Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 39

Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 39 hendurnar á móti þér til að kúra í hlýjum faðminum þínum. Ástríki þitt í hans garð get ég aldrei full- þakkað. „Líf hans var fagurt, allir eðlis- þættir spunnir af slíkum næmleik Náttúrunnar að hún má segja hnar- reist öllum heimi: Þetta var mað- ur!“ (William Shakespeare.) Elsku Ingunn, Einar, Siggi, Sig- fús, Sólveig, Gunnar og fjölskyld- ur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um mætan mann lifir, minning sem vex og dafnar í ylnum frá sjálfri sér. Anna Þóra. í dag kveðjum við kæran vin okkar Olaf Sigfússon, sem lést af slysförum föstudaginn 19. þ.m. Við kynntumst Ólafi fyrir u.þ.b. 14 árum þear við vorum öll að takast á við að breyta lífi okkar til hins betra. Ólafur var einstaklega elsku- legur maður sem var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd og nutum við þess ríkulega. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve honum tókst vel að glíma við sjálfan sig og breyta til hins betra og miðla öðrum af reynslu sinni og fylltumst við gleði og vorum vonbetri um að okkur myndi takast slíkt hið sama. Við þökkum samverustundirnar og vottum eiginkonu hans og bömum innilega samúð. Jónína og Jens. Nú þegar Ólafur Sigfússon hef- ur lokið jarðvist sinni, og þó sannarlega sé hér aðeins um tíma- bundinn aðskilnað Ólafs við vini sína og vandamenn að ræða, þá er rétt við þessi ótímabæru kafla- skil að góðum og gegnum sérís- lenskum sið að draga fram nokkr- ar hliðar á þeim þægilega manni sem ekki allir vissu um. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir rúmum 23 árum þegar málin æxl- uðust þannig að ég hóf störf hjá honum og fleirum sem næturvörð- ur á allóvenjulegan hátt. Það var að vísu eitt skemmtilegasta starf sem ég hefi unnið við, ekki síst hve margbreytilegum hliðum mannlífsins ég kynntist við það. En þarna stóð Ólafur og kjagaði áfram um vélsmiðjuna sína með lítinn vindil í vinstri hendinni og leit yfir mannskapinn og renni- verkin sem verið var að bardúsa við. Það eina sem ég man af þess- um endalausu verkum á verkstæð- inu var að þeir félagarnir voru allt- af að vinna með borstangir og borkrónur og þaðan af flóknari hluti fyrir Jarðboranir ríkisins og hinar ýmsu hitaveitur landsins. Ég frétti það að vísu síðar meir að þeir þama í vélsmiðjunni í Súðar- voginum voru einna langbestir í þeim verkum vegna áreiðanleika og vandvirkni. En það var ekki það sem gerði manninn eftirminnilegan fyrir mér, þótt meira en nóg væri fyrir verkin ein. Það sem var eins og glampandi vörumerki á öllu sem viðkom Ölafi Sigfússyni voru þægi- legheit hans, kímnigáfa, hjálpsemi og greind, - en umfram allt mýkt- in og mildin sem fylgdi þessum sérstaka manni, þessu merkilega athafnaskáldi eins og ritstjóra- skáldið Matthías orðaði það svo vel eitt sinn. Og sjaldan hefi ég fyrirhitt eins fastan mann fyrir þegar einhver ætlaði að ráðskast með hann mikið eða lítið sem Óla var ekki að skapi. En það voru ekki stóryrðin sem þurfti til að gera lýðum ljóst að þetta eða hitt kæmi ekki til álita. Ónei, málið lá ljóst fyrir frá byrj- un. Óg fljótt var síðan hægt að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum og gera að gamni sínu og stríða liðinu með sinni hárfínu kímnigáfu sem fáum var eins lagið og Olafi. Og á eftir fylgdi hláturinn sem var svo meinlaus en svo óvanalega þægi- legur. Annað sem gerði þennan mann ógleymanlegan. Þarna stóð þessi járnsmíðameistari í vélsmiðjunni sinni og hafði yfirleitt lesið miklu meira en ég, langskólagengni mað- urinn, í sagnasöfnum, í byggðalýs- ingum, í landafræðinni og flestöllu sem viðkom þjóðlegum fróðleik. Og ekki var verið að þenja sig yfir því. Öðru nær. Með látleysinu, brosinu, léttleikanum og mildinni rann þetta uppúr honum í skemmtilegum samræðum um hina ólíkustu hluti. Og síðar meir þegar ég hóf söfnun álfa- og huldu- fólkssagna með skipulegum hætti í tengslum við Álfaskólann og álfa- sögusafnið okkar í Sálarrannsókn- arskólanum hafði Óli til að leggja tvær af merkilegri sögunum sem þangað rötuðu úr sínum eigin reynsluheimi. Báðir