Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „Veður ræður akri . . .“ ÞAÐ ER áberandi að veðurfars- lýsingar eru drjúgur þáttur í ís- lenskum annálsskrifum, einkum þó á 16.—19. öld. Frá upphafi ís- lands-byggðar réð veðurfarið lífs- kjörum þjóðarinnar eins og gerðist um alla Evrópu, þar sem landbún- aður var höfuð-atvinnuvegur þjóð- anna allt fram yfir iðnbyltingu á 19. öld. Framleiðslan nægði til lífs- framfæris þegar vel áraði til lands og sjávar, en hrökk ekki til ef hita- stig lækkaði verulega og ísaldar- veðrátta bannaði allar bjargir. Framleiðslugetan hér á landi var svo naum að stundum virtist land þetta vart byggilegt, þjóðinni tókst þó að lifa af áföll og náttúruham- farir, þótt oft jaðraði við hreinan lífsháska. Eins og segir í Hávamálum: „Veður ræður akri — en vit syni — hætt er þeirra hvort". Veðráttan og vit kynslóðanna réð örlögum þjóðarinnar. Lög og reglur voru sniðnar að nauðung umhverfisins, en ekkert var öruggt. Fyrsta boð- orðið í þjóðfélagi skortsins, eins og gerðist hér á landi frá 17. öld og langt fram á þá 19. var það að tryggja framleiðsluna og reglu meðal þegnanna. Grágás, Jónsbók og Búalög — en Búalög voru venju- réttur — mótuðu grundvöll sam- skiptareglna samfélagsins. Grun- neining þess var búskapur, oftast 20. útdráttur 25. sepL 1997. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvfifaldur) 31985 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 34531 36352 58609 60470 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9875 14405 24335 29968 34060 65411 13548 20563 29528 33427 48121 67238 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10,000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 326 9945 19662 28892 40740 54329 65227 73974 1384 10642 19790 32026 41217 55206 65594 74001 2377 12808 20637 32459 41683 55283 66761 74827 2670 13832 21714 34323 43790 56616 67830 76034 3402 14730 22449 34910 45979 56727 67859 76250 3848 15287 23032 35646 45983 59299 68242 76526 4157 16522 23534 37055 50184 59706 68520 76963 4230 17233 23651 37666 50762 59799 69303 78824 4291 17318 24059 38097 51937 60984 69414 79935 6171 17360 25095 40349 52468 63293 69421 6500 18720 26240 40380 53287 63767 71869 9441 18853 27046 40398 53772 64404 71981 9853 19450 28374 40447 54040 64619 72723 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 53 12802 23787 32604 39929 50122 59857 73046 490 12849 24256 32752 40101 50382 60023 73188 841 12961 25099 32917 40120 50795 60238 73487 1186 13200 25108 33031 40162 51348 60240 74272 1559 13760 25480 34136 40550 51373 60699 74320 2564 14237 25644 34324 40924 52870 60762 74372 2872 14637 26084 34379 41054 52912 61769 74497 3068 14714 26196 34392 42203 53217 61805 74528 3432 14757 26203 34445 42333 53767 61883 75193 4419 14785 26951 34448 42576 54247 63190 75579 4688 14894 27161 34486 42712 54700 63516 75787 4956 15085 27208 34598 43324 54715 63941 75904 5702 16531 27546 34739 43375 54816 65177 76153 6335 17152 27684 34839 43789 54853 65231 76427 6899 17374 27708 34891 44038 55226 65444 76507 7253 17884 28184 35478 44128 55229 65861 76940 8227 