Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 29
28 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBIAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMKEPPNII
ÞÁGU NEYTENDA
ATAK Félags íslenzkra bifreiðaeigenda til að lækka
iðgjöld bifreiðatrygginga á síðasta ári hefur borið
árangur og skilað neytendum umtalsverðum hagsbótum,
samkvæmt niðurstöðum könnunar Hagfræðistofnunar
Háskólans.
FÍB-trygging tók til starfa í september síðastliðnum
og fékk til samstarfs við sig erlendan tryggingahóp, Ibex
Motor Policies. FÍB-trygging bauð verulega lægri iðgjöld
en tryggingafélögin hér höfðu áður gert og önnur félög
fylgdu fljótlega í kjölfarið. Hagfræðistofnun telur að beinn
sparnaður bíleigenda af lækkun iðgjalda sé um 1,1 millj-
arður króna á einu ári.
Þetta sýnir að með fijálsum viðskiptum og erlendri
samkeppni hefur mátt bæta hag neytenda til muna. Trygg-
ingafélögin, sem fyrir voru, voru ekki trúuð á þessa starf-
semi í upphafi og sögðu ekki hægt að bjóða svo lág ið-
gjöld. Þau eru raunar enn sama sinnis og segja að þau
séu að tapa á bílatryggingunum eftir að iðgjöldin lækk-
uðu. Talsmenn FÍB segja hins vegar, að Ibex Motor-hópur-
inn sé enn sem komið er sáttur við starfsemina hér á landi,
hvað sem síðar kann að koma í ljós.
Fróðlegt verður að sjá hver rekstrarafkoma trygginga-
félaganna verður á þessu ári, sem er fyrsta heila árið í
rekstri frá því að iðgjöldin voru lækkuð.
Svo mikið er víst að sérhver verðlækkun er í þágu neyt-
enda, jafnvel þótt hún kunni að vera tímabundin. Það
verður líka erfitt fyrir tryggingafélögin að hækka iðgjöld-
in á ný jafnhratt og þau voru lækkuð.
íslenzkt efnahagslíf hefur liðið fyrir skort á sam-
keppni. Á sumum sviðum ríkir virk samkeppni, sem leitt
hefur til verulegrar lækkunar vöruverðs á undanförnum
árum. Þetta á ekki sízt _við um verzlun með matvörur,
fatnað og heimilistæki. Á öðrum sviðum virðist ætla að
ganga illa að koma á samkeppni. í skipaflutningum hafa
til dæmis komið tímabil, þar sem einstök skipafélög hafa
lækkað verð og önnur fylgt á eftir. Nú er hins vegar lítil
samkeppni á þeim markaði. Sama má segja um sölu elds-
neytis, þar sem gjaldskrá olíufélaganna stenzt nánast upp
á eyri og þau hækka og lækka verð öll á sama tíma.
Undanfarið hefur orðið ódýrara að ferðast innanlands
vegna aukinnar samkeppni í innanlandsflugi. I Morgun-
blaðinu í gær má hins vegar lesa að bæði helztu flugfélög-
in á innanlandsmarkaði, Islandsflug og Flugfélag íslands,
telji sig tapa á innanlandsfluginu og að stutt sé í að far-
gjöldin hækki að nýju. Hið nýja rekstrarumhverfi innan-
landsflugsins, þar sem sérleyfi eru afnumin, hlýtur þó að
skila neytendum lægra verði til frambúðar.
Eflaust hefur smæð hins íslenzka markaðar talsvert
að segja um það að samkeppni er hér ekki meiri en raun
ber vitni. En eftir því sem Island verður í auknum mæli
hluti af stærri markaði og losað er um hömlur á starfsemi
erlendra fyrirtækja hér á landi batna forsendur fyrir því
að erlend samkeppni komi til sögunnar, sem stuðlar að
lækkandi verði. Slíkri samkeppni ber að fagna, því að hún
er í þágu neytenda. íslenzk fyrirtæki eiga ekki annars
kost en að laga sig að þessari þróun.
