Morgunblaðið - 13.09.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 13.09.1997, Síða 30
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRA * ÞORS TEINSDÓTTIR + Halldóra Þor- steinsdóttir var fædd á Drumbodds- stöðum í Biskups- tungum 3. júlí 1910. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 6. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Tómasdóttir og Þorsteinn Jónsson, hjón og ábúendur á Drumboddsstöðum. Þau eignuðust 8 börn og var Hall- dóra næstyngst þeirra. Systkini Halldóru voru: Guðný, f. 1893, Margrét, f. 1896, Erlendur, f. 1898, Tómas, f. 1901, Þorgrímur, f. 1902, Valgerður, f. 1905, og Fanney, f. 1915. Þau eru nú öll Iátin nema Fanney. í kringum 1938 flyst Hall- dóra að Unnarholti í Hruna- mannahreppi og tekur þar við búi ásamt Bjarna Guðjónssyni manni sínum, sem þar var fæddur og uppal- inn. Halldóra og Bjarni giftu sig hinn 24. júní 1944. Árið 1963 hættu þau búskap og fluttu að Smáratúni 3 á Selfossi. Þar bjuggu þau til dáta- ardægurs en Bjarni lést 29. mars 1987. Þau eignuðust fjög- ur börn: 1) Guðrún, f. 1939, maki Ólaf Lillaa, 2) Guðborg, f. 1940, gift Kára Jónssyni, þau eiga fjórar dætur og sex barnabörn. 3) Valgerður, f. 1942, var gift Kristni Sveinbjörnssyni, þau eiga fimm börn og eitt barna- barn. 4) Þorsteinn, f. 1952. Útför Halldóru fer fram frá Selfosskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar haustið er að ganga í ^garð og fyrstu laufin að falla, þá fékk ég þá frétt að hún amma mín, Halldóra Þorsteinsdóttir, væri dáin eftir rúmlega þriggja mánaða veik- indi. Fram að þeim tíma hafði hún að mestu getað séð um sig sjálf, þó hún væri að verða 87 ára gömul. Reyndar fannst mér hún aidrei göm- ul, hún var það ung í anda og hélt alltaf sínum andlegu kröftum. Fólk í dag sem er að ná þetta háum aldri man sannarlega tímana tvenna. Það er langur vegur frá torfbæjum til tölvualdar en þó það stuttur að enn *tifir fólk sem hefur upplifað þessar breytingar. Hún amma var ein af þeim. Amma Halldóra var fædd á Drumboddsstöðum í Biskupstungum og leit hún alltaf á Tungumar sem sveitina sína. Hún var ein af átta systkinum, af þeim komust fjögur til fullorðinsára, auk hennar voru það Margrét, Þorgrímur og Fanney. Hin fjögur létust ung að árum og komu berklar þar mikið við sögu. Móðir hennar lést þegar hún var aðeins 12 ára að aldri. Ekki er undarlegt að slík iífsreynsla á unga aldri skilji eft- ir sig spor sem seint fennir í - kannski aldrei. A.m.k. liðu margir áratugir áður en hún treysti sér til að koma að Bræðratungu þar sem fólkið hennar var jarðað. Þessir erfið- leikar á æskuárunum urðu til þess að mjög sterk tengsl mynduðust á milli systkinanna sem héldust alla tíð. Seinna fluttist amma að Unnar- holti í Hrunamannahreppi þegar hún giftist afa, Bjarna Guðjónssyni, sem þaðan var ættaður. Þar stunduðu þau hefðbundinn sveitabúskap, áttu sín börn eða allt til 1963 er þau flutt- ust á Selfoss. En nokkrum árum áður missti afi heilsuna og var því búskapurinn erfiður eftir það. Á Selfossi keyptu þau íbúð við Smára- NANNA ÞORSTEINSDÓTTIR + Nanna Þor- steinsdóttir var fædd á Hofi í Álfta- firði 7. nóvember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 7. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, bóndi, f. 25.1. 1893 á Rann- veigarstöðum í Álftafirði, d. 7.10. 1974, og Sigurbjörg Þorláksdóttir, f. 20.2. 1893 á Geit- hellum í Geithellnahreppi í ^ Álftafirði, d. 29.4. 1983. Systk- ini Nönnu voru Kristín, f. 28.6. 1918, d. 26.8. 1997, Guðrún Björg, f. 10.10. 1921, Gunnar Ingvar, f. 7.9. 1924, Guðlaug, f. 6.5. 1930, og Finna, sem lést ung. Við fráfall Nönnu Þorsteinsdótt- ur leita minningar liðins tíma á hugann, þeim bregður fyrir lfkt og myndum á tjaldi. Ég man fyrst eftir henni sem ungri og glæsilegri konu, er athygli vakti í framgöngu ^allri. Hún var lagleg kona, há og dökkhærð, kvik í hreyfmgum og svaraði sér vel í alla staði. Foreldra hennar þekkti ég vel, mikið sóma- fólk, en þar var ekki auður í garði fremur en víða annars staðar á þessum tímum. Þegar Nanna er 7 eða 8 ára gömul, skömmu eftir að fjölskyldan flytur til Reyðarfjarðar, m taka þau hana í fóstur hjónin Jón- björg Sigurðardóttir og Björn F. Nanna giftist Jóni Björnssyni frá Gröf á Reyðarfirði 7. desember 1937, f. 8.2. 1911, d. 3.7. 1985. Kjörsonur þeirra er Björn Þór, framkvslj., bú- settur á Reyðar- firði, f. 22.10. 1943, kvæntur Bryndísi Steinþórsdóttur, kennara, f. 28.4. 1951. Börn þeirra eru: Jón Þór, f. 4.7. 1969, stýrimaður, búsettur á Eski- firði, Anna Þórunn, f. 30.5. 1970, skrifstofumaður á Reyð- arfirði, og Steinþór, f. 13.7. 1976, starfsmaður hjá Vega- gerð ríkisins á Reyðarfirði. Útför Nönnu fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Malmquist. Fósturbræður hennar eru þrír, Jóhann og Ragnar, sem búsettir eru á Akureyri, og Finnur, búsettur í Neskaupstað. Nanna minntist fósturforeldra sinna með hlýhug og virðingu, enda kallaði hún þau pabba og mömmu, sem segir sína sögu. Þar að auki var það henni mikils virði að hafa for- eldra sína á næsta leiti. Nanna lauk sínu skyldunámi 1930 með prýði. Um framhaldsnám var ekki að ræða. Þar galt hún fátæktarinnar eins og svo margt ungt fólk á þeim tíma. Björn fósturfaðir hennar gerði út bátinn Elliða og snemma lærði hún handtökin í beitinga- tún og bjó hún þar fram á þennan dag, en afi lést fyrir u.þ.b. 10 árum. Amma Halldóra var mikil hæg- lætiskona og var hógværð og lítillæti eitt af hennar sterkustu einkennum. Samt hafði hún mjög ákveðnar skoð- anir og var hún ekkert að lúra á þeim ef henni sýndist svo. Þar sem hún var ekki mikið út á við naut hún þess þeim mun meir að hafa sína nánustu í kringum sig. Þegar ég var lítil var það fastur liður hjá okkur systrunum að fara í heimsókn til ömmu og afa í Smára- túnið. Alltaf fengum við mjólk og kökur og oftar en ekki var farið út í garð að leika sér. í okkar augum sem bjuggum í einni af nýbygging- um bæjarins var garðurinn í Smár- atúninu algjör paradís. Þar var mik- ið af stórum tijám sem hægt var að klifra í enda er Smáratúnið ein af elstu götunum á Selfossi. Amma Halldóra var af þeirri kyn- slóð íslendinga sem átti lítinn kost á að mennta sig þó svo að áhuginn