyrir báða hópa 84. Öm segir Landssambandið enn vera í viðræðum við sjávarútvegs- ráðuneytið um kröfur trillukarla um breytingar á lögum og gólf á sókn- ardaga burtséð frá því hvað fiskað- ist mikið svo að tryggja mætti ->*. mönnum lágmarks lífsviðurværi. Þrátt fyrir ævintýralegt fiskirí smá- báta á síðasta fiskveiðiári, hafði engan órað fyrir því að dögunum myndi fækka svo mikið sem raun ber vitni. ■ Tryggja þarf/25 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd þingmanna, sem tilnefndir era af öllum þing- flokkunum, til að kanna möguleika á breytingu á kjördæmaskipaninni og tilhögun kosninga til Alþingis. Er nefndinni ætlað að halda áfram störfum nefndar sem starfaði í lok síðasta kjörtímabils og skila tillög- um sínum fyrir lok kjörtímabilsins, eða í síðasta lagi á þinginu 1998-99, skv. upplýsingum forsæt- isráðherra. „Eg tel að það sé eindreginn ásetningur flokkanna allra að það náist niðurstaða og að ákveðin skref verði stigin áður en kjörtíma- bilinu lýkur. Þess er auðvitað gætt af minni hálfu og ríkisstjómarinn- ar að senda ekki ákveðið veganesti inn í nefnd sem skipuð er með þessum hætti. Það myndi aðeins verða til þess fallið að skapa tor- tryggni í upphafi starfs,“ segir Da- víð. Ríkur vilji til að ná samstöðu Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, tekur í sama streng og forsætisráðherra og telur að flokkamir muni hefja þessa vinnu á allra næstu dögum af mikilli alvöra. „Mér heyrist á fólki úr öllum flokkum að það sé ríkur vilji til að ná samstöðu um niður- stöðu og menn era reiðubúnir að leggja töluvert á sig til að ná sam- an. Það er mjög nauðsynlegt í svona viðkvæmum málum að um þau ríki samstaða," sagði Margrét. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir löngu tímabært að breytingar verði gerð- ar í þessu máli og jafnaðarmenn gangi til þessara viðræðna af fullri alvöra. Hann sagði hins vegar ljóst að einfaldasta leiðin væri sú að jafna atkvæðisrétt allra lands- manna með því að gera landið að einu kjördæmi og allar aðrar út- færslur yrðu mjög erfiðar. í nefndinni era Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra, sem er for- maður nefndarinnar, Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, Guð- mundur Árni Stefánsson, þing- flokki jafnaðarmanna, Guðný Guð- björnsdóttir, Kvennalista, Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, og Valgerður Sverrisdóttir, Fram- sóknarflokki. Nefndinni verður heimilt að ráða sér til aðstoðar sérfræðing í stjóm- skipunarlögum og aðra sérfræð- inga til að annast útreikninga og aðra vinnu sem nefndin telur nauð- synlega, að því er segir í frétt frá forsætisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.