Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 6
1
6 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUNNAR Birgisson og Fjölnir Stefánsson, skólastjóri Tónlistar-
skóla Kópavogs, takast í hendur eftir undirritun samningsins. Á
milli þeirra eru Sigurður Geirdal og Runólfur Þórðarson.
Stofnsamningur
um Tónlistarhús
Kópavogs
UNDIRRITAÐUR hefur verið
stofnsamningur milli Tónlistar-
félags Kópavogs og bæjarstjórnar
um byggingu tónlistarhúss í Kópa-
vogi. Athöfnin fór fram í Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni, í
gær. í húsinu verður salur, tón-
stofa, fyrir 300 gesti og aðstaða
fyrir Tónlistarskóla Kópavogs.
Framkvæmdir eru þegar hafnar
og áætlað er að tónstofan verði
að fullu frágengin í nóvember á
næsta ári, Tónlistarskólinn mun
taka til starfa í nýja húsinu haust-
ið 1999. Fullbúið kostar tónlistar-
Austur-
stræti 9 er
til leigu
TÓMAS Tómasson veitinga-
maður er hættur við að setja
upp veitingastað í Austurstræti
9 þar sem verslun Egils Jacobs-
en var til húsa.
Björgvin Ólafsson, einn eig-
enda hússins, segir að þegar
beiðni um vínveitingaleyfí fyrir
staðinn var synjað hafí Tómas
dregið sig í hlé. Björgvin segir
að enginn leigusamningur hafí
verið gerður og til standi að
leigja húsið út. Borgaryfirvöld
setja sig ekki upp á móti því nú
að staðurinn fái vínveitingaleyfi.
„Við viljum helst að þama
verði rekin verslun en það virð-
ist lítill áhugi vera fyrir því.
Þess vegna er líklegra að þama
verði veitingarekstur,“ sagði
Björgvin.
húsið 300 milljónir króna.
Sérstakt félag hefur verið
stofnað um byggingu og rekstur
tónlistarhússins. í stofnsamningi
segir að hlutverk þess sé m.a. að
auðga tónlistarlíf í Kópavogi og
skapa ákjósanlega aðstöðu til tón-
listarnáms. Bæjarsjóður Kópa-
vogs á 62,5% eignarhlut í félag-
inu, Tónlistarfélag Kópavogs á
27,5% og stefnt er að 10% eignar-
hlut einstaklinga og fyrirtækja.
Leitað verður að fijálsum fjár-
framlögum á meðan á byggingu
stendur. Sérstök sljórn verður
yfir tónlistarhúsinu og ræður hún
forstöðumann þess og annað
starfsfólk og ber ábyrgð á rekstri
hússins gagnvart eigendum þess.
Menningarmiðstöð
í hjarta bæjarins
Tónlistarhúsið mun rísa austan
Gerðarsafns á milli Hamraborgar
og Borgarholtsbrautar. Ætlunin
er að síðar verði byggt þar Safna-
hús með framtíðaraðstöðu fyrir
bókasafn bæjarins og Náttúru-
fræðistofa. Þegar fram líða stund-
ir munu þessar byggingar mynda
menningarmiðstöð í miðbæ Kópa-
vogs. Arkitektar hússins eru JL
arkitektar, Jakob Líndal og Krist-
ján Ásgeirsson. Um hljóðhönnun
sjá verkfræðingarnir Stefán Ein-
arsson og Steindór Guðmundsson.
í tónlistarhúsinu verður fyrsti sér-
útbúni tónleikasalur landsins auk
900 fermetra aðstöðu Tónlistar-
skóla Kópavogs.
Byggingarnefnd leggur á það
áherslu að húsið skuli vera einfalt
en vandað að allri gerð og meginá-
hersla er lögð á gæði hljómburðar
í tónstofu og að skapa starfsemi
Tónlistarskólans þá aðstöðu sem
hæfi merku menningarstarfi.
KRISTJÁN KRíSTJANSSON
Aftvennu illu
BÓKJk
MANABARfNS
■2.700.-
Verð frá 1. nóvember 3.880,-
Ritgerðirum heimspeki
Þessi bók er safn ritgerða
um fjölbreytt efni: siðferði,
stjórnmál, menntun og listir.
Efnistök doktors Kristjáns
Kristjánssonar höfða til
breiðs lesendahóps.
Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 • Slðumúla 7 • Slml 510 2500
21. þin g LÍV sett í skugga mikils ágreinings um skipulagsmál
Reynt verður að selga
niður deilur í nefnd
ÞING Landssambands ísl. verslunarmanna er haldið á Grand
Hótel Reykjavík og er um leið afmælishátíð vegna 40 ára afmæl-
is sambandsins.
HARÐAR deilur milli Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur og lands-
byggðarfélaga verslunarmanna
verða eitt megin umræðuefnið á 21.
þingi Landssambands ísl. verslunar-
manna sem hófst í gær. VR hefur
hótað að segja sig úr sambandinu
sem hefði þá þýðingu að VR færi
jafnframt úr ÁSÍ. Við umræður á
þinginu í gær fjallaði Magnús L.
Sveinsson ítarlega um ágreininginn
sem uppi er og lagði áherslu á að
verslunarmenn næðu sáttum og
sagði að skapa þyrfti vettvang til
að félögin ræddu saman og leystu
deilumálin.
VR mun því ekki tilkynna úrsögn
úr sambandinu á þinginu, að sögn
Magnúsar, og er nú reiknað með að
sett verði á laggirnar nefnd sem
falið verði að leita sátta og koma
með tillögur að breyttu skipulagi
fyrir 1. október á næsta ári.
Vill endurnýja einingu
og samheldni
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for-
maður LÍV, vék einnig að deilunum
innan LÍV við setningu þingsins og
sagðist vonast til að verslunarmenn
sneru bökum saman á þinginu og
endurnýjuðu þann anda einingar og
samheldni sem lengst af hefði ein-
kennt verslunarfólk.
Búist er við mikilli umræðu og
talsverðum deilum um þetta mál
þegar umræður fara fram um laga-
breytingar og skipulagsmál á þing-
inu í dag og á morgun.
Verkalýðsforingjar og aðrir gest-
ir við setningu þings LÍV í gær
hvöttu þingfulltrúa eindregið til
samstöðu verslunarmanna. Tveir
fyrrverandi formenn landssam-
bandsins, Sverrir Hermannsson
bankastjóri og Björn Þórhallsson,
ávörpuðu þingið og hvöttu til sam-
heldni og sátta. Björn var sæmdur
gullmerki LÍV fyrir áralöng störf
sín í formennsku sambandsins á
þinginu í gær.
40 ára afmælishátíð
Landssambandið er 40 ára um
þessar mundir og bar setningarat-
höfn þingsins þess merki í gærmorg-
un. í sambandinu eru 25 félög versl-
unar- og skrifstofufólks um land
allt og eru félagsmenn 18.715 tals-
ins, 11.881 kona og 6.834 karlar.
LÍV er annað stærsta landssam-
bandið innan ASÍ, næst á eftir
Verkamannasambandinu.
Fyrir hádegi í dag fer fram sér-
stök umræða um vinnuumhverfi
launafólks og Evrópusamstarfíð og
eftir hádegi er á dagskrá umræða
um lífeyrismál, þar sem Þorgeir
Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, flytur ræðu. Þing-
inu lýkur á sunnudag.
Umgjörð og innihald
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Sigurður Hallmarsson og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum sín-
um í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Hart í bak.
LEIKUST
Lcikfclag Akureyrar
á Rcnnivcrkstæðinu
HARTÍ BAK
Höfundur: Jökull Jakobsson. Leik-
sljóri: Eyvindur Erlendsson. Leik-
mynd: Eyvindur Erlendsson og Hall-
mundur Kristinsson. Lýsing: Jóhann
Bjarni Pálmason. Val tónlistar og
leikhljóða: Eyvindur Erlendsson og
Gunnar Sigurbjörnsson. Leikarar:
Aðalsteinn Bergdal, Agnes Þorleifs-
dóttír, Bragi Bragason, Eva Signý
Berger, Guðbjörg Thoroddsen, Hall-
dór Gylfason, Hákon Waage, Marinó
Þorsteinsson, Marta Nordal, Ólafur
Sveinsson og Sigurður Hallmarsson.
Föstudagur 10. október.
