Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Réttardagrir og
lambslifur
Laugardaginn 13. sept sl. fór bóndi Kristínar
Gestsdóttur í Skaftárrétt ásamt börnum og
bamabömum og gefur Kristín honum orðið.
SÓLIN yfir Tindfjallajökli bauð
okkur velkomin inn í daginn. Við
höfðum farið úr Garðabænum kl.
5 og vorum rétt hálfnuð. Það
átti að hleypa fyrsta hópnum inn
í almenninginn k. 8. Glampi
spennu og tilhlökkunar var í aug-
um barnanna - kæmum við nógu
snemma? Búið var að draga
nokkrar kindur í Seglbúðadilkinn
og þvílík sólskinsblíða, það var
annað en gærdagurinn þegar
safnið ætlaði ekki að nást niður
fyrir roki. Mörkin voru tvö, mið-
hlutað hægra, heilt vinstra og
sneitt framan hægra og heilt
vinstra. Malbiksbörnin byijuðu
að draga eins og þetta væri þeim
í blóð borið. Kl. hálfellefu var
gert hlé og farið að kyssast,
drekka kaffi og borða jólaköku
og flatkökur með hangikjöti. Af
hveiju eru mörkin tvö? spurði
einn 7 ára af malbikinu. Allir
tvílembingarnir eru með miðhlut-
að hægra en einlembingar með
sneitt framan hægra, þetta auð-
veldar ásetningu. Það voru 600
fjár í hópnum sem rekinn var 12
km gegnum Landbrotshólana
fram að Seglbúðum. Börnin
hlupu í kringum hópinn eða tví-
menntu á einhveiju hrossinu, en
jeppar nýttust þreyttum mönnum
og dýrum. „Það er miklu
skemmtilegra í réttum núna en
áður fyrr,“ sagði sonurinn á bæn-
um - megi svo vera áfram.
Lifur þarf að sneiða þunnt og
steikja aðeins í 2-3 mínútur á
hvorri hlið, annars verður hún
þurr og hörð. Óþarfi er að taka
himnu af lambslifur. Skerið úr
allar æðar og himnur.
Lifur með lauk
1 lifur, um 500 g
_____________1 tsk. salt__________
'A tsk. pipar
1 ‘A dl hveiti
um ’A dl matarolía
________2 meðalstórir laukar_______
1 tsk. soðkraftur
___________um 2 dl vatn____________
1. Hreinsið og sneiðið lifrina, sjá
hér að ofan. Afhýðið laukinn og
skerið í sneiðar. Setjið 'A af matar-
olíunni á pönnuna og steikið lauk-
inn, hellið síðan 'A dl af vatni á
pönnuna, heliið í skál og geymið.
2. Blandið saman hveiti, salti og
pipar, setjið í plastpoka, setjið lifrar-
sneiðarnar í pokann og hristið svo
að hveitið þeki sneiðarnar vel. Setj-
ið það sem eftir er af matarolíunni
á pönnuna og steikið lifrarsneiðarn-
ar.
3. Setjið laukinn ásamt vatninu
á honum á pönnuna, bætið í soð-
krafti og l'A dl af vatni, hristið
hveitið sem eftir er í pokanum út í
og hrærið í með spaða. Setjið lok á
pönnuna og sjóðið í 2-3 mínútur.
Ef sósan er of þykk þarf að bæta
vatni í.
Meðlæti: Soðnar kartöflur og soð-
ið blómkál, hvítkál eða sprotakál
(brokkoli).
Lifur með beikoni
og eplum
1 meðalstór lifur
1 tsk. salt
‘A tsk. pipar
1 'A dl hveiti
‘A dl matarolía
20 g smjör
6-8 stórar sneiðar beikon
1-1‘Asúrt epli
1. Hreinsið lifrina og skerið í
þunnar sneiðar, sjá hér að ofan.
Stingið kjarnann úr eplunum og
skerið í sneiðar.
2. Klippið beikonsneiðamar
langsum í tvennt, skerið síðan einu
sinni í sundur þvert. Steikið á pönnu
við meðalhita. Takið af pönnunni
og geymið. Minnkið hitann, setjið
smörið á pönnuna og steikið epla-
sneiðarnar á báðum hliðum. Geym-
ið.
3. Blandið saman hveiti, salti og
pipar og setjið í plastpoka. Setjið
lifrarsneiðarnar í pokann og hristið
svo að hveitið þeki sneiðarnar.
4. Setjið matarolíuna á pönnuna
og steikið lifrarsneiðrnar á báðum
hliðum. Nú má búa til sósu með
sömu aðferð og í uppskriftinni hér
að ofan eða sleppa sósunni og bera
smjör með lifrinni í staðinn.
5. Setjið eplasneiðarnar ofan á
lifrina, raðið beikonræmunum í
kross ofan á. Setjið lok á pönnupa
og látið hitna vel í gegn.
