Morgunblaðið - 13.09.1997, Side 40
' 40 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
Guðspjall dagsins:
Sonur ekkjunnar í Nain.
(Lúk. 7.)
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson, Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Organleikari Bjarni Jónatansson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10.15.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Organisti Hörður Áskelsson.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Jóna Kristín Bjarnadóttir og Jó-
hanna Thorsteinsson syngja tví-
söng. Organisti Pavel Manasek.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Sr.
Gylfi Jónsson messar. Valgerður
Guðrún Guðnadóttir syngur ein-
söng. Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sögustund fyrir börnin.
Félagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja. Organisti Gunnar Gunnars-
son. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór
Laugarneskirkju ásamt einsöngv-
urum syngur. Djasskvartett leikur
frá kl. 20 undir stjórn Gunnars
Gunnarssonar. Jón Dalbú Hró-
bjartsson.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Halldór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Organisti Viera Manasek.
Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs-
þjónustga kl. 14. Barnastarf á
sama tíma. Veitingar eftir messu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son. Jasstónverk koma í staðinn
fyrir hefðbundinn orgelleik og kór-
söng. Tónlistarflutningur er í hönd-
um Egils Ólafssonar og tríó Björns
Thoroddsens. Allir hjartanlega vel-
komnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Samkoma ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti Hörður Braga-
son. Vigfús Þór Árnason.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Sr. Hjörtur Hjartarson
predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Kristjáni Einari Þorvarð-
arsyni. Kór Hjallakirkju syngur.
Organisti Oddný Jóna Þorsteins-
dóttir. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. „Frumbyggjamessa".
Allir eru hjartanlega velkomnir. En
sérstaklega er vænst þátttöku
frumbyggja Kópavogs og þeirra
sem lengi hafa búið í bænum.
Samvera í félagsheimili Kópavogs
eftir messu. Þar munu ömmurnar
.syngja og kaffi verður selt vægu
verði. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir
predikar. Organisti Ólafur W.
Finnsson. Sóknarprestur.
Fríkirkjan
í Reykjavík
FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Á
morgun kl. 17 almenn fagnaðar-
samkoma fyrir kristniboðana
Benedikt Jasonarson og Margréti
Hróbjartsdóttur. Kjartan Jónsson
talar. Barna- og unglingasamverur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf-
ía: Almenn samkoma kl. 16.30.
(Ath. breyttan samkomutíma).
Ræðumaður Dögg Harðardóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11.
Samkoma kl. 20. Allir velkomnir.
MESSÍAS-FRI'KIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl.
20. Altarisganga öll sunnudags-
kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess-
ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20
(á ensku). Laugardaga og virka
daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa
sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar-
dag og virka daga messa kl. 7.15.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Messa
virka daga og laugardaga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavik:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al-
menn samkoma kl. 11. Ræðumað-
ur Ásmundur Magnússon. Fyrir-
bænaþjónusta/bænaklútar. Allir
hjartanlega velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna-
stund sunnudag kl. 19.30. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20. Karina og
Erik Petersen stjórna og tala.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almenn-
an safnaðarsöng. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Guðrún Þórarins-
dóttir leikur á víólu. Hans Markús
Árnason.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Börn borin til skírnar.
Kór kirkjunnar leiðir almennan
safnaðarsöng. Kórstjóri John
Speight. Organisti Þorvaldur
Björnsson. Hans Markús Árnason.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Arnfríður
Guðmundsdóttir. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11.00. í upphafi ferm-
ingarstarfs. Sr. Þórhildur Ólafs og
sr.Gunnþór Ingason þjóna fyrir alt-
ari. Sr. Þórhallur Heimisson pred-
ikar. Vænst er þátttöku fermingar-
barna og foreldra þeirra.
Kirkjubækur afhentar í kaffi í safn-
aðarheimilinu eftir stundina. Tón-
listarguðsþjónusta kl. 18.00. Prest-
ur: sr. Þórhildur Ólafs.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Kynningarguðs-
þjónusta og fundur með ferming-
arbörnum og foreldrum kl. 14. Örn
Arnarson og hljómsveit leiða söng.
Einar Jónsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
HOLTSPRESTAKALL í Önundar-
firði: Guðsþjónusta kl. 14. Barn
borið til skírnar. Organisti Brynjólf-
ur Árnason, Vöðlum. Sr. Gunnar
Björnsson.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Börn borin til skírnar.
Fyrirbænir. Organisti Ester Ólafs-
dóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Væntanleg fermingarbörn
og foreldrar þeirra eru hvött til að
koma og fermingarstörfin verða
kynnt í lok guðsþjónustu. Organ-
isti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
GARÐVANGUR: Dvalarheimili
aldraðra í Garði. Helgistund kl.