18099 28243 35492 44142 55907 65990 76991 8417 18386 28400 35850 44314 56503 66605 77085 8772 18716 29301 35952 44613 56878 66741 77105 8839 18835 29402 36199 44731 56957 67191 77193 9197 19079 29632 36921 45177 57296 67312 77612 9687 19179 29915 37493 45290 57731 68377 78591 10018 20890 30583 37582 45415 58404 68929 78945 10153 20939 30804 37704 45940 58474 69164 79620 10611 21328 31136 37727 45997 58650 69203 79909 10740 21382 31206 37915 46386 58657 69493 79947 10898 21509 31229 38143 47273 58728 69723 10906 21593 31369 38300 48047 58730 70165 10957 21678 31375 38601 49226 58996 70677 11085 22013 32226 39157 49384 59208 71364 11251 23354 32385 39388 49951 59228 72600 11579 23771 32473 39672 50035 59428 72781 Næsti útdráttur fer fram 9. okt. 1997 Heimasíöa á Intemeti: Http://www.itn.is/das/ Allur boröbiinaðui Glæsilecj gjdfdVdid Bníódrbjöna lislar VERSLUNIN I.aitgnvegi 52, s. 562 4244. fjölskyldubú sem byggði á nautgripa- og sauðfjárrækt með veiðiskap sem hiiðar- grein. í öllum siðuðum samfélögum er hver einstaklingur skyld- aður til að eiga „lög- heimili". Hér fyrr á öldum var hver ein- staklingur skyldaður til að eiga „grið“ á heimili, en þá voru heimilin, býlin, fram- leiðslueiningar samfé- lagsins, vinnustaðir og griðastaðir. „Grið- in“ buðu öryggi og framfærslu, ekki að- eins vinnufólki heldur einnig öðr- um búlausum einstaklingum. Heimilið varð friðheilagt og er það enn í lögum siðaðra manna. Vistráðning — vistarband — eða „grið“ voru brýn nauðsyn ekki síst á fyrstu öldum byggðar í landinu og enn brýnni eftir að „litla ísöld“ hófst um norðanverða Evrópu og þá hér á landi um ca. 1600. Lausa- mennska og flakk stuðlaði að aga- leysi og þegar verst lét og skortur- inn svarf að þá fylgdu flakkinu gripdeildir og þjófnaður. Þegar vel aflaðist vildu lausamenn setjast að í verstöðvum og stunda þaðan róðra til frambúðar. „Slakað var á eignaskyldu þurrabúðarmanna — búsetumanna — og loks var þurra- búðarvist leyfð . .. 1679 . ..“ — Einar Laxness: íslandssaga —. En 1686—1704 brást aflinn og þurra- búðir lögðust í eyði. Sjávarútvegur rekinn án grasnytja þótti of áhættusamur. Öruggasta trygg- ingin fyrir afkomu hér á landi var hefðbundinn landbúnaður og var sú skoðun ríkjandi fram á 19. öld. 1703 var mannfjöldinn 50.358 og 1823 50.088. — Manntalið 1703 — Rv. 1960 —. Manntalsárið 1703 voru húsráðendur, eiginkon- ur þeirra, börn og ættingjar 33.506. Vinnufólk og lausafólk 9.669. Sveitarómagar, niðursetn- ingar og flakkarar 7.183, þar af flakkarar 394. — Þessi tala sam- svarar því að nú 1997 væru 2500 flakkarar á ferð um byggðir og bæi hér á landi. — Fjölskyldurnar ásamt skylduliði voru 2/3 allrar þjóðarinnar, tæplega V6 vinnufólk og V, ósjálfbjarga fólk, niðursetningar og flakkarar. Á árabilinu 1703— 1823 dundu hallæri yfir landslýðinn og sjaldan hefur mátt naumara standa að ís- lendingar lifðu af, en á milli komu góð ár. Til þess að byggð héldist og að hin nauma fram- leiðsla héldist í horfinu varð að spoma við allri lausung og lausamennsku, þess vegna ítrekaðar kvartanir á Öx- arárþingi um flakk og gripdeildir. íslandssagan