HVER BORGAR?
A
Iumræðum á Alþingi í fyrradag um veiðileyfagjald sagði
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður m.a.: „Skatt-
ur á útgerðarfyrirtæki gæti aldrei verið borgaður af nein-
um öðrum en sjómönnum og fiskverkafólki. Það er hrein
blekking, ef menn halda, að einhver annar muni borga.“
Látum liggja á milli hluta ágreining um það hvort veiði-
leyfagjald sé skattur eða ekki skattur. Staðreyndin er
hins vegar sú, að útgerðarfyrirtækin í landinu hafa á
undanförnum árum verið að greiða gjald fyrir réttinn til
þess að veiða en í stað þess að greiða það gjald í sameigin-
legan sjóð hafa þau greitt það til annarra útgerðarfyrir-
tækja.
Er Einar Oddur Kristjánsson að halda því fram, að sjó-
menn og fiskverkafólk hafi greitt kostnað af þessum kvóta-
kaupum útgerðarfyrirtækjanna, sem hafa svo orðið til
þess að stórauka eignir þeirra?
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 29
............ ......
MIÐBÆRIIMN
Ofbeldið felst
í ónæðinu
Fjöldi veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur hefur
í för með sér mikinn mannsöfnuð þar á nótt-
unni um helgar. í umfjöllun Ragnhildar
Sverrísdóttur kemur fram að miðað við þenn-
an mikla fjölda eru ofbeldisverk á borð við
líkamsárásir ekki mörg í miðbænum. Ofbeldið
felst fyrst og fremst í því ónæði og skemmdar-
verkum sem íbúar svæðisins þurfa að þola.
____Öryggismyndavélar gætu dregið_
þar verulega úr, miðað við reynslu Breta.
EKKI er ljóst hvar öryggismyndavélum verður komið fyrir í miðbæ Reykjavíkur, en framkvæmdanefnd
um miðborgarmál lagði til að þær yrðu á Dómhúsinu við Lækjartorg, á Hótel Borg og á Aðalstræti 6.
VEITINGAHÚSUM í mið-
borginni fjölgaði mjög
hratt á skömmum tíma og
nú er svo komið að á
níunda tug vínveitingastaða eru á
svæðinu frá Rauðarárstíg að Garða-
stræti. Leyfilegur gestafjöldi þessara
staða er tíu þúsund manns. Séu allir
veitingastaðir í borginni taldir eru
þeir um tvö hundruð og þar geta 30
þúsund gestir komið saman, eða tí-
undi hlut.i þjóðarinnar.
Fjöldi fólks býr innan um veitinga-
staðina. Þar sem þeir standa þéttast,
í Kvosinni, eru götur og torg full af
ölvuðu fólk langt fram eftir nóttu.
íbúarnir hafa ekki mestar áhyggjur
af ofbeldisverkum, heldur kvarta til
lögreglu þar sem ekki er svefnfriður
um helgar, eigur þeirra eru skemmdar
eða sóðaskapurinn, sem fylgir
drukknum mannfjöldanum, gengur
fram af þeim. Það er ekki óalgengt
að morgunverk íbúanna á laugardög-
um og sunnudögum felist í að spúla
burt þvag við útidymar, eða fjarlægja
saur úr görðum.
Viðskiptavinir veitingastaðanna
eru misjafnir. í miðbænum er að
finna krár, þar sem fíkniefnaneytend-
ur og dagdrykkjufólk heldur til.
Kvartanir vegna þessara staða eru
fyrirferðarmiklar í skjölum lögreglu,
enda gera viðskiptavinir af þessum
toga Jítinn greinarmun á nóttu og
degi. íbúar í fjölbýlishúsi við Pósthús-
stræti, sem stendur við hlið Ölkjallar-
ans við Skólabrú, sendu borgarráði
bréf í síðasta mánuði, þar sem þeir
kvörtuðu undan ónæði. Þeir hafa
fengið sig fullsadda af innbrotum í
stigaganginn, ópum og slagsmálum
jafnt að nóttu sem degi og að finna
sprautunálar fíkniefnaneytenda í
blómabeðum. Þá hafa bílar verið
skemmdir og rúður brotnar.
