Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 17
Peter Bell sérfræðingur í ráðuneyti N-Irlandsmála í Bretlandi
Auknar líkur á sátt
á Norður-Irlandi
Reuter.
Afneita ofbeldi
GERRY Adams leiðtogi Sinn Fein ræðir við fréttamenn í gær í
kjölfar þess að flokkurinn undirritaði Mitchell-reglur og hét þar
með að beita ekki ofbeldi í pólitískri baráttu. Til vinstri á mynd-
inni er annar leiðtogi flokksins, Martin McGuinnes.
Ástandið á Norður-
írlandi og líkumar á
samkomulaffl milli
deiluaðila hafa ekki ver-
ið meiri í mörg ár segir
Peter Bell í viðtali við
Davíð Loga Sigurðs-
son. Bell, sem er aðalrit-
ari samráðsnefndar
breskra og írskra stjórn-
valda, segir andrúms-
loftið í viðræðum hafa
batnað um leið og til-
kynnt var um nýtt
vopnahlé IRA,
LÍKURNAR á að pólitísk sátt
finnist á Norður-írlandi eru
nú betri en um langt skeið,
segir Peter Bell, sérfræðingur í ráðu-
neyti Norður-írlandsmála og aðalrit-
ari samráðsnefndar breskra og
írskra stjórnvaida. Bell talaði á fundi
Alþjóðafélags stjórnmálafræðinema
i Háskólanum síðastliðinn föstudag
og kynnti stöðuna eins og hún er
nú við upphaf samningaviðræðna
sem eiga að hefjast næstkomandi
mánudag.
Sinn Fein, pólitískum armi írska
lýðveldishersins IRA, hefur í fyrsta
sinn verið boðin þátttaka í viðræð-
um, enda hefur vopnahlé IRA nú
staðið síðan í lok júlí. Undirritaði
Sinn Fein í gær Mitchell-reglurnar
svokölluðu þar sem samtökin heita
því með formlegum hætti að afneita
ofbeldi og leita lögmætra lausna á
kröfum sínum. í samtali við Morgun-
blaðið taldi Peter Bell hér vera um
sögulegan atburð að ræða. „Þegar
til lengri tíma er litið hljóta þetta
að teljast tímamót í þeirri viðleitni
að ná fram raunverulegum samning-
um sem taka mið af röksemdum og
umkvörtunum allra deiluaðila og
sem allir geta unað við. Með því að
endurnýja vopnahlé sitt hefur IRA
gert Maijorie Mowlam, ráðherra
Norður-írlandsmála í bresku ríkis-
stjórninni, kleift að ákveða með hlið-
sjón af aðstæðum að bjóða Sinn
Fein þátttöku í friðarviðræðunum.
Ef vopnahléið heldur eins og við
vonum, og ef allir helstu stjórnmála-
flokkar, sérstaklega flokkar sam-
bandssinna, taka fullan þátt í við-
ræðum héðan í frá eins og við vonum
líka, er samkomulag sennilega nær
en það hefur nokkurn tímann verið
undanfarin tuttugu ár.“
Erfitt byggja upp traust
Ian Paisley og Lýðræðislegi sam-
bandsflokkur hans (DUP) hafa hafn-
að þátttöku í viðræðum á meðan
Sinn Fein er við samningaborðið en
Bell segir að menn bindi enn vonir
við að Sambandsflokkur Ulster
(UUP), sem er stærstur stjórnmála-
flokka sambandssinna, taki þátt í
viðræðunum. „Grunsemdir sam-
bandssinna eiga fullan rétt á sér og
þeir eiga skiljanlega dálítið erfitt
með að treysta langtímamarkmiðum
lýðveldissinna. Þeir hafa þurft að
þola mikið af höndum hryðjuverka-
manna IRA og reyndar hafa víst
flestir íbúa Norður-írlands átt um
sárt að binda með einum eða öðrum
hætti. Á hinn bóginn trúum við því
að skilyrði viðræðnanna séu sann-
gjörn og það sé ekkert í þeim sem
gefi sambandssinnum eða öðrum til-
efni til að vantreysta bresku ríkis-
stjórninni eða efast um að markmið
hennar sé pólítísk sátt sem tekur
tillit til væntinga allra.“
Bell taldi að ekki væri hægt að
slíta ofbeldisverk IRA, og sambæri-
legra samtaka á hinum vængnum
(UVF, UDA), úr sínu pólitíska sam-
hengi. Þannig væri til að mynda
ekki hægt að binda enda á ofbeldið
með því einu að herða löggæslu og
umfang breska hersins heldur yrði
að ná pólitísku samkomulagi. „Deil-
an stendur að mínu mati á milli
tveggja samfélaga. Annað þeirra,
og það sem er í meirihluta, er samfé-
lag mótmælenda/sambandssinna
sem lítur í stórum dráttum á sig sem
Breta. Hins vegar er um að ræða
samfélag kaþólikka/þjóðernissinna
sem í stórum dráttum lítur á sig sem
íra. Bæði sjá samfélögin sig sem
minnihluta sem á undir högg að
sækja þótt með ólíkum hætti sé.
