Morgunblaðið - 13.09.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.09.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Staða lífeyrissjóðanna almennt betri á síðasta ári en árið þar á undan Eigmrjuk- ust um 44 milljarða Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna eiga enn ekki fyrir skuldbindingum STAÐA lífeyrissjóða iandsmanna batnaði nokkuð að jafnaði á síðastliðnu ári. Eiga flestir almennir lífeyris- sjóðir nú fyrir skuldbindingum sínum en nokkur brest- ur er á því í tilfelli lífeyrissjóða starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga. Raunávöxtun eigna sjóðanna jókst um 1% og nam hún 7,6% að teknu tilliti tii vísitölu neysluverðs. Þá hækkuðu hreinar eignir sjóðanna um tæplega 44 millj- arða króna á milli ára, eða sem samsvarar rúmlega 14% raunaukningu. Ráðstöfunarfé sjóðanna samkvæmt sjóðstreymi jókst hins vegar hlutfallslega enn meira, eða um 34% og nam það 62,7 milljörðum króna á síð- asta ári. Þetta er meðal þess semjœmur fram í nýlegri skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um stöðu lífeyrissjóð- anna. Þar kemur ennfremur fram að kostnaður við rekstur lífeyrissjóðanna á síðasta ári nam 747 milljónum króna og hafði hann hækkað um 57 milljónir króna frá árinu þar á undan. Þetta samsvarar u.þ.b. 0,3% af heildar- eignum sjóðanna sem er svipað hlutfall og á síðasta ári. Þessi hækkun er nokkru meiri en varð milli áranna 1994 og 1995, þrátt fyrir þá fækkun lífeyrissjóða sem átt hefur sér stað í millitíðinni. Bætt staða almennra lífeyrissjóða í skýrslunni kemur ennfremur fram að staða al- mennra lífeyrissjóða hafi farið batnandi á undangengn- um árum og eigi þeir nú vel flestir fyrir skuldbinding- um sínum miðað við forsendur tryggingafræðilegra úttekta. Stafar betri staða sjóðanna af bættri ávöxtun og skerðingu réttinda, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Enn eru þó nokkrir sjóðir sem ekki eiga fyrir skuld- bindingum sínum og má þar nefna Lífeyrissjóð sjó- manna, sem vantar tæpa tvo milljarða upp á skuldbind- ingar sínar, og Lífeyrissjóð bænda, en þar skortir rúma þijá milljarða upp á að sjóðurinn eigi fyrir skuldbinding- um sínum. Hins vegar er staða lífeyrissjóða opinberra starfs- manna talsvert lakari en staða almennu sjóðanna og áttu fæstir þeirra fyrir skuldbindingum sínum á síð- asta ári. Til að mynda skorti rúmlega 36 milljarða króna upp á að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna ætti fyrir skuldbindingum sínum miðað við endurmetinn höfuð- stól um síðustu áramót. Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga vantaði um 3 milljarða króna til að eiga fyrir skuldbind- ingum sínum. Þá vantar um 11 milljarða upp á að Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar eigi fyr- ir sínum lífeyrisskuldbindingum, en rétt er þó að geta þess að ekki er þar um endurmetinn höfuðstól að ræða. Hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna jókst verulega á ár- inu 1996. Nam heildarhlutabréfaeign sjóðanna í árslok 1996 röskum 14 milljörðum krónum og hafði hún auk- Nokknar kenidtölun stænsti lífeyi Höfuðstóll 31.12 '96 millj. kr. ■issjóðanna 1996 Aukning höfuðstóls árið 1996 % SAMEIGNARSJÓÐIR: ]] Hrein f raun- [ ávöxtun % Kostnaður Lifeyris í % af byrði iðgjöldum % Lífeyrissjóðurinn Hlif 16,7 1.694 11,5 38,1 22,9 Lifeyrissjóður Austurlands 12,8 8.693 7,1 27,6 21.8 : Lífeyrissjóður Norðurlands 11,8 11.258 3,7 43,6 18,6 Lífeyrissjóður Vesturlands 11,0 4.424 6,1 47,8 17,5 Lífeyrissjóður Verfræðingafél. íslands 9,2 5.189 4,7 9.0 20,8 Lifeyrissjóður Vestmannaeyinga 8,9 V 6 171 7,8 36,4 15,8 Lífeyrissjóður Vestfirðinga 8,5 7.769 5,9 33,0 15,3 Lífeyrissjóður bænda 8,4 8.164 8,0 113,0 10,1 Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags íslands 8,1 1.405 1,7 74,3 11,7 Sameinaði lífeyrissjóðurinn 8,0 24.330 4,7 52,3 13,1 