15.30. Kirkjukór Hvalsneskirkju
syngur. Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
ÍPAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Heimaumönnun
barna
FYRIR hönd mikils fjölda
ungra kvenna og bama
fer ég þess eindregið á
leit við ráðamenn að ung
kona sem vill frekar vera
heima hjá barni sínu eða
börnum en við vinnu utan
heimilis, geti sótt um og
fengið lán, hliðstætt lán-
um sem námsmenn fá
og með svipuðum endur-
greiðslukjörum.
Ég hafna hugmynd-
inni um að feður gangi
inn í fæðingarorlof móð-
ur þannig að hún víki af
heimili. Vita menn að lík-
ami konu er eitt til tvö
ár að ná sér eftir barns-
burð.
Rannveig
Tryggvadóttir.
Tapað/fundið
Pro-style hjól
týndist
SVART Pro-style 3000
fjallahjól hvarf um dag-
inn frá heimili mínu Sel-
vogsgrunni 12. Þeir sem
geta gefið upplýsingar
um hjólið geta hringt í
Jóa í síma 568-2453.
Fundarlaunum heitið.
Hlaupahjól týndist
HLAUPAHJÓL, svart
með röndum, hvarf frá
Brúnastekk 4, Breiðholti,
aðfaranótt 31. ágúst.
Hjólsins er sárt saknað.
Þeir sem hafa orðið varir
við hjólið vinsamlega
hringi í síma 557-4157.
Myndavél týndist
PANASONIC mini-
myndavél týndist í
Kaldalóni við Isafjarðar-
djúp 20. júlí. Þeir sem
hafa orðið varir við
myndavélina hafí sam-
band í síma 554-1937.
Leðurlyklaveski
týndist
DÖKKBRÚNT leður-
lyklaveski tapaðist sl.
mánudag í vesturbæn-
um. Skilvís fínnandi vin-
samlega hringi í síma
551-2929.
Dýrahald
Tómasína er týnd
ÞESSI kisa týndist úr
Skipasundi 20. ágúst en
sást síðast í Vogahverfí.
Hún er steingrá með
hvítan blett í andliti, hvít-
ar loppur og hvíta
bringu. Hún var með
bleika ól og merkt Tóm-
asína. Hennar er sárt
saknað og því bið ég fólk
sem býr í grenndinni að
líta í kringum sig.
Finnandi hringi í síma
557-6367.
Kettlingur
fæst gefins
SVÖRT og hvít, 6 mán-
aða læða, fæst gefins.
Uppl. í síma 567-0824
eftir kl. 17.
Sandra er týnd!
SANDRA er 3ja ára læða
sem hvarf frá Hjarðart-
úni 12 í Ólafsvík 3. sept-
ember, þar sem hún var
í pössun. Hún er gráb-
röndótt og hvít. Hún var
með appelsínugula ól og
eymamerkt R6161. Þeir
sem hafa orðið varir við
hana hafí samband í síma
567-6569.
Kettlingar
fást gefins
TVÆR 2ja mánaða
kassavanar læður vantar
gott heimili. Uppl. í síma
557-2106.
BRIDS
Umsjön Guómundur Páll
Arnarson
„MÍN uppáhaldsspil eru þau
þar sem ég get lokkað and-
stæðingana til að veita mér
aðstoð," segir Zia Mahmood
í grein í ítalska bridsblaðinu
og dregur fram skemmtilega
endurminningu:
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ G874
Y ÁG985
♦ 94
♦ 62
Suður
♦ ÁK932
f D104
♦ KIO
♦ K103
Spilið kom upp í rú-
bertubrids og eftir pass
austurs og spaðaopnun suð-
urs, varð Zia sagnhafi í fjór-
um spöðum. Útspil vesturs
var smár tígull upp á ás
austurs, sem spilaði meiri
tígli. Gefum nú Zia orðið:
„Ég tók ÁK í spaða, báð-
ir með, og austur kom með
D10. Góð byrjun. Hættan
er auðvitað sú að gefa slag
á hjarta og tvo á lauf í við-
bót við tígulásinn. Ef ég get
fríað hjörtun til að henda
laufum, er þetta í lagi, og
vestur má alveg fá á hjarta-
kónginn, því hann gerir
ekkert illt af sér í laufinu. 4
Ég spila því hjartadrottn- "
ingu og tek með ásnum,
sem er smá öryggisráðstöf-
un ef austur skyldi eiga
kónginn blankan. Svo spila
ég lághjarta frá blindum.
Austur hugsar aðeins og
lætur svo lágt og ég fæ
slaginn á tíuna. Eg er um
það bil að spila meira (.
hjarta, en stansa þó til að
fara yfír stöðuna. Austur
er búinn að sýna tígulás, (
spaðadrottningu og hjarta-
kóng. Því getur hann ekki
átt laufásinn, fyrst hann
opnaði ekki. Og spilið er
dæmt til að tapast ef ég
spila hjarta. En hvað annað
get ég gert?