íbúar eru ekki þeir einu sem kvarta,
því sambýli við veitingastaði gerir
forsvarsmönnum fyrirtækja einnig
gramt í geði. Eimskipafélag íslands
sendi borgarráði bréf í síðasta mánuði
og kvartaði undan Hafnarkránni við
Hafnarstræti. Borgarráð samþykkti
að leita ítarlegra upplýsinga frá lög-
reglu um rekstur þessara staða og
rekstraraðilum verður gerð grein fyrir
málinu. Lögreglan er nú að afla þess-
ara upplýsinga.
Borgaryfirvöld hafa fyrir nokkru
gert sér grein fyrir að eitthvað verði
að gera. Hins vegar hefur ekki geng-
ið eins vel að koma góðum áformum
í framkvæmd. í maí í fyrra sam-
þykkti borgarráð að „á næstunni"
yrði tímabundið hætt að mæla með
útgáfu nýrra vínveitingaleyfa fyrir
veitingastaði í miðborginni. í Morgun-
blaðinu var haft eftir Guðrúnu Ág-
ústsdóttur, forseta borgarstjórnar, að
ekki væri hægt að setja á tímabundna
stöðvun nema að undangenginni aug-
lýsingu. Hún vísaði til fordæmis borg-
arstjórnar Kaupmannahafnar, sem
greip til þessa ráðs þegar henni fannst
komið mikið ójafnvægi milli þjónustu-
fyrirtækja í miðborginni. Guðrún benti
einnig á, að borgaryfirvöld hefðu
stuðlað að fjölgun íbúða í miðborginni
og að ekki færi saman íbúðabyggð
og fjöldi skemmtistaða.
Kristín A. Árnadóttir, aðstoðarkona
borgarstjóra, segir að frá og með
næstu áramótum ætli borgarráð ekki
að mæla með að veitt verði ný leyfi
til áfengisveitinga.
Ekki ströng skilyrði
í nágrannalöndunum, til dæmis í
Danmörku, eru sett ströng skilyrði
fyrir leyfum til áfengisveitinga. í sum-
um bæjum er m.a. gengið hart eftir
því að veitingamaður ábyrgist að fólk
safnist ekki saman fyrir utan staðinn
eftir lokun. Hér á landi eru skilyrði
fyrir veitingaleyfi þau, að umsækjand-
inn sé fjárráða og að bú hans hafi
ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta
og leyfi til áfengisveitinga fær hann
því aðeins að veitingastaður hans telj-
ist „fyrsta flokks að því er snertir
húsakynni, veitingar og þjónustu".
Þessi skilyrði geta vart talist
ströng. Reykjavíkurborg hefur reynt
að skilja sauðina frá höfrunum með
því að setja skilyrði fyrir jákvæðri
umsögn sinni. Veitingamenn eiga að
leggja fram vottorð um að þeir hafi
staðið skil á opinberum gjöldum. Þessi
skilyrði er hins vegar ekki að finna í
lögum og líklegt að Reykjavíkurborg
geti ekki staðið fast á þessu þegar á
reynir.
Borgaryfirvöld skoruðu nú í vikunni
á dómsmálaráðuneytið að þegar verði
lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um
breytingu á útgáfu veitinga- og vín-
veitingaleyfa sem og afgreiðslutíma
veitingahúsa. I frumvarpinu verði
gert ráð fyrir að ákvarðanir um af-
greiðslutíma verði í höndum sveitar-
stjórna, enda hefur Reykjavík hug á
að hann verði breytilegur. Um leið
ítrekaði borgarráð nær tveggja ára
samþykkt sína þess efnis að heimildir
lögreglustjóra til tímabundinnar eða
varanlegrar leyfissviptingar vínveit-
ingaleyfa, ef leyfishafi fylgir ekki sett-
um reglum, verði skýrar og ótvíræð-
ar. Loks áréttar borgarráð þá stefnu
að rétt sé að leggja mat á umsækj-
anda um veitingaleyfí, m.a. fjárhags-
stöðu hans og viðskiptaferil.