hefur ver- ið skrumskæld og bein- línis fölsuð, segir Sig- laugur Brynleifsson, og kennir um „marx- ískri söguskoðun“ og pólitískri innrætingu. Vistráðningin til eins árs eða vistarbandið var skyldukvöð og bráð nauðsyn og sú ráðstöfun hamlaði gegn upplausn og þar með auknu flakki og óöld. E.t.v. hafa „griðin“ verið veigameiri þáttur í að bjarga íslendingum sem þjóð. — Sjá „Grið“, griðmenn" í Skýringar yfir Fornyrði Lögbókar . .. samdar af Páli lögmanni Vídalín. Reykja- vík 1854. - Á undanfarandi samantekt má sjá hvað íslandssagan hefur verið skrumskæld og beinlínis fölsuð af þorra skólabókahöfunda og greina- höfunda í þeim fræðum eftir að Páll Eggert Ólason og Þorkell Jó- hannesson lögðu frá sér pennann ásamt Jóni Jóhannessyni. Það eru fáeinar undantekningar í íslands- söguskrifum, svo sem Heimir Þor- Siglaugur Brynleifsson Landlýsing í sjö i. í AÐFARAORÐUM fyrsta for- seta Ferðafélagsins, Jóns Þorláks- sonar verkfræðings, að 55 blaðs- íðna kveri segir: „Til byijunar vill fjelagsstjórnin gefa út árlega rit í svipuðu sniði og það, er hjer birt- ist, með lýsingu á einni ferða- mannaleið að minsta kosti.“ Þjórs- árdalur varð fyrir valinu. Þarna var á ferð yfirlætislaust rit (það er ungra forréttindi að láta ekki á sér bera, segir Karen Blixen á einum stað) og titill þess skýldi sér hálf feimnislega á bak við heiti félags- ins: ,Ferðafjelag íslands árbók 1928‘; þannig er fyrsta árbókin merkt á titilsíðu, og ritröðin sjálf - nú sjötíu binda - heitir í raun og veru ekki annað en þetta: ,Ferð- afélag íslands árbók'. Sérgreint bókarheiti birtist fyrst á titilsíðu árbókar 1934 (Þingeyjarsýslur Mývatn) en það tók áratugi að flytja titil fram á kápu og kjöl. Tíminn líður hægt. Bók 1997 heitir í fjallhögum milli Mýra og Dala, er 276 síður. Við fyrstu sýn er sú breyting mest áberandi á ritröð- inni, frá fyrstu árbókunum til hinna síðustu, hve myndefnið hefir aukist mikið. Ljósmyndir hafa reyndar verið í árbókunum frá fyrstu tíð, en prentgæði mynda voru þá enn ófullburða miðað við það sem síðar varð. Síðustu árin hafa litmyndir orðið gersamlega ríkjandi eftir Það er trúa mín, segir Hjalti Kristgeirsson, að verkefni árbókanna, að lýsa landinu og sam- búð fólks við landið, sloti ekki meðan íslend- ingar þykjast hafa eitt- hvað til lands síns og sögu að sækja. tímans tísku og má þykja söknuður að svarthvíta skuggaleiknum. Sér- teiknað landabréf í árbók er nýjung síðari tíma og ætlað að auka nota- gildi bókanna. Vel gerður lands- uppdráttur er reyndar fagur gripur í sjálfu sér eins og íslendingar þekkja frá danska herforingjaráð- inu - og árbókinni. Samfylgd náttúrufræðinga og árbókar er löng og farsæl. Á þessum stað ber sérstaklega að minnast Jóns Eyþórssonar veðurfræðings sem öðrum fremur mótaði útgáfu- stefnu Ferðafélagsins á þann veg að árbókaröðin skyldi verða heil íslandslýsing. Árbókin hefir notið liðsinnis ófárra snilldarmanna á sviði jarðfræða, svo sem Steinþórs leifsson, Lýður Björnsson, Ingi Sigurðsson, auk Þórs Whiteheads um stjórnmálaskýringar 20. aldar, en megnið af nýrri ritum um ís- landssögu og mikill hluti