Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 42

Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUN BLAÐIÐ HREINN SVAVARSSON + Hreinn Svavars- son fæddist 20. maí 1929. Hann lést 20. september síð- astliðinn. Hreinn ólst upp hjá móður sinni Agústu Magn- úsdóttur á Syðsta- Kambhóli á Gaml- arströnd í Eyjafirði. Hann fór ungur til Akureyrar og lærði þar rafvirkjun. Fór síðan til Reykjavík- ur upp úr 1950. Hreinn bjó með Sig- ríði Önnu Jensen í nokkur ár og átti með henni þijú börn. Eitt þeirra dó á fyrsta ári. Hann fluttizt síðan EJsku Hreinn. „í andartaki lífsins við fáum að vera til, teljum það sjálfsagt uns dauðinn tekur við.“ Hafðu kærar þakkir fyrir þína vináttu og tryggð. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund, því er þín minning tær. Margir vilja spyrja og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. Þú varst svo hlýr og vildir gott og væn og góð þín lund, birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er öllum trú þar allir hitta sína ^ og samúð mína sendi nú * er syrgja brottför þína. (J.G.) Far þú í friði. Guð blessi þig. Vinarkveðja, Guðrún Pétursdóttir. Hann var sjómaður dáðadrengur. Og nú hefur hann kvatt. Heimsækir aldrei aftur gömlu Akureyri sem hann unni hugarástum. Þar sleit hann að nokkru bams- og unglingaskón- um. Þar lærði hann rafvirkjun - varð fullnuma í þeirri grein og stund- aði hana á köflum. Hins vegar var það sjómennskan og sjórinn sem gagntóku hann og gerðu hann snemma að manni. Kynntizt ég árið 1959 til Vest- mannaeyja og kvæntist þar Ellý Þórðardóttur, átti með henni fjögur börn. Hreinn fór í Stýrimannaskólann og lauk prófi þaðan með ágætri ein- kunn. Var síðan til sjós frá Vestmanna- eyjum. Fluttizt 1968 til Reykjavíkur, þar var hann ýmizt til sjós eða stundaði rafvirkjun. Utför Hreins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hreini þegar hann var bráðungur kvikur strákur, svolítið baldinn eins og gengur. Hann átti_ heima beint fyrir neðan MA, í húsi Ólafs skippers að Eyrarlandsvegi 27. Þar var hann hjá móðursystur sinni,_glæsikonu, og manni hennar, Gæja Olafs. Þarna á Syðri-Brekkunni á Akureyri undi hann sér í hörðum, glöðum leik. Bar alltaf mikið á honum. Hann hafði þetta dæmigerða norðlenska fas, enda af Krossaætt og Laxamýrar- ætt. Því hiaut hann að vera góður drengur. Hann fæddizt að Syðsta- Kambhóli á Galmarströnd í Eyjafirði næsta bæ við Fagraskóg þaðan sem skáldið mikla var. Hreinn kynntizt þjóðskáldinu snemma, varð honum handgenginn. Sagt er að hann hafi sjálfur verið ljóðmæltur og skáld- mæltur. Ekki að undra. Því að tvö stórskáld voru í ætt hans, Jónas Hallgrímsson og Jóhann Sigutjóns- son. Bróðir hans Sverrir var skáld. Hefði trúlega getað orðið stórskáld, en hann féll fyrir ættemisstapa allt of ungur - skildi eftir minningu um trausta vináttu og mannlegan varma. Hreinn var hörku karl í aðra rönd- ina, það vissu allir sem hann þekktu. Hreinn var skipstjórnarlærður, þótti aftakaduglegur sjósóknari, bjó um skeið í Vestmannaeyjum og reri það- an við orðstír. Á löngum lífsferli beggja rákumst við iðulega á hvor annan hingað og þangað á landinu. Töluðum þá í akureyrzkum dúr, hreinræktaða gamal akureyrzku. Hreinn var haldinn staðbundinni föð- urlandsást til Akureyrar. Hann var sem sagt lókalpatríót. Minnti að því KARL JÓHANNSSON + Karl Jóhannsson fæddist 7. nóvember 1923 á Reykjum í Hrútafirði. Hann lést 16. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. september. Góður maður er genginn á sjötug- asta og fjórða aldursári, vinur og fóstbróðir í 60 ár. Karl Jóhannsson, «^íalli eins og við bekkjarsystkinin kölluðum hann, ólst upp á Akureyri og hóf nám í menntaskólanum þar haustið 1937 og lauk stúdentsprófí vorið 1943. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og hó_f nám í læknis- fræði við Háskóla íslands, en hvarf frá námi þrátt fyrir ágætar náms- gáfur og festi ungur ráð sitt. Hann vann í Utlendingaeftirlitinu í 50 ár þar sem tungumálakunnátta hans og fáguð framkoma nutu sín vel. Þetta er Iífshlaup Karls Jóhannsson- ar í hnotskurn, samviskusamur, duglegur og hæfur embættismaður ^fc-neð sína galla eins og við allir. En þetta er bara yfirborðið. Fyrir mér og öðrum vinum hans var Kalli miklu meira. Hann var hinn trausti og hollráði vinur, hjartahlýr og hug- ulsamur, mátti ekkert aumt sjá, allt- af tilbúinn að verða að liði og gleðja aðra. Við Kalli bundumst vináttu- böndum strax í fyrsta bekk Mennta- ^skólans á Akureyri og ræktum þá vináttu svo að aldrei bar skugga á þar til yfir lauk. Skólaárin voru okkur stöðug uppspretta ánægju- legra minninga sem yljuðu okkur um hjartarætur þegar árin færðust yfir. Þó verð ég að viðurkenna að við vorum ódælir í skóla og kenni ég um hernáminu 1940 og upp- lausninni sem fylgdi í kjölfarið. Vináttan er eitt það dýrmætasta sem við getum eignast og ég þekki engan sem rækti vináttuna jafnvel og Kalli. Þessi lífsspeki Hávamála virtist honum eðlislæg: „Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf“ og „fara að finna oft“. Það var þó Kalli sem oftast var gefandinn. Hann var líka vin- margur og engan hef ég hitt sem kynntist honum náið að ekki þætti vænt um hann. Það er aðal góðs manns að vera barngóður og börn- in hændust að honum. Þórunn dótt- ir mín, sem er stödd erlendis, hringdi í mig þegar hún frétti lát hans og sagði: „Hann Kalli var svo góður.“ Það var honum í blóð bor- ið. Móðir hans Ragna Pétursdóttir var einstök gæðakona og var sam- band móður og sonar mjög ástúð- legt. Heimanfylgja hans var kær- leikurinn og í fyrsta Korintubréfi Páls postula segir: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi." Hann entist líka Kalla til æviloka og kom nú síðast greinilega í ljós í veikindum Aldísar konu hans. KRISTIAN BREIÐ- FJÖRÐ JACOBSEN leyti á vesturbæing sem elskar og sér ekki annað en vesturbæinn og var náttúrulega í KR. Maður hafði það á tilfínningunni að hann liti svo á að sólkerfið snerist um bæinn hans, Akureyri. Því miður minnsti Hreinn heilsuna fyrir nokkrum árum, sem gerði hon- um gramt í geði, dró hann niður og lék hann grátt. Hins vegar var hann hress í bragði þegar hann var hittur að máli - kvartaði ekki. Hans verð- ur saknað. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Elsku afi okkar. í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Laugardagurinn 20. september á eftir að vera okkur minnisstæður, því þá glöddumst við yfir því að IR-ingarnir komust upp í efstu deild. En fljótt breytist gleði í sorg, því þá um kvöldið fengum við þær hörmulegu fréttir að þú værir dáinn. Hver hefði getað trúað því að símtal- ið sem þú áttir við ijölskylduna á fimmtudaginn, þegar þú sagðir okk- ur að þú værir að fara á spítalann, væri það síðasta? Síðasti aðfangadagur er okkur í fersku minni; þið Bjarki voruð hjá okkur í mat. Seinnipartinn fór raf- magnið af hluta Reykjavíkur og steikin í ofninum. Mamma varð svo stressuð þegar þú komst, vegna þess að ekki var alit eins og það átti að vera, en allir slógu á létta strengi og þú gerðir góðlátlegt grín af öllu saman. Svo kom ljósið og allt gekk eins og átti að ganga og við áttum yndislega jólastund saman. Við