Þennan laga- og reglugrunn, sem
borgaryfirvöld fara fram á, þarf að
setja til að koma böndum á þá veit-
ingastaði, sem ítrekað brjóta t.d. gegn
ákvæðum um aldur og fjölda gesta.
Skýrt dæmi um þau veiku úrræði, sem
lögreglan hefur, er afgreiðsla á máli
veitingastaðarins Tetris í Fischer-
sundi. Lögreglan taldi veitingamann-
inn ítrekað hafa brotið gegn áfengis-
lögum og barnaverndarlögum og neit-
aði að endurnýja leyfi hans. Dóms-
málaráðuneytið sneri þeirri ákvörðun
hins vegar við. Þar var um að kenna
að borgarráð hafði verið meðmælt því
að leyfið yrði framlengt í sex mán-
uði, með þeim skilyrðum að hljóðein-
angrun yrði bætt, dyravarsla aukin
og reglum um fjölda gesta og aldurs-
takmark fylgt, nokkuð sem lögreglan
mun hafa verið vantrúuð á að bæri
árangur fremur en fyrri daginn. Ráðu-
neytið taldi það ekki í samræmi við
meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að
synja um leyfi í stað þess að binda
það skilyrðum.
Oryggismyndavélar
vatói miðbæinn
Þótt borgin geti ekki strax farið
að framfylgja þeirri stefnu sinni að
samþykkja ekki ný vínveitingaleyfi
og enn vanti lög sem marka skýra
stefnu og hafa að geyma heimildir til
aðgerða víki veitingamenn út af beinu
brautinni, þá sitja menn ekki auðum
höndum. Nú er verið að leggja loka-
hönd á samning Reykjavíkurborgar,
Pósts og síma, dómsmálaráðuneytis-
ins og lögreglustjórans í Reykjavík
um uppsetningu og rekstur öryggis-
myndavélakerfis í miðbænum. í
áfangaskýrsiu framkvæmdanefndar
um miðborgarmál, sem kom út fyrir
tveimur árum, var lagt til að mynda-
vélum yrði komið fyrir á Dómhúsinu
við Lækjartorg, á húsinu við Aðal-
stræti 6 (Morgunblaðshúsið gamla)
og á Hótel Borg. Frá Dómhúsinu yrði
hægt að fylgjast með Bankastræti,
umhverfí stjórnarráðsins, Lækjartorgi
og Austurstræti að Pósthússtræti. Frá
Aðalstræti 6 yrði fýlgst með Aðal-
stræti, Ingólfstorgi og Austurstræti
að Pósthússtræti. Frá Hótel Borg yrði
hægt að fylgjast með Austurvelli,
Alþingishúsinu, Landssímahúsi og
Pósthússtræti að Reykjavíkurhöfn.
67% fækkun innbrota og
þjófnaða
Framkvæmdanefndin taldi örygg-
ismyndavélarnar forgangsmál. Hún
vísaði til reynslunnar í Bretlandi, þar
sem öryggismyndavélar hafa verið
settar upp í fjölmörgum borgum. Af-
brotum fækkaði verulega, til dæmis
fækkaði innbrotum og þjófnuðum um
67% í borginni Hexham og skemmd-
arverkum og líkamsárásum um 39%.
I miðborg Newcastle fækkaði glæpum
um 20%. Fækkun afbrota hefur hvergi
verið undir 18%.
Nú fer að líða að því að vélar verði
settar upp hér. Hver aðili að samn-
ingnum tilnefnir fulltrúa í verkefnis-
stjórn og funda þeir í Ráðhúsinu á
mánudag. Hugsanlegt er að samning-
urinn verði undirritaður við það tæki-
færi, en ekki er ljóst hvenær rekstur
vélanna gæti hafist.
Samkvæmt upplýsingum Símons
Sigvaldasonar, deildarstjóra í dóms-
málaráðuneytinu, hefur ekki verið
tekin ákvörðun um fjölda myndavéla
eða staðsetningu þeirra, en stjórnstöð-
in verður hjá lögreglunni.
Kristín A. Arnadóttir segir að
Reykjavíkurborg ætli að leggja þijár
milljónir króna til verkefnisins og
Póstur og sími hf. láni búnað og heim-
ili endurgjaldslaus afnot af ljósleiðara-
kerfi. Það framlag sé metið til 2 'h til
3 milljóna króna. „Við viljum prófa
myndavélarnar í eitt ár hið minnsta.
Þær hafa reynst vel annars staðar og
við getum ekki látið þetta óreynt.“
Fjöldi veitingahúsa í Reykjavík
með vfnveitingaleyfi
1987-1996
1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
Þreföldun á tíu árum
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík
Þurfum að tryggja
öryggi allra
VÍNVEITINGAHÚS í Reykjavík
eru nú ríflega þrisvar sinnum fleiri
en árið 1987. Það ár höfðu 52 hús
í Reykjavík vínveitingaleyfi, ári
síðar voru leyfin 57, árið 1989 voru
þau 84, næsta ár 92 og árið 1991
voru þau orðin 103. Enn fjölgaði,
því árið 1992 voru 115 veitingahús
með vínveitingaleyfi, 132 árið
1993,144 árið 1994,156 árið 1995
og í fyrra voru leyfin 163, eða
rúmlega þrisvar sinnum fleiri en
árið 1987.
Eftirlitsmenn vínveitingahúsa,
sem starfa á vegum lögreglustjóra,
voru fjórir árið 1979, þegar vín-
veitingahús í Reykjavík voru að-
eins 14 talsins. Þeir voru enn fjór-
ir árið 1987, þegar vínveitingahús
voru 52. Ætla mætti að þeim hefði
fjölgað töluvert, þar sem vínveit-
ingahús eru nú tólf sinnum fleiri
en árið 1979, en sannleikurinn er
sá að þeir eru enn fjórir.
Hlutverk eftirlitsmannanna er
að fylgjast með að fyrirsvarsmenn
áfengisveitingastaða framfylgi
reglum er gilda um reksturinn eins
og til dæmis aldur gesta, fjölda
þeirra og fleira, svo og að tilskilin
leyfi séu í gildi. Auk eftirlitsmann-
anna hafa lögreglumenn eftirlit
með stöðunum og er það liður í
almennri löggæslu.
KARL Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Reykjavík,
segir að sú borg önnur hljóti að vera
vandfundin sem geti hýst tíunda hluta
þjóðar við drykkju og skemmtan í
einu, auk þess sem afar óvenjulegt
sé að flestir staðirnir séu á svo litlu
svæði. Því sé ekki hægt að miða við
borgir, t.d. í Bandaríkjunum eða
Skandinavíu, þar sem miðborgirnar
séu ekki örsmáar eins og hér.
Um helgar safnast 1-5 þúsund
manns saman í miðbænum eftir að
skemmtistaðir loka. „Fjöldinn er mis-
mikill og fer eftir veðri. Þá er fjöl-
mennast um mánaðamót og þegar
nýtt tímabil greiðslukorta hefst,“ seg-
ir Karl Steinar. „Lögreglan þarf að
tryggja öryggi allra, bæði ibúa og
gesta. Um 50 lögreglumenn eru á
vakt um helgar og þar af eru að
minnsta kosti 15 í miðbænum."
Karl Steinar segir að það sé um-
hugsunarefni hvernig borgin sé
kynnt. „Við sölu á ferðum til Reykja-
víkur er beinlínis gert út á næturlífið
og erlendir fjölmiðlar íjalla sérstak-
lega um mannsöfnuð og drykkju í
miðbænum. Ég veit ekki hvort íbúar
borgarinnar eru almennt ánægðir
með þessa ímynd, en lögreglan hefur
áhyggjur af þessari þróun.“
Lögreglan var með gönguhópa í
miðbænum. „Það orkaði tvímælis, því
sumir æstust upp við að sjá lögregl-
una. Við hopuðum því, en samt þarf
að gæta þess að lögregla sé sýnileg.
