Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 4
T'oo r <4rtfU w rJrrciu p t* r «r r n ,A n ci a rv i a t 4 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frummat á áhrifum stækkunar Hafnarfj arðarhafnar lagt fram 20 hektara nýtt athafnasvæði fyrir vestan Suðurgarð SKIPULAG ríkisins hefur lagt fram frummat á umhverfisáhrifum stækkunar hafnarinriar í Hafnarfirði vestur fyrir núverandi Suðurgarð. Gert er ráð fyrir að 20 hektara nýtt athafnasvæði verði til við höfnina við stækkunina og að viðlegupláss verði um 500 metra langt með 8-10 metra dýpi. Auk þess er gert ráð fýrir að hægt verði að byggja sér- stakan 120 metra langan viðlegu- kant fyrir skipaviðgerðir. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist strax í haust og að framkvæmdatíminn verði 5-10 ár. Hafnarfjarðarhöfn er fram- kvæmdaaðili verksins. í frummats- skýrslunni, sem tekin er saman af verkfræði- og jarðfræðiþjónustunni Stuðli, kemur fram að helstu ástæð- ur fyrir stækkun hafnarinnar séu þær að þróun farmflutninga kalli á aukið viðlegurými og aukið dýpi við viðlegukanta. Með þessum fram- kvæmdum sé talið að áframhaldandi þróun í vöruflutningum um Hafnar- fjarðarhöfn sé tryggð og að höfnin svari þeim kröfum sem flutningafyr- irtæki geri til hafriaraðstöðu. Verði ekki brugðist við slíkum kröfum megi búast við því að flutningar um höfnina dragist hægt saman og að fyrirtæki í þjónustu við skip og flutningafyrirtæki hverfi frá Hafn- arfirði. Þá sé aðstaða fyrir skipavið- haldsiðnað af skomum skammti inn- an núvemadi hafnar og nauðsynlegt að skapa betri aðstöðu fyrir hann. Hvaleyrarlón heldur sér Hafnarframkvæmdir utan Suður- garðs hafa verið kynntar sem hluti aðalskipulags Hafnarfjarðar 1995-2215. Skipulag hafnarsvæðis- ins miðast við það að Hvaleyrarlón haldi sér í núvemadi mynd og sjáv- arföll og vatnsborð í lóninu verði með sama hætti og nú er. Er það talin forsenda þess að lífríki leirnnn- ar í lóninu haldist óbreytt og að fæðuframboð fyrir fugla í leirunni breytist ekki. I skýrslunni kemur fram að gert er ráð fyrir að starfsemi á nýja hafn- arsvæðinu verði svipuð og í núver- andi höfn og hávaði af starfseminni sambærilegur. Mestur hávaði kæmi til með að myndast við háþrýstiþvott á slcipum í flotkví, en á fram- kvæmdat&na mun rekstur stálþils skapa mestan hávaðann. Þá er gert ráð fyrir að stækkun hafnarinnar kalli á talsverða um- ferðaraukningu og tvöfaldist til og frá Suðurhöfn frá því sem nú er. Vegna þess er talin þörf á endur- skipulagningu gatnamóta Fomu- búða og Hvaleyrarbrautar og Fornubúða og Ásbrautar. Önnur umferðamannvirki eigi að geta tekið við aukinni umferð án breytinga. Fram kemur að efni í hafnargerð- ina á bæði að taka á sjó og í landi. Er talin ástæða til að forðast dælingu úr sjó við norðanverðan Hafnarfjörð meðan á grásleppuvertíð stendur, en úr sjó er ráðgert að taka 500 þúsund rúmmetra. Þá er ráðgert að um 200 þúsund rúmmetrar af bergi verði teknir úr grjótnámum í landi Hafn- arfjarðarbæjar í Kapelluhrauni og er unnið að frummati að umhverfisá- hrifum efnistöku úr þessum námum. Annað landefni verði tekið úr stómm efnisnámum sem reknar hafi verið um árabil við Vatnsskarð og í Undir- hlíðum. Sjónræn áhrif töluverð Þá er talið samkvæmt skýrslunni að sjónræn umhverfisáhrif nýs hafn- arsvæðis verði töluverð, einkum frá byggð á Herjólfsgötu og Hvaleyrar- holti. Ekki sé talið að mannvirkln skyggi á eða eyðileggi útsýni frá þessum hverfum. Þá muni öldu- brjótur laga verulega öldulag í gömlu höfninni og auka öryggi í við- legu þar. HAFNARFJARÐARHOFN Nýtt hafnarsvæði utan Suðurgarðs Öldubrjótur NORÐURBAKKI Nýr hafnarbMi URBA athafnasvæði Hvoleyrarlón Morgunblaðið/RAX FYRIRHUGUÐ stækkun hafriarinnar er næst á myndinni, en fjær sést yflr núverandi höfn í Hafnarfirði. Tillaga um framkvæmdina og mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til 17. október næstkomandi og hafa allir rétt til að kynna sér skýrsluna og koma á framfæri at- hugasemdum. Hægt er að nálgast hana á bæjarskrifstofum Hafnar- fjarðar, á bókasafni Hafnarfjarðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Landslagsmynd ÚTILISTAVERKIÐ „Landsiagsmynd" eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur var afhjúpað í gær, föstudag, á