þeir atburðir sem hér um ræðir tengdust því þegar þeir í vélsmiðjunni voru að leggja hita- veiturörin í austanverðan Kópa- voginn sumarið 1974, og voru að leggja stokkinn við álfhólinn á Álfhólsveginum. Þá kom þar eitt sinn einn af mörgum steypubílum frá steypustöð nokkurri og frekar ungur og óreyndur ökumaður sat undir stýri á honum. Ökuferðin þarna við álfhólinn endaði ekki betur en svo að hann ók nánast yfir nokkra af nyrstu steinunum í álfhólnum. Og samstundis hljóp hálfgerð hræðsla í mannskapinn þarna á staðnum við þessa fram- komu ökumanns steypubílsins vit- andi hvað gerst gæti að svo búnu. Bílstjórinn var því snarlega rifinn út úr bílnum og farið með hann að steinunum og hann hund- skammaður fyrir að aka yfir eða inn á lóð álfanna. Slíkan yfirgang og frekju skyldi enginn sýna þess- um verum. Aumingjans bílstjóra- greyið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hélt bara að þessar álfasög- ur væru innantómar sögur um ímyndun fyrritímafólks. En það átti eftir að koma í ljós að svo var ekki. Nokkru síðar rétt þegar hann hafði síðan lokið við að losa síð- ustu steypuna úr tunnunni á trukknum og í stokkinn sem var og er utan um hitaveiturörin og fært bílinn til, þá gerðist undarleg- ur hlutur sem aldrei fékkst nein jarðnesk skýring á. Pilturinn stökk út úr bílnum með kvittun sem þeir félagarnir áttu að kvitta á að þeir hefðu fengið tiltekið magn steypu. Og þar sem þeir stóðu þarna fyrir aftan trukkinn og voru að ganga frá þessu þá gerðist það að ofur- hægt lyftist trukkurinn og seig á hliðina án þess að nokkur mannleg- ur máttur kæmi þar nærri. Og það sem meira var; trukkurinn hafði staðið nánast alveg á jafnsléttu. Auðvitað vissu allir á staðnum nema bílstjóragreyið hvemig á þessu stóð. Auðvitað voru álfarnir eða hvaða aðrar huliðsvættir sem bjuggu þarna að sýna pilti að eng- inn færi á skítugum skónum yfir þeirra bústaði. Það þurfti síðan krana til að koma steypubílnum á hjólin aftur og mikið vesen og mikla fyrirhöfn, og heilmiklar viðgerðir og kostnað og endalaust röfl fyrir kauða að reyna að skýra út hvað hafði raun- verulega gerst. Hinn atburðurinn sem Ólafur varð vitni að tengdist þessum sama stað einnig. Sem hluti af verkinu fyrir Hitaveituna var það í verklýsingunni að röntgenmynda átti rörin og samskeytin á þeim þegar búið var að sjóða þau sam- an ofan í stokknum þar sem þau lágu. Þetta var gert til að sjá hvort nokkur leki væri á þeim. En innan rúms hundrað metra radíusar við álfhólinn, í austur og vestur Álfhólsveginn virkuðu myndavélarnar aldrei innan í rör- unum hvernig sem reynt var. Allt- af komu filmurnar tómar úr fram- köllun. Aðeins var merkið í horn- inu á þeim. Skipt var um filmur, um myndavélar, og þær síðan prófaðar á rannsóknarstofunni á Iðntæknistofnun og þar virkuðu þær fínt. En aldrei í rörunum nálægt hólnum. Samtals voru um sjö tilraunir gerðar til þess, en allt kom fyrir ekki. Og þarna var því alveg óvænt komin sönnun þess að einhver undarlég orka var í álfhólnum sem við jarðarbúar kunnum annars engin deili á, og það hvort sem ferkantaða vísinda- stóði heimsins líkar betur eða verr. Staðreyndirnar töluðu sínu máli. Þessi undarlegi jámsmiður hafði í ofanálag lesið reiðinnar býsn af öllum mögulegum sagnafróðleik, miklu meira en meðal sagnfræðing- ur nokkum tímann kemst yfír á ævi sinni að kynna sér. Þetta var líka eftirminnilegt við manninn. Að lokum er rétt að geta þess að málin æxluðust þannig að Ólaf- ur varð síðar meir einn af burðar- stoðum smáfélags sem við félag- arnir höfðum stofnað til miðils- funda og veikra tilburða til alvöru sálarrannsókna. Við kölluðum það Tilraunafélagið síðara. Oft vorum við að því komnir að hálfgefast upp við þessar tilraunir þegar misjafnlega gekk á stundum, eða engir aurar voru í kassanum til að kaupa segulbönd eða til að reyna að vinna þetta á faglegan og vandaðan hátt, m.a. með því að vélrita allt sem fram kom, sem var á þessum tíma nánast ofverk okkar fjárhagslega og verklega. En Óli stappaði í okkur stálinu á sinn hljóðláta hátt. Hann heimtaði í orðsins fyllstu merkingu að fá að greiða eitthvað í undirbúnings- kostnaðinn