Nú reynum við að fylgjast vel með
og kippa þeim sem eru til vandræða
strax úr umferð.“
Karl Steinar segir að öryggis-
myndavélar séu góð leið til að auð-
velda lögreglu að grípa í taumana.
„Ef við fáum vélar getum við bæði
fylgt leiðbeiningum stjórnstöðvar og
farið strax á staðinn, eða nýtt upptök-
ur til að þekkja sökudólga eftir á,
takist ekki að ná þeim strax.“
Sá hópur fólks í miðbænum, sem
veldur Karli Steinari mestum áhyggj-
um, eru 16-19 ára unglingar. „Lög-
reglu, íþrótta- og tómstundaráði og
Félagsmálastofnun tókst að snúa við
þeirri þróun að yngra fólk væri á ferli
í miðbænum á nóttunni, með því að
flytja það í athvörf og láta foreldra
sækja það. Hins vegar leita 16-19 ára
unglingar í miðbæinn, því borgaryfir-
völd hafa ekki fundið önnur úrræði
fyrir þá. Þetta mál verður að skoða
í samráði við foreldra. Finnst þeim
eðlilegt að unglingar sæki skemmtun
sína í götur miðbæjarins?"
Karl Steinar segir því fara fjarri
að unglingarnir séu þeir einu sem
valdi vanda. „Eldra fólk kemur ekki
síður við sögu og allt tengist þetta
nær undantekningalaust áfengis-
neyslu. Það fólk, sem kastar af sér
þvagi undir næsta húsvegg og fremur
skemmdarverk, er ölvað. Vandamálið
liggur m.a. í því, að engin takmörk
hafa verið sett við fjölda veitinga-
staða. Menn hafa getað farið í fram-
kvæmdir og sótt um vínveitingaleyfið
eftir á. Borgin hefur ekki staðið við
að hafa blandaða byggð í miðbænum.
íbúar þar hljóta hins vegar að eiga
sama rétt og aðrir íbúar borgarinnar."
Karl Steinar segir umhugsunarefni
hver sé skynsamlegur afgreiðslutími
veitingastaða. „Ef hann er of stuttur
flyst drykkjan inn á heimilin. Ef
tíminn væri fijáls myndi kannski ekki
myndast þessi mikla umferð frá mið-
nætti, þegar fólk fer að tínast á stað-
ina, og fram á morgun.“
Átök ölvaðra
einstaklinga
MIÐAÐ við þann mikla mann-
fjölda, sem safnast saman í mið-
bænum að kvöld- og næturlagi um
helgar, teljast t.d. alvarlegar lík-
amsárásir ekki margar þar.
Á fyrstu níu mánuði ársins var
tilkynnt um 28 alvarlegar líkams-
árásir á landinu öllu. 21 var úti á
landi, en sjö voru í Reykjavík. Þar
af voru þrjár í miðborginni.
Það sem af er árinu hefur verið
tilkynnt um 430 líkamsmeiðingar
af ýmsum toga í Reykjavík og urðu
um 150 þeirra á miðborgarsvæð-
inu.
„Þegar þessar tölur eru skoðað-
ar verða menn að hafa í huga þann
fjölda sem þarna er og ástand
fólksins. Flest tiivikanna eru átök
milli ölvaðra einstaklinga," segir
Karl Steinar Valsson. „Olvuninni í
miðbænum fylgir líka virðingar-
leysi gagnvart eigum annarra.
Umfjöllun um miðbæinn hefur
einnig mikil áhrif. Fyrir nokkrum
árum var mikið rætt um að hættu-
legir, vopnaðir menn væru á ferli
í miðbænum. Þetta hafði það í för
með sér að margt yngra fólk ákvað
að ganga með hníf og hélt því fram
að það væri nauðsynlegt til að veij-
ast. Slík varnarvopn geta auðveld-
lega breyst í árásarvopn. Núna
hefur aftur dregið úr þessum
vopnaburði."