mótum Vífilsstaðavegar og Hafnar- fjarðarvegar og afhenti hún Garðabæ það sama dag kl. 17.30. Verk Brynhildar hlaut viðurkenningu í samkeppni, sem Garðabær stóð fyrir um gerð útilistaverks í tiiefrii af 20 ára kaupstaðarréttindum bæjarins árið 1996. Garðabær kaupir verkið á þijár milljónir króna en auk þess sér bærinn um jarðvinnu, gerð sökkla og uppsetningu á lýsingu. „Lands- lagsmynd" er langstærsta listaverk Brynhildar Þorgeirsdóttur til þessa og jafnframt stærsta listaverk í eigu Garðabæjar. Laun framhaldsskólakennara hækkuðu um 25-29% Var verið að kaupa aukna vinnu kennara ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður HIK, segir að kjarasamningur framhaldsskólakennara við ríkið, sem gerður var í vor, feli í sér aukið vinnuframlag kennara og launa- breytingar í samningnum tækju mið af því. Ingibjörg ■ Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á launamálaráð- stefnu sveitarfélaganna sl. þriðju- dag að ríkið hefði samið við fram- haldsskólakennara um 25-29% launahækkun á samningstímanum án þess að kennarar hefðu þurft að gefa neitt eftir á móti. „í þessum samningi var verið að semja um kaup á aukinni vinnu, sem gerist í gegnum fjöigun kennsludaga. Þó að þessi fjölgun gerist innan 9 mánaða skólaárs er mönnum samt sem áður gert að kenna 10-12 dögum meira og prófa nemendur á tilsvarandi skemmri tíma. Prófavinna verður öll unnin á styttri tíma, þ.e. sama vinna á styttri tíma. Að hluta er því verið að greiða fyrir aukna vinnu. Það er því villandi að tala um þetta eins og að það hafi ekkert komið á móti. En ég vil hins vegar ekki færast undan því að þessar töl- ur um launahækkanir fara nærri um þann kostnaðarauka sem talið er að ríkið hafi af þessum kjara- samningi," sagði Elna Katrín. Elna Katrín sagði að þótt nauð- synlegt hefði verið að breyta skil- greiningum á vinnutíma kennara í framhaldsskólum væru breyting- amar enn mikilvægari í grunnskól- unum. Við einsetningu grunnskól- ans skapaðist það vandamál að kennsluskylda kennara færi ekki saman við þá kennslu sem einn bekkur ætti að fá. Elna Katrín sagði að það vseri einnig misskilningur hjá borgai'- stjóra að grunnskólakennarar vildu fá það sama og framhaldsskóla- kennarar. Grunnskólakennarar vildu og þyrftu að fá meira en frani- haldsskólakennarar. Ástæðan vseri m.a. sú að þær breytingar senx væru að verða í starfi grunnskól- anna, m.a. samhliða einsetningunni, þýddu að möguleikar grunnskóla- kennara til að vinna yfirvinnu vseru nánast að verða úr sögunni. Þörfin á að hækka dagvinnulaunin væri þvl afar brýn. Stjórn SHR gagnrýnir tillögur um sameiningu sjúkrahúsa Mun ítarlegri skoðun og um- ræða verður að fara fram STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur, SHR, telur að mun ítarlegri skoðun og umræða um kosti og galla sam- einingar sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni verði að fara fram áður en hægt verði að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt væri að sameina sjúkrahúsin, og erfitt sé að sjá hvernig niðurstöður skýrslu VSÓ Ráðgjafar og ráðgjafarfyrir- tækisins Emst og Young um afköst og gæði sjúkrahúsanna leiði til þeirrar ályktunar að bylta skuli skipulagi þeirra og sameina í eitt. í ályktun stjórnar SHR sem sam- þykkt var í gær segir að það sé einn af veikleikum skýrslunnar að ekki sé fjallað um hættur sem gætu fylgt því að hafa einungis eitt alhliða sjúkrahús á íslandi. Þá sé engin til- raun gerð til að meta nauðsynlegan stofnkostnað við byggingar og aðra aðstöðu ef fara ætti í þær umfangs- miklu tilfærslur þjónustu sem fram- tíðarsýn skýrsluhöfunda feli í sér. Stjóm SHR telur að ómaklega sé vegið að sjúkrahúsum í landinu í skýrslunni þar sem gefið sé í skyn að útgjöld þeirra hafi aukist á und- anförnum áram. Þvert á móti hafi sjúkrahúsin mátt þola mikið sam- dráttarskeið frá og með árinu 1989- Þá segir í ályktuninni að stjórí} SHR telji mikilvægt að fram sé komið vinnuplagg í formi skýrsl- unnar en útilokar að hægt sé að taka afstöðu til tillagna ráðgjafanna á þessu stigi máslins. „Með leiðréttingum á þeim villum munu forsendur skýrsluhöfunda fyrir útreiknuðum spamaði 520 árs- verka breytast," segir í ályktuninni-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.