Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Miklar framkvæmdir á Melgerðismelum en vantar sjálfboðaliða Lokasprett- urinn fyrir landsmótið „NÚ ÞURFUM við að fara að spýta í lófana,“ sagði Sigfús Helgason framkvæmdastjóri verklegra fram- kvæmda á Melgerðismelum en þar verður landsmót hestamanna haldið næsta sumar, dagana 8. til 12. júlí. Mikið verk hefur verið unnið á svæðinu en heilmikið á eftir að gera áður en það verður að fullu tilbúið. Uppbygging á Melgerðismelum hefur staðið yfír síðustu misseri en m.a. hafa verið útbúnir tveir keppnisvellir á aðalsvæðinu, 300 metra og 250 metra hringvellir og 450 metra kappreiðabraut, sem og plan fyrir sýningar og hlýðni- keppni. Á melunum ofan við aðal- keppnissvæðið er keppnisvöllur og aðstaða til kynbótasýninga. Ný áhorfendabrekka hefur verið gerð sem rúmar allt að 25 þúsund manns. Vantar sárlega fólk til starfa Þó mikið hafi áunnist eru ófá handtök eftir áður en svæðið telst fullbúið en Sigfús sagði að hesta- menn, sérstaklega félagsmenn í Létti á Akureyri, mættu vera dug- legri að leggja hönd á plóg. Funa- menn í Eyjafjarðarsveit hefðu fram til þessa verið mun duglegri að mæta til vinnu á svæðinu. „Við erum hér á þriðjudögum og fimmtu- dögum og einnig um helgar og myndum gjarnan vilja fá hestamenn til liðs við okkur því næg eru verk- efnin,“ sagði Sigfús. Verið er að útbúa svæði fyrir veitingasölu, grafa þarf fyrir vatni og leggja lagnir, þá er verið að semja um gerð nýs keppnisvallar, gæðinga- völl sem verður við stóðhestahúsið. Einnig á eftir að endurnýja sím- kerfi, setja upp GSM-stöð og gera lagfæringar á rafmagnsmálum. Heildarkostnaður við fram- kvæmdir á Melgerðismelum verður um 30 milljónir króna. Akureyrar- bær og Eyjafjarðarsveit lögðu fram 10 milljónir króna og hrossaræktar- samtök í Eyjafirði og Þingeyjarsýsl- um lögðu fram 1 milljón króna. Þá er gert ráð fyrir að leiga svæðisins skili um 8-10 milljónum króna en það sem upp á vantar er fjármagn- að með lánum. Verður að slíðra sverðin Enn vantar reiðveg á leiðinni frá Akureyri að Melgerðismelum en harðvítugar deilur komu upp í vor milli hestamanna í bænum og land- eigenda í Eyjafjarðarsveit þar um og var reiðleið fram að Hrafnagili lokað um tíma af þeim sökum. „Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir landsmótið að lausn finnist í málinu, það má raunar segja að það sé gjaldfallið, en þó tel ég að enn megi bjarga því ef samstaða næst nú alveg á næstunni. Menn verða að slíðra áverðin, beita skynseminni og vinna hratt. Ég er bjartsýnn á að lausn finnist, mér finnst gæta Morgunblaðið/Kristján SIGFÚS Helgason og Bjarni Þorsteinsson í óða önn að þöku- leggja svæðið þar sem komið verður upp aðstöðu til veitingasölu á landsmótinu næsta sumar. Bílstjórinn Snæbjörn Sigurðsson los- ar vörubílinn. meiri þíðu í samskiptum milli manna en áður,“ sagði Sigfús. Hann bætti við að samkvæmt áætl- un Vegagerðarinnar sem fyrir ligg- ur sé gert ráð fyrir að leggja 40 milljónir króna í reiðveg á þessari leið, suður fjörðinn að austanverðu. Það sé því afar mikilvægt að menn setjist niður í bróðerni og leysi málið. Áætlað er að um 10 þúsund gest- ir sæki landsmótið, keppnishross verða eitthvað á annað þúsund tals- ins en leysist reiðvegamálið gerir Sigfús ráð fyrir að allt að fjögur þúsund hross verði á svæðinu. Tilboð í smíði á hafnarhúsi á Ak- ureyri opnuð Aðeins eitt undir kostnað- aráætlun FIMM tilboð bárust í smíði á hafnarhúsi ásamt frágangi á lóð og undirstöðum undir hafn- arvog við Fiskitanga á Akur- eyri og var aðeins eitt þeirra undir kostnaðaráætlun. Stærð hússins er 430 fermetrar á tveimur hæðum og er lóð tæp- ir 2700 fermetrar. P. Alfreðsson ehf. átti lægsta tilboðið og hljóðaði það upp á 48 milljónir króna. Þetta eru 95,4% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 50,3 millj- ónir króna. Fjölnir ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir um 51,7 milljónir króna, Katla ehf. bauð um 53,7 milljónir króna, Sprettur hf. bauð um 54,3 milljónir króna og SJS verktakar ehf. buðust til að vinna verkið fyrir um 58,2 milljónir króna. Guðmundur Sigurbjöms- son, hafnarstjóri segir að góð verkefnastaða hjá verktökum sé líkleg skýring á því hversu