Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 13
AKUREYRI
MESSUR
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í Safnaðar-
heimilinu kl. 11 á morgun.
Samvera fyrir eldri börn í
fundarsal: Munið kirkjubíl-
ana. Guðsþjónusta kl. 14 á
morgun, sunnudag, séra
Birgir Snæbjörnsson. Fund-
ur æskulýðsfélagsins kl. 17
sama dag. Biblíulestur í
Safnaðarheimili kl. 20.30 á
mánudagskvöld, sr. Guð-
mundur Guðmundsson hér-
aðsprestur leiðir samver-
una um efnið „I fótspor
meistarans“. Mömmu-
morgunn á miðvikudag frá
10 til 12.
GLERÁRKIRKJA: Kirkju-
skólinn kl. 13 í dag, laugar-
dag. Foreldrar hvattir til að
mæta með börnum sínum.
Guðsþjónusta kl. 14 á morg-
un, sunnudag. Fundur
æskulýðsfélagins kl. 20, ath.
breyttan tíma. Kyrrðar- og
bænastund kl. 18.10 á
þriðjudag og biblíulestur og
bænastund kl. 21 sama dag.
Postulasagan lesin. Þátttak-
endur fá afhent stuðnings-
efni sér að kostnaðarlausu.
HVÍTASUNIMUKIRKIAIM:
Almenn samkoma, ræðu-
maður Jóhann Pálsson, kl.
14 á sunnudag. Krakkakirkja
meðan á samkomu stendur
og barnapössun fyrir 1-5
ára. Safnaðarfundur á mið-
vikudag kl. 20.30. Krakka-
klúbbur á föstudag kl. 17.15.
Samkoma í umsjá ungs fólks
kl. 20.30 sama dag. Bæna-
stundir á mánudags-, mið-
vikudags,- og föstudags-
morgunum kl. 6-7 og á
þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 14. Vonarlína,
462-1210, símsvari með orð
úr ritningunni.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18 í dag, laugar-
dag, og kl. 11 á sunnudag
í kirkjunni við Eyrarlands-
veg 26.
KAUPANGSKRKJA:
Kvöldguðsþjónusta verður í
kirkjunni annaðkvöld sunnu-
dagskvöld kl. 21. Séra Gunn-
laugur Garðarsson þjónar.
KFUM og K: Bænastund
kl. 20 á sunnudagskvöld, 12.
október, f salnum í Sunnu-
hlíð. Fundur yngri deildar
KFUM og K kl. 17.30 á
mánudag fyrir drengi og
stúlkur 8 ára og eldri.
Aglowfundur
FYRSTI Aglowfundur vetrarins
verður næstkomandi mánudags-
kvöld, 13. október kl. 20 í félags-
miðstöðinni Víðilundi 22 á Akur-
eyri. Janice Dennis kennari frá
Húsavík talar. Söngatriði og kaffi-
hlaðborð, þátttökugjald er 300
krónur. Allar konur hjartanlega
velkomnar.
Morgunblaðið/Kristján
KRISTJAN Snorrason, oddviti Arskógshrepps, var við vinnu á
borstaðnum og rafsauð rörin saman sem notuð voru til að fóðra
holuna, ásamt Benedikt Ketilbjarnarsyni, starfsmanni Jarðborana.
Arskógshreppur
Borað eftir heitu vatni
BORUN eftir heitu vatni á svo-
kölluðum Brimnesborgum í Ar-
skógsshreppi hófst sl. laugardag.
Starfsmenn Jarðborana hf. nota
borinn Ými til verksins og eru
þeir komnir niður á um 190
metra dýpi.
Um er að ræða borun á könn-
unarholu en verði árangur af
þeirri vinnu góður getur hún
nýst sem virkjunarhola. Kristján
Snorrason, oddviti Arskógs-
hrepps, sagði ekkert hafa komið
á óvart „en við vonumst til að
koma niður á vatn á 350-400
metra dýpi.“
Á síðasta ári voru boraðar 12
grunnar holur á svæðinu og einn-
ig nokkrar í sumar til að stað-
setja þá holu sem verið er að
bora. Brimnesborgir eru mitt á
milli þéttbýlisstaðanna Hauga-
ness og Árskógssands og staður-
inn því mjög álitlegur finnist þar
vatn.
Sveinbjörn Þórisson, borstjóri
á Ými, sagði verkið hafa gengið
vel og hann gerir ráð fyrir að
hlutirnir fari að skýrast um
miðja næstu viku, komi ekkert
upp á. Á fimmtudag var holan
fóðruð með stálrörum og steypu.
Bæjarráð Akureyrar og NLFI
Rætt um að starf-
semi Skjaldarvíkur
(flytji í Kjarnalund
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur fal-
ið Jakobi Björnssyni bæjarstjóra,
Sigurði J. Sigurðssyni bæjarráðs-
manni og Valgerði Magnúsdóttur
félagsmálastjóra að eiga viðræður
við fulltrúa Náttúrulækningafé-
lags íslands um hugsanlega leigu
á húsnæði félagsins, Kjarnalundi
í Kjarnaskógi til að flytja þangað
starfsemi dvalarheimilisins Skjald-
arvíkur, sem er dvalarheimili fyrir
aldraða.
Sigurður J. Sigurðsson sagði að
þessi hugmynd hefði komið fram
fyrir allnokkru og viðræður farið
fram, en þeim aldrei verið lokið.