Lífeyrissjóður Framsýn 7,7 29.286 5,3 71,4 11,6 Lífeyrissjóður Suðurnesja 7,7 6.410 5,4 49,7 13,7 Lífeyrissjóður verslunarmanna 7,6 45.478 2,6 30,8 14,9 Lifeyrissjóður rafiðnaðarmanna 7,6 6.717 5,1 12,9 17,1 Lífeyrissjóður verkalýðsfél. á Suðurlandi 7,5 3.057 5,8 35,4 15,0 Lífeyrissjóður sjómanna 7,4 25.359 2,7 45,1 13,4 Samvinnulífeyrissjóðurinn 7,3 9.663 7,9 107,2 9,2 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 7,2 11.557 3,6 9,1 14,3 Lífeyrissjóður blaðamanna 7,1 987 3,7 18,8 14,3 Lífeyrissjóður lækna 7,0 6.217 3,1 12,4 16,0 Eftirlaunasj. Félags ísl. atvinnuflugm. 6,8 4.325 5,3 56,9 11,0 Lífeyrissj. verkal.fél á Norðurl. vestra 6,7 2.077 6,3 50,8 13,5 Lífeyrissjóður K.E.A. 6,6 2.103 1,0 79,4 10,0 Lifeyrissjóður matreiðslumanna 6,5 1.271 6,0 20,8 14,1 Eftirlaunasj. slökkviliðsm. á Keflav.flugv. 6,2 1.005 2,1 23,7 14,2 Lífeyrissjóður Bolungarvíkur 5,8 1.356 5,2 33,9 11,9 Almennur lífeyrissjóður VÍB 5,7 2.436 0,8 1,0 36,6 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 5,6 3.873 2,5 49,6 11,5 Eftirlaunasj. starfsmanna íslandsbanka 5,6 1.707 3,2 33,9 10,9 Lífeyrissjóður Rangæinga 5,6 1.126 7,2 23,3 13,9 Eftirlaunasjóður Landsb. og Seðlabanka 5,3 6.457 3,6 44,0 10,6 Eftirlaunasj. starfsm. Búnaðarb. íslands 5,3 1.994 0,7 44,2 11,1 Lífeyrissjóður starfsm. Reykjav.borgar 4,6 2.205 1,3 76,3 22,6 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 4,4 31.463 2,5 114,7 41,8 SÉREIGNARSJÓÐIR: Lífeyrissjóður Tæknifr. fél. Íslands 10,9 2.594 1,4 1,8 22,4 Lífeyrissjóðurinn Eining 10,3 436 0,8 0,8 115,4 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 8,3 3.526 4,1 5,7 25,2 Lífeyrissjóður Tannlæknafél. íslands 7,6 672 3,3 22,0 13,4 íslenski lífeyrissjóðurinn 6,3 770 1,3 3,2 74,7 SAMTALS allir sjóðir 7,6 306.506 3,9 49,0 16,7 f skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um lífeyrissjóðina er reiknuð út raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu, þar sem rekstrarkostnaður er dreginnfrá fjármunatekjum. Hér að ofan má einnig sjá kostnað sem hlutfall af iðgjöldum og lífeyrisbyrði sem eru lífeyrisgreiðslur sem hlutfall af iðgjöldum. Greint hefur verið á milli sameignar- og séreignarsjóða og er sjóðunum raðað upp með tilliti til raunávöxtunar. ist um u.þ.b. 7 milljarða frá árslokum 1995. Þetta samsvarar rúmum 4% af heildareignum sjóðanna. Lífeyrissjóðum fækkað um 27% frá 1991 Hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs verslunar- manna var metin á um 2 milljarða króna í árslok 1996, en fjórir aðrir sjóðir áttu hluta- bréf fyrir 1 milljarð króna eða meira, en þeir eru Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Lífreyris- sjóður Norðurlands, Samvinnulífeyrissjóður- inn og Lífeyrissjóður Austurlands. Lífeyrissjóðum landsmanna hefur fækkað um 11 eða sem samsvarar 15% á rúmu ári vegna sameiningar. Hefur lífeyrissjóðum þá fækkað um rúman fjórðung á undanfömum 5 árum. Eru þeir nú 64 talsins en þar af eru 55 enn í fullri starfsemi en 9 starfandi lífeyris- sjóðir taka ekki lengur við iðgjöldum. Þessi fækkun kemur til vegna sameiningar 6 sjóða í Lífeyrissjóðinn Framsýn, sameiningar tveggja sjóða við Sameinaða lífeyrissjóðinn og sameiningu tveggja sjóða við Almennan lífeyr- issjóð VIB. Þá sameinuðust þrír iífeyrissjóðir í Lífeyrissjóðinn Lífíðn í byijun þessa árs. Úr milliuppgjöri 1997 Jan.-júní Jan.-júní fíekstrarreikningur Miiijónír króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 316,8 384,3 -17,6% Rekstrargjöld 261.4 286.5 -8.8% Rekstrarhagn. f. fjármagnsllöi og afskr. 