Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 19

Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 19 Sæti Kambódíu hjá SÞ autt Lánveitingar frystar Leggja aftur Sup- er Puma SPRUNGUR af völdum málmþreytu hafa fundist í hægri öxultappa í aðalgír- kassa norsku Super Puma- þyrlunnar sem fórst með 12 mönnum fyrir rúmum tveimur vikum. Um tappann flyst afl frá mótor yfir í þyrilblöð. Rannsókn slyssins mun bein- ast að því að leiða orsakir málmþreytubrestanna í ljós. Bili afldrif annars mótors á hann að stöðvast og hinn að taka við en í norsku þyrlunni virðist sem báðir mótorar hafi brugðist. Norskir rannsóknar- aðilar telja að öxulendar hafi gefið sig vegna of mikils álags. Þyrlufyrirtækið Heli- kopter Service hefur kyrrsett eigin Super Puma-þyrlur aft- ur meðan kannað er hvort málmþreyta leynist í gírköss- um þeirra einnig. Töskusprengj- ur týndar? RÚSSNESKA varnarmála- ráðuneytið vísaði því á bug í gær, að svonefndar „kjarn- orkutöskur" hefðu verið fram- leiddar. Með því var ætlunin að reyna að eyða orðrómi þess efnis að töskur af því tagi hefðu týnst. Alexander Lebed, fyrrverandi öryggis- ráðgjafi Borís Jeltsíns forseta, hélt því nýlega fram að rúss- neski herinn vissi ekki lengur hvað orðið hefði af um 100 kjarnorkusprengjum á stærð við ferðatöskur en hver um sig gæti tortímt 100.000 manna byggð. McCartney vill leyfa hass BÍTILLINN Paul McCartney hvatti til þess að hassreyking- ar yrðu leyfðar þar sem fang- elsisrefsing við kannabis- neyslu væri líklegri að hans mati til að gera viðkomandi að glæpamanni en sjálf notk- un fíkniefnisins. Tillaga Sir Pauls féll í grýttan jarðveg hjá breskum heilbrigðisyfir- völdum og samtökum sem vinna að endurhæfingu fíkni- efnasjúklinga. Dómur fellur um Dónárver ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í Haag kvað í gær upp úrskurð sinn í áralangri deilu Ung- veija og Slóvaka um vatns- orkuver á landamærum ríkj- anna í Dóná, sem ríkin tvö fengu dómstólnum að leysa árið 1993. Niðurstaða dóm- stólsins var sú, að báðir aðilar hefðu brotið alþjóðalög. Um- hverfisverndarrök Ungverja, sem þeir höfðu borið fram sem réttlætingu þess að þeir drógu sig út úr samningi um bygg- ingu orkuversins 1990, voru að mati réttarins þungvæg, en það breytti því ekki að þeir hefðu brotið alþjóðalög með því að neita að standa við samninginn, sem var gerð- ur 1977. Slóvakar brutu al- þjóðalög með því að halda byggingu versins samt áfram og stífluðu ána. Phnom Penh. Reuter SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveðið að sæti Kambódíu á alls- heijarþingi samtakanna, sem nú stendur yfir, skuli standa autt. Ákvörðunin er til komin vegna valdabaráttu Ranariddhs prins og Huns Sens en báðir hafa þeir sent ráðinu fulltrúa sem þeir segja lög- gilta fulltrúa landsins. Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn, IMF, ákveðið að fiysta lán- veitingar til Kambódíu. Ákvörðun sjóðsins kemur á versta tíma fyrir kambódísk stjórnvöld en 40% af tekjum þeirra hafa hingað til kom- ið frá útlöndum. Mikill óstöðugleiki hefur verið í landinu frá því að Hun Sen, annar af tveimur forsæt- isráðherrum þess, hrakti sam- stjórnanda sinn, Ranariddh prins, frá völdum í júlí síðastliðnum og gengi gjaldmiðilsins hefur fallið jafnt og þétt. Fundað um inngöngu í ASEAN Ung Hong, fyrsti forsætisráð- herra Kambódíu, fundaði með utanríkisráðherrum Filippseyja, Indónesíu og Tælands í New York á miðvikudag. Utanríkisráðherr- arnir þrír voru fullrúar Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN, en inngöngu Kambódíu í samtökin var frestað eftir að Ranariddh prins var hrakinn frá völdum. Utanríkisráðherra Filippseyja sagði eftir fundinn að þó nokkuð væri í að Kambódía gæti gerst aðili. Til stendur að utanríkisráðherr- arnir þrír hitti Ranariddh prins á næstu dögum þó nákvæm tíma- setning hafi ekki verið ákveðin. Talsmenn alþjóðlegra mannrétt- indastofnana, sem rannsaka ásak- anir á hendur liðsmönnum Huns Sens um mannréttindabrot, sögð- ust í gær hafa fundið lík tveggja hermanna sem að öllum líkindum hafi verið líflátnir af pólitískum ástæðum. Þá kvaðst stjórnarherinn í Kambódíu hafa náð landsvæðum í vesturhluta landsins á sitt vald. Stuðningsmenn Ranariddh prins og rauðu khmeranna, sem haldið hafa landsvæðunum, segjast hins vegar hafa hrundið árásum stjórn- arhersins. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu undanfarna daga og tugir þúsunda flóttamanna flúið yfir landamærin til Tælands. Þessi tafla flýtir fyrir efnahagsbata 25Æ—— i— - ™ 1 ^ við ótreytta ^ri, eða 6 /o. p l0% aukning11 a Urfjanotl®. hér á. “« Wutdeilé íslenskra lyíja. V • SAMTOK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.