Hann lagði þvi til að málið yrði
tekið upp að nýju.
Viðamiklar endurbætur liggja
fyrir á Skjaldarvík
Fyrir liggur að gera þarf viða-
miklar endurbætur á húsnæði
Dvalarheimilisins í Skjaldarvík og
eru þær mjög kostnaðarsamar.
„Málefni Skjaldarvíkur hvíla á
bæjarstjórn, þar eru knýjandi verk-
efni sem krefjast úrlausnar, varð-
andi viðhald, endurbætur og að-
Kvenfélagið
Baldursbrá
Kynning-
arfundur
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá
heldur skemmti- og kynning-
arfund í safnaðarheimili Gler-
árkirkju á morgun, sunnudag-
inn 12. október kl. 16.
Á dagskránni verða erindi
og söngur, fyrrverandi for-
menn segja frá störfum sínum
í félaginu og boðið verður upp
á léttar veitingar. Þetta er
upplagt tækifæri til að kynn-
ast fjölbreyttri starfsemi fé-
lagins.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Uppstilling á framboðslista
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri samþykkti á aðal-
fundi á fimmtudagskvöld að viðhafa
uppstillingu á framboðslista flokks-
ins til sveitarstjómarkosninga næsta
vor.
Kjömefnd hefur verið falið að
vinna við uppstillingu listans og þeg-
ar því verki er lokið mun hann verða
lagður fyrir fund fulltrúaráðsins til
staðfestingar. Að sögn Sigurðar J.
Sigurðssonar bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins komu þau sjónarmið
fram á aðalfundi fulltrúaráðsins að
efna bæri til prófkjörs líkt og gert
hefur verið mörg undanfarin ár.
Yfírgnæfandi meirihluti fundar-
manna var þó fylgjandi því að stilla
upp lista fyrir næstu kosningar.
Margir vildu, að sögn Sigurðar,
prófa nýjar leiðir, enda hafí prófkjör
gefíst misjafnlega, menn hafí ekki
orðið á eitt sáttir eftir þau og á
stundum hafí þau valdið deilum.
búnað bæði heimilis- og starfs-
fólks. Það er óviðunandi að menn
komi sér ekki til þess verks að
taka afstöðu til þess hvernig leysa
á úr þessu. Gangi þetta ekki með
Kjarnalund, þarf að finna nýjar
leiðir,“ sagði Sigurður.
Þróunin væri sú að rýmum fyrir
langlegusjúklinga færi fækkandi á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
það stefndi æ meir í að það yrði
rannsóknar- og aðgerðarsjúkra-
hús. „Hjúkrunarrýmum mun ekki
fækka á næstu árum og mér sýn-
ist að dvalarrýmum geti ekki fækk-
að mikið frá því sem nú er og því
þurfa menn að fínna lausn í mál-
inu, hvort byggð verði fleiri sam-
býli fyrir aldraða eða með hvaða
hætti við leysum þetta,“ sagði Sig-
urður.
Hann sagði að Kjarnalundur
hefði verið skoðaður með það i
huga hvort hann gæti nýst sem
dvalarheimili fyrir aldraða, en þar
hefur á síðustu árum verið rekið
hótel. Eigendur Hótel Hörpu hafa
Kjarnalund nú á leigu og eru með
samning til nokkurra næstu ára.
Aðalfundur
Útvegsmannafélags
Norðurlands
Þorsteinn
Már for-
maður
ÞORSTEINN Már Baldvinsson,
forstjóri Samheija hf. á Akureyri,
var kosinn formaður Útvegs-
mannafélags Norðurlands á aðal-
fundi félagsins í gær.
Þorsteinn Már tekur við stöðunni
af Magnúsi Magnússyni sem verið
hefur formaður sl. tvö ár en hefur
látið af starfí sínu hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa hf.
Með Þorsteini í stjórn eru; Gísli
Svan Einarsson, Sauðárkróki,
Bjami Aðalgeirsson, Húsavík,
Svavar B. Magnússon, Ólafsfírði,
og Oddgeir Isaksson, Grenivík.
Varamenn eru Valdimar Braga-
son, Dalvík, Jónas Jóhannnson,
Þórshöfn, og Sæmundur Friðriks-
son, Akureyri.
Útvegsmannafélag Norður-
lands er stærsta aðildarfélag
Landssambands íslenskra útvegs-
manna og hefur þar ríflega fjórð-
ungsvægi.
Þetta er sá ávinningur sem íslensk heimili hafa fengið á einu ári vegna þess að FÍB kom á samkeppni í bílatryggingum.
Við það lœkkuðu iðgjöld bílatrygginga um 1,1 milljarð króna á ári og skuldir heimilanna lœkkuðu um 1,2 milljarða króna.*
Samtals er sparnaðurinn 2.321.145.283.kr.
Þessi ávinningur er til kominn vegna samstöðu 18 þúsund félagsmanna FÍB.
En að auki njóta félagsmenn FÍB fjölbreyttrar þjónustu sem er ómetanleg _ð\\d að FIB er fljot að Do«a-
hverjum bíleiganda og veitir mikið öryggi. , vöð?
^0'
•Skv. álitsgerð Hagfrœðistofnunar Háskóla Islands 7. okt. 1997
FÍB Borgartúni 33 Sími 562-9999