Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Réttíndí þegnanna og æðri sljórnvöld „HVENÆR drepur maður mann og hve- nær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó,“ sagði snæris- þjófurinn sem dæmdur var fyrir böðulsdráp og settur á Brimarhólm. Brimarhólmarinn sat sína pligt og mál hans var ekki endur- upptekið enda sótti hann ekki um það með formlegheitum. í þá daga voru mál ekki endurdæmd eins og í dag. Menn voru bara dæmdir fyrir böðuls- dráp og ekki orð um það meir. Þá riðu hetjur um héruð og sveitir en snærisþjófar sátu á Brimarhólmi og tuggðu skro. Öldin er önnur grundvöllur til endur- skoðunar á dómsniður- stöðu í böðulsdráps- máli? Líklega getur enginn endurmetið eða ákveðið að endurmeta, niður- stöður dómstóla betur en dómstólamir sjálfir. Ójá, það eru réttindi þegnanna að dómarar taki ákvörðun um hvort endurskoða skuli dóm sem þeir sjálfir hafa kveðið upp og að þeir hinir sömu endurskoði svo dóminn, telji þeir efni til þess. Ríkisvaldið Á íslandi skiptist ríkisvaldið í lög- gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Framkvæmdavald á ís- Löggjafínn hlýtur að líta fram að Hæstiréttur íslands tekur ákvörðun um það hvort mál verði endurupptekið eður ei. Telji Hæsti- réttur að mál eigi að endurapptaka, verður mál endurapptekið. Svo ein- falt er það. Og þó. Telji Hæstiréttur að mál eigi ekki að endurapptaka, er komin upp afar sérstök og athygl- isverð staða samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Dómendur í Hæstarétti skulu, samkvæmt íslenskum lögum og Stjómarskrá lýðveldisins íslands, vera óháðir ákvörðunum stjómvalda og sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir skulu ekki hafa með höndum önnur störf svo sem stjómsýslu, enda fara sýslumenn og ráðuneyti með stjóm- sýslu ríkisins. Hæstaréttardómarar skulu, með öðrum orðum, vera um- boðsstarfalausir. Hafa ber í huga að niðurstöður Hæstaréttar era ætíð endanlegar. Og þrátt fyrir þetta allt er ákvörð- un Hæstaréttar um að fallast ekki Baldvin Bjöm Haraldsson á endurupptöku máls fyrir Hæsta- rétti, stjómvaldsákvörðun en ekki dómur. Málið er aldrei þingfest fyr- ir Hæstarétti og ekki er kveðinn upp dómur, heldur halda dómarar með sér fund og gera fundargerð þar sem ákvörðun þeirra er skráð. Þetta gerir Hæstiréttur einnig þegar hann tekur ákvörðun um áfrýjunarleyfi. En getur þetta verið? Geta dómend- ur verið stjómvald? Ef svo er, verð- ur þá ákvörðun Hæstaréttar skotið til dómsmálaráðuneytisins sam- kvæmt ákvæðum stjómsýslulaga? Eða er Hæstiréttur s.k. „æðra“ stjómvald? Hvenær eru dómendur stjórnvald? Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að dómarar séu ekki alltaf dómarar, heldur stundum stjóm- vald. Það kemur hjólreiðamönnum líka spánskt fyrir sjónir. En þetta veit íslensk þjóð. Þess vegna vora sett lög á Islandi um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. í héraði háttar því þannig til að aldrei dæmir maður um sína eigin ákvörðun. Séu menn stjómvald era þeir stjómvald. Séu þeir dómendur, era þeir dómendur. En hið háa Alþingi lítur svo á að í Hæstarétti séu dómendur svo mikl- ir dómendur að þeir geti jafnvel dæmt um eigin ákvarðanir. í sam- ræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins íslands ætti nefnilega að vera hægt að skjóta ákvörðun stjómvaldsins Hæstaréttar til dómstóla, fyrst til héraðsdóms og kæra svo úrskurð héraðsdóms aftur til Hæstaréttar. En er þetta þá ekki orðið hálf- gert „skuespil". Löggjafinn hlýtur að líta svo á að stjórnvaldsákvörðun Hæstaréttar um að fallast ekki á endurapptöku máls, sé endanleg. En af hveiju kveður Hæstiréttur þá ekki einfaldlega upp dóm? Réttindi þegnanna Þótt snærisþjófur frá Akranesi hafi að lokum verið sýknaður af gamalli ákæra yfirvalds um að myrða böðul Sívert Snorresen, kall- aður fijáls maður og sendur aftur til íslands, era ekki allir sýknaðir í Hæstarétti. Og það er eðlilegt. Hitt er jafneðlilegt og hlýtur að vera hluti af réttindum þegnanna, að óháður aðili kveði upp dóm, ef um dómstól er að ræða, eða taki stjómvaldsákvörðun ef um stjóm- vald er að ræða, um það hvort efni séu til að endurapptaka mál eður ei, og ekki síst að dómendur séu alltaf dómendur