væri fyrir hendi. Henni var það því mikið ánægjuefni að fylgjast með afkomendum sínum mennta sig eins og hugur þeirra stóð til. Þó svo hún hafi samglaðst hveijum og einum sama hvaða svið þeir völdu sér, þá gladdi það hana sérstaklega þegar tvær dótturdætur hennar fóru í list- nám - önnur í tónlist og hin í mynd- list. Enda var mikið af listfengu fólki í hennar ætt. Undir það síðasta treysti amma sér ekki mikið út, en hennar síðasta ferð í vor var að fara á tónleika hjá Karlakór Selfoss, þá aðallega til að fylgjast með dóttur- dóttur sinni, sem er undirleikari hjá kórnum. Þó að amma hafi talið menntun mikils virði þá minnti hún mann oft á að ekkert væri þó mikil- vægara en börnin okkar. ítrekaði hún oft að þau væru hinn raunveru- legi fjársjóður. Einu skiptin sem ég heyrði þessa hógværu konu monta sig var þegar hún talaði um afkom- endur sína. Hún leit á það sem mikla guðsmildi að allir væru heilbrigðir bæði á sál og líkama. Minningin um þessa konu mun ætíð lifa í huga mér, ekki síst þegar ég lít á litlu stelpuna mína sem heit- ir Halldóra eins og langamma hennar. Blessuð sé minning hennar. Kolbrún Káradóttir. skúrnum. Hef ég það fyrir satt að setja þurfti kassa undir þá litlu, svo að hún næði upp í bjóðið! Hún varð annáluð beitingarkona og enginn stóð henni á sporði við síldarsöltun. Tíminn leið og ung að árum fór hún í vist til Helga Pálssonar, kaup- félagsstjóra og tónskálds, í Nes- kaupstað. Kona Helga, Sigríður, var annáluð fyrir myndarskap og hjá henni naut Nanna dýrmætrar tilsagnar og kennslu í heimilishaldi og hannyrðum. Myndir, sem hún vann undir handleiðslu hennar, eru listaverk og hin mesta heimilis- prýði. Nanna var í rauninni fagur- keri. Hún var söngvin, naut margs- konar tónlistar og söng um árabil í kirkjukórnum. Jón og Nanna hófu sinn búskap í Gröf, en þar voru fyrir tengdafor- eldrar hennar, heiðurshjónin Rann- veig Jónsdóttir og Björn Gíslason og var þetta alla tíð eins og ein fjölskylda. Mágkonur sínar tvær, Maríu heitna og Þórunni, sem bú- sett er í Reykjavík, mat hún mik- ils. Þeim Nönnu og Jóni varð ekki barna auðið, en kjörsonurinn kom eins og ljósgeisli inn í líf fjölskyldn- anna beggja, enda var þetta fólk einstaklega barngott og hlýtt í við- móti. Mikill samgangur var milli foreldra minna og fólksins í Gröf og vináttan gagnkvæm. Það er Ijúft að eiga æskuminningar tengdar þessu fólki, þær fölna ekki. Nanna starfaði ekki mikið utan heimilis- ins, vann þó um tíma í frystihús- inu. Á stríðsárunum ráku fjölskyld- urnar báðar veitingastað á heimili sínu við miklar vinsældir. Jón Björnsson stundaði lengi sjó og vann einnig við netagerð um tíma, en varð síðar yfirmaður fersk- fiskmatsins á Austurlandi. Þá kom sér oft vel að eiga góða konu í stöðu húsfreyjunnar. Jón vinur minn gerði ekki alltaf boð á undan sér, + CharIotte Edel- stein fæddist í Lauban í Slesíu 21. febrúar 1904. Hún lést í Berlín 14. ág- úst síðastliðinn. Út- för hennar hefur farið fram í kyrr- þey í Berlín. Okkur krökkunum sem vorum í barnaskóla með Edelstein- bræðrunum þótti mamma þeirra afar fal- leg kona. Hún