Morgunblaðið - 26.09.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBE R 1997 51
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir myndina Fever Pitch með Colin Firth og Ruth Gemmell í aðal-
hlutverkum. Nick Hornby vann handritið upp úr sjálfsævisögu sinni. Leikstjóri er David Evans.
Þegar allt snýst um boltann
Frumsýning
FEVER Pitch er gerð eftir
sjálfsævisögu Nick Hornbys og
varð bókin metsölubók flestum að
óvörum. Sögusviðið er leiktíðin í
enska boltanum 1988-1989 og er að-
alsöguhetjan enskukennari að nafni
Paul Asworth (Colin Firth), en hann
er einlægur áhangandi Arsenal, og
eftir því sem á myndina og leiktíma-
bilið líður virðast líkur á því að lið-
inu takist að hreppa meistaratitilinn
eftir 18 ára bið.
í grunnskólanum þar sem Paul
starfar kynnist hann Söru (Ruth
Gemmell), sem hann telui' hafa til
að bera marga af helstu eiginleikum
Georgs Graham framkvæmdastjóra
Arsenal. Gegn betri vitund taka þau
upp samband sem á tíðum verður
ansi stormasamt, og með bakliti
kemur í ljós hver ástæðan er fyrir
því að Paul er svo dyggur stuðn-
ingsmaður Arsenal sem raun ber
vitni. Félagið hjálpaði nefnilega
Paul og pabba hans að treysta sam-
band þeirra á viðkvæmu augnabliki
og fótboltinn hafði hjálpað Paul í
gegnum skóla og styrkti vináttu-
bönd. Knattspyi’nufélagið hafði með
öðrum orðum útvegað Paul tilfinn-
ingalegan gi’undvöll í lífinu og
styrkt sjálfsvitund hans.
Ekkert af þessu kemur hins veg-
ar Söru að gagni og smám saman
verður henni ljóst hvaða hættur
geta falist í því að binda allar vonir
sínar við velgengni knattspymufé-
lags. Þegar Arsenal bíður ósigur
fyrir Derby County riðar samband
hennar og Pauls svo til falls. En
ekki er allt farið út um þúfur því
Arsenal á enn smá möguleika á að
ná titlinum. í Liverpool kemst Sara
svo ekki einungis að því að fótbolt-
inn getur verið meira en bara leik-
ur, heldur kemst hún líka að því að
boltinn getur veitt henni sælustund-
ir sem fágætar eru í lífinu.
Saga Nick Hornbys er einsök
vegna þeirra miklu vinsælda sem
hún hefur notið, en þetta er fyrsta
bók höfundarins og hefur hún snert
marga vegna einfaldrar sögunnar
sem sögð er á listilegan hátt. Um
fjögur ár tók að gera kvikmyndina
eftir bókinni, en myndin er sú
fyrsta sem leikstjóri hennar, David
Evans, leikstýrir. Colin Firth sem
fer með aðalhlutverkið er vel þekkt-
ur úr breskum kvikmyndum og
sjónvarpsmyndum og síðast sást
hann í myndinni The English Pa-
tient.
SARA ræðir málin við vinkonu sína sem hún býr með.
Fjnrnn_____________Jón Möller leikur rómantíska
píanótónlist fyrir matargcsti
Fjörugarðurinn Maggi Kjartans & co. sjá um
menningarmálin á dansgólfinu
IVíkingavcíslurnar
aldrei vinsælli en nú!
Pantið tímanlega í síma
565 1213
I
Fjörukráin • Strandgötu 55
PAUL er ensku-
kennari í grunn-
skóla og þar
kynnist hann Söru
sem einnig kennir
við skólann.
k? v-
Smiðjin rfii I I í l\óp(ivogi. sínii: 0117 60110
Hljómsveit
Önnu Vilhjálms
leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld
Stórt
Sjéumst fgsiastiið'-
Hilmar Sverrisson
heldur uppi léttri og góðri stemningu
á Mímisbar.
-þín saga!