’T
Lögfræðingur embættis lögreglustjóra
Menn hljóta að
lýsa eftir stefnu
borgarinnar
IMIÐBÆNUM á að vera blönduð
byggð, bæði íbúðir og atvinnu-
starfsemi. Veitingastöðum hefur
hins vegar fjölgað svo hratt, að
menn hljóta að lýsa eftir stefnu
borgarinnar í þessum málum. Um
mitt síðasta ár ætlaði borgin að
hætta að samþykkja ný leyfi, en
það gerðist ekki. Núna er rætt um
að engin ný leyfi verði samþykkt
frá og með næstu áramótum,“ seg-
ir Signý Sen, lögfræðingur hjá emb-
ætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Á verksviði Signýjar er m.a. að
sjá um útgáfu leyfa fyrir veitinga-
staði í borginni. Reglur um veitinga-
leyfí, áfengisveitingaieyfi og
skemmtanaleyfi eru langt frá því
að vera einfaldar og hefur lengi
verið rætt um að samræma skilyrði
og einfalda afgreiðslu mála. Veit-
ingaleyfi sem og leyfí til áfengisveit-
inga er bundið einstaklingi sem um
það sækir og húsinu þar sem hann
selur gistingu og/eða veitingar aðr-
ar en áfengi. Leyfín eru óframselj-
anleg.
í Reykjavík er sá háttur hafður
á, að sótt er um veitingaleyfí hjá
embætti lögreglustjóra, sem leitar
umsagnar eldvarnaeftirlits Reykja-
víkurborgar, vinnueftirlits ríkisins
og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Borgarráð er ekki lengur umsagnar-
aðili um veitingaleyfí, samkvæmt
lögum um reynslusveitarfélög og
samþykkt um starfsleyfisveitingar
og umsagnir heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur um veitinga- og gisti-
leyfi. Það er því heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur sem er umsagnaraðili
um umsóknir um veitingaleyfí.
Heilbrigðiseftirlitið leitar eftir
umsögn borgarskipulags, sem á að
sjá um grenndarkynningu og fleira.
Þegar heilbrigðiseftirlit hefur feng-
ið umsögn borgarskipulagsins og
gefið grænt Ijós, getur embætti
lögreglustjóra gefið út leyfi. Lög-
reglustjóra er ekki heimilt að veita
leyfi nema að fengnum jákvæðum
umsögnum.
Þau skilyrði, sem gerð eru til ein-
staklings sem sækir um veitinga-
leyfi, eru að hann sé fjár-
ráða og að bú hans hafi
ekki verið tekið til gjald-
þrotaskipta.
Eftir að veitingaleyfi er
fengið þarf að sækja um
leyfi til áfengisveitinga.
Umsókn um áfengisveit-
ingaleyfi er send borgarstjóm, sem
leitar umsagnar félagsmálaráðs og
málið er að því búnu afgreitt í borg-
arráði. Þá þarf þriggja manna mats-
nefnd dómsmálaráðuneytis að
ganga úr skugga um að veitinga-
staðurinn teljist „fyrsta flokks að
því er snertir húsakynni, veitingar
og þjónustu," eins og segir í áfengis-
lögum. Matsnefndin getur sett skil-
yrði um úrbætur og gefið frest til
þeirra, en lögreglustjóri gefur út
leyfí engu að síður.
Borgin vill að um-
sækjendur séu í skilum
Reykjavíkurborg hefur viljað
herða skilyrði fyrir leyfum til
áfengisveitinga og í júlí á síðasta
ári samþykkti borgarráð að setja
skilyrði fyrir jákvæðri umsögn sinni
um útgáfu áfengisveitingaleyfa í
Reykjavík. Þau voru að framvegis
fylgdi umsóknum upplýsingar um
skil umsækjenda og eigenda eða
framkvæmdastjóra á opinberum
gjöldum, m.a. við Gjaldheimtu og
lífeyrissjóði.