55,4 97,8 -43,4% Afskriftir 43,3 33,4 +29,6% Hagnaöurtímabilsins 5,5 57,3 -90,4% Efnahagsreikningur Míiiiónir króna 30/6 ‘97 30/6'96 Breyting | Eignir: | Veitufjármunir 247,1 214,0 +12,7% Fastafjármunir 460,1 307,8 +49,5% iEignÍr samtals 707,2 521,8 +35,5% I Skuidir oa eiaiO 16:1 Skammtímaskuldir 177,2 74,4 +138,2% Langtímaskuldir 146,5 212,9 •31,2% Eigið fé 383.5 234,5 +63,5% Sfculdir og eigíð fé samtals 1 ; u +35,5% Lakari afkoma hjá Krossanesi Hagnaður minnkaði um 90% HAGNAÐUR Krossaness hf. nam 5,5 milijónum króna á fyrstu sex mánuð- um þessa árs. Þetta er rösklega 50 milljóna króna lakari afkoma en varð af rekstri félagsins á sama tíma á síðasta ári, en hagnaður félagsins þá nam rúmum 57 milljónum króna eftir skatta. Þetta er nokkuð lakari afkoma en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, að því er segir í frétt. Velta verksmiðjunnar dróst einnig saman um 17,6%. Samdrátturinn á sér stað þrátt fyrir að fyrirtækið hafi í millitíðinni bætt við verksmiðju í Ólafsfirði. Stafar hann af 9 þús. tonnum minna af hráefni nú en í fyrra. Þessi samdráttur er afleiðing af umdeildu fyrirkomulagi síldveiða auk langrar brælu á loðnumiðum um það Ieyti sem fyrirtækið hafi yfirleitt tek- ið á móti hvað mestu af hráefni. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, segir þessa afkomu valda vonbrigðum. „Við gerðum auðvitað aldrei ráð fyr- ir að afkoman í ár yrði jafngóð og í fyrra, enda um algert metár að ræða þá. Þessi niðurstaða veldur mér engu að síður nokkrum vonbrigðum en ræðst þó mest af þáttum sem við réðum ekki við.“ Jóhann segir það ljóst að með fjölgun verksmiðja og aukinni af- kastagetu þeirra muni samkeppnin um hráefnið aukast. Þó sé gert ráð fyrir að afkoma félagsins batni á síðari hluta ársins. Birgðir af gulli aukast London. Reuter. BIRGÐIR af gulli í heiminum jukust um tæplega einn fimmta á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra í 2028 tonn að sögn markaðs- rannsóknarfyrirtækisins GFMS (Gold Fields Mineral Services). GFMS segir að skýringin á 17,1% meiri birgðum sé aðal- lega aukin eftirspurn eftir skartgripum í Miðaustrlöndum og á Indlandi og skyldar ástæður. En saia seðlabanka á 220 tonnum ýtti gullverði niður. Samkvæmt mati GFMS á opinberri gullsölu voru um 200 tonn„sennilega af evr- ópskum uppruna." Ástralski seðlabankinn seldi 167 tonn af gulli úr varaforða sínum fyrr á þessu ári og dró úr ugg á markaðnum um víð- tæka opinbera gullsölu. Verð á gulli hafði ekki verið lægra í 12 ár. Námur hafa átt erfitt upp- dráttar vegna lækkaðs gull- verðs og víða svarar fram- leiðslan ekki kostnaði. Tæpur helmingur gullnáma heimsins munu ekki geta skilað hagnaði ef engin breyting verður á núverandi verði að sögn yfir- manns GFMS. 10 milljarða króna veltu- aukning í verslun VELTA í verslunargreinum jókst um 7,8% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam veltan 137 milljörðum króna og hafði hún aukist um 10 milljarða á milli ára. Hefur veltan þá aukist um 26% að raunvirði frá því á sama tímabili 1994. Tæplega 11% aukning varð á veltu í heildverslun á milli tímabila og munar þar mest um 14% aukningu í heildsölu- og smásöludreifingu á bensíni og olíum og 11% aukningu á annarri heildverslun. Smásöluverslun jókst hins vegar nokkru minna, eða um 3,2%. Tæplega 90% aukning varð á sölu snyrti- og hrein- lætisvara og sala bóka og rit- fanga jókst um tæp 19%. Mestur samdráttur varð hins vegar í fiskverslun og sölu á tóbaki, gosi og sælgæti, eða um 12% í hvoru tilviki. Hlutabréf SÍF hækka í verði HLUTABRÉF í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hækkuðu um 9% \ viðskiptum á Verðbréfaþingi íslands í gær í kjölfar fregna af kaupum fyrirtækisins á stærsta fisk- vinnslufyrirtæki Kanada. Námu heildarviðskipti dagsins með bréf í SÍF tæpum 13 millj- ónum króna og var lokagengi bréfanna 4,25. Heildarviðskipti dagsins á VÞÍ námu 42 milljónum króna og lækkaði hlutabréfavísitala VÞÍ lítillega, eða um 0,07%. Mesta einstaka lækkunin varð á gengi hlutabréfa í Sam- vinnusjóði íslands, en gengi bréfanna lækkaði um 8% og stóð í 2,30 við lokun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.