Morgunblaðið - 26.09.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
SKÓLASTJÓRAR hvetja yngri sem eldri nemendur til að nota
hjálma og leggja hjólum sínum þegar líður að vetri.
Skólastjórar í Reykjavík um umferðarfræðslu
Sameiginlegt verkefni
foreldra og skóla
SLYS á hjólandi börnum og ungling-
um síðustu daga hafa orðið sk’óla-
mönnum nokkurt áhyggjuefni og
þannig sá skólastjóri Foldaskóla
ástæðu til að senda foreldrum og
nemendum áminningu um að nota
hjálma. Nokkrir skólastjórar í
Reykjavík sem rætt var við voru
almennt á því að efla þyrfti umferð-
arfræðsiuna og samræma enn betur
aðgerðir þeirra mörgu sem sinna
henni til að gera hana eins mark-
vissa og kostur væri.
Ragnar Gíslason, skólastjóri
Foldaskóla, sagði að ákveðið hefði
verið að bregðast við slysum undan-
farið með því að senda börnum og
foreldrum áminningu og hvatningu
þess efnis að allir leggist á eitt til
að forðast umferðarslys meðal skóla-
barna. í bréfmu er hvatt til þess að
allir virði umferðarreglur, að reiðhjól
séu eingöngu notuð við bestu að-
stæður, ekki í dimmviðri og ekki á
þungum umferðargötum og að reið-
hjólamenn noti ávallt hjálm. Ragnar
kvaðst einnig hafa mælt með því í
bréfínu að nemendur færu brátt að
leggja hjólum sínum fyrir veturinn.
„Við getum lítið annað gert, fyrir
utan hefðbundna umferðarfræðslu,
en biðja um þessa umræðu bæði
heima og í skólum og reyna að fá
fram átak með stuðningi fjölmiðla,"
sagði Ragnar.
Umferðarmál
stundum útundan
Árni Magnússon, skólastjóri
Hlíðaskóla, segir að trúlega sé um-
ferðarfræðslan of lítil í skólunum en
hún verði alltaf að vera sameiginlegt
FULLORÐNIR reiðhjólamenn
nota iðulega hjálma, ekW síst
útlendingar sem hér eru á ferð.
verkefni foreldra og skóla. Segir
hann umferðarmálin stundum verða
dálítið útundan í skólum. Best væri
að foreldrar sæju um fræðsluna með
öllu öðru uppeldi, að börnin fengju
hana með móðurmjóikinni, en hún
þurfi einnig að fara fram í skólum.
„Kennarar fjalla oft um umferðar-
mál, fá nemendur til að vinna verk-
efni og lögreglan og fleiri koma
reglulega í heimsókn, þannig að það
er ýmislegt gert en mætti vera
meira,“ sagði Árni. Hann sagði
hjálmanotkun hafa aukist en hún
minnkaði hjá eldri börnunum og því
þyrfti að fylgja því betur eftir að
þau notuðu hjáimana áfram. Sagði
hann yngri börn oft með reglur á
hreinu en eldri börnin færu kannski
stundum á svig við þær. „Það er
mjög sterkt að fá lögreglu í heim-
sókn og það væri gott ef hægt væri
að hafa enn meiri samyinnu lög-
reglu, skóla og foreldra." Árni sagð-
ist hafa í hyggju að ræða nánar við
Guðmund Þorsteinsson, námsstjóra
í umferðarfræðslu í skólum, hvort
fyrirhugað væri eða mögulegt að
taka þessi mál upp af meiri krafti.
Nýta námskynningar og
haustfagnað til fræðslu
Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri
Breiðholtsskóla, segir að tækifærið
verði notað á námskynningum fyrir
foreldra sem nú fari í hönd, til að
minnast á umferðaröryggismál. Það
verði einnig gert næstkomandi laug-
ardag á árlegum haustfagnaði for-
eldrafélags skólans en þangað er
m.a. von á lögreglumönnum í heim-
sókn sem dreifa munu upplýsingum
um hjálmanotkun. í þriðja lagi segir
Ragnar að lögð verði rík áhersla á
við yngstu börnin að nota reiðhjóla-
hjálma. „Við nýtum okkur það að
við hittum stóran hóp fólks á þessum
námskynningum og reynum þar að
vekja fólk til meðvitundar og ætlun-
in er einnig að höfða sérstaklega til
barnanna," segir skólastjórinn enn-
fremur. „Síðan erum við með val í
10. bekk sem heitir umferðarfræðsla
og hefur góður helmingur af 42
nemendum árgangsins skráð sig í
það,“ sagði skólastjórinn, en þar er
um að ræða tvær kennslustundir í
viku þar sem frætt verður vítt og
breitt um umferðarmál.