Þjóðernissinnar sem undirokaður
minnihluti á Norður-írlandi en sam-
bandssinnar sem minnihluti á eyj-
unni írlandi sem heild. Aldagömul
saga vantrausts á milli þessara sam-
félaga og sú ógnaröld sem ríkt hefur
undanfarin ár hefur ekki hjálpað til
að leysa þau úr viðjum ótta og óör-
yggis-“
Stjórnarskipti urðu nýlega bæði í
Bretlandi og á írlandi og hafa nýjar
ríkisstjórnir góðan þingmeirihluta
sem gefur þeim það rými til athafna
sem þarf til að knýja mál áfram.
Bell segir að auðvitað sé ekki hægt
að ná fram sáttum án þess að hlusta
vel og vandlega á leiðtoga helstu
stjórnmálaafla á Norður-Irlandi en
að þeir, eins og annað skynsamlegt
fólk, sjái að nú sé við völd sterk ríkis-
stjórn á Bretlandi sem hefur fullan
hug á því að fylgja þessu máli eftir
af festu. „Forsætisráðherrann Tony
Blair er staðráðinn í því að þann 15.
september næstkomandi verði hafist
handa fyrir aivöru að ræða hinar
raunverulega hindranir sem eru í
veginum og að um mitt næsta ár
liggi fyrir drög að samkomulagi sem
hægt verði að leggja fyrir þjóðarat-
kvæði á Norður-Irlandi. Með góðum
vilja og ötulli framgöngu er ekki
óframkvæmanlegt eða óraunhæft að
vonast eftir því að drög að sam-
komulagi verði tilbúin þá.“
Sátt verður að ríkja
Þegar Bell var spurður að því
hvers konar lausn menn væru ann-
ars að leita að í komandi samninga-
viðræðum taldi hann grundvallarat-
riði að hún fæli í sér að sátt ríkti
um hana jafnt í samfélagi þjóðernis
sinna sem sambandssinna. „Báði
aðilar gera sér ljóst að það er ekk
um nein svik af hálfu bresku ríkis
stjórnarinnar að ræða, sambands
sinnar verða ekki þvingaðir gegi
vilja sínum inn í sameinað írland ei
þjóðernissinnar verða heldur ekk
gerðir að annars flokks ríkisborgur
um á nýjan leik.“
Samkomulagið verður væntan
lega í anda tillagna sem bresk oj
írsk stjórnvöld lögðu fram í febrúa
1995 þar sem gert er ráð fyrir a<
tekist sé á við allar hliðar flókinn;
samskipta innan eyjunnar írlands
Með þessu, segir Bell, er átt vic
samskipti samfélaganna tveggja i
Norður-írlandi, samskipti Norður
írlands við lýðveldið írland, og síðai
samskipti Bretlands og Irlands
Þetta þýðir að Norður-írlandi verðí
gefin aukin völd, jafnvel komið á fó
eins konar heimastjórn, að réttind
kaþólikka sem minnihluta verði
tryggð og jafnframt að settar verð:
upp stofnanir sem tryggja og styrkj;
samvinnu milli Norður-írlands oj
írska lýðveldisins sunnan landamær
anna.
Afvopnun stærsta
hindrunin
Stærsta hindrunin í vegi komand
viðræðna eins og stendur er spurn
ingin um afvopnun. Eins og kunnug
er hafa sambandssinnar átt erfit
með að sætta sig við að Sinn Feii
sé nú hleypt að samningaborðint
án þess að IRA þurfi fyrst að lát:
af hendi vopn sín. Þegar Bell va
spurður hver yrði líklegust úrlausn;
á þessu vandamáli sagði hann a<
breska ríkisstjórnin vonaðist til a<
lausnin fælist í þeirri titlöjgu sen
Mitchell-reglurnar gerðu ráð fyrir
nefnilega að um einhveija afvopnui
verði að ræða samhliða viðræðum
Bell taldi hins vegar brýnasta verk
efnið nú að tryggja að viðræðurna
færu vel af stað og að tryggja þyrft
að sambandssinnar samþykktu a<
koma að viðræðunum því þá væi
loks hægt að halda áfram að byggj:
hægt og hljóðlega brýr á milli stríð
andi fylkinga. „Eg er hæfilega bjart
sýnn eins og er. Eg hef starfað
meira en tuttugu ár í Norður
írlandsmálaráðuneytinu og er þes
vegna bjartsýnismaður að eðlisfari
Þegar það er haft til hliðsjónar a<
andrúmsloftið batnaði um leið oj
nýtt vopnahlé komst á og ofbeldis
verkum fækkaði, man ég ekki þega
á heildina er litið eftir því að staðai
á Norður-írlandi hafi áður litið jafn
vel út.“
Nýherji býður nú
takmarkaö magn af sérlega
vönduðum Tulip dt 5-lBB marg-
miðlunartöivum, Umax PageQffice
litaskönnum ng Canan BIC 240
litprenturum á pakkatilbaði
sem á sér enga hliðstaeðu.
Örgjörvi: Pentium 166 MHz
Vinnsluminni: 32 MB EDO
má auka í 128 MQ
Skyndiminni: 256H L2
Skjáminni: 2 MB
Harðdiskur: 1,6 GQ
Tengiraufar: PCI/ISA
Tengill: Universal SerialBus
Skjár: Tulip 15" XVGA
Skjáupplausn: 1280x1024
Geisladrif: Innbyggt 24x
Hljóðkort: Saundblaster AWE 64
Hátalarar: 240W
computers
NÝHERJI
- Varslun -
Skaftahllö 24 • Sími 569 7700
http://www.nyherji.is