en ekki stundum stjómvald. Höfundur er lögmaður. En þetta var fyrir margt löngu og nú er öldin önnur. í dag er miklu meiri spurning hvenær menn drepa mann og hvenær menn drepa ekki mann. Og séu menn fundnir sekir um að drepa mann er ekki þar með sagt að þeir hafi endilega drepið mann. Kannski era menn bara snærisþjófar sem játuðu í fylliríi að hafa drepið mann. Í dag eram við ísléndingar með- vitaðir um réttindi þegnanna til þess að hjálpa dómstólunum við að láta réttvísina ná fram að ganga. Við vitum nefnilega að dómstólar eru ekki óbrigðulir frekar en annað í heiminum. Og til að leggja áherslu á það, gerðust íslendingar aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu, en þar segir að ekki megi dæma snær- isþjóf fyrir böðulsdráp án þess að snærisþjófur fái að bera hönd fyrir höfuð sér, skýra sitt mál og rökstyðja sýknu sína. Og til að tryggja enn frekar réttindi þegn- anna er kveðið á um það í íslenskum lögum að snærisþjófar sem hlotið hafa dóm fyrir böðulsdráp, geti sótt um að fá mál sitt endurapptekið ef nýjar upplýsingar sem fram hafa komið þykja kasta rýrð á sekt hins dæmda. Hver dæmir dómarana? Já, það era sjálfsögð réttindi þegnanna að láta dæma aftur mál sitt, hafi það upphaflega verið dæmt vitlaust. En hver er svo lögskyggn að geta endurmetið ákvarðanir hins virðulega réttarkerfis? Hver dæmir gjörðir dómenda? Og ekki er nóg að einhver endur- skoði. Einhver verður auðvitað að ákveða hvort yfir höfuð skuli endur- skoða. Hver metur hvort nýjar upp- lýsingar sem sýna að snærisþjófur sé saklaus af böðulsdrápi séu nægur svo á að stjórnvalds- ákvörðun Hæstaréttar um að fallast ekki á endurupptöku máls, sé endanleg, segir Baldvin Björn Haraldsson. En af hveiju kveður Hæsti- réttur þá ekki einfald- lega upp dóm? landi er í höndum staðbundinna stjómvalda og ráðuneyta. Stjórn- völd geta tekið ákvarðanir um rétt- indi og skyldur þegnanna, rétt eins og dómstólar. Þó er sá grandvallar- munur á framkvæmdavaldinu og dómsvaldinu á íslandi, að dómstólar skera úr um embættistakmörk framkvæmdavaldsins en fram- kvæmdavaldið endurmetur aldrei niðurstöður dómstóla. Dómendur hafa síðasta orðið þegar deilt er um það hvenær maður drepur mann. Á íslandi era tvö dómstig. Þess vegna geta sakaðir menn sem sak- felldir era í héraðsdómi, áfrýjað nið- urstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Niðurstöðu Hæstaréttar verður ekki skotið til æðra dóms, né heldur til stjómvalds. Úrræði sökunauta sem telja sig verið hafa ranglega sak- fellda í Hæstarétti era því ekki önn- ur en þau, að krefjast þess að mál þeirra verði endurapptekið af Hæstarétti. Æðri stjórnvöld Endurupptaka mála sem dæmd hafa verið í Hæstarétti fer þannig - Gœðavara Gjdfavdid nidtdi og kdfTistell. Heim Allii veröílokkdr. ^ m.d. ( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir liönnuöir in.d. Gidnni Versdte. lEœÚIlcBGúnxs leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. (háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og Itmband einu verkfærín. BYOOINOAVÖmiVIRSLUN P. ÞORGRIMSSON S CO AUtmf tíl * Imgar Ármúla 29, sími 38640 ÍSLENSKT MÁL Aukafallsliðir, framhald. II. í þágufalli, og nú vandast málið til muna. Þágufall í ís- lensku samsvarar tveimur föll- um f latínu: dativus og ablativ- us. í hinum latneska ablatíf slyngur saman þremur megin- þáttum, sem eru instrumental- is, locativus og privativus. Sjá betur síðar, en sjálft heitið ablativus er af sögn sem merk- ir ég svipti, tek burt. Hún beyg- ist svo óreglulega að naumast verður við unað: aufero, abstuli, ablatum, auferre. Skilríkir menn ráðleggja mér að taka hér aðeins aðalatriði með skýrum dæmum, og mun ég sæta því, enda að okkar dómi betra að einfalda flókna hluti en flækja einfalda. Og einhvers staðar verð ég að byija: a) Tímaþágufall (ablativus temporis). Táknar bæði (eins og tímaþolf.) hvenær eitthvað ger- ist og hversu lengi eitthvað varir. Hún var hér vikum og mánuðum saman. Nóttum fóru seggir. (Völundarkviða). Eo die tres horas pugnatum est. (Á þessum degi var barist þijár stundir (tímaþolf.): þarna hefur íslenskan forsetningu framan við þágufallið. b) Háttarþágufall (abl. modi). Oft er það illgreinanlegt