var framandleg í hátt með gljáandi dökkt hár, ofurlítið hrokkið í vöngum, sem hún dró aftur í hnút í hnakkanum eins og ballerína. Það var tregi í augnaráði hennar en bros- ið hlýtt og breitt. Hún talaði lítið, minna en aðrar mömmur. Hún fór oft í kaþólsku kirkjuna og sat þar lengi. Seinna, þegar við vorum orðin unglingar og ég kom oft á Edelstein- heimilið í vesturbænum í Reykjavík, fór ég að skilja húsfreyjuna, þessa fallegu konu, Charlotte Edelstein. Ég skynjaði að hún hafði orðið fyrir miklu mótlæti og ég velti fyrir mér forlögum hennar. Hún var ung, rúm- lega þrítug þegar hún átti engra annarra kosta völ en að yfirgefa ættland sitt, frændfólk og vini, og flytjast út í Atlantshaf til íslands. Reykjavík var þá steingrá gróður- laus borg. Á bak við íbúðina þeirra á Ásvallagötunni var þó úti í portinu reynihrísla sem óx upp fyrir gluggann á neðstu hæðinni og á vorin og á sumrin sat Lotte Edel- stein við þennan glugga. Hún las í bókum á þýsku eða horfði fram fyr- ir sig og ég ímyndaði mér að hún væri að hugsa um kirsubeijatré og eplatré. Vafalaust einnig um blómin og allan gróðurinn heima í Þýska- landi, því hún var stundum svo sorg- mædd á svipinn. Ung konan. Auðvitað átti hún samt sínar glöðu stundir. Strákarnir hennar, þótt hann kæmi með tvo eða þijá gesti með sér svona 10 mínútum fyrir venjulegan matartíma. Húsfrúin brást ekki, innan tíðar var veislumatur á borð borinn, enda var hún með afbrigðum myndarleg húsmóðir. Þeir eru orðnir margir gestirnir, sem þegið hafa góðgerðir hjá þeim hjónum eins og sá, sem þetta ritar, getur best um dæmt. Það var engin lognmolla yfir heimilislífínu í Gröf. Þar sat glað- værð og gestrisni í öndvegi og þangað var gott að koma. Sambúð hjónanna var með ágætum. Sann- ast sagna voru þau oftast eins og þau væru nýtrúlofuð og það setti svo sannarlega svip á heimilisbrag- inn. Allt hefur sinn tíma. Húsbóndinn gekk ekki heill til skógar hin síðari ár og þá reyndist Nanna manni sínum sannkölluð hjálparhella. Sjálf fór hún ekki var hluta af veik- indum, en mætti þeim með æðru- leysi. Eftir andlát eiginmannsins var hún aldrei söm og jöfn. Hún saknaði hans mikið. Þegar hún gat ekki lengur verið á sínu eigin heim- ili, fór hún til dvalar og hjúkrunar að Hulduhlið á Eskifirði og þar var vel um hana hugsað. Enginn stöðvar tímans þunga nið. Það er fagurt útsýnið úr stofu- glugganum í Gröf út yfir fjörðinn, sem oft reyndist eins konar gull- kista_í lífsbaráttu fólksins í þorp- inu. í þeirri mynd skipar fólkið í Gröf veglegan sess og frá þessum stað kýs ég að kveðja þessa látnu vinkonu mína um leið og ég þakka henni trölltrygga vináttu frá fyrstu tíð. Við Anna sendum Birni Þór og vandamönnum öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Nönnu Þor- steinsdóttur. Guðmundur Magnússon. Wolfgang og Stefán, voru býsna duglegir og skemmtilegir, annar skaraði fram úr í öllu bóknámi, hinn í tónlist og hún horfði á bónda sinn, dr. Heinz Edel- stein, byggja_ upp tón- listarnám á íslandi og hlustaði á hann æfa sig og spila Bach-svíturnar á cellóið á kvöldin. Vin- um sona hennar þótti