Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 9 Hiti og úrkoma í Skaftafelli Þjóðvegur eitt rofinn RJÚFA varð þjóðveg eitt við Freys- nes aðfaranótt fímmtudags vegna vatnavaxta í Skrámu. Við Gígju gaf sig varnargarður sem veija átti nýtt brúarstæði yfir ána. Að sögn Reynis Gunnarssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar, var þjóðveginum lokað um kl. 2 aðfaranótt fimmtudags vegna mik- illa vatnavaxta en mikil úrkoma var þá á þessum slóðum, heitt í veðri og snjóbráð af jökli með þeim afleið- ingum að Skráma, sem að öllu jöfnu er lækur, varð að á. Var vatn farið að renna í átt að hótelinu og sölu- turni og því var brugðið á það ráð að rjúfa veginn og mynda 15 metra skarð. Um kl. 8.30 í gærmorgun var vegurinn opnaður á ný eftir að gert hafði verið við hann til bráða- birgða. Enn fremur gaf varnargarður við Gígju sig í vatnavöxtunum en þar var verið að undirbúa nýtt brúar- stæði og var búið að veita ánni í annan farveg. í gær var unnið við að beina ánni frá brúarstæðinu á ný. -----♦ ♦ ♦---- Stuðningur frá verkalýðsfélögum á Vestfjörðum „100 þúsund króna múr- inn rofinn“ ísafirði - Verkalýðsfélögin Baldur á ísafirði, Skjöldur á Flateyri, Súg- andi á Súgandafirði, Brynja á Þing- eyri, Verkalýðs- og sjómannafélag Alftfirðinga, Verkalýðsfélag Pat- reksfjarðar og Verkalýðsfélag Hólmavíkur hafa sent frá sér yfir- lýsingu þar sem árangri leikskóla- kennara í nýgerðum kjarasamning- um er fagnað „þar sem þeim tókst að íjúfa 100 þúsund króna múrinn með glæsibrag", eins og segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig: „Leikskólakenn- arar hafa sýnt fram á að hægt er að ná árangri í kjarabaráttu lág- launafólks í átökum við afturhalds- sama atvinnurekendur þegar saman fara órofa samstaða, ódeig forusta og félagsmenn sem eru reiðubúnir að fórna stundarhagsmunum til að ná settu marki.“ Félögin krefjast þess af sveitar- stjórnarmönnum að þeir komi til móts við réttmætar kröfur kennara og stuðli þannig að betri menntun og uppfræðslu æskunnar í landinu. „Kröfur kennara er auðvelt að upp- fylla án þess að sliga gjaldþol íbú- anna. Betri skóli og mannsæmandi laun kennara er óijúfanleg heild. Laun undir 100 þúsund krónurn á mánuði fyrir fulla dagvinnu eru hverri atvinnugrein og þjóðfélaginu í heild til minnkunar," segir í yfir- lýsingunni. -----♦ ♦ ♦---- Hvalfj ar ðar göngin Borhola í gegn SÁ ÁFANGI náðist við gerð Hval- fjarðarganganna í fyrradag að starfsmönnum tókst með svokall- aðri kjarnaborun að bora holu í gegnum berghaftið sem enn skilur göngin að undir firðinum. Um 50 metra haft er eftir á milli jarðganganna en stefnt er að því að sprengja síðasta haftið 3. októ- ber næstkomandi. Starfsmenn voru að vonum mjög ánægðir með hvern- ig til tókst, að sögn Jóhanns Kröy- ers, yfirverkstjóra hjá Fossvirki. FRÉTTIR Lögmannafélagið skýtur máli til áfrýjunarnefndar LOGMANNAFELAG Islands hefur ákveðið að skjóta ákvörðun sam- keppnisráðs, um að félaginu sé óheimilt að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá, til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Lögmannafélagið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að félagið hafi haft þær lögbundnu skyldur í áratugi að úrskurða um hæfilegt endurgjald fyrir störf lög- manna komi upp ágreiningur þar um. Þar segir einnig að vissulega sé það svo að Lögmannafélagi Islands sé ekki heimilt að gefa út leiðbein- andi gjaldskrá, m.a. vegna inn- heimtumála, en síðast var slík skrá gefín út 1992. „Engu að síður telur stjórn LMFÍ sér heimilt þegar hún þarf að gefa álit á því hvað sé hæfilegt endur- gjald í tilvikum sem þessum að líta til þess sem þótti eðlilegt í gjald- skrá 1992 auk þess að miða við önnur „almenn siðferðileg gildi samfélagsins, launakjör og verð- lag“, eins og samkeppnisráð kemst að orði, enda verður fortíðin ekki úrskurðuð ógild,“ segir m.a. í fréttatilkynningu stjórnar Lög- mannafélagsins. Pallíettujakkar hJá~Q$€rafithiUí Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00-18.30, Iaugardaga frá kl. 10.00-15.00. Mikið úrval af herraskóm STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 7.995,- Tegund: 84168 Svart leður í stærðum 40-48 Það er óþarfi að vera feimin(n) með gleraugum frá Sjáðu... Komdu og sjáðu Skór á alla fjölskylduna TILBOÐSBORÐ 1 par kr. 700,- 2 pör kr. 1.000,- 3 pör kr. 1.500,- 4 pör kr. 2.000,- Skómarkaðurinn Suðurveri Brúðarkjólaleiga Katrínar Mijir brúðar- oq samkvŒmiskjólar Utsala 6 eldri kjólum Opið virlta daqa 10-18 Lauqardaqa 10-14 Alfabakka 14 A - Sími 557 6020 - Fax 557 6928 TíSKUVERSLUNIN Smort grImsbæ wbustadaveg Nýjar vörur Köflóttir stakir jakkar. Þykkar leggings, brúnar, svartar. S-L, 44-54. Gott úrval af peysum, fallegir litir. Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-15 • Sími 588 8488 r v Buxur frá kr. 2.490 Peysur frá kr. 2.990 Veiið velkomin - nœg bílastœði vsimepjan AUSTURVERI SlV HÁALEITISBRAUT 68, SÍMI 553 3305 J Laugavegi 4, sími 551 -/elina Nærfatnaður Mikið úrval í öllum stærðum Pottar í Gullnámunni 18. - 24. september 1997: Silfurpottar: Dags. Staður Upphæð kr. 19. sept. Mónakó............................ 189.069 21. sept. Catalína, Kópavogi................. 387.249 21. sept. Rauða Ijónið....................... 129.230 22. sept. Kringlukráin........................ 64.624 22. sept. Ölver............................... 73.855 22. sept. Háspenna, Laugavegi................. 94.883 23. sept. Háspenna, Laugavegi.................214.167 Staða Gullpottsins 25. september kl. 15.15 var 6.190.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Guilpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. YDDA F53.248/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.