Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 45

Morgunblaðið - 26.09.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 45 FRÉTTIR Fjalla- og ævintýra- myndir í Háskólabíói SKÁTABÚÐIN stendur fyrir Banff fjallakvikmyndahátíð dagana 30. september til 1. október. Sýndar eru um 20 þeirra mynda sem hlutu verðlaun á síðustu Banff fjallakvik- myndahátíð en hátíðin er haldin í nóvember á hverju ári. Viðfangs- efni myndanna er fjallmennska og spennuíþróttir eins og straumkaj- aksiglingar, háfjalla- og klettaklif- ur og margt fleira. Banff fjallakvikmyndahátíðin er alþjóðleg kvikmyndahátíð, haidin í Banff í Kanada á hveiju ári, og á síðasta ári kepptu samtals 143 myndir frá 21 þjóðlandi til verð- launa. Bestu myndirnar eru svo sýndar um allan heim að verð- launaafhendingu lokinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin hefur við- komu hér á landi fyrir milligöngu Skátabúðarinnar. Tilefni er að Skátabúðin er 50 ára á þessu ári. Á afmælisárinu hefur verið brydd- að upp á ýmsum nýjungum í rekstri Skátabúðarinnar og er Banff fjalla- kvikmyndahátíðin hápunktur af- mælisársins, segir í fréttatilkynn- ingu. I tengslum við hátíðina munu nokkur fyrirtæki í ferða- og útivist- argeiranum kynna starfsemi sína í anddyri Háskólabíós. Auk þess verða Everest-fararnir með sýn- ingu á búnaði sínum og Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík kynnir starfsemi sína og tekur við um- sóknum í nýliðahóp sveitarinnar. Þess má geta að Skátabúðin er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykja- vík og allur hagnaður af rekstri hennar fer í uppbyggingu á starf- semi HSSR. Sýningar hefjast kl. 21 nk. þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Forsala aðgöngumiða er í Skáta- búðinni og verðið er 800 kr. Stækkun Kringlunnar Síðasta sýn- ingarhelgi í TILEFNI af 10 ára afmæli Kringlunnar var sett upp sýning á teikningum og módeli af tengi- byggingu sem áformað er að byggja milli norður- og suðurhúss Kringlunnar. Á sýningunni eru útskýrðar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru við Kringluna á næstunni. Bæði er um að ræða byggingu tengibyggingar á milli Kringlunnar 4-6 og Kringlunnar 8-12 og stækkun Kringiunnar til norðurs að Miklubraut. „Um áttatíu þúsund viðskipta- vinir heimsækja Kringluna viku- lega og hefur verið stöðug aukning í aðsókn Kringlunnar frá því hún var opnuð í ágúst 1987. Frá opnun hefur verið eftirspurn eftir verslun- arhúsnæði í Kringlunni. I nóvem- ber á síðasta ári yfirtók Kringlan rekstur á Borgarkringlunni sem nú er nefnt suðurhús. Yfirtaka á þessu húsnæði var fyrsta skrefið í þróun Kringlunnar. Við samrun- ann varð fjölbreytni í verslun enn meiri og hlutur afþreyingar var aukinn mikið og nú er m.a. þriggja sala kvikmyndahús í Kringlunni. Með tilkomu tengibyggingar verð- ur ljölbreytnin aukin enn frekar og þá verða norður- og suðurhús sameinuð undir eitt þak,“ segir í fréttatilkynningu. 8-villt á Gjánni HUÓMSVEITIN 8-villt leikur föstudagskvöld á Gjánni, Selfossi. Á laugardagskvöldið leikur hljómsveitin svo á uppskeruhátíð á Ólafsfírði. Morgunblaðið/Sig. Fannar EIGENDUR TRS, f.v. Július M. Pálsson, Páll Gestsson og Gunnar Þorsteinsson. Fagform og TRS í nýtt húsnæði Selfossi. Morgunblaðið. MARGT var um manninn þeg- ar Fagform, auglýsinga- og skiltagerð, og TRS, Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands, héldu veislu nýlega í tilefni af flutningi fyrirtækjanna í nýtt húsnæði. Húsnæðið er 400 fm að stærð og skipta fyrirtækin plássinu bróðurlega á milli sín, 200 fm hvort. Húsnæðið er