munum hvað þú varst mikið jólabarn, og við hlökkuðum alltaf svo til að fara til ykkar ömmu á Háaleit- isbrautina til að skreyta jólatréð sem þú keyptir. Við vorum svo montin yfir því að fá að skreyta tvö jólatré á meðan aðrir skreyttu eitt. Við fengum þó ekki að gera allt ein og óstudd, því þú vildir setja jólaseríuna á tréð; allt varð að vera eftir kúnstar- innar reglum. Elsku afi, við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna, laus við allar þjáningar. Við munum varð- veita minningu þína í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur ó guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt, og yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Kær kveðja. Addý, Ivar, Bergur og Andrea. Karl Jóhannsson var heilsteyptur maður, vandaður til orðs og æðis. Hann hallaði aldrei vísvitandi réttu máli. Þetta mun hafa komið fram í störfum hans sem ég veit að fóru honum vel úr hendi enda naut hann trausts og vináttu samstarfsmanna, sem hann mat mjög mikils. Karl var myndarlegur á veili, bar sig vel, snar og sterkur, hafði gaman af að reyna afl sitt, en misbeitti því aldr- ei, snyrtimenni, kurteis, skemmti- legur félagi og gekk í augun á kon- um og hafði gaman af. Hann hafði þó fieiri áhugamál, var briddsspilari góður, með þeim bestu, lagði sig samt niður við að spila við okkur félagana og reyndi að kenna okkur listina. Oft færði hann mér bók í leiðinni, gjarnan um sagnfræði, sem var okkar sameiginlega áhugamál. Hann var orðinn hafsjór af fróðleik. Lengst af var Karl stálhraustur, en varð þó að takast á við alvarlega sjúkdóma. Hann fékk krabbamein og yfirvann það. Síðan kom í ljós að hann var með hryggikt, sem tók að angra hann á efri árum. Sá kvilli kreppir margan manninn, en Kalli tókst á við vandann og þjálfaði sig svo að enginn sá á honum að hann væri giktveikur og hélt hann alltaf fullri reisn. Nú er Karl Jóhannsson horfinn af heimi og ég hugga mig við minn- inguna um góðan dreng. Við Lovísa og börnin okkar vott- um Aldísi og börnum hans öllum fyllstu samúð og megi alfaðir sem öllu ræður styrkja þau í sorginni svo og alla vini hans. Jón Þorsteinsson. + Kristian Breið- fjörð Jacobsen var fæddur í Koper- vik í Noregi 5. nóv- ember 1916. Hann lést í Telemark Sentral Sykehus 29. ágúst síðastliðinn. Faðir hans var Hans Eberg Jacobs- en, sjómaður, f. 13.7. 1880, d. 17.1. 1959. Móðir hans var Maria fædd Kristjánsdóttir, Jacobsen, ljósmóðir frá Otradal á Barðaströnd, f. 3.9. 1887, d. 11.11. 1975. Systini hans: Eberg, látinn, Anna, látin, Lilly, býr í Araldsnes, Elsa, býr í Savelandsvik, Sigrið, býr í Nodedden, Jacob, býr í Sta- vanger, og Olíne, býr í Raude- berg, öll í Noregi. Kristian flutti til Reykjavík- ur með móður sinni og systkin- um 1929, en þau fluttu til Nor- egs aftur tíu árum síðar, að honum undanskildum. Eftir fermingu réðst hann sem vinnumaður að Hóli í Hvamms- sveit þar til hann var kvaddur til herþjónustu 1942. Meðan hann dvaldi á Islandi eignaðist hann með Hildi Hall- dórsdóttur, f. 1.1. 1915, tvö Elsku hjartans pabbi minn. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farinn af okkar tilveru- stigi aðeins nokkrum dögum eftir að við ferðuðumst um hálfan Noreg og hittum alla ættingjana. Þá ríkti gleði og hamingja og þú fékkst að hitta systkini þín sem þú hafðir ekki séð jafnvel í mörg ár. Heimsstyijöldin skildi okkur að þegar ég var þriggja ára gamall, eftir það áttum við aðeins 40 daga samveru, en á þessum fjörutíu dög- um gafst þú mér alla þá ást og umhyggju sem ég hafði þráð alla ævi. Meðan við Guðrún dvöldum hjá þér og Sigyn, þinni yndislegu konu, var eins og þjóðhöfðingjar væru á ferð, ykkur fannst að ekkert væri nógu gott og öllu var fórnað fyrir okkur, þannig að okkur liði sem best, svo var einnig hvar sem við komum til ættingjanna í Noregi. Þú sýndir mér æskustöðvarnar þínar í Kopervik, þar sem amma ól ykkur átta systkinin upp, að mestu ein, því afi var alltaf á sjón- um, ásamt því að ala upp þennan stóra barnahóp tók hún sem ljós- móðir á móti fjögur þúsund tuttugu og fimm börnum á sinni starfsævi, sem segir okkur að snemma hefur ábyrgð heimilisins lent á herðum ykkar systkinanna. Hjarta mitt fyllist gleði í hvert sinn er ég hugsa til þeirra stunda er við ræddum fortíðina og þú sagð- ir mér, að í hvert sinn er þú lagð- ist til svefns hefðu orð þín í hugan- um verið: „Góða nótt, elsku Agnar minn, og Guð varðveiti þig.“ Ég veit að svo er einnig nú, á því tilverustigi sem þú dvelur nú á. Ég veit einnig, að þegar kallið mitt kemur, tekur þú á móti mér kvikur og teinréttur með glettnis- lega brosið þitt og blik í augum og útbreiddan þinn stóra, hlýja, trausta faðm. börn: 1) Agnar Breiðfjörð Krist- jánsson, f. 7.8. 1939, kona hans Guðrún Þóranna Ingólfs- dóttir, f. 15.5. 1955. Agnar á tvo syni, Kristján, f. 11.11. 1960, hann býr í Svíþjóð, og Birgi Breiðfjörð, f. 8.3. 1973, hann átti þijú börn, Alexöndru Ósk, Eðvarð Geir og Vigni Má, sem er látinn. Hann býr í Reykjavík, og 2) Maríu Krisljánsdóttur, f. 22.9. 1942. 31. desember 1947 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigyn F. Bardal Jacobsen, f. 1.3. 1924, þau eru barnlaus. Eftir að herþjónustu lauk stundaði hann ásamt konu sinni sjálfstæðan atvinnurekstur í nokkur ár, en þá brann fyrir- tækið og heimili þeirra til kaldra kola og stóðu þau uppi allslaus. Eftir það starfaði hann hjá Norsk Hydro og fékk margskonar viðurkenningar frá því fyrirtæki fyrir störf sín. Utför hans fór fram frá Heroya kirkju 3. september sl. á 110. fæðingarafmæli móður hans. Elsku Sigyn mín, ég veit að ævikvöldið þitt verður einmanalegt; þú varst prinsessan hans, eins og Guðrún kona mín var litla lambið hans, eins og þið kölluðuð hana. Þið voruð farin að hlakka svo mikið til þess að halda upp á gull- brúðkaupsafmælið ykkar, 31. des- ember, því pabbi sagði við okkur: „Þetta hafa verið yndisleg fimmtíu ár“. Elsku Sigyn mín, það hryggir okkur Guðrúnu að geta ekki verið hjá þér á þessum erfiðu sorgar- stundum, en við biðjum og hugsum til þín og vonandi getum við fljótt komið til þín aftur. En við vitum að Guð ber græðandi smyrsl á sár- in. Elsku pabbi minn, það var svo óendanlega margt sem ég átti eftir að ræða við þig, en ég veit að nú þarf ég ekki að segja það, því nú getur þú lesið allar mínar hugsan- ir. Það að fá að hitta þig og eiga þennan tíma saman gefur mér styrk til að reyna að vera betri og meiri maður en ég hef verið, því ég veit að nú ert þú alltaf mér nálægur. Að lokum vil ég þakka Petter Taíjprd, Eiði Guðnasyni sendiherra og Óskari og Immu á Hjálpræðis- hernum fyrir ómetanlega aðstoð til að við næðum samán. Einnig Elínu í norska sendiráðinu svo og Leifi Mýrdal fyrir hjálpina á þessum sorgarstundum. Elsku pabbi minn, ég hef verið beðinn um að flytja þér sérstakar kveðjur frá þeim ættingjum sem ég hef náð til hér á íslandi. Einnig sérstök kveðja frá Petter og Maríu systur minni. Guðrún og Ingólfur þakka einstaka hlýju og ástúð svo og Kristján í Svíþjóð. Elsku pabbi minn, friður Guðs sé með þér, og bænir frá okkur. Þinn elskandi sonur, Agnar Breiðfjörð Krist- jánsson og fjölskylda. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.