Morgunblaðið - 01.10.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.10.1997, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAGRÚN HELGA HA UKSDÓTTIR + Dagrún Helga Hauksdóttir fæddist í Reykja- vík 24. nóvember 1962. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Sigrún Björk Steinsdóttir fædd á Isafirði 19. nóv- ember 1938 og Haukur Harðarson fæddur í Víðikeri í Bárðardal 3. maí 1936. Bræður hennar eru: Vignir Bragi, f. 13.1. 1964, sambýlis- kona Þóra Valgerður Jóns- dóttir, f. 3.4. 1962. Vignir á eina dóttur, Lilju, og stjúp- dóttur, Önnu Kol- brúnu Jensen. Haf- þór Már, f. 4.12. 1966. Hafþór dó af slysförum 20. jan- úar 1985. Dagrún Helga giftist Berg- þóri Bjarnasyni 20.9. 1997. Berg- þór fæddist í Reykjavík 16.11. 1961. Þau eignuð- ust einn son, Andra Má Bergþórsson 17.12. 1984. For- eldrar Bergþórs eru Gíslína Vil- hjálmsdóttir og Bjarni Sæ- mundsson, búsett í Garðabæ. Úfför Dagrúnar Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var reiðarslag þegar við fréttum í maí sl. að Dagrún hefði greinst með illkynja sjúkdóm. Hún var þá búin að vinna um tíma á saumastofu og hafði verið alveg -> sérstaklega ánægð með þá vinnu, enda hafði áhugi hennar á handa- vinnu og hæfileikar verið í þá átt. Hún varð því fyrirvaralaust að hverfa frá starfi sínu og takast á við stranga meðferð og baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við sem stóðum nærri gátum ekki annað en skynj- að þann styrk og æðruleysi, sem hún hafði til að bera vð þessar erfiðu aðstæður. Við hjónin lögðum upp í ferðalag til norðurhéraða Spánar 15. sept- ■»» ember sl., en áður en við lögðum af stað áttum við góða stund með Dagrúnu, Bergþóri og Andra Má á heimili okkar í Mosfellsbænum. Talið barst þá m.a. að veru hennar í Santander á Norður-Spáni við spænskunám á unglingsárum. Það fór ekki milli mála að Dagrún átti góðar endurminningar frá Sant- ander og hvatti okkur til að fara þangað og skoða kastalann sem hún bjó í og fagurt umhverfi hans. Ennfremur bað hún okkur að kaupa fyrir sig ákveðinn hlut sem hún vissi að myndi fást í Santand- er, þannig að hún eins og við vænti endurfunda að loknu þessu stutta ferðalagi. Dagrún og Bergþór tilkynntu okkur þetta kvöld að þau ætluðu að giftast næsta laugardag 20. september og þó að við gætum ekki verið viðstödd brúðkaupið, var hugur okkar með þeim þennan dag og við fengum fréttir af því frá börnum okkar símleiðis hve þessi dagur var yndislegur. Það var því gífurlegt áfall þegar við fengum andlátsfregnina á fjórða degi eftir brúðkaupið, og þegar við áttum ófarna eina dag- leið til Santander, sem hún dáði svo mikið. Það var því með sér- stöku hugarfari sem við skoðuðum kastalann, sem var byggður sem sumardvalarstaður Spánarkon- ungs á árunum 1911-1913, en hefur síðar fengið hlutverk menntastofnunar. Fyrstu minningarnar um Dag- rúnu eru þegar þær mæðgur komu til ísafjarðar þegar hún var 2ja mánaða gömul, svo fíngerð og smá og fallegt barn. Næsta minning er um hana þegar hún var að æfa sig í að segja „mjá“ eins og kisan sem hún sá fyrr um daginn. Dag- rún var mjög bráðþroska og fljót til að tala, og það var alveg ótrú- legt að svona lítil „dúkka“ gæti talað svona skýrt. Hún átti líka alltaf mjög auðvelt með allt nám þegar fram í sótti. A okkar fyrstu hjúskaparárum + Elskuleg móðir okkar, ÁLFDÍS RAGNA GUNNARSDÓTTIR, Skipholti 49, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 28. sept- ember. Halldór Lárus Pjetursson, Hildur Bjarnadóttir. + Þökkum vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar stjúpföður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS INGVARSSONAR frá Vindási. Einnig sendum við starfsfólki Elli- og hjúkru- narheimilisins Grundar kveðjur og þakkir fyrir góða umönnun. Jakobina G. Finnbogadóttir, Guðni G. Jónsson, Ingveldur Sveinsdóttir, Elín H. Jónsdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. var mikill samgangur á milli heim- ila okkar og þá áttum við kost á að kynnast Dagrúnu ennþá betur. Síðan kom tímabil þegar við flutt- um út á land, og þau fluttu til Húsavíkur, þar sem Haukur gerð- ist bæjarstjóri. Þessi ár hittumst við sjaldnar, en þegar þau fluttu aftur suður gistum við ævinlega hjá Sigrúnu og Hauk, þegar við áttum leið til Reykjavíkur. Síðar komu svo ættarmótin sem Dagrún, Bergþór og Andri Már létu sig ekki vanta á og margar góðar endurminningar eru bundn- ar við. Eftir að við fluttum suður aftur 1990 urðu börnin okkar til að skapa ný tengsl og Andri Már og okkar yngri börn, Ámý og Siggi, urðu miklir mátar. Það hefur verið kappsmál fjöl- skyldunnar að byggja suamrbú- staðinn Brekku í Tunguskógi á ísafirði upp aftur eftir snjóflóðið, sem lagði sumarbústaðabyggðina í Skóginum í rúst. Dagrún, Berg- þór og Andri Már lögðu þar sitt af mörkum og þess vegna var gleðilegt að þau skyldu fá tæki- færi til að búa í nýja bústaðnum sem fyrstu gestirnir í sumar. Elsku Bergþór og Andri Már, Sigrún, Haukur, Vignir og Ijöl- skylda, Gíslína og Bjarni og fjöl- skylda, þegar við áttum okkar síð- ustu samverustund með Dagrúnu talaði hún um hve hún ætti góða að. Þið hafið svo sannarlega styrkt hana og stutt á yndislegan hátt í erfiðum veikindum hennar. Og elskulegur bróðir, Hafþór Már, sem á undan er genginn yfir móð- una miklu, hefur nú umvafið elskulega systur á nýju tilveru- stigi. Við sendum ykkar góðar kveðjur frá Róbert, Valborgu og fjölskyldu í Noregi og óskum þess að Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Hæfileikarík og kjarkmikil ung kona hefur verið kölluð úr þessum heimi. Góður Guð blessi minningu Dag- rúnar Helgu Hauksdóttur. Lilja og Erling. Elsku Dagrún, núna ertu farin frá okkur, það er ekki langt síðan við kynntumst. Þú hófst störf hjá okkur í mars sl. og varst strax vel inni í starfinu, þú hafðir gam- an af saumaskap og við sáum að allt lék í höndunum á þér. Það er ekki auðvelt að fá starfskraft í fatabreytingar, og vorum við mjög ánægðar að þú skyldir koma til okkar, framtíðin bauð upp á svo marga kosti við að hafa svona unga og hressa manneskju með okkur. Dugnaður og áhugi var mikill, og þú varst ein af þeim sem höfðu ekki áhyggjur af klukk- unni. Þótt vinnutíminn væri búinn, en verkefnið ekki, þá varstu ekk- ert að flýta þér heim, heldur klár- aðir þú það sem þú varst að vinna, varst sko ekki að hlaupa frá hálf- kláruðu verki. Það var svo undar- legt hvað við þtjár náðum vel sam- an, ég og þú á svipuðum aldri, og svo mamma aðeins eldri, en við urðum allar svo nánar. Vinnusemin og dugnaðurinn lýstu sér vel þegar þú hentist til læknis einn daginn og komst svo í vinnu daginn eftir og sagðir að læknirinn hefði hringt og sagt að þú værir með lungnabólgu. Við rákum þig heim, sögðum að þú hefðir ekkert að gera hérna í öllu rykinu, en þá sagðir þú að þú yrðir þá fyrst veik, ef þú færir heim, og það var alveg rétt. Þú varðst veik, en hvað þú varst dug- leg að reyna að verða heil heilsu. Þú varst svo jákvæð, þú ætlaðir sannarlega að ná þér upp úr þessu. Þú hringdir í okkur fyrir tæpum hálfum mánuði og sagðir að þú og Bergþór ætluðuð að gifta ykkur 20. september, þú varst svo ánægð með lífið, og sagðir við mig að eftir eitt ár ættum við, ég og þú, að fara út að skemmta okkur og mála bæinn rauðan, svo ákveðin varstu í að sigrast á sjúkdómn- um. Svo kom brúðkaupsdagurinn og við mamma fórum heim til foreldra þinna með smápakka og sáum hvað garðurinn var fallega skreytt- ur. Við vorum mjög spenntar að heyra í þér eftir helgina, en á mið- vikudag þá hringdi ég í Bergþór og þá sagði hann mér að þú værir farin frá okkur. Þú varst víst svo yndisleg á brúðkaupsdaginn en svo varðstu svo veik, og aðfaranótt miðvikudags hafðir þú kvatt þenn- an heim. Hve sárfegin vildi ég veita þér lið, þótt vægð sé að deyja hér ungur og gott sé að vita þú gengin í frið er gráturinn heitur og þungur. Hún leið eins og geisli sitt skammvinna skeið og skírist nú ljósinu friða. Hún samfundi þráir, hún sér ykkar leið, og sætt er hjá guði að bíða. (Höf. ók.) Elsku Bergþór og Andri Már, + Móðir mín og tengdamóðir okkar, VILBORG M. ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða verður jarðsungin frá Akraneskirkju, fimmtu- daginn 2. október ki. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða. Fyrir hönd fjölskyldna, Katrín Georgsdóttir, Janus Bragi Sigurbjörnsson, Emilía Jónsdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KLÖRU INGVARSDÓTTUR, Aflagranda 40, Reykjavík. Vilhelm S. Sigurðsson, Sigurmundi Óskarsson, Olga Þorsteinsdóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Kjartan Ólafsson, Elín Vilhelmsdóttir, Stefán Helgason, Sigurður Vilhelmsscn, Sigurlaug Sveinsdóttir, Málfríður Vilhelmsdóttir, Kristján Thorarensen, Ingvar Vilhelmsson, Kristín Sandholt, barnabörn og barnabarnabörn. sorg ykkar er mikil, megi guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar. Jóhanna og Dúfa. Kæra vinkona. Við minnumst þess nú er við hittumst'fyrst haustið 1977 á leið i Héraðsskólann í Reykholti þar sem við brölluðum margt saman næstu tvo vetur. Þetta var upphaf kynna okkar sem hafa haldist æ síðan. Þú varst mikill húmoristi og hrókur alls fagnaðar, nema á morgnana varstu ansi þung okkur til mikillar mæðu. Þurftum við að beita ýmsum brögðum til að koma þér í skólann og höfðum gaman af. Ekki kom það niður á náminu þar sem þú varst alltaf með topp einkunnir án mikillar fyrirhafnar meðan við hinar lágum „sveittar" yfir námsbókunum. Sem dæmi þegar próflestur stóð sem hæst og ætlunin var að vaka yfir skruddunum þá sofnuðum við, en þú sást um að vekja okkur í pás- urnar þar sem við gæddum okkur á ýmsum kræsingum. Endalaust getum við rifjað upp og hlegið að öllum uppátækjunum og góðu minningunum sem við eigum sam- an. Þó að öll þessi ár liðu fannst okkur alltaf er við hittumst að við værum sextán á ný. Var það ekki dæmigert fyrir þig þegar við hitt- umst síðast allar saman þá komst þú með kjólinn sem þú ætlaðir að fara í um kvöldið og kláraðir að sauma hann á meðan við hinar tókum okkur til. Það er sárt að missa þig úr okk- ar hópi og vont að vita til þess að við eigum ekki eftir að heyra þinn sérstaka hlátur hljóma, en það var einmitt hann sem söng í huga okk- ar allra daginn er við heyrðum um andlát þitt. Elsku Dagga okkar, það var gott að fá að kynnast þér og eiga með þér samleið. Við viljum votta nánustu að- standendum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þá. Þá jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (H. Hálfd.) Vinarkveðja, Kolbrún, Kristín, Sigríður og Ingdís. Laugardaginn 20. september vorum við öll saman komin til að gleðjast með þér og Bergþóri á brúðkaupsdegi ykkar þar sem þið geisluðu af ást og hamingju, þrátt fyrir erfið veikindi þín, og sungum eftirfarandi kvæði. Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlusti englar pðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í paradís. (Davíð Stefánsson.) Er við minnumst þín er ekki hægt annað en að minnast þess, hve vel þú varst lesin og minnug. Þú hafðir mikinn áhuga á ferðalög- um og ferðaðist víða um landið með Bergþóri og Andra Má. Hjartahlýja, glaðlyndi, lífsgleði og yndislegt við- mót gagnvart börnum okkar, er hugsun okkar til þín á þessum degi. Þegar við kveðjum þig elsku Dagrún, þökkum við þér fyrir góðar stundir sem við áttum saman á liðn- um árum ásamt Bergþóri og Andra Má. Guð geymi þig. Elsku Bergþór og Andri Már, Sigrún og Haukur og aðrir ástvin- ir, guð gefi ykkur styrk í sorg okk- ar. Vilhjálmur og Anna, Sæmundur og Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.