Signý Sen segir að þessi skilyrði
sé ekki að finna í lögum. Embætti^
lögreglustjóra hafi þó fylgt tilmæl-
um borgarstjóra og neitað að taka
við umsóknum veitingamanna, þar
sem þessar upplýsingar vantaði.
Einn veitingamaður hafi kært þá
niðurstöðu til dómsmálaráðuneytis-
ins, sem hafi fellt synjunina úr gildi,
eftir að maðurinn lagði fram um-
beðnar upplýsingar.
„Annar veitingamaður neitaði
nýlega að leggja þessar upplýsingar
fram með umsókn sinni og vísaði
til þess að skilyrðin væri hvergi að
finna í lögum. Borgin neitaði að
samþykkja umsókn hans og því gaf
embætti lögreglustjóra ekki út leyfi.
Hann hefur nú kvartað yfír máls^
meðferðinni við Umboðsmann Al-
þingis, þar sem málið er enn í
vinnslu."
Mislangnr
veitingatími
Opnunartími veitingahúsa er ekki
hinn sami og veitingatími. „Megin-
reglan samkvæmt lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur er að veitinga-
staðir mega vera opnir frá klukkan
6 að morgni til klukkan 3 að nóttu
alla daga ársins, enda sé aðeiny _
seldur matur og óáfengir drykkir,"
segir Signý. „Áfengisveitingatími
er frá klukkan 12 til 23.30 alla
daga vikunnar, en þó fram til klukk-
an 2 aðfaranótt laugardags, sunnu-
dags eða almenns frídags. Til að
mega veita áfenga drykki lengur
þarf skemmtanaleyfi.“
Skemmtanaleyfi er veitt almenn-
um skemmtistöðum og mega þeir
þá veita áfengi til kl. 1 að nóttu
virka daga og kl. 3 aðfaranótt
laugardags, sunnudags og almenns
frídags. „Oftast er sótt um
skemmtanaleyfí um leið og veit-
ingaleyfi og leyfi til áfengisveit-
inga,“ segir Signý. „Þó eru dæmi
um að fyrst sé opnað veitingahús,
þar sem seldur er matur og vín,
og síðar sé farið fram á að fá
skemmtanaleyfi. Þá þarf til dæmis
að meta hvar staðurinn er, því það
skiptir miklu hvort opið
er til 23.30 eða 1 ef stað-
urinn er í íbúðahverfi."
Lögreglan hefur verið
gagnrýnd fyrir að ganga
ekki harðar eftir að vín-
veitingastaðir endurnýi
leyfi sín á réttum tíma.
„Lögreglan fylgist með leyfunum
og sendir veitingamönnum bréf, þar
sem bent er á að leyfið sé að renna
út,“ segir Signý. „Þegar menn
leggja inn umsókn um endumýjum
fá þeir leyfið framlengt á meðair"
umsóknin bíður afgreiðslu. Það er
ekki hægt að kenna veitingamönn-
um eða lögreglu um það þótt end-
urnýjun leyfa tefjist, því margir
þurfa að veita umsögn um umsókn-
ina. Það er augljóst að við getum
ekki lokað veitingahúsunum þegar
ekki er við veitingamanninn að sak-
ast.“
Refsað
fyrir ítrekuð brot
Ef veitingamenn bijóta skilyrði
leyfís þá byijar embætti lögreglu-
stjóra á að veita þeim áminningu.
„Ef þeir gerast ítrekað brotlegir,
þá er hægt að svipta þá skemmtana-
leyfí, sem takmarkar þar með þann
tíma sem þeir mega hafa opið. Ann-
að úrræði er að banna áfengisveit-
ingar, til dæmis eitt kvöld eða
fleiri,“ segir Signý Sen. _
Skilyrði sem
borgaryfir-
völd setja er
ekki að finna I
lögum