LEIKRITIÐ Hart í bak er
meistaralega samsett af hliðstæðum
og andstæðum, táknum og sam-
blandi af stílfærðu raunsæi og botn-
lausri rómantík. Verkið er skipuleg-
ar upp byggt en seinni verk Jökuls;
það gengur því fullkomlega upp sem
heild. Vinsældir þess byggjast á
blöndu af gamansemi og trega,
áhugaverðum persónum og skáld-
legum texta.
Vel heppnuð uppfærsla á þessu
verki byggir á tvennu: að umgjörðin
sé við hæfi og að leikurinn sé vand-
aður. Hér er ekkert sparað I leik-
myndina; hún er allsráðandi. Hér er
fullsköpuð húsaþyrping á sjávar-
bakka, meira að segja malbikað á
milli húsanna. Það er einstaklega
gaman að virða fyrir sér skökk og
skæld húsin, brimsorfna mölina og
snúrustaurinn. Mikið hefur verið lagt
upp úr að leikmyndin virki eins djúp
og auðið er. Leikmyndin er enda vel
nýtt : fyrri hlutanum en eftir hlé
verða staðsetningar nokkuð einhæf-
ar. Ennfremur er nokkuð þröngt um
leikarana þegar inn ( húsið er komið
og leikurinn færður út aftur til að
fá meira rými. En allt sleppur þetta
fyrir horn og í heildina er leikmynd-
in stórvirki. Ljósin eru oft sniðuglega
útfærð, en bæði er birta ónóg í þeim
atriðum sem gerast að degi til og
leikurum virðist frekar gert að færa
sig inn í kastljós frekar en því sé
beint að þeim.
Annað sem er athugavert við útlit-
ið eru búningar og gervi. Þar ægir
saman tísku næsta áratugar eftir
ritunartíma verksins, því varla urðu
kennarar svo hárprúðir fyrr en í
bytjun áttunda áratugarins. Sígau-
namúndering spákonunnar og þá
sérstaklega svarta hárkollan er líka
fráleit, sem og síðpilsið sem hún er
í undir pelsinum í lokaatriðinu. Láki
og þó sérstaklega Árdís eru svo í
seinni hlutanum eins og klippt út
úr amerískri bíómynd sem á að ger-
ast við upphaf sjöunda áratugarins.
Þarna hefði þurft hugmyndaríkan
búningahönnuð sem hefði þá annað-
hvort verið trúr tíma verksins eða
fært í stílinn og gefíð búningunum
trúverðuga heildarmynd.
Leikurinn er nokkuð jafn; hvergi
afleitur en því miður heldur hvergi
framúrskarandi. Marta Nordal kemst
einna best frá sínu. Hún skapar
trausta mynd af Árdísi og er öll á
hægu nótunum. Vönduð vinna hjá
Mörtu. Láki er afar ungæðislegur og
kraftmikill Láki. Hann er nokkuð
sannfærandi sem unglingurinn sem
búinn er að tapa baráttunni áður en
hún er byijuð en á stundum hefði
mátt tempra lætin örlítið. Sama er
hægt að segja skoppersónumar skó-
smiðinn og skransalann. Stígur Þrá-
ins Karlssonar er mjög fyndinn og
Finnbjöm Hákonar Waage ámátlegur
en þeir ganga full langt í kómíkinni,
sem dregur úr áhrifamætti persón-
anna. Jónatan nær að öðlast samúð
áhorfenda í túlkun Sigurðar Hallm-
arssonar en hún er í heildina of lit-
laus og eintóna. Guðbjörgu Thorodds-
en tekst stundum að kynda undir
glóðunum hjá Áróru þrátt fyrir bún-
inginn en hún nær aldrei fyllilega
tökum á henni. Aðalsteinn Bergdal
gerir gott úr vandræðalegri persónu
Péturs, án þess að ástæður dálætis
hans á Láka verði trúverðugar, en
svona er þetta nú frá hendi höfund-
ar. Aðrir leikarar í minni hlutverkum
sköpuðu skemmtilegar myndir, sér-
staklega voru Eva Signý Berger og
Agnes Þorleifsdóttir gellulegar smá-
stelpur.
Þessi sýning á Hart í bak stendur
fyrir sínu og er verki Jökuls Jakobs-
sonar trú, án þess þó að hrífa neitt
sérstaklega. Það hvarflar að undir-
rituðum að það hefði mátt eyða
meira púðri í leikstjórnina að ósekju,
þó að vissulega sé leikmyndin mikil-
fengleg.
Sveinn Haraldsson