Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
„Handhafi þessa miða tekur á sig
alla áhættu sem upp kann að
koma í þessum körfuknatt-
leik ... “ „Ef fyrirhugaður leik-
ur er ekki leikinn samkvæmt
þessari dagsetningu getur verið
að þessi miði..."
Alþýðuvæni meiri-
hlutinn í Reykjavík?
Frá Hrafnhildi Jónsdóttur:
ÉG HEF, sem dyggur neytandi,
fylgst dálítið með umfjöllun um mál-
efni Strætisvagna Reykjavíkur og
finnst þar vera komin framhaldssaga
af hestu gerð, þar er allavega ekki
lognmollunni fyrir að fara og ýmis-
legt virðist vera brallað á þeim bæ!
Tilurð þessa bréfs er, að í útvarp-
inu þann 18. september sl., hlustaði
ég á mjög svo skondinn og vægast
sagt einkennilegan málflutning bog-
arstjórans í Reykjavík, þar sem hún
virtist vera að sverta, og níða niður
mannorð þriggja borgarstarfs-
manna, þ.e.a.s. sína eigin starfs-
menn, (NB fyrrverandi starfsmenn)!
Þær voru greinilega þungar sakir
þessara fyrrverandi vagnstjóra SVR,
og hún tíundaði nauðsyn þess að
þeir voru leystir frá störfum tafar-
laust.
Mér finnst mjög ósmekklegt og
niðurlægjandi fyrir borgarstjórann
að sýna svona framkomu við þetta
ágæta fólk sem hefur, að því best
er vitað, þjónað borginni og borg-
arbúum í marga áratugi.
Það kom greinilega fram í máli
Ingibjargar að hún virtist aðeins
hafa kynnt sér aðra hlið málsins og
talaði heldur kaldranalega um afglöp
starfsmannanna. Það kom einnig
greinilega fram, og sló mig svolítið,
að hún virtist ekki hafa áhuga á að
kynna sér málið frá þeirra hlið (þ.e.
starfsmannanna)! Að vísu virtist
málflutningur Ingibjargar byggður á
gögnum, smíðuðum í smiðju forstjóra
SVR, Lilju Ólafsdóttur, en hún hefur
verið mjög áberandi í fjölmiðlum
undanfarið vegna alls kyns örðug-
leika í samskiptum við starfsmenn
sína, (þ.e. vagnstjóra). Þetta var að
vísu nokkuð einlitur málflutningur,
sem þarna kom fram en engu að
síður mannskemmandi.
Hvetjar voru svo sakirnar sem eru
taldar svo alvarlegar að sjálfur borg-
arstjóri Reykjavíkur finnur sig til-
neydda að koma fram fyrir alþjóð í
útvarpi og tilkynna þetta? Er það
ekki í verkahring forstjóra SVR að
fjalla um þessi mál, eða ræður hún
kannski ekki við þetta lengur? Aðal-
sakir starfsmannanna fyrrverandi
virtust vera klósettferðir í vinnutím-
anum sem orsökuðu, að sögn borg-
arstjóra, einhverra mínútna, for-
boðna, seinkun á áætlun! Ja hérna,
á mínum vinnustað er ekki gerð at-
hugasemd við það að starfsmaður
skreppi frá verki, til að sinna kalii
náttúrunnar, jafnvel þótt það seinki
verkinu um einhveijar mínútur, þar
er þetta einfaldlega kallað „sjálf-
sagður réttur starfsmanna".
Það er með eindæmum hvað þessi
„alþýðuvæni" meirihluti er áfjáður í
að sýna hver hefur „valdið" og þegar
hugað er að því að borgarstjóri er
fulltrúi allra flokka meirihlutans
hlýtur að ályktast sem svo að þeir
séu allir sammála þessum einstaka
málaflutningi. í ljósi þess, er það
alveg á hreinu að á mínum bæ, í
fyrsta skipti í manna minnum, verður
ekkert Xað við R-listann í kosningun-
um, sem eru alveg á næsta leiti!