í eigu Fag- forms ehf., sem hefur verið starfandi á Selfossi í rúm tvö ár. Hausthátíð í Breiðholts- skóla HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla laugardaginn 27. september og segir í fréttatilkynn- ingu að þar sem skólastarfið sé hafið sé rétt að gera sér glaðan dag og vekja alla til vitundar um það sem því fylgir þ.e.a.s börn á gangi eða hjólandi. Hátíðin hefst kl 13:00 með skrúðgöngu frá Breiðholtsskóla um hverfið og er meiningin að vekja alla í hverfinu og endar skrúðgangan síðan aftur við skól- ann. Margt verður gert til skemmt- unar. Lögreglan verður á staðnum, veltibíll sýnir gildi bílbeltanna, sjúkrabíll mætir á svæðið og verð- ur þar lögð áhersla á hvað þarf að varast við hjólreiðar og ítrekuð notkun hjálma, Skátafélagið Eina stjórnar leikjum, körfuboltakeppni, andlitsmálun, leiktæki frá ÍTR og einnig verða seldar pylsur og gos til styrktar foreldrafélaginu. Alþjóðleg ráðstefna um ferðaþjónustu ALÞJÓÐLEG ráðstefna um mark- aðssetningu sjálfbærrar ferðaþjón- ustu í dreifbýli verður haldin föstu- daginn 26. september í Borgartúni 6. Ráðstefnan fer fram á ensku og eru fyrirlesarar sérfræðingar frá ýmsum löndum Evrópu. Flutt verða erindin: Mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu, Að fjár- magna markaðssetninguna, Pól- land - Stefnumótun, Hlutverk rík- isins í markaðssetningu, Spánn - reynsla söluaðila, Unveijaland - markaðssamstarf á breiðum grundvelli, Stefnumótun - dæmi frá Eystrasaltslöndunum, Gæði ferðaþjónustu í dreifbýli - kröfur og eftirlit, Tölvuvæðing sölu- og upplýsingaleiða og Bókunarkerfi og upplýsingar á Veraldarvefnum. Námskeið um foreldrahlut- verkið FJÖLSKYLDURÁÐGJÖFIN Sam- vist mun á næstunni halda nám- skeið fyrir foreldra í Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg um hið mikil- væga en vandasama hlutverk að vera foreldri í nútímasamfélagi. Hvert námskeið stendur yfir í 6 skipti, 2 klst. í senn, einu sinni í viku að kvöldi til. Flutt verða stutt færðileg erindi en síðan gefst fólki kostur á umræðum og verkefna- vinnu í hópum. Fyrirhuguð viðfangsefni á nám- skeiðinu eru: Þróun fjölskyldu á Islandi á þessari öld, sjálfstraust foreldra, stjúptengsl, tjáskipti, mikilvægi föðurhlutverksins og samantekt og mat. Námskeiðið er opið öllum for- eldrum í Mosfellsbæ og Reykjavík- urborg. Þátttaka miðast við 20 manns á hvert námskeið. Þátttöku- gjald er 3.000 kr. Ráðgert er að hefja fyrsta námskeiðið fimmtu- daginn 9. október nk. kl. 20. Sagnaganga í fótspor geng- inna kynslóða BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna stendur fyrir sagna- göngu um Hafnaríjörð laugardag- inn 27. september. Farið verður á stað frá Smiðjunni Strandgötu 50, klukkan 10 árdegis. Gengið verður um slóðir þess fólks sem byggði Hafnarfjörð á fyrstu áratugum aldarinnar, og verður leiðsögumað- ur Kristján Bersi Ólafsson en hann mun ijalla um hús, staði, menn og málefni. I sumar hefur Byggðasafnið staðið fyrir sýningunni; Undir Hamrinum, Af lífi hafnfirskrar al- þýðu. Sýning sem sett var upp til heiðurs gengnum kynslóðum Hafnfirðinga sem hér bjuggu við erfiðar aðstæður á fyrri hluta ald- arinnar. Nú fer hver að verða síð- astur að sjá sýninguna því nú um helgina eru síðustu sýningardagar hennar, segir í fréttatilkynningu. Gangan er ókeypis og fá göngu- menn frítt inn á safnið. LEIÐRÉTT Ekki prófastur RANGHERMT var i upplýsingum sem fylgdu viðtali við sr. Jón Bjarman á bls. 8 á miðvikudag að eiginkona hans, Jóhanna K. Páls- dóttir, væri prófastur. Faðir hennar hafði þetta starfsheiti en hún er aðalféhirðir Búnaðarbankans