gaman að koma í heim- sókn á heimili hennar. Þar var allt svolítið öðruvísi en annars stað- ar í hverfinu, smákökurnar með öðru bragði og þverskorin ýsan ekki bara með kartöflum og bræddri feiti, heldur böðuð í úthugsuðum krydd- sósum úr íslenskum grösum svo jafnvel matvöndum krökkum þótti soðningin þar herramanns matur. Charlotte Edelstein var skarpgáf- uð kona. Hún var doktor í hagfræði þegar hún kom til íslands en fékk hér í fámenninu aldrei verkefni í fagi sínu. Hún lærði aftur á móti að tala íslensku prýðisvel, mælti hana lágróma, hægt og settlega, sagði aldrei mikið heldur eitthvað skemmtilega skynsamlegt í fáum setningum. Hún reyndist mörgum skussanum í þýsku svo góður þýsku- kennari fyrir próf að menn voru unnvörpum staðnir að því að fá ágætiseinkunn í þýsku fyrir atorku hennar. Lotte Edelstein sinnti velferð drengjanna sinna af festu á íslandi í fimm ár eftir að styijöldinni lauk, en mikið held ég að hana hafi lang- að suður. Það stóðst á endum að þegar þeir höfðu lokið framhalds- skólanámi sínu hér og voru flognir til að sérhæfa sig hvor í sinni grein í útlöndum þá var hún tilbúin að hverfa aftur til grænna heimahag- anna í Freiburg í Svartaskógi í Þýskalandi. Mér finnst alltaf að henni hljóti að hafa verið svo kalt hér á hjarninu á þessum erfiðu árum. Aldrei talaði hún þó við okkur, ís- lenska góða kunningja, um þá nánu vandamenn og vini sem ekkert spurðist til eftir að þessari voðalegu heimsstyijöld Iauk. ÖIl vitum við samt hvað gerðist. Það var aðal Charlottu Edelstein að dylja sig bak við þögnina. En hún kom aftur til íslands. Margar ferðir. Við ný kynni fann hún töfra ljóssins á íslandi, leik þess við náttúruna og yndi lággróðursins. I Þýskalandi varði hún reynsluríkri ævi sinni í heilan aldarfjórðung við að , þýða fágæta vel íslenskar bók- menntir. Hún þýddi Halldór Laxness (Nýja ísland) og fjöldann allan af íslenskum smásögum eftir ýmsa höfunda en margar þeirra er að finna í: vinsælli bók hennar „Besonnte Gletscher“, sem þýða þætti „Sólglæstir jöklar“. Þá gerði hún ótal útvarpsþætti um bókmenntir og sögu íslands til sæmdar því' landi sem fóstraði hana og fjölskyldu hennar þegar fokið var í flest skjól. Það efni mæltist svo vel fyrir að það var tekið upp í þýskum skólum og þýskir skólanemendur urðu og eru enn nokkuð vel að sér um ýmsa kappa íslenska fyrr og nú, eins og Sæmund fróða og góðhetjur nútím- ans. Þau hjón Charlotte Edelstein, hús- freyja í vesturbænum í Reykjavík í hálfan annan áratug og Heinz Edel- stein, brautryðjandi í tónlistar- kennslu og tónlistariðkun, skildu eftir sig arf á íslandi með því að færa hingað heimsmenningu. Þau skildu einnig eftir sig arf í tveim sonum sem hafa unnið íslandi mikið og gagnlegt starf, í barnabörnum sem eru sérstök og gjöful á hæfi- Ieika sína hvert með sínum hætti. Hún dáði mjög barnabörn sín. Við Islendingar þökkum fyrir okk- ur við gagnkvæmt vinarþel. Veri hún velkomin heim til okkar aftur, en Charlotte Edelstein kaus að hvíla á íslandi. Vigdís Finnbogadóttir. CHARLOTTE EDELSTEIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.