Morgunblaðið - 13.09.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 33
viðbyggingu bak við húsið. Eða þeg-
ar Siggi keypti bílinn. Þegar ég
horfi til baka finnst mér þau hjónin
hafa verið sérlega áræðin miðað við
tíðarandann meðal sjómanna og
verkafólks á þessum árum.
í minningunni var húsið þeirra á
Hrannargötu 8 stórt en annað kom
í ljós þegar þau lánuðu mér húsið
í nokkra daga fyrir 15 árum, þá
flutt að Torfalæk. Þetta var dúkku-
hús og íveruherbergin undursmá.
Ég átti þar góðar stundir og fannst
ég finna nálægð genginnar kynslóð-
ar í fábrotnum aðbúnaði heimilisins.
Bernskuminningar sækja á. Á
sunnudögum fóru prúðbúin börn og
uppáklæddir foreldrar í gönguferð
og heimsókn til móðursystra, ína
og mamma ávallt á íslenskum bún-
ingi. Minningarnar lifa um glaðvær-
ar umræður í eldhúsi mömmu þar
sem ína var hrókur alls fagnaðar.
Alltaf var komið við hjá okkur sem
bjuggum í hjarta bæjarins þegar
búið var að sinna nauðsynjum.
Hversu dýrlegar voru þessar
æskustundir, hlýjan, viðmótið, ást-
úðin og þetta sérstaka að ijölskyld-
an deildi öllu með sér. Sorgir og
gleði voru þeirra allra.
Á efri árum fluttu ína og Siggi
að Torfalæk, þar sem þau bjuggu í
öðru dúkkuhúsi, í skjóli einkadóttur
sinnar. Við systkinin dáðumst að
því hve vel Ella og Jóhannes bjuggu
að foreldrum hennar. Áreiðanlega
hafa verið erfiðleikar, bæði meðan
Siggi háði sitt veikindastríð og eins
í vetur þegar heilsa frænku fór að
bila.
Það var reyndar einkennandi fyr-
ir ínu frænku að hún var alltaf með
hugann við heilsufar Sigga og því
kom það öllum á óvart um árið þeg-
ar hún sjálf var flutt fársjúk með
magasár á sjúkrahús. Um sína líðan
bar hún sig ekki upp við aðra.
Það var gaman að koma við á
Torfalæk og þar var ættingjum
fagnað. Siggi var rammpólitískur,
jafnaðarmaður eins og þeir gerast
bestir. Hann færðist allur í aukana
þegar hann fékk tækifæri til að
koma viðhorfum sínum til skila
„beint til forystunnar". ína lagði
gjarnan orð í belg og hafði sína
skoðun á hlutum. Hún hló dátt að
ákefð bónda síns og sagði að nú lík-
aði honum lífið. Allar minningar um
þessa frænku eru umvafðar glað-
værð hennar.
ína og Siggi nutu mikillar um-
hyggju á Torfalæk, ekki síst ína
eftir að Siggi var fallinn frá. _En
hugurinn leitaði alltaf heim á ísa-
fjörð. Eftir að þau keyptu íbúð á
Hlíf voru þau eins og vorfuglarnir.
Og engu minni var óþreyja Inu eft-
ir að hún varð ein. Það var unun
að sjá hve börnin þeirra lögðu sig
fram við að aðstoða þau. Oft var
ekið með þau vestur, eða þeim fylgt
í flugi alla leið.
Það var móðursystrunum mikill
missir þegar Hulda systir féll frá
því hún var þeim mjög náin. Hún
var líka mikilsverður tengill okkar
systkinanna við frænkurnar.
Þrátt fyrir heilsuleysi Inu síðast-
liðinn vetur mátti hún ekki til ann-
ars hugsa en að komast heim á ísa-
fjörð í vor og þrátt fyrir áhyggjur
vildu börnin hennar gefa henni enn
eitt sumar heima. En nú var frænka
farin að hafa orð á að mál væri _að
kveðja, dagur væri að kveldi. Ég
er sannfærð um að hún kaus sjálf
að fara nú áður en haustar að á ný.
Við minnumst visku, glaðværðar,
ástar og umhyggju ínu frænku. Hún
var mikil mannkostamanneskja.
Nú eru þau öll farin, systkinin frá
Sléttu, nema Fanney. Það er erfitt
fyrir Fanneyju að sjá á bak þeim
öllum. Við hin finnum til virðingar
og þakklætis í garð kynslóðar sem
er að hverfa á braut. Ég kveð
frænku mína úr fjarlægð, en hefði
viljað fylgja henni hinsta spölinn.