og yfirmaður afgreiðslu aðalbanka Búnaðarbankans. Auk þess var á sama stað Laufás ranglega sagður í Skagafirði. Sá forni kirkjustaður er í Þingeyjarsýslu. Kvöldmessa með léttri sveiflu í Hafnarfirði KVÖLDMESSA með léttri sveiflu fer fram í Hafnaríjarðarkirkju sunnudaginn 28. september og hefst hún kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson söngvari, sem þekktur er fyrir söng fjörlegra dægurlaga en hefur hin síðari ár snúið sér að söng á trúarsamkomum og í kirkjum, stýrir söngnum og hefur með sér sveit vel þekktra hljóð- færaleikara. Sigurður Flosason leik- ur á saxafón, Tómas R. Einarsson á bassa, Kjartan Guðnason á tromm- ur og Gunnar Gunnarsson á píanó. Auk þess að leika í messunni munu þeir leika iétt lög 15-20 mínútur áður en hún byijar. „Með því að fitja upp á breytingum í helgihaldi og opna kirkjuna fyrir takti og sveiflu er verið að koma til móts við óskir fjölda fólks, sem þráir að heyra fagnaðarerindið í ferskum búningi, sem hrífur og gleður, segir í frétt frá prestum Hafnaríjarðar- kirkju. Eftir kvöldmessuna er safnað- arheimilið Strandberg opið. Fyrr um daginn fer fram árdegisguðsþjónusta í kirkjunni sem hefst kl. 11 og er sunnudagaskóli þá jafnframt í safn- aðarheimilinu og einnig í Hvaleyr- arskóla og Setbergsskóla. Haustmessa Kvenna- kirkjunnar KVENNAKIRKJAN heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 28. sept- ember kl. 20.30. Þema messunnar er litbrigði haustsins. Séra Solveig Lára Guðmundsdótt- - ir, formaður jafnréttisnefndar kirkj- unnar, prédikar og segir frá nýrri jafnréttisáætlun kirkjunnar. Jó- hanna Þórhallsdóttir syngur einsöng og kynnir lög af nýrri plötu sinni. Kór Kvennakirkjunnar leiðir al- mennan söng við undirleik Aðalheið- ar Þorsteinsdóttur. Kaffí á eftir í safnaðarheimilinu. LEIÐRÉTTING VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins þetta kann að hafa valdið viðskipta- birtust röng vikutilboð undir nafni vinum verslunarinnar. Hér á eftir 10-11 verslananna í gær. Beðist er koma tilboðin hjá 10-11 verslunun- velvirðingar á þeim óþægindum sem um. 10-11 búðirnar QILDIR TIL 1. OKTÓBER VM nú kr. Verö áður kr. Tilbv. á mœiie. Svínakótilettur 798 1089 798 kg Brauðskinka 698 1141 698 kg Örbylgjupopp 98 178 98 st. Pepsi 2 Itr 125 155 62,50 Itr Toro lambagrýta 118 148 118 St, Bacon 598 991 598 kg Nóa kropp 118 158 118 St.j Jafningja- fræðsla foreldra SAMFOK býður bekkjarfulltrúum í 6.-10. bekk til fundar í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6, kl. 10-12 laugardaginn 27. september. Á þess- um fundi, sem ber yfirskriftina For- eldrastarf er forvarnastarf, verður kynnt verkefnið Fyrirmyndarfor- eldrar en það er hugsað sem jafn- ingjafræðsla meðal foreldra. Samstarf foreldra á bekkjarvísu fer vaxandi og mörg dæmi eru um góðan árangur af því að stilla saman strengina í ýmsum málum, t.d. varð- andi útivist, afmæli og vasapeninga, segir í fréttatilkynningu. PU, HJALPAR MEÐ HVERJUM BITA Mvllan leggur af nv kr. at nverju Heimilisbrauði til hjálparstarfs. MYLLAN HiÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Ss- Ítaísíqir undirfatnaður með aíþjóðlega íágceða viðurícenningu \Jajolet 20% tynningararfsíáttur í Lyjju föstud. 26. sept., (auyard. 27. se.pt. frá kl. 13-18. Sérfræðingur á staðnum. Dörnu-, herra- og )) Samafatnaður. bgs^ 96% Sómud4%> (ykra FÆST í APÓTEKUM OG BETRI VERSLUNUM UM LAND ALLT. •Pvagteíka- og£rcnningarSw(ur AXIOM’ LYFJA Láfimúía 5. LýV Seiídversíun siini 588 6111 Ta^5541Z38. Hjami, ístensRt súpermódet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.