til að þetta yrði okkur hinum léttara. Og engar fortölur dugðu þá. Þetta ásamt ýmsu öðru gerði það að verkum að Tilrauna- félagið síðara er orðið átján ára á þessu ári, og er á sinn hátt hænan sem verpti því merkilega eggi sem Sálarrannsóknarskólinn er í dag, sem sá sem þessar línur ritar veit- ir nú forstöðu. Þannig að beint og óbeint átti Ólafur sinn þátt í að sú merkilega fræðslustofnun leit dagsins ljós, og það eflaust án þess að hann ætlaði sér það, eða jafnvel gerði sér það nokkurn tíma almennilega ljóst. Og þaðan af síður að hann vildi að sér yrði þakkað fyrir það. Fyrir það ber samt að þakka hér einnig á þess- aristundu. Ég vil að lokum votta eiginkonu Ólafs og mjög svo mannvænlegum börnum þeirra fimm og fjölskyld- um þeirra öllum, svo og öllum öðr- um vinum hans samúð mína á þessari stundu. Magnús H. Skarphéðinsson. í dag er kvaddur Ólafur Sigfús- son vélfræðingur. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að kynnast honum er hann vann að viðgerðum á búnaði Nesjavallavirkjunar. Mér sem starfsmanni virkjunarinnar, varð ljóst að hér var enginn meðal- maður á ferð, því hann bjó yfír gífurlegri reynslu, sem ásamt með- fæddri lagni og útsjónarsemi gerði hann að afburða fagmanni. Engu skipti hversu erfitt og flókið verk- efnið var, hann gat leyst það og hvort sem til hans var leitað á virk- um dögum eða hátíðisdögum var hann alltaf tilbúinn til þjónustu, og það sem hann lofaði stóðst. Ljúf- mennska og lipurð í mannlegum samskiptum var ríkjandi þáttur í skapgerð hans og voru því persónu- leg kynni við hann afar ánægjuleg. Skarðið sem hann skilur eftir verður vandfyllt. Fyrir mína hönd og starfsmanna Nesjavallavirkjunar vil ég votta eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum samúð mina og bið Guð að styrkja þau á þessari erfiðu stundu. Jóhann Kristjónsson. Kveðja frá sundfélögum Hinstu stund að höndum ber hvenær veit þó enginn. Ólafur á undan fer, til enda dagur genginn. Höndin þín var hlý og sterk. Þú hógværð áttir sanna. Dáðn'kt er þitt ævi-verk í augsýn Guðs og manna. (Pétur Sigurgeirsson.) + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR GUÐJÓN ÁRNASON, Litla Haga, Fáskrúðsfirði, sem andaðist mánudaginn 22. september, á Hornbrekku Óiafsfirði, verður jarðsunginn laugardaginn 27. september frá Búðakirkju Fáskrúðsfirði, kl. 14.00. Sólveig Þórlaug Sigurðardóttir, Árný Arnþórsdóttir, Ingi Helgason, Sigurður V. Arnþórsson, Björg Ólafsdóttir, Guðlaug Arnþórsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Grétar Þ. Arnþórsson, Dagný Elfsdóttir, Jóhanna K. Arnþórsdóttir, Benedikt Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. L'í Í j ; | J I i t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON, Langholtsvegi 167, Reykjavík, andaöist að morgni fimmtudagsins 25. septem- ber á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Unnur Steingrímsdóttir, Benedikt Steinar Steingrímsson, Júlfa Ásmundsdóttir, Eggert Steingrfmsson, Herdfs Steingrímsdóttir, David Gillard, Steinunn Steingrímsdóttir, Bergsveinn Þór Gylfason, Margrét Steinunn Steingrfmsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR R. ÞORKELSSON, Aðalstræti 8a, Reykjavfk, andaðist á Landspítalanum 24. september si. Fyrir mina hönd, dóttur okkar og barnabarna, Ósk Margeirsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Vfðimel 48, Reykjavfk, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 20. september sl. Útförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adolf Guðjónsson, Jóhann Sigurðsson, Margrét Valdimarsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir, Hilmar Þór Björnsson, Sigurður Sigurðsson, Ásdfs Erla Kristjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við andlát og útför eiginkonu minnar, barnabarns, dóttur, tengdadóttur og vinkonu, GUÐNÝJAR ÖLDU SNORRADÓTTUR, Brekkustfg 18, Sandgerði. Engilbert Adólfsson, Páll Guðmundsson, Sigriður Clark, Ralph Clark, Victoria Clark, Páll Clark, Leah Clark, Richard Ciark, frændsystkini, Arnbjörg Sæbjörnsd., Bjarni Olsen, Heiða Adólfsdóttir, Arnbjörg Haraldsdóttir. s-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.