Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 21

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 21 Papon lát- inn laus DÓMARINN í máli Maurice Papons, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni sem réttarhöld eru hafin gegn fyrir meinta aðild að „glæp- um gegn mannkyninu" vegna samstarfs við þýzka nazista á tímum síðari heimsstyrjaid- ar, ákvað í gær að Papon verði látinn laus úr fangelsi á meðan á réttarhaldinu yfir honum stendur. Sagði dómar- inn, Jean-Louis Castagnade, ekki trúlegt að sakborningur- inn hygðist reyna að flýja. Kohl vill sitja áfram WOLFGANG Schauble, þing- flokksformaður kristilegra demókrata, CDU, á þýzka þinginu og einn helzti ráð- gjafi Helmuts Kohls kanzlara, sagði í viðtali sem dagblaðið Frankfurter Rundschau birtir í dag að Kohl væri reiðubúinn að gegna embætti kanzlara heilt kjörtímabil til viðbótar, hljóti hann endurkjör í kosn- ingunum að ári. Ungliðar í CDU hafa lagt til að Schá- uble taki við af Kohl eftir kosningarnar, haldi flokkur- inn fylgi til að halda kanzlara- embættinu. Kim Jong-il senn forseti? EMBÆTTISMENN Norður- Kóreu í sendiráði landsins í Moskvu greindu frá því í gær að þeir biðu þess í of- væni að Kim Jong- il, leiðtogi kommún- istastjórnar Norður- Kóreu, verði út- nefndur forseti. Rússneska /íai-Tass-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum að af þessu kunni að verða í næstu viku. Kim var kjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins sl. mið- vikudag, en hafði óformlega gegnt leiðtogahlutverkinu síðan faðir hans, Kim Il-sung, lézt 1994. Ekkert var hins vegar gefið upp opinberlega um hvort eða hvenær hinn nýkjörni flokksleiðtogi fengi einnig titil þjóðhöfðingja. Vegið að for- seta Kong-ós SPRENGIKÚLA sprakk í gær við hótel í Kinshasa, þar sem Pascal Lissouba, forseti Kongós, dvelur. Grunur lék á að kúlunni hafi verið skotið frá Brazzaville, höfuðborg Kongós, sem liggur við bakka Kongófljóts andspænis Kins- hasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, áður Zaire. Liðsmenn forsetans berjast nú við upp- reisnarmenn sem fylgja keppinauti Lissoubas um völdin, Denis Sassou Ngu- esso, að málum. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kongó hafði sagt vopnahlé hafa ver- ið samið, en svo virðist sem úrslitaorrustan í borgarastríði sem hófst fyrir fjórum mánuð- um sé nú hafin. ERLENT_______ Forsendur lífs á Evrópu LÍKUR á því að efnisforsendur lífs sé að finna á einhverju tungla Júprters hafa aukist verulega eftir að lífræn efnasambönd hafa fund- ist á tveim tungla plánetunnar til viðbótar, að því er fréttastofan Associated Press hafði eftir vts- indamönnum í gær. Þetta þýðir þó ekki að líf sé áreiðanlega að finna. Af upplýsingum er hafa fengist með tækjum um borð í geimfarinu Galíleó, sem er á braut um Júpít- er, má ráða að á tunglinu Evrópu muni vera að finna alla þá þrjá þætti sem vísindamenn telja nauð- synlega til þess að líf geti kvikn- að: Orkulindir, fljótandi vatn og iífræn efnasambönd. Lífræn efna- sambönd innihalda öll flóknari sambönd kolefnis, sem þýðir þó ekki að líf sé óhjákvæmilega fyrir hendi. Spennandi vísbendingar „Þetta merkir ekki að það sé líf á Evrópu,“ segir Thomas B. McCord, stjörnufræðingur við Hawaiiháskóla og einn höfunda rannsóknar sem gerð er grein fyr- ir í nýjasta tölublaði Science, sem kom út i gær. „Það sem er spenn- andi við þetta, eru vísbendingarnar unr að allir þættirnir þrír kunni að vera til staðar á Evrópu." Vitað var að á Evrópu væri að finna vatn og heitan kjarna. Dale Cruikshank, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA, sagði í gær að upp- götvun McCords og aðstoðarfólks hans myndi leiða til aukinna rann- sókna á Evrópu, sem nú þegar nyti „sérstaks áhuga“. Tæki í Galíleó hafa numið vís- bendingar um flókin, lífræn efna- sambönd á yfirborði tunglanna Kallistós og Ganymedesar, sem bendir til að slíkt muni einnig að finna á yfirborði hinna stóru tunglanna tveggja, Evrópu og íós. Ólíklegt er tajið að líf geti þrifist á Kallistó, Íó og Ganymedesi vegna þess að þar er ekkert vatn að finna. Ekki óyggjandi niðurstaða McCord lagði áherslu á, að eng- ar rannsóknir hafi leitt til óyggj- andi niðurstöðu um að líf sé að finna á neinu tungla Júpíters. í Galíleó eru tæki er nema endur- varp geislunar frá Sólinni af yfir- borði tunglanna. Bylgjulengd end- urvarps hverrar sameindar er ein- stæð og gefur endurvarp geislun- arinnar því rafrænt „fingrafar“ af efnissamsetningu yfirborðsins. Hver heldur á þér hita í vetur? Tölum bara hreint út. Helst viltu kúra lengur undir sænginni. Þig hryllir við köldum bílnum á morgnana. Þú getur auðvitað haldið áfram að bölva veðrinu. En það breytir ekki neinu. Hvað hitna þeir hratt? Vetrarmorgnarnir á íslandi eru naprir. Peugeot 406 er heitasti bíll á Islandi. Láttu franskar ástríður halda á þér hita í vetur! Nýbýlavegi 2 • sími 554 2600 Umboðsmenn um land allt: Akranes, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, Selfoss, Reykjanesbær. Opið laugardaga frá 12-16 GSP/GG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.