Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 56

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK © Eftirlitsmenn veitingahúsa Fjórir fylgjast með 163 húsum FJÓRIR eftirlitsmenn vínveit- ingahúsa eiga að fylgjast með 163 vínveitingahúsum í Reykjavík. Áiið 1979 voru eft- irlitsmennirnir h'ka fjórir, en þá voru aðeins 14 veitingastað- ir í Reykjavík með vínveitinga- leyfi. Hlutverk eftirlitsmann- anna er m.a. að fylgjast með að veitingamenn fylgi ákvæðum um aldur gesta og fjölda þeirra. Borgarráð hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum muni það ekki mæla með nýj- um vínveitingaleyfum i borg- inni. Á tíu ára tímabili ríflega þrefaldaðist fjöldi vínveitinga- húsa í Reykjavík. Árið 1987 voru þau 52, en eru nú 163. Samið um öryggis- myndavélakerfí Samningur Reykjavíkur- borgar, Pósts og síma hf., dómsmálaráðuneytis og lög- reglunnar í Reykjavík um uppsetningu og rekstur ör- yggismyndavélakerfis í mið- bænum er nú í burðarliðnum. Fyrir tveimur árum lagði framkvæmdanefnd um mið- borgarmál til að komið yrði upp myndavélum á Dómhús- inu við Lækjartorg, á Hótel Borg og á Aðalstræti 6. Með þeim yrði lögreglu gert kleift að fylgjast með svæðinu frá Bankastræti að Aðalstræti. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort farið verður að þessari tillögu, hve margar vélarnar verða eða hvenær þær verða teknar í notkun, en stefnt að því að það verði fljót- lega. ■ Miðbærinn/28-29 Morgunblaðið/RAX Vikurflutn- ingar auk- ast á ný Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður Mætti reyna auð- lindagjald á norsk- íslensku síldina EINAR Oddur Kristjánsson alþing- ismaður sagði á Alþingi að ef menn tryðu því að auðlindaskattur gæti verið góður í hagfræðilegu tilliti væri kannski rétt að prófa hann í veiðum á norsk-íslenska sfldarstofninum. I umræðum um veiðileyfagjald á Alþingi sagði Einar Oddur að þar sem íslenskur sjávarútvegur væri ef til vill að ná árangri í auknum fisk- veiðiarði hvað varðar veiðar upp- sjávarfiska, sem ekki sé um að ræða í þorskveiðum, kæmi e.t.v. til greina að gera tilraun með það hvort auð- lindagjaldskerfi virkaði í tilfelli norsk-íslenska síldarstofnsins. Einar sagðist enga fullvissu hafa um að þetta væri rétt skref en hann teldi réttara að gera tilraunina en standa í eilífu karpi og þá í veiðum þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefði náð árangri. .Auðlindagjald byggist á þeim hagfræðikenningu að sé fiskveiðun- um stjórnað á réttan hátt verði til fiskveiðiarður umfram það sem ella hefði orðið til og þess vegna sé eitt- hvað til skiptanna. Sem meginregla held ég þó að það komi best út fyrir samfélagið að þessi arður verði eftir hjá viðkomandi útgerðarfélögum. Þannig treystum við efnahagslífið best. Það er alls ekki verið að taka af útgerðinni heldur verður eitthvað til skiptanna og það er grundvöllur íyrir tiltölulega hlutlausa skattlagn- ingu. Það er það sem þetta snýst um. Þetta snýst um hagkvæmni en ekki einhverjar upphrópanir eins og Morgunblaðið er með um eitthvert eilífðarréttlæti,“ sagði Einar Oddur ennfremur. ■ Umdeilt/12 HORFUR eru á að útflutningur á Hekluvikri verði meiri á þessu ári en því síðasta þegar veruleg- ur samdráttur varð. Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM-Vallár, eigauda Vikurvara, sem flytur út vikur, sagði að meginástæðan fyrir þessu væri að Þýskalandsmarkaður væri að lifna við eftir talsverða Iægð. Gífurleg aukning varð á út- flutningi á vikri á árunum 1994 og 1995, en vegna efnahagslægð- ar í Þýskalandi dróst útflutning- urinn mikið saman á síðasta ári. Þýskaland er stærsti markaður fyrir vikur frá íslandi. Víglundur sagði að veikari staða þýska marksins á þessu ári en í fyrra hefði áhrif á þennan útflutning, en engu að síður væru horfur á að útflutningur ykist. Tvö fyrirtæki, Vikurvörur og Jarðefnaiðnaður, eru stærstu út- flytjendur á vikri frá Islandi. Verslim- armanna- félög sameinuð UNNIÐ er að sameiningu Verka- lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík og Áftureldingar á Hellissandi þessa dagana og umræður hafa verið í gangi milli verkalýðsfélaganna í Vík og á Kirkjubæjarklaustri um sameiningu. Einnig hafa staðið yfir umræður milli Verslunarmannafélags Rang- æinga og Verslunarmannafélags Árnessýslu .um sameiningu og myndi það félag verða með yfir 400 félagsmenn ef af yrði. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram á þingi Landssambands íslenskra verslunarmanna í gær um samein- ingu verslunarmannafélaga. Töluvert hefur gerst í samein- ingarmálum félaganna á seinustu mánuðum og árum. Verslunar- mannafélög Bolungarvíkur og ísa- fjarðar sameinuðust m.a. fyrir nokkru til reynslu til þriggja ára og innganga Verslunarmannafé- lags Borgarness sem deild í Verka- lýðsfélagi Borgarness varð endan- leg fyrir skömmu. ■ Reynt verður/6 ------------- Bók Kundera fyrst gefin út á Islandi RITHÖFUNDURINN Milan Kundera hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem -kemur fyrst út á íslensku hjá Máli og menningu í næstu viku. Sagan mun koma út á frummálinu, sem er franska, í janúar. Hún heitir Óljós mörk og er þýdd á íslensku af Friðrik Rafnssyni. Milan Kundera fæddist í Prag árið 1929 en hefur verið búsettur í París undanfarna tvo áratugi. Hann hefur dvalið hér á landi nokkrum sinnum. Heimsfrumútgáfa/c2 Morgunblaðið/Kristinn ^ Geðheilbrigðisdegi fagnað Á ALÞJÓÐLEGA geðheilbrigðis- deginum í gær, var opnuð sýning á myndverkum eftir gesti Vinjar, at- hvarfs fyrir geðfatlaða, í nýju hús- næði Rauða kross ísiands í Efsta- leiti 9. I Vin eru geðfatlaðir aðstoðaðir eftir útskrift á sjúkrahúsi í því skyni að draga úr eða koma í veg fyrir síendurteknar innlagnir á geðdeildir. Myndlist skipar veiga- mikinn sess í starfseminni en gest- um er frjálst að taka þátt í þeirri starfsemi sem þeir kjósa. ■ Baráttan/4 Ráðuneyti telur afskipti sveitarstjórnar af sölu jarðar ólögleg Ekkí forsenda fyrir að nvta forkaupsrétt ÚRSKURÐAÐ hefúr verið af land- búnaðarráðuneytinu að hrepps- nefnd Eyjafjarðarsveitar hafi ekki verið heimilt að neyta forkaups- réttar á jörðinni Möðrufelli í Eyja- fjarðarsveit. Forkaupsrétturinn hefur því verið numinn úr gildi. Flest bendir því til að upphaflegur samningur um kaup á jörðinni standi. Mál þetta er þannig til komið að Matthías Eiðsson, hrossabóndi á Brún við Akureyri, gerði kaup- samning við eiganda Möðrufells. Meirihluti hreppsnefndar Eyja- fjarðarsveitar samþykkti að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kauptilboðið. I framhaldi af því seldi hún Valdimari Jónssyni jörð- ina. Hreppsnefndin færði þau rök fyrir afstöðu sinni að með þessu væri hún að tryggja að áfram yrði stundaður kúabúskapur á jörðinni, en Matthías áformaði að selja mjólkurkvótann og hefja hrossabú- skap á jörðinni. Aður en hreppsnefndin gekk inn í tilboðið hafði Matthías selt jörð sína, Brún við Akureyri, í trausti þess að hann gæti flutt hross sín að Möðrufelli. Matthías taldi á sér brotið og kærði málið til landbún- aðarráðuneytisins sem hefur nú fellt þann úrskurð að ekki hafi lög- lega verið staðið að málum af hálfu hreppsnefndar. Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra segir að þau skilyrði, sem jarðalög setja fyrir því að hreppsnefnd megi neyta forkaupsréttar, hafi ekki verið fyrir hendi í málinu. Efnislega séu þau um að forkaupsréttar megi aðeins neyta ef horfur séu á að landbúnaður leggist af á jörðinni eða að byggð leggist af á henni. Þessu hafi ekki verið til að dreifa í þessu máli. Birgir Þórðarson, oddviti Eyja- fjarðarsveitar, segir að hrepps- nefndin komi saman til fundar mjög fljótlega og ekkert sé hægt að segja um viðbrögð hennar við úrskurðinum fyrr en eftir íúndinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.