kennslu- bóka í þeirri grein eru sett saman undir merkjum marxískrar sögu- skoðunar, afskræmd mynd af gangi sögunnar, skrifuð í pólitísk- um tilgangi, innrætingarsamsetn- ingur. Áhrif þessarar söguskoðunar birtust nýlega í Reykjavíkurbréfi Morgunbiaðsins 7. september sl. þar sem borin er fram hin gamla marxista-lumma um kúgun vinnu- hjúa og leiguliða á fyrri öldum og stöðu þessa fólks líkt við þræla- hald vegna vistarbandsins. Sé sama lygin eða lygarnar endur- teknar nógu oft trúa menn þeim, er haft eftir þjóðernisjafnaðar- manninum dr. Goebbels og fleiri áróðursprófetum sameignarsinna og sósíalista. Það er lágmarks- skylda yfirstjórnar menntamála í landinu að sjá til þess að þau fals- rit sem nú eru notuð innan skóla- kerfisins verði lögð til hliðar. Það var ekki nóg þegar Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra leysti upp „Samstarfshóp eða nefnd um samfélagsfræði" um miðjan níunda áratuginn, hún virð- ist hafa áttað sig á hvert sé sam- starfshópur stefndi, en illu heilli voru afurðirnar notaðar áfram inn- an skólakerfisins, gefnar út fyrir grunnskólastigið af Námsgagna- stofnun ásamt viðbótum í anda samstarfshópsins eftir ýmsa höf- unda. í lok þessa Reykjavíkurbréfs stendur: „En okkur stafar þá einn- ig hætta af okkur sjálfum, því að íslenskt þjóðerni mun ekki stand- ast gnauð tímans deginum lengur en innra þrek okkar leyfir. Ar- fleifðin er í senn bakhjarl og veg- vísir á leið til þeirrar jarðnesku Jerúsalem sem allt snýst um í þess- ari völtu veröld“. En þá er hentara að hafa annan vegvísi að arfleifð- inni en bjagaðar og rangtúlkaðar útlistanir hennar í söguskoðunum vulgær-marxista. Allir vita hvernig þeirri leiðsögn lauk, nema sú vitn- eskja sé enn ekki komin til skila eftir átta ár meðal þorra íslenskra söguskrifara. Höfundur er rithöfundur. áratugi Sigurðssonar, Guðmundar Kjart- anssonar og Sigurðar Þórarinsson- ar, að ógleymdum þeim sem nú eru á dögum og ekki verða nefndir til sögu að sinni. Fuglafræðingar og grasa hafa og lagt fram skerf til árbókar. Með sínu lagi hafa ferðafé- lagsárbækur flutt efni sem kallast á við Náttúrufræðinginn og hefir það vonandi orðið til að beina les- endum að því merka tímariti. II. Landlýsing í árbók er venjulega blanda staðhátta- og leiðalýsinga á afmörkuðu landsvæði, héraði, sveit, óbyggð. Sögulegt efni, um mannvist í landinu, er þar óhjákvæmilegur fylgifiskur enda er sagan að ein- hveiju marki innan handar öllum þeim sem á annað borð þekkja land- ið; sögulaus landlýsing væri þunnur þrettándi. Að öðru leyti er engin forskrift til að því, hvernig landlýs- ing í árbók skuli rituð. Þar hefir hver sína aðferð. Ég get hugsað mér að þá væri vel ef lýsingar væru ekki öllu lakari en sú sem Árni pró- fastur Þórarinsson gefur á prestset- ursjörð sinni Stórahrauni en Þór- bergur Þórðarson færði í letur (hér birt með nokkrum úrfellingum): „Stórahraun er í efra horninu á Faxaflóa, en Reykjavík í neðra horninu. Bærinn stendur á dálitl- um hæðarhrygg, er liggur frá landnorðri til útsuðurs. Vestur af honum er hægur halli niður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.