Meðlæti: Soðnar kartöflur og
gulrætur.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Þulir
heimildamynda
HLUSTANDI hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hann koma þeirri at-
hugasemd á framfæri við
Ríkissjónvarpið að þeir
vandi vel valið á þulum
sem lesi inn á heimildar-,
fræðslu- og dýralífsmyndir
og vildi hann sérstaklega
taka fram myndir Davids
Attenbrough. Segir hann
að það skipti öllu máli þeg-
ar verið sé að horfa að
þessa konar myndir að vel
sé lesið, skýrt og áherslur
góðar.
Einnig vill hann koma
því á framfæri að sýndar
verði oftar breskar bíó-
myndir, það sé nóg fram-
boð af bandarískum bíó-
myndum á öðrum stöðv-
um.
Góð þjónusta
í skóbúð
Keflavík
MIG langar til að koma á
framfæri þakklæti fyrir
góða þjónustu í skóbúðinni
í Keflavík. Þannig var að
ég keypti á dóttur mína
stígvél í júní. Hún var búin
að nota stígvélin mikið,
gúmmíið var farið að
morkna og göt kominn á
botninn svo ég ætlaði að
kaupa ...ný stígvél handa
henni. Þegar afgreiðslu-
konan í skóbúðinni sá stíg-
vélin vildi hún endilega
bæta okkur það, og lét
okkur fá ný Viking stíg-
vél, sem eru dýrari stígvél,
án endurgjalds. Þetta kalla
ég frábæra þjónustu.
Kolbrún.
Tapað/fundið
Myndavél týndist
ÁSTRALSKUR skiptinemi
tapaði myndavél Rocoh
Shotmaster Zoom III P í
Tunglinu sl. þriðjudags-
kvöld. Hún saknar hennar
sárt. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn um að
hringja í síma 587-2155
og láta vita.
Seðlaveski týndist
BRÚNT seðlaveski tapað-
ist í Hagkaup í Garðabæ
eða á Garðatorgi 16. sept-
ember sl. í veskinu voru
m.a. skilríki. Finnandi er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 565-7935.
Myndavél týndist
MYNDAVÉL af gerðinni
Chinon í svörtu hulstri
týndist á leiðinni Gullfoss,
Geysir, Hveragerði í lok
ágúst. Finnandi er vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 553-5121.
Karlmannsfrakki
týndist
DÖKKBLÁR síður karl-
mannsfrakki týndist á opn-
unarkvöldi veitingastaðar-
ins Vegamót. Þeir sem
hafa orðið varir við frakk-
ann vinsamlega hafí sam-
band við Bjarna í síma
515-5652 eða 562-4772.
Dýrahald
Kolsvartur fress
týndur
STÓR kolsvartur fress
hvarf miðvikudaginn 17.
sept. úr Seljahverfí. Hann
er með bláa hálsól, stóra
bjöllu og merki í tunnu.
Hann er nýfluttur í hverfíð
og gæti hafa villst, bjó
áður í Mosfellsbæ. Þeir
sem hafa orðið varir við
kisa vinsamlega hafí sam-
band í síma 567-8595.
Hvít angórukisa
týnd í Garðabæ
HVÍTUR fress, angóru-
kisa, týndist í Asparlundi
í Garðabæ um miðjan sept-
ember. Þeir sem hafa orðið
varir við kisa hafí samband
í síma 565-6388.
Hvítur
skógarköttur í
óskilum
HVÍTUR skógarköttur,
högni, fannst á milli Hafn-
arfjarðar og Garðabæjar
fyrir nokkru. Hann dvelur
nú í Kattholti. Kannist ein-
hver við köttinn má hann
hafa samband upp í Katt-
holt í síma 567-2909.
Hvolpur óskar eftir
heimili
6 mánaða hvolpur óskar
eftir nýju heimili, helst í
sveit. Uppl. í síma
568-0718.
SKÁK
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi íslands á Akureyri.
Jón Viktor Gunnarsson
(2.315) hafði hvítt og átti
leik, en Þorsteinn Þor-
steinsson (2.305) var með
svart og lék síðast 33. -
Hh2-hl??, í staðinn fyrir 33.
- Dd5-g2! sem hefði tryggt
svarti gjörunnið tafl. 34.
Hbl er þá svarað með 34.
- Bxf5! og 34. Bg7+ -
Kg8! var síst betra. Nú get-
ur hvítur bjargað sér með
drottningarfóm:
34. fxe6! - Hxcl+ (Eftir
34. - Dxg5 35. Hxhl verður
svartur að gefa drottning-
una til baka til að forðast
mát) 35. Dxcl - dxe6 36.
Dfl+ - Ke8 37. Ddl og
með mann yfír fyrir aðeins
tvö peð tókst Jóni Viktori
um síðir að knýja fram vinn-
ing í endatafli.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur. Skráning
stendur yfir hjá TR í síma
568 1690 og lýkur annað
kvöld kl. 20. Taflið hefst á
sunnudaginn kl. 14.