Elsku Ella, Bíi, Diddi og Þórar-
inn. Við Sverrir vottum ykkur inni-
lega samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing mætrar frænku.
Rannveig Guðmundsdóttir.
• Fleiri minningargreinnr um
Þorvaldín uAgnborguJónasdóttur
bíða birtingar ogmunu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
FRIEDE PÁLSDÓTTIR BRIEM,
Bergstaðastræti 69,
lést föstudaginn 12. september.
F.h. aðstandenda,
Eggert Ásgeirsson, Sigríður Dagbjartsdóttir,
Páll Ásgeirsson, Lára Ingólfsdóttir.
+ ÆPa" '
T
Ástkær eiginkona mín,
SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR, iL,**-*. JSs
lést á Hrafnistu, Reykjavík, þann 30. ágúst sl. m ^0*- ■ ^
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar i m
látnu. ím
Fyrir hönd barna og barnabarna, w jm
Björgvin Gestsson.
Ástkær eiginmaður minn,
HELGILÁRUSSON,
frá Krossnesi,
Eyrarsveit,
Brekkustíg 35B,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
lO.september.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna
og
systkina hins látna,
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
BERGÞÓRU M. HARALDSDÓTTUR
frá Tjörnum,
Vestur-Eyjafjöllum,
Tunguseli 1, Reykjavík,
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 6A,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Sigurður E. Þorsteinsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Gunnar Andrésson,
Hólmfríður Lára Þorsteinsdóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Paul Erik Jensen,
Haraldur Þorsteinsson, Hulda Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við minningar-
athöfn um föður okkar, tengdaföður og afa,
STEFÁN HELGA BJARNASON,
sem fórst með Margrétinni SH 196 15. júlí
síðastliðinn.
Sigríður Jakobína Stefánsdóttir, Sigurjón Magnússon,
Eivar Stefánsson, Elín Þóra Stefánsdóttir,
Arnar Bjarni Stefánsson, Heiða Jóna Hauksdóttir,
Ingigerður Maggý Stefánsdóttir, Þór Björnsson,
Fjalar Vagn Stefánsson, Ragna Dam,
Dagný Ása Stefánsdóttir
og barnabörn.
Lilja S. Jónasdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
HELGI GÍSLASON,
Hornbrekku.
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag,
laugardaginn 13. september, kl. 14.00.
Sigríður Ingimundardóttir,
Gíslína Helgadóttir, Ingimar Antonsson,
Sigurður Helgason, Ágústa Pétursdóttir,
Hannes Helgason, María Jónsdóttir,
Ingimundur Helgason, Arndís Friðriksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafabarn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
STEFÁNS G. GUÐLAUGSONAR
húsasmíðameistara,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ.
Guð blessi ykkur öll.
Arndís Magnúsdóttir,
Jóhanna Hauksdóttir, Örlygur Örn Oddgeirsson,
Magnús Stefánsson, Elín Eyjólfsdóttir,
Guðlaugur Stefánsson, Kristjana Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU JÚLÍUSDÓTTUR
frá Hvassafelli f Eyjafirði,
Ránargötu 20,
Akureyri,
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga-
deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og deildar C dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri.
Elsa Guðmundsdóttir, Rafn Hjartarson,
Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson,
Vilhelm Guðmundsson, Rannveig Alfreðsdóttir,
Freyja Guðmundsdóttir, Tryggvi Harðarson,
Sigurður Guðmundsson, Sigurrós Guðjónsdóttir,
Pálmi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar,
KARÍTASAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Lynghaga 12.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
LILJU S. SCHOPKA,
Droplaugarstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Drop-
laugarstaða fyrir frábæra umönnun,
Lilja A.K. Schopka,
Sverrir Schopka, Margrét Schopka,
Ragnhildur M. Cate, William Cate,
Ottó Schopka, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir,
Sigfús Schopka, Helga Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhiug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
AÐALHEIÐAR G. ANDREASEN,
Selfossi,
sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima Sel-
fossi,
Fjóla Hildiþórsdóttir, Sigurður Sighvatsson,
Anna Hildiþórsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
Guðni Andreasen, Björg Óskarsdóttir,
Ásta Andreasen, Grétar Arnþórsson.