60% fullorðmna nota ekki hjálm við hjólreiðar
Karlar nota frekar örvggishjálma
60% fullorðins hjólreiðafólks not-
ar ekki hlífðarhjálma, samkvæmt
könnun sem Slysavrnafélag Is-
lands gerði á götum borgarinnar
á mánudag. Konur nota hjálm
mun síður en karlar og Herdís
Storgaard, barnaslysavarnafull-
trúi S VFí, segir að það séu eink-
um yngri konur og eldri karlar
sem hjóla án þess að nota hjálm.
Þá virði fullorðnir hjólreiðamenn
illa umferðarreglur.
Könnunin náði til 146 hjóireiða-
manna, 88 karlmanna og 58
kvenna. Samtals voru 58 eða um
40% með hjálm en 88, um 60%,
án hjálms. Herdís segir að þetta
sé 8% aukning á notkun hjálma
frá svipaðri könnun á síðasta ári,
þegar 32% hjólreiðamanna reynd-
ust nota hjálma.
Könnunin leiddi í ljós áberandi
kynjamun. Um 48% karla, eða 42
hjólreiðamenn, en aðeins um 28%
kvenna, þ.e. 16 hjólreiðakonur,
höfðu hjálm á höfði. 72% kvenn-
anna og 52% karlanna voru því
hjálmlaus.
„Þetta er alþjóðlegt vandamál
og kannanir sýna alls staðar svip-
aðan mun,“ segir Herdís um
kynjamuninn og segir að konur
séu taldar viðkvæmari fyrir útlit-
inu og telji hjálmana spilla því.
Hún segir einnig að ungir karl-
menn hafi verið áberandi vel út-
búnir við hjólreiðar og með alls
kyns öryggisbúnað. Sama eigi við
um konur um og yfir miðjan ald-
ur. Ungar konur og eins eldri
karlar noti hins vegar fáar hjálma
og eldri karlar alls ekki.
Herdís segir einnig greinilegt
að mjög margir hjólreiðamenn
hafi ekki virt umferðarreglur,
einkum hafi margir ekið yfir gat-
namótá rauðu ljósi. Þá hafi ljósa-
búnaði og notkun endurskins ver-
ið áfátt hjá mörgum.
Næstkomandi miðvikudag, 1.
október, gengur í gildi reglugerð
sem skyldar börn yngri en 15 ára
til þess að nota hlífðarhjálm við
hjólreiðar.
Kristin trú á mörkum árþúsunda
Jesús er
lykillinn að ver-
aldarsögnnni
Aidan IMichols
UM SÍÐUSTU helgi
var haldin kaþólsk
ráðstefna í Viðey.
Meðal fyrirlesara var Aidan
Nichols dóminikanaprestur
og háskólakennari í Oxford.
Hann flutti hugleiðingu um
kristna trú á mörkum árþús-
unda. Þar kom meðal annars
fram að páfi hefur farið
þess á leit við kristna menn
að þeir búi sig næstu þijú
árin undir að tvö þúsund ár
eru liðin frá fæðingu frels-
arans.
- Hversvegna eiga
kristnir menn að undirbúa
sig undir nýtt árþúsund?
, „Tilgangurinn er að sýna
fram á trú kirkjunnar á Guð
í heilagri þrenningu, vonina
á hann og kærleika hennar
til hans. Fyrsta árið er til-
einkað Jesú Kristi. Kaþólsk-
ir eru beðnir að dýpka skilning á
frelsaranum og auka þekkingu á
ritningunni. Þeir eru beðnir að
láta í ljós þakklæti fyrir náðargjöf
skímarinnar. Árið 1997 er ár trú-
arinnar. Árið 1998 er ár vonarinn-
ar. Það er tileinkað heilögum
anda. Kristnir menn eru beðnir
að halda fast við traust sitt á
heilögum andá, treysta á mátt
hans við boðun fagnaðarerindis
og glæða væntingar um dásam-
legan endi sögunnar. Þriðja árið,
þ.e. 1999, er ár mannkærleika.
Það er tileinkað föðurnum og all-
ir kristnir menn eru beðnir að lifa
lífí sínu af meiri innileika. Þeir
eru beðnir að dýpka leit að trúnni
og skuldbinda sig til að vera hin
kristna sál í siðmenningunni sem
nú á tímum er í kreppu vegna
skorts á skýrum siðferðisreglum."
- Er vestræn siðmenning á
krossgötum?