Teflt verður á sunnudög-
um og á miðvikudags- og
föstudagskvöldum. Mótið er
öllum opið. Verðlaun í A
flokki eru 65 þús., 35 þús.
og 20 þús.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt bréf frá
Halldóri G. Jónssyni á Bíldu-
dal þar sem hann fjallar um fyrri
pistil Víkveija um Dynjanda í Arn-
arfirði. Halldór segir:
„í Morgunblaðinu 11. þessa mán-
aðar skrifar þú um nafngift eins
mesta náttúrudjásns landsins, foss-
inn Dynjanda.
Mig langar til þess að leggja fá-
ein orð í belg um það nafnarugl,
sem nú í seinni tíð hefur átt sér
stað á þessari náttúruperlu."
xxx
G ÁFRAM heldur Halldór:
„Nafnið Fjallfoss er þannig
til komið, að eins og allir vita
ákváðu stofnendur Eimskipafélags-
ins að skíra skip þess fossanöfnum.
Ýmsir menn í dreifðum byggðum
landsins munu þá hafa reynt að
koma á framfæri við félagið fossa-
nöfnum úr sinni heimabyggð. Einn
þessara manna var séra Böðvar
Bjarnason, þáverandi prestur á
Hrafnseyri. Hann mun hafa verið
eins og oft gekk um presta í sveit-
um landsins mikill áhrifamaður í
sinni sveit, og honum mun hafa
tekist að koma nafninu Fjallfoss á
framfæri við Eimskipafélagið.
Hvers vegna það nafn en ekki Dynj-
andisfoss, sem á þeim tíma mun
hafa verið nokkuð algengt í munni
manna hér um slóðir, hef ég ekki
heyrt viðhlítandi skýringu á.
Arnfirðingar munu margir ekki
hafa verið ánægðir með þessa
nafnabreytingu.
xxx
ENN SEGIR Halldór: „Á því er
enginn vafi að fossinn heitir
Dynjandi, og mun hafa heitið svo
frá upphafi vega. Þegar fyrsta fólk
hefur komið á þessar slóðir, þá
hefur dynur fossins verið eitt það
allra fyrsta, sem vakið hefur eftir-
tekt þess í kyrrðinni, sem þarna
hefur ríkt, og ríkir enn.
Elsta heimild, sem ég hef séð er
skrá um jarðeignir Guðmundar Ara-
sonar ríka á Reykhólum, en þar er
tilgreind meðal annarra jarða hér
við Arnarfjörð jörðin „Undir fjalli
við Dynjanda". Guðmundur var
uppi snemma á 15. öld, og á þeim
tíma mun hafa verið málvenja að
kalla býli, sem stóðu undir fjallshlíð-
um, að minnsta kosti á stöku stað,
einfaldlega Undir fjalli, samber var
Undir Gnúpi í Dýrafirði, en sem nú
heitir Núpur.“
xxx
LOKS segir Halldór G. Jónsson
frá Bíldudal: „Að sumarlagi
sér ferðafólk fossinn, ef svo mætti
að orði- komast, í hógværri tign
sinni. En hógværðin getur farið af,
og í vatnavöxtum steypist hann
fram af brúninni í hamförum. Fáir
munu nú sjá slíka sjón rétt við foss-
inn sjálfan. Einu sinni varð ég þó
svo heppinn að sjá hann í jötunefld-
um hamförum, úðamökkurinn huldi
hann upp fyrir miðju og dreifðist
um hlíðarnar til beggja hliða. Og
þvílíkur Dynur, slíkri tröllahljóm-
kviðu gleymir enginn.
Ofurvald fossins yfir umhverfi
sínu lýsir sér í nafngiftum þess.
Áin heitir Dynjandisá, heiðin Dynj-
andisheiði og vogurinn, sem áin
fellur í Dynjandisvogur. Auk þess
hefur hið forna nafn bæjarins lotið
í lægra haldi og dregur hann nú
nafn af sjálfum fossinum og heitir
Dynjandi, þó kominn sé í eyði svo
þar sjást nú engin merki hans, þá
ber landareignin bæjarnafnið.
Fyrir nokkru gengust Lionsmenn
fyrir merkingu vatnsfalla hér um
slóðir og þeir merktu Fjallfoss við
vegamótin skammt frá fossinum.
Ég og að ég held fleiri höfðum sam-
band við þá og mótmæltum þessari
merkingu. Lionsmenn tóku þessi
mótmæli til greina og merktu foss-
inn sínu rétta nafni sem hann hefur
eflaust borið frá því að fólk leit
hann augum í fyrsta sinn.“
xxx
ANNIG lýkur bréfi Halldórs
G. Jónssonar. Neðan við und-
irskrift hans er „post scriptum",
PS, þar sem hann segir: „Mikið lif-
andis ósköp kann ég illa við þetta
„til margra ára“, sem nú tröllríður
töluðu og rituðu máli, í Morgunblað-
inu sem annars staðar, og á víst
að merkja hið sama og okkar góða
gamla íslenska árum saman.“