Allt í einu sé ég lausnina:
Ég spila laufkóng. Vestur
tekur á ásinn og svo drottn- (
inguna og í hana set ég <
tíuna! Vestur virðist ekkert .
botna í skiptingunni í láglit- *
unum, hugsar aðeins og
spilar tígli. Trompað í borði,
hjartanu hent heima, hjarta
trompað og blindur stend-
ur:
Norður
♦ G874
f ÁG985
Vestur ♦ 94 ♦ 62 Austur
♦ 65 ♦ DIO
V 73 llllll ▼ K62
♦ D8763 ♦ ÁG52
♦ ÁDG9 ♦ 8754
Suður
♦ ÁK932
f D104
♦ KIO
♦ K103
I
60. Hel - (12 61. Hdl -
Kd3 62. f4 - f6 63. fxg5
— fxg5 64. Kf2 — Bb3 og
hvítur gafst upp.
Teflt er frá kl. 17 á virk-
um dögum og kl. 14 um
helgar. Frí er á mótinu
mánudaginn 15. september,
en þvf lýkur laugardaginn
20. september.
isianas.
Keppni þar
stendur nú yfír
í Alþýðuhúsinu
á Akureyri.
Rúnar Sig-
urpálsson
(2.275) var
með hvítt, en
Sævar
Bjarnason
hafði svart og
átti leik. Hvít-
ur lék síðast
57. Bg2-fl og
ógnaði hvíta
hróknum á d3.
58. - Kd4! 59.
SKÁK
Umsjön Margeir
Pétursson
ÞETTA endatafl kom upp í
landsliðsflokki á Skákþingi
I
i
Bxd3 — exd3 SVARTUR leikur og vinnur
Víkverji skrifar...
AÐ er ótrúlegt hversu misjöfn
þjónusta og viðmót starfs-
manna getur verið milli fyrirtækja
og jafnvel milli einstakra útibúa
sama fyrirtækis. Víkverji er til að
mynda ekki einn um að hafa haft
orð á þvf hversu lipur og þægileg
þjónusta Pósts og síma í útibúi fyr-
irtækisins í Kringlunni er.
Starfsmenn líta greinilega á það
sem hlutverk sitt að koma til móts
við þarfir viðskiptavinanna og eru
sífellt boðnir og búnir til að veita
ráðgjöf og aðstoð.
Á hinn bóginn hefur Víkvetji
ávallt lent í hinum mestu hremm-
ingum er hann hefur orðið að eiga
samskipti við tollpóststöðina í Ar-
múla. Það starfslið er orðið hefur
á vegi Víkvetja virðist líta á það
sem hlutverk sitt að gera þeim er
leita þurfa á náðir þessarar stofnun-
ar lífíð leitt ef þess er einhver kost-
ur. Enginn vilji virðist vera til að
sýna liðlegheit og greiða úr vanda
fólks og viðmót er starsfmanna í
besta falli önugt og í versta falli
hreinlega dónalegt. Víkverji hefur
heyrt ljótar sögur úr mörgum áttum
af samskiptum fólks við tollpóst-
stofuna og á það jafnt við um ein-
staklinga sem starfsmenn fyrir-
tækja í t.d. innflutningi. Vinkona
Víkveija lenti meira að segja í því
um daginn að starfskona póststof-
unnar skellti á hana er hún leitaði
upplýsinga um hvar ákveðið toll-
skjal væri statt í kerfinu.
xxx
EINHVERJAR aðgerðir verða
að fylgja lokun austurenda
Hafnarstrætis, eigi þessi gamla
gata ekki að veslast endanlega upp
og deyja. Vesturhluti götunnar er
orðinn eins og steinsteypugjá, þar
sem gömul hús hafa ýmist verið
svipt sérkennum sínum og breytt í
gráar bankastofnanir, eða þá rifin
og gráar bankastofnanir byggðar í
staðinn. Vesturendinn er í niður-
níðslu og langt síðan nokkuð hefur
verið gert fyrir þau merkilegu,
gömlu hús, sem þar standa. Lokun
götunnar býður þeirri hættu heim
að Hafnarstræti verði subbuleg
botngata, þar sem enginn vill koma.
En með því að fegra umhverfið,
gera upp gömul hús, steinleggja
upp á nýtt og breyta austurendan-
um í áhugaverða göngugötu með
verzlunum og kaffihúsum (ekki
fleiri 500 manna bjórkjallara, takk!)
mætti aftur gera Hafnarstræti að
lifandi hluta miðbæjarins.
XXX
*
IFRÉTT í Morgunblaðinu í gær
kemur fram að skrúfublöð flug-
vélar tveggja erlendra flugkappa
hafi skemmzt á Reykjavíkurflug-
velli „vegna þess að vélin fór ofan
í holu sem þar er í malbikinu." Er
þetta viðunandi ástand á flugvellin-
um, sem er miðstöð innanlandsflugs
á íslandi? Flugmenn segja Reykja-
víkurflugvöll hreinlega orðinn
hættulegan vegna viðhaldsleysis.