„Það má deila um það en nýtt
árþúsund er góður tími til að
birgja sig upp af menningarlegri
auðlegð í því skyni að efla kirkj-
una á vitsmunalegum, andlegum
og siðferðilegum sviðum. Hvað
snertir ísland koma mér í hug
mikilvægi laga. Mikilvægi þess
næma skilnings sem guðspjallið
annaðhvort staðfesti eða innleiddi
í íslenska menningu. Réttlátar
leikreglur endurspegla nokkuð af
huga Guðs. Það var því ekki að
ástæðulausu að lögsögumennirnir
stjórnuðu hér á þjóðveldisöld. Mér
dettur einnig í hug það hlutverk
sem gleðskapur og veisluhöld
gegndu í fornum norrænum goð-
sögum. Hin dreifða byggð íslands
og þörfin á tilbreytingu vegna
erfiðs veðurs varð kannski til
þess að slíkir lífshætt-
ir gáfu mönnum betri
sýn á heimsslitafræði
kristinna manna þar
sem himnaríki er séð
sem veisla. Að lokum
verður það ljóst að saga heims er
í meginatriðum gleðileikur. Hún
hefur góðan endi. Fornsögurnar
eru ómetanlegt framlag Islands
til heimsbókmenntanna. Lykillinn
að öllum veruleika er sagan af
Kristi. Þegar Eilífur Guðrúnarson
í Snorra Eddu fer að tilbiðja Krist
í stað Þórs er sá fyrrnefndi lofað-
ur sem „rammur konungur Róm-
ar“.
- Fyrirlestri þínum var skipt
í þrennt, holdtekju, endurkomu
Krists ogendalok heimsins. Hvers
vegna?
„Jesús Kristur er tenging tíma
og eilífðar. Það er ekki hægt að
skilja merkingu tímans með því
að líta til tímans sjálfs. Tíminn
► Aidan Nichols er fæddur í
Englandi árið 1948. Hann nam
sagnfræði og guðfræði og er
dóminíkanaprestur. Hann
starfaði í eitt ár sem dóminík-
anaprestur í Noregi. Aidan
Nichols hefur gefið út tuttugu
bækur um guðfræði. Hann hef-
ur kennt guðfræði í Róm en
kennir nú guðfræði við Oxford
háskólann í Englandi.
er stöðug hreyfing frá gærdegi
til morgundagsins. Við tökum
þátt í hreyfingunni með slíkum
hætti að allur skilningur er af-
stæður. Tilraun til að skilja þýð-
ingu tímans takmarkast of mikið
við eigin aðstæður og tilhugsun
um velgengni. Jesús er lykillinn
að veraldarsögunni. Hann er hið
eilífa sem samlagast tímanum og
hefur keypt aftur dagana með
frelsandi holdtekju sinni, dauða
og upprisu. “
- Hvaða hagnýtan lærdóm má
draga af þessum hugleiðingum
um holdtekjuna?
„Jóhannes Páll II páfi hefur
hvatt okkur til að þróa með okkur
áætlun fyrir hina almennu kirkju
í sambandi við hugmyndina um
fagnaðarár. í páfabréfi sínu
Tertio Millenio Adveniente segir
páfi að staðfesting trúar okkar
feli í sér að viðhalda eilífri von
og siðferðislega hvatningu að
tendra á ný mannkærleika.
Hann vill að kristnir menn
meti merkingu tímans, einkum
tímans sem birtist í persónulegu
lífi þeirra. Okkur er bent á að
íhuga á djúpan hátt fyrirætlun
föðurins eins og hún er opinberuð
í syninum. Síðan er okkur ráðlagt
að haga athöfnum
okkar í samræmi við
það. Móðir Theresa er
í raun fyrirmynd þess
sem páfi er að tala um.
Hún bar skilyrðislausa
virðingu fyrir náunga sínum og
þjónaði þeim sem minna mega sín
af kærleik.
- Hvers vegna eru veraldarslit
hugleidd við árþúsundalok?
„Það er eðlilegt þegar hugsað
er til komu Drottins i veraldarsög-
una og endurkomu, til að full-
komna tilgang Guðs með tíman-
um. Við erum að fagna komu
Krists sem mun að lokum upp-
fylla alla hluti. Tíminn streymir
áfram í átt að þessu markmiði.
Það ætti að endingu ekki að koma
á óvart að hann muni við lok
daga kunngjöra sig fyrir það sem
hann er. Þá mun fortjaldið rifna
og það birtast sem hingað til hef-
ur verið hulið.“
Móðir
Theresa er
fyrirmynd