há tilboðin í verkið eru. Hann segir stefnt að því að yfirfara tilboðin sem fýrst, svo hægt verði að ganga til samninga um verkið. Samkvæmt útboðsgögnun á uppsteypu hússins að vera lok- ið fyrir áramót, húsið tilbúið að innan 15. apríl á næsta ári og tilbúið að utan og lóðin frá- gengin 1. júlí 1998. Endurbætur á sal Samkomuhússins hafnar Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN bæjarins, þeir Birgir Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson, losa upp gömlu sætin í Samkomuhúsinu á Akureyri í gær. Skipta á um sæti og eru þau gömlu til sölu. Gömlu sætin renna út BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri samþykktu fyrr á árinu að leggja fram 20 milljónir krónatil endur- bóta á sal Samkomuhússins. Skipta á um sæti, Iaga sjónlínu á svölum og hitalögn. Að sögn Ing- vars Björnssonar, ljósameistara Leikfélags Akureyrar, er einnig áhugi fyrir því að laga svið og hljómsveitargryfju. Starfsmenn bæjarins voru mættir í Samkomuhúsið í gær og hófu að losa upp gömlu sætin, bæði í sal og á svölum. Sætin eru til sölu og segir Ingvar að mikill áhugi sé fyrir þeim. „Fólk hefur verið að kaupa sæti fyrir biðstof- ur, sem símastóla og í hesthús og þá keyptu nemar í Leiklistar- skólanum ein 30 sæti,“ sagði Ing- var. Stefnt er að því að selja öll 245 sætin, sem ekki þykja lengur upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru í leikhúsi í dag. Sætin hafa verið I Samkomuhúsinu í 50 ár og er upprunalega leðrið enn á sætun- um á svölum hússins. Við breyt- ingarnar fækkar sætum í húsinu úr 245 í 206. Nýju sætin eru bæði stærri og þægilegri en þau gömlu, auk þess sem fækka þarf um eina sætaröð á svölum vegna lagfær- ingar á sjónlínu á svið. Ingvar segir stefnt að því að frumsýna söngleikinn Söngvaseið í Samkomuhúsinu í mars á næsta ári. Hann segir að vonir standi til að framkvæmdum verði lokið fljótlcga upp úr áramótunum og að hægt verði að hefja æfingar í janúar. Fram að þeim tíma mun Leikfélag Akureyrar setja upp tvö verk á Renniverkstæðinu við Strandgötu, Hart í bak og Á ferð með Daisy. Veglegar gjafir til Háskólans á Akureyri HÁSKÓLANUM á Akureyri bár- ust margar veglegar gjafir í tilefni af 10 ára afmæli hans sem efnt var til um helgina. Auk 10 milljóna króna til bygg- ingar rannsóknarhúss sem Akur- eyrarbær gaf má nefna að Spari- sjóður Norðlendinga gaf 100 þús- und krónur, íslenskar sjávaraf- urðir gáfu sömu upphæð til bóka- kaupa, Póstur og sími gaf eina milljón króna til styrktar tölvu- og fjárskiptakerfis við uppbygg- ingu rannsóknar- og vísinda- bókasafns og Landsvirkjun gaf 750 þúsund krónur til uppbygg- ingar bókasafnsins. Landsbanki íslands gaf safn orðabóka og 250 þúsund krónur í framkvæmdasjóð bókasafnsins, Háskóli íslands gaf 100 bækur Háskólaútgáfunnar, eina milljón króna til í sameigin- legan sjóð til að styrkja samstarf skólanna og skikkjur fyrir rektor og deildarforseta háskólans að klæðast á hátíðarstundum. Auk peningagjafa barst fjöldi bókagjafa og má þar nefna að fóstursystkinin Sigríður Kristjáns- dóttir og Björn Böðvarsson frá Halldórsstöðum í Ljósavatnshreppi gáfu safn Halldórsstaðaheimilis- ins, Harpa og Páll J. Árdal gáfu bækur og tímarit úr heimspeki- safni sínu í Kanada, Mál og menn- ing og Skjaldborg gáfu barnabæk- ur, Guðrún Karlsdóttir gaf eintak af Guðbrandsbiblíu til minningar um eiginmann sinn, Sigurð Guð- mundsson kaupmann, Ingibjörg Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson ÞÓRARINN E. Sveinsson forseti bæjarstjórnar afhendir Þor- steini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri myndamöppur með ljósmyndum af Akureyri, gömlum og nýjum. R. Magnúsdóttir gaf rúmlega 100 bindi; mest forn- og íslendingasög- ur, Ásdís Einarsdóttir gaf bóka- og ritsafn um sjávarútvegsfræði til minningar um eiginmann sinn, Ólaf V. Einarsson sjávarútvegs- fræðing. Sendiherrar Danmerkur og Bandaríkjanna voru viðstaddir há- tíðarhöldin i Háskólanum á Akur- eyri og komu færandi hendi. Danski sendiherrann færði háskól- anum bókagjöf og 750 þúsund krónur til kaupa á kennsluefni til dönskukennslu í grunnskólum og sá bandaríski gaf America’s Hidd- en Treasures.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.