Hvernig sem ég reyni að rifja upp
tíð fyrrverandi meirihluta; þ.e. sjálf-
stæðismanna, rekur mig ekki minni
til að hafa nokkurntíma heyrt að
einum eða neinum hafi verið sagt
upp tafarlaust, fyrir þær sakir einar
að verða brátt í brók.
Ég sé að lokum ekki annað í stöð-
unni, í ljósi þessa máls og ýmislegs
annars sem upp hefur komið í tíð
hins „alþýðuvæna" meirihluta, en að
vænsti kosturinn sé Sjálfstæðisflokk-
urinn og fær hann, andstætt venju
eftir því sem ég best veit, nokkuð
mörg atkvæði út á „strætó".
HRAFNHILDUR JÓNSDÓTTIR,
strætófarþegi,
Flétturima 19, Reykjavík.
Hvoru er betur treystandi,
Arna eða Ingibjörgu?
Frá Valgerði Einarsdóttur:
FYRIR skömmu var eitt ár liðið frá
því að FÍB fór að bjóða verulega
lækkun á bílatryggingum. Eins og
flestir bíleigendur hafa fundið í
pyngjunni, þá lækkuðu ekki bara
tryggingarnar hjá þeim sem tryggja
hjá FÍB-tryggingu, heldur þorðu inn-
lendu tryggingafélögin ekki annað
en að lækka iðgjöld sín líka.
Það kom fram í DV að iðgjöld
bílatrygginga hafa lækkað um einn
milljarð króna á ári vegna aðgerða
FÍB. Þetta er kjarabót sem svo til
allir íslendingar hafa fengið að njóta
ef þeir hafa aðgang að bíl á annað
borð. Sá sem hefur verið í farar-
broddi fyrir þessum áhrifaríku að-
gerðum er Árni Sigfússon, formaður
FIB. Hann hefur ekki spurt hvort
lækkun iðgjaldanna komi illa við
gömlu tryggingafélögin. Hann hefur
bara sýnt þeim að raunveruleg sam-
keppni er besta kjarabót almennings.
Nú vill svo til að Árni er einnig for-
ystumaður sjálfstæðismanna í minni-
hluta í borgarstjóm Reykjavíkur. Af
skiljanlegum ástæðum fær minni-
hlutinn litlu ráðið um það hvernig
farið er með fjármuni Reykvíkinga.
Ámi hefur því þurft að beita kröftum
sínum á öðrum vettvangi, þ.e. hjá
FÍB, til að sýna getu og vilja til að
bæta kjör borgaranna.
Forvitnilegt er að bera saman
hvernig forystumenn listanna í borg-
arstjórn standa sig. Á meðan Árni
Sigfússon leggur sjálfan sig að veði
í slag við voldug tryggingafélög, þá
hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri svikið flest kosningalof-
orð sín. Hún hefur hirt allar kjara-
bætur Reykvíkinga með hækkun á
sköttum og þjónustugjöldum. Á sama
tíma hafa útgjöld borgarinnar vaxið
verulega í stað þess að minnka, eins
og hún lofaði.
Það er ekki oft sem almenningur
getur séð með jafn skýrum hætti
hvernig stjómmálamenn standa sig.
Hvað þessa tvo forystumenn listanna
í Reykjavík varðar þá eru það verkin
sem hafa talað. Annars vegar er það
manneskjan með vöidin til að láta
gott af sér leiða, en gerði það ekki.
Hins vegar höfum við Árna Sigfús-
son sem með FÍB að baki sér hefur
náð árangri sem skiptir allan almenn-
ing máli. Er nokkur spurning hvoru
þeirra er betur treystandi fyrir stjórn
borgarinnar?
Með bestu kveðju og fyrirfram
þökk fyrir birtinguna.
VALGERÐUR EINARSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 40, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjðrn 669 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 669 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið.