Morgunblaðið - 01.10.1997, Side 36

Morgunblaðið - 01.10.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Allirnoti hjálma og sýnigott fordæmi DÓMSMÁLARÁÐHERRA setti þann 25. ágúst sl. reglugerð um notkun hjólreiðahjálma samkvæmt 72. grein umferðarlaga. Reglum- ar, sem ganga í gildi í dag, 1. október, kveða á um það að böm- um yngri en 15 ára sé skylt að hafa viðurkenndan hjólreiðahjálm þegar þau hjóla. En til þess að hægt verði að auka notkun hjálma meðal þeirra yngri er mikilvægt að allir hjólreiðamenn sýni gott fordæmi og hafí hjálm á höfði, þ.m.t. sérstaklega foreldrar þeirra bama sem nú verður skylt að vera með hjálm, segir í frétt frá Um- ferðarráði. Alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að ef allir hjólreiðamenn nota hjálm minnki hætta á alvar- legum höfuðáverkum við umferð- aróhöpp meðal þeirra um allt að 80%. Pjölmiðlar hafa að undan- fömu greint reglulega frá tilvikum þar sem ljóst er að hjólreiðahjálm- ar hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Einnig hafa borist fréttir af alvarlegum slysum, þar sem hjálm- ur hefur ekki verið notaður. Má þar nefna slys sem nýlega hafa orðið. í þessu sambandi er rétt að árétta það að nauðsynlegt er að hjólreiðamenn fylgi umferðarlög- um og gerir sér grein fyrir að sömu reglur gilda um þá og um önnur ökutæki í umferðinni. Því miður er of algengt að hjólreiðamenn sjá- ist bijóta umferðarlög og oft má litlu muna að illa fari. Þó er rétt að geta þess að margir hjólreiða- menn era til fyrirmyndar og fylgja öllum reglum í hvívetna. AthöfnI Laugardalnum Til að vekja athygli á gildistöku reglugerðarinnar verður athöfn á bílastæði vestan við gervigrasvöll- inn í Laugardal í Reykjavík ogjafn- vel víðar á landinu þar í dag, mið- vikudaginn 1. október. Þar munu koma saman hópar fólks, þar á meðal, stórir hópar bama og ungl- inga og marka með formlegum hætti upphaf þess að allir setji upp hjólreiðahjálm og notið hann ailtaf þegar þeir hjóla. Auk hjólreiðamanna verða þama aðilar sem nota öiyggis- hjálm við störf eða leik og dytti aldrei annað í hug. Athöfnin í Laugardalnum hefst kl. 11. Opið allan sólarhringinn 7 daga vikunnar & HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68, sími581 2101 STYRKÞEGAR úr B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Styrkir úr B-hluta vísindasjóðs STJÓRN Vísindasjóðs Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga úthlut- aði styrkjum úr B-hluta sjóðsins 21. ágúst sl. í samsæti í húsnæði félagsins. Sjóðnum bárast 16 um- sóknir um styrki til margvíslegra verkefna, eða helmingi fleiri en í fyrra. Til ráðstöfunar vora 3,2 milljónir kr. Sjóðsstjóm veitti 14 verkefnum styrk að þessu sinni. Hjúkranarfræðingar, sem eiga aðild að sjóðnum, geta sótt um styrk úr honum til að sinna fræði- mennsku. Sjóðsstjóm skipa Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður sjóðs- stjómar, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elínborg Stefánsdóttir. Styrkþegar sem hlutu styrk: Margrét Tómasdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson, Auðna Ágústsdótt- ir. Fræðsla fyrir innkallaða skurð- sjúklinga á SHR, 170.000 kr. Marta Kjartansdóttir. Könnun á hvaða aðferð/tækni/tæki hafa reynst best við þvag-/hægðalosun hjá mænusköðuðum á íslandi 1973-97, 300.000. Nína Þ. Rafnsdóttir, Elín H. Sæmundsdóttir, Ágústa Eiríks- dóttir: Notkun svefnljfya og róandi lyfja á öldranarlækningadeildum II og V á Sjúkrahúsi Skagfírðinga, Sauðárkróki, í janúar 1996, 100.000 kr. Olga Hákonsen: Kynning á verkefni um átsjúkdóma og tengsl þeirra við aðra fíknisjúkdóma, 100.000 kr. Sæunn Kjartansdóttin Tilfinningaleg vandamál frá sjón- arhóli sálgreiningar, 200.000 kr. Anna Lilja Gunnardóttir: Rann- sóknir á áhrifum árangurs- stjómunar á rekstur nokkurra deilda á Ríkisspítölum: 450.000 kr. Árún K. Sigurðardóttir: Hlut- verk hjúkranarfræðinga með sér- leyfi í hjúkran sykursjúkra við að hefja insúlínmeðferð hjá fullorðn- um m. sykursýki, 200.000 kr. Brynja Ingadóttir, Margrét Sig- mundsdóttir: Láðan sjúklinga 6 vik- um eftir hjartaskurðaðgerð, 200.000 kr. Erla Dóris Halldórsdóttir: ís- lenska hjúkrunarstéttin 1930- 1996, 200.000 kr. Guðrún G. Eggertsdóttir, Sigurð- ur Halldórsson, læknin Áhættu- þættir slagæðasjúkdóma og gildi breytts lífsstíls, 100.000 kr. PÁLL Biering og Laura Scheving Thorsteinsson hlutu námsstyrki úr Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar. Helga Jónsdóttir, Guðrún Jóns- dóttir, Edda Steingrímsdóttir, Bjamey Tryggvadóttir: UppriQun endurminninga hjá fólki með langt gengna, langvinna lungnasjúk- dóma, 300.000 kr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir: Heilsuvemd starfsmanna á ís- landi, 100.000 kr. Ingibjörg Þórhallsdóttir: Heil- brigðisástand, efnahagur og notk- un heilbrigðisþjónustu, 350.000 kr. Ama Skúladóttir, Marga Thome: Hjúkranarferli ungbama sem leggjast inn á sjúkrahús vegna svefntraflana og ijölskyldur þeirra: Tilraun, 200.000 kr. Styrkir úr Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar. Auk styrlqa úr Vísindasjóði vora afhentir námsstyrkir úr Minn- ingarsjóði Hans Adolfs Hjartarson- ar. Styrki hlutu: Lára Scheving Thorsteinsson, 40.000 kr., til Qamáms til meistaragráðu við há- skólann í Manchester, Bretlandi, í samstarfí við háskólann á Akur- eyri. Páll Biering, 80.000 kr., til doktorsnáms í geðhjúkran. Hann stundar sitt nám í Texas í Banda- ríkjunum. Fyrirlestur um makamissi FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn í Gerðubergi fímmtudagskvöldið 2. september. Á fundinum flallar sr. Jón Bjarm- an sjúkrahúsprestur um makamissi. Einnig mun unjg ekkja segja frá reynslu sinni. A eftir eru leyfðar fyrirspumir. Fundurinn hefst kl. 20. Allir era velkomnir og aðgangur er ókeypis. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar Vilja að ákvörðun verði endurskoðuð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar: „Stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnar íjallaði í dag um sam- þykkt stjómar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs frá 22. september sl. þar sem skýrt er frá nýrri skipan úthlut- unamefnda atvinnuleysisbóta sem komi til framkvæmda frá 1. janúar 1998. Þar er gert ráð fyrir því að skipta öllu landinu í átta svæði sem hvert fellur undir eina úthlutunamefnd, þar með talið er höfuðborgarsvæð- ið, en á þessu svæði hafa starfað níu úthlutunarnefndir. Stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnar telur eðlilegt að reynt sé að samræma starf nefndanna en telur engin rök fyrir því að færa öll samskipti við atvinnulausa undir eina nefnd á þessu svæði sem þýð- ir að koma verður upp sérstakri stofnun til að annast þessa starf- semi. Að fenginni rejmslu okkar vitum við að atvinnulaust fólk þarf á ýmiss konar þjónustu að halda á vegum síns stéttarfélags sem teng- ist beint þeirri staðreynd að það er atvinnulaust og leitar af þeim sök- um beint til skrifstofu félagsins. Að okkar mati er síður en svo verið að gera atvinnulausu launa- fólki léttara fyrir með þessari skip- an. Með þessu móti er verið að ijúfa tengsl launafólks við stéttarfélög sín. Stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnar vill mótmæla harðlega þessari ákvörðun stjómar Atvinnu- leysistryggingasjóðs sem að okkar mati er tekin af hálfu félagsmála- ráðuneytisins og fulltrúa félags- málaráðherra í nefndinni með að- stoð fulltrúa atvinnurekenda. Það virðist vera gleymt að það var vekralýðshreyfingin sem barðist fyrir stofnun þessa sjóðs 1955 sem var hluti af kjarasamningi þess tíma og ætti þess vegna sem slík að hafa algert úrslitavald jrfír skipan þessara mála. Við hvetjum eindregið til þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð." Kynning á umhverfis- áhrifum jarðhitanýtingar KYNNINGARFUNDUR um niður- stöður rannsóknarverkefnisins verður haldinn fimmtudaginn 2. október 1997, kl. 9.10-18 í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Orkustofnun hafði á árinu 1991 frumkvæði að formlegu samstarfi við helstu notendur háhita á ís- landi um rannsóknir á áhrifum nýtingar jarðhita á umhverfið. í framhaldi af því var verkefninu Umhverfisáhrif jarðhitanýtingar komið á fót sem samstarfsverkefni milli Orkustofnunar, Hitaveitu Suð- umesja, Hitaveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Umhverfisráðu- neytið varð einnig aðili að sam- starfsverkefninu. Um var að ræða átaksverkefni til nokkurra ára og tilgangur þess fyrst og fremst að gera úttekt á stöðu umhverfísmála á þeim háhitasvæðum, sem þegar era virkjuð, og gera tillögur um eftirlit og rannsóknir tengdar um- hverfismálum á þessum svæðum í framtíðinni. Jafnframt var tilgangur verkefn- isins að vinna saman að völdum rannsóknarverkefnum á sviði um- hverfisáhrifa jarðhitanýtingar, einkum verkefnum sem miða að því að draga úr neikvæðum um- hverfísáhrifum. Rabb um konur 1 minnihlutahópum FUNDUR verður á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 2. október í Odda, stofu 201, kl. 12-13. í fyrsta rabbi vetrarins mun Rannveig Traustadóttir, lektor í Félagsvísindadeild, fyaíla um rann- sókn sem hún hefur unnið að und- anfarin ár ásamt hópi nemenda sinna. Rannsóknin fjallar um konur í minnihlutahópum á íslandi. Um- fjöllunin ber yfírskriftina: Konur í minnihlutahópum: Hvað eiga þær sameiginlegt? í fréttatilkynningu segir: „Fjallað verður um þijá hópa kvenna; þroskaheftar/seinfærar konur, lesbíur og konur af asískum upp- rana. Eiga þessir þrír, að því er virðist, ólíku hópar kvenna, eitthvað sameiginlegt og þá hvað? I umfjöll- uninni verður sérstaklega dregið fram hvað konur í hópunum þremur eiga sameiginlegt á þeim sviðum sem snúa að kvenleikanum sjálfum og hefðbundnum hlutverkum kvenna s.s. móðurhlutverkinu og að vera kynvera. Era kvenhlutverk og kvenleikinn jafn aðgengileg öll- um konum og hvemig gengur kon- um í minnihlutahópum að fá stöðu og hlutverk í samfélaginu sem kon- ur?“ Ásamt Rannveigu munu þær Anna Einarsdóttir, Hanna Björg Siguijónsdóttir og Sigurlaug H. Svavarsdóttir kynna niðurstöður þessarar viðamiklu rannsóknar sem er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Kristin íhugun í Hafnarfjarðarkirkju FRÆÐSLUFUNDIR um kristna íhugun fara fram í Strandbergi, safnaðarheimili HafnarQarðar- kirkju, næstu þijú fimmtudags- kvöld 2., 9. og 16. október og hefj- ast kl. 20.30. Sr. Gunnþór Ingason, sóknar- prestur, stýrir þessum fundum og fylgir leiðbeiningum sem fram koma í bókinni Innra ljós eftir Laur- ence Freeman. Hann var lærisveinn John Main sem var þekktur fyrir það að endurvekja kristna íhugun og tilbeiðsluaðferðir fomkirkjunn- ar, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundirnir felast í því að farið er hveiju sinni yfir tiltekið efni, síðan er íhugunar- og kyrrðar- stund í Stafni, kapellu Safnaðar- heimilisins, og þar á eftir boðið upp á kaffi og samræður. Þessir fræðslufundir era öllum opnir sem vilja kynna sér þetta áhugaverða efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.