Morgunblaðið - 13.09.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 13.09.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 11 AKUREYRI Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal 102 ára í dag Saknar enska fótboltans HELGI Símon- arson á Þverá í Svarfaðardal er 102 ára í dag. Hann fæddist 13. september 1895 að Gröf í Svarfaðardal. Helgi er við góða heilsu þótt bæði sjón og heyrn séu að- eins farin að daprast. Helgi keypti Þveráárið 1930 og bjó þar með kýr og kindur, auk þess sem hann stundaði kennslu á Dal- víkí 19 ár ogá Árskógsströnd í 1 ár. Helgi er enn á Þverá en hann hætti bú- skap árið 1972. Þar búa nú félagsbúi Símon sonur hans og Guðrún Lárus- dóttir, dótturdóttur hans. Mikill íþróttaáhugamaður Guðrún sagði í samtali við Morgunblaðið að afi sinn ætlaði að fara á Urðarrétt í dag (í gær) og á Tungurétt á morgun, sunnudag, ef veður leyfði. Helgi hefur aðeins einu sinni þurft að leggjast inn á sjúkrahús en það var fyrir fáum árum og dvaldi hann þar í skamman tíma. Helgi hefur verið mikill íþróttaáhuga- maður alla tið og hann fylgist með öllum íþróttum í sjónvarpi. Enska knattspyrnan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hefur hrif- ist sérstaklega af liði Liverpool. Guðrún segir að það hafi því ver- ið honum mikil vonbrigði er Stöð 2 og Sýn keyptu sýningar- réttinn á ensku knattspyrnunni, þar sem útsend- ingar þeirra stöðva nást ekki í Svarfaðardal. Hitti nemendur sína í sumar Nemendur Heiga í gamla barnaskólanum á Dalvík fyrir um 60 árum, sem verða 70 ára á þessu ári, héldu upp á þau tímamót í sumar og komu sam- an í gömlu skólastofunni ásamt gamla kennaranum sínum. Helgi giftist Maríu Stefáns- dóttur hinn 4. júní 1927 en hún lést 20. nóvember 1963. Þau eignuðust 6 börn, upp komust þrjú þeirra en aðeins eitt þeirra er á Iífi. Morgunblaðið/Kristján HELGI Símonarson á Þverá er hinn hressasti þrátt fyrir háan aldur. Morgunblaðið/Knstján Haustskipið SKEMMTIFERÐASKIPIÐ En- chantment of the Seas frá Nor- egi kom til Akureyrar í gær- morgun og er þetta jafnframt síðasta viðkoma skemmtiferða- skips á þessu sumri. Eyjafjörður var heldur kuldalegur á að líta er skipið sigldi inn fjörðinn, snjór niður fyrir miðjar hlíðar og hitastigið rétt ofan frost- marks. Enchantment of the Seas er stærsta skemmtiferðaskipið sem heimsótti Akureyri í sumar, rúm 74 þúsund tonn og 280 metrar að lengd. Um borð voru á milli 1.800 og 1.900 farþegar og um 800 manna áhöfn. Frá Akureyri hélt skipið til Reykjavíkur en þaðan verður haldið áfram vest- ur um haf, til Halifax í Kanada. Málþing um barnabækur 13. september 1997 kl. 14.00 í háskólabóka- safninu á Akureyri, nýju húsnæði á Sólborg. Fyrirlesarar: Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur, Kristín Unnsteinsdóttir, skólasafnkennari, Magnea frá Kleifum, rithöfundur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudaginn 14. september. Sr. Svavar A. Jóns- son. Barnakór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið og verða æfíngar í kapellu kirkjunnar kl. 15.30-16.30 á fimmtudögum. Stjórnandi er Jón Halldór Finns- son, börn eldri en 9 ára velkomin. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnu- dag. Fermd verður Helga Hrönn Þórðardóttir, Stapasíðu 13c, Akur- eyri. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld, allir velkomnir. HVÍT ASUNNUKIRKJ AN: Al- menn samkoma, ræðumaður G. Theodór Birgisson á morgun, sunnudag, kl. 14. Krakkakirkja verður meðan á samkomu stendur fyrir 6 til 12 ára krakka og barna- pössun fyrir börn frá eins til fimm ára. Samkoma kl. 20.30 á miðvikudag, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstudag. Bænastundir eru á mánudags-, miðvikudags-, og föstudagsmorgun frá klukkan 6-7 og þriðjudag og fímmtudaga kl. 14. Allir velkomnir. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritning- unni sem gefa huggun og von. KAÞÓLSKA KRIKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morgun, sunnu- dag, kl. 11. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14 á morgun, sunnudag. Síð- asta messa í kirkjunni fyrir fram- kvæmdir. Gamla kirkjan kvödd. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir. Ef þú ert á aldrinum 9-18 ára og vilt komast 1 góðe félagsskap, skemmta þér með hressum krökkum v leiki og störf, læra að þjarga þér úti í náttúrunni, f£ 1 gönguferðir og útilegur, læra að binda hnúta og súrra, læra skyndihjálp eða rötun, taka þátt 1 umhverfisverkefnum, kvöldvökum, varðeldum skátamótum, eða jafnvel taka þátt 1 alþjóðle skátastarfi? Er bá skátastarf ekki eitthvað fyrir þig? Hafðu samband við skátana á þínu heimasvæði. Flest skátafélög hafa opið h laugardaginn 13. sept. milli kl. 13 og 16. W ít f^éw w j I p/ / |/yl ivr BANDALAG ISLENSKRA SKATA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.