frá því sem kemur í c-lið. Þeir létu öllum illum látum. Hún fór huldu höfði. Cicero milites summa dil- igentia in castris continuit. (C. hélt hermennina í herbúðum af mestu kostgæfni). Háttarþágu- fall táknar sem sagt hvemig, með hvaða hætti eitthvað gerist (er gert). c) Verkfærisþágufall (abl. instrumentalis) táknar með hverju eitthvað er gert. Nú verður hér nokkur málalenging. Þetta fall kallar Kristinn Ár- mannsson tækisfall. Ég sagði nemendum mínum frá því. Ut- koma á prófum varð stundum sú að tækisþágufall og verkfær- isþágufall rann saman og breytt- ist í „tækifærisþágufall", og væri það kannski heppilegt heiti á ýmsum þessara aukafallsliða. Ég var þá enn ekki nógu vel lesinn í setningafræði Smára. Hann kallar þetta tólfall, en ég Umsjónarmaður Gísli Jónsson 918. þáttur þykist sjá að það gæti misskil- ist, þó orðið sé gott sem slíkt. Nú verð ég að koma með dæmi: Þeir börðu Alfegum byskup hraunum og hornum. Þama er alveg ljóst með hveiju þeir börðu hann. Hann var lagður spjóti í gegnum. Romani pugn- ati erant ferro ignique. (Róm- veijar börðust með jámi og eldi). En margt lá á mörkunum í lat- ínu, og sögðu þá latínugránar að þetta væri „svona instrumen- tal-modalt“. d) Samanburðarþágufall (abl. comparativus). Mjög auð- þekkt og má setja en + nefni- fall í staðinn. Hann er mér meiri=hann er meiri en ég. Stóð hún manni sínum langt framar. Puella biennio maior est puero. (Stúlkan er tveim áram eldri drengnum=en drengurinn). e) Mismunarþágufall (abl. differentiae eða mensurae); táknar hversu miklu munar á því sem verið er að bera sam- an, og er því jafnan fylginautur með samanburðarþágufalli, svo í latínu sem í íslensku. Hann var mér sýnu betri, gæti hlaup- ari sagt um keppinautinn, ekki „samkeppnis- eða kapphlaups- aðilann". Þama er sýnu mis- munarþágufall og mér saman- burðarþágufall. Þetta merkir að hann var sjónarmun betri en ég. Mismunarþágufall þarf ekki nauðsynlega á samanburðar- þágufalli að halda: Ek hef Hlórriða hamar of folginn átta röstum fyr jörð neðan. (Þrymskviða). Dæmi um þessi föll í latínu er undir d-lið, þar sem biennio er mismunarþágufall = tveim árum. f) Staðarþágufall (abl. loci). Skýrist með dæmum. Við skrif- um í upphafi bréfa og utaná umslög Brekku, ekki Brekka. Brekku, 23. janúar 1997 og utan á Jón Jónsson Brekku Lukkudal. Að leita dyrum og dyngjum = í dyrum og dyngjum, það er: á líklegum sem ólíklegum stöð- um. Vegna skilningsskorts og brauks og bramls við húsleitir breyttist þetta í að „leita með dunum og dynkjum Romani hoc loco diu pugnabant. (R. börðust lengi á þessum stað). g) Eðlisþágufall (abl. qualit- atis). Hann er mikill vexti og hún fríð sýnum. Dumnorix est (praesens historicum) summa audacia, magna apud plebem gratia. (D. er (sögunútíð) mjög hugrakkur og nýtur mikillar lýð- hylli). Eðlisþágufall mætti allt eins heita tillitsþágufall (abl. respectivus). Hann var mikill „með tilliti til vaxtar". h) Þágufall með ópersónuleg- um sögnum. Honum þykir sop- inn góður. Mér ber að gera þetta. Tibi est tacendum. (Þér ber að þegja). i) Upprunalegt þágufall, stundum nefnt þægindafall og óþægindafall eftir atvikum. Það tjáir í hvers þágu eða óþágu eitt- hvað verður (dativus commodi eða incommodi). Þetta var hon- um mátulegt. Hann dró sér fé. Hitt kom oss í opna skjöldu. Oft má setja orðin handa eða fyrir á undan þægindafalli. Non scholae, sed vitae discimus. (Við læram fyrir lífið (lífinu), en ekki fyrir skólann (skólan- um)). ★ Vilfríður vestan kvað: Orti Hrólfur um Birgittu Brandt sem var berlega ábótavant. En ábóti í Þykkvabæ við abbadís Kirkjubæ var aldeilis ekki upp á kant. ★ „Þegar til Staðar kom, þótti Jóni fráfarandi prestur hafa rúið staðinn vandlega, er hann flutti burt, og séð vel um, að ekkert nýtilegt yrði þar eftir skilið. Söng síra Jón þá klerkinn úr garði með þessari vísu: Hvar sem þú rólar heims um hjall hverskyns farsældar njóttu. Prýðilegt dýrðar prestakall í Paradís síðan hljóttu. En þegar skilar aftur því öll séu í standi gildu þau föng, sem fylgdu. Himnaskálanum eftir í alnegldar sperrur skildu." (Úr erindi Andrésar Björns- sonar um sr. Jón Þorláksson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.