Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 1

Morgunblaðið - 08.11.1997, Page 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 255. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Góðra vina fundur London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Breta, Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakka, og Jacques Chirac Frakklandsforseti hittust til við- ræðna í London í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast allir þrír en frönsku ráðamennimir eru í tveggja daga ferð á Englandi. Á meðal þess sem rætt var á fundi þeirra var hið tilvonandi Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. Chirac og Jospin laun- uðu Blair þá stefnubreytingu sem stjórn hans hefur tekið gagnvart myntbandalaginu og hétu því að sæti í stjóra Evrópska seðlabank- ans, ECB, yrði tekið frá fyrir full- trúa Breta, þó þeir gengju ekki í EMU fyrr en í fyrsta lagi 2002. Einnig bar samvinnu landanna í varnarmálum á góma. Voru þre- menningamir sammála um að hraða endurskipulagningu í her- gagnaframleiðslu þannig að breskir og franskir framleiðendur yrðu betur í stakk búnir til að keppa við bandaríska samkeppnis- aðila. Verkfall franskra vöruflutningabflstjóra leyst að mestu Blendin nýjum viðbrögð við samningum París. Morgunblaðid. HELSTU aðilar vinnudeilu franskra vöruflutningabílstjóra og vinnuveitenda þeirra undirrituðu samninga síðdegis í gær. Forysta verkalýðsfélaganna FO og CDT auk annarra minni félaga vildu ekki skrifa undir og sumir liðs- menn þessara félaga stöðvuðu áfram umferð á hraðbrautum í Frakklandi. Smám saman leystist þó úr stærstu umferðarteppunum í gærkvöldi. Mikil harka var í verkfallinu sem hefur staðið frá því á sunnudags- kvöld og margir bílstjóranna brugðust ókvæða við niðurstöðum viðræðna í samgönguráðuneytinu aðfaranótt föstudags. „Við viljum komast á bekk með öðrum launþegum og biðjum ekki um mikið; þessar tillögur eru óvið- unandi og ég hreyfi mig ekki héð- an,“ sagði bílstjóri sem stöðvaði umferð í Provence í fyrrinótt ásamt félögum sínum. Vegartálm- um hafði fækkað úr nærri 170 í 120 í gærdag og í 30 í gærkvöldi. Ekki er þó víst að ástandið verði komið í alveg eðlilegt horf í dag. Ekki mikið fjárhagstjón Áhrifa verkfallsins gætti mest í Normandí í norðri, á Rívíerunni og Provence í suðri, en vöruskorts varð einna mest vart í Elsass í austri. Erfiðleikar voru í umferð um öll landamæri Frakklands. Verkfallið hefur ekki valdið eins miklum fjárhagslegum skaða og 12 daga verkfall vörubílstjóra í fyrra, en tap eldsneytisfyrirtækja, fram- leiðenda matvöru og kaupmanna er engu að síður umtalsvert. Þetta gildir ekki aðeins um Frakkland. Utflytjendur ávaxta á Spáni hafa orðið illa úti og ýmis fyrirtæki á Ítalíu, í Belgíu, Sviss, Þýskalandi og Bretlandi. Mikill þrýstingur var á frönsk stjórnvöld að binda enda á deiluna og afleiðingar hennar voru meðal dagskrárliða á tvíhliða leiðtoga- fundi Breta og Frakka í Lundún- um í gær. Hvað almenning í Frakklandi varðar gætir áhrifanna mest á bensínstöðvum við hraðbrautir, en birgðir voru gengnar til þurrðar á einni af hverjum þremur þeirra í gær. Ferskmeti vantaði í versianir sums staðar í landinu í vikulokin og almenningur hafði takmarkaðan skilning á vanda bílstjóranna. 4-6% launahækkun Bílstjórarnir fá ekki sérstaka uppbót, sem samið var um í fyrra, og margir þeirra telja það samn- ingssvik sem ekki beri að sætta sig við. En nýju samningamir fela í sér 4-6% launahækkun og gengið er að kröfu bílstjóranna um 20% launahækkun fyrir langleiðabíl- stjóra til ársins 2000 og að þeim séu tryggð föst mánaðarlaun. Viðbrögðin við samningunum voru blendin meðal bílstjóranna. „Þessi samningur er ekkert betri en í fyrra,“ sagði reiður bílstjóri við fréttamenn í gærkvöldi, „næstum sömu loforð og sömu svik.“ • • Oreinda- ský á leið til jarðar TVEIR sólstormar eru á leið til jarðarinnar, að því er bandaríska geimferðastofnun- in NASA greinir frá, og má búast við að áhrifa þeirra fari að gæta í dag eða næstu daga. Vísindamenn segja að á þriðjudag hafi orðið sólblossi sem helst líktist kjarnorku- sprengingu og að honum hafi fylgt gífurleg höggbylgja. Blossinn sendi af stað ský seglumagnaðra öreinda sem er nú á leið í átt til jarðar, að því er fram kemur í fréttum CNN. Með kraftmestu blossum sem greinst hafa Annar sólblossi greindist á fimmtudag, en skýið sem hann sendi af stað stefnir ekki í átt til jarðar. Báðir blossam- ir voru með þeim kraftmestu sem greinst hafa. Blossar á borð við þessa valda segul- stormum og geta þeir truflað gervihnatta og útvarpssend- ingar og í einstaka tilfellum slegið út aðveitukerfi. Að sögn vísindamanna gætu blossamir einnig valdið mikilli ljósadýrð í andrúms- loftinu og má vænta þess að norðurjjósin verði sýnileg mun víðar á jörðinni en venju- lega. Byltingar minnst ÞUSUNDIR kommúnista gengu í gær um götur Moskvu með rauða fána og myndir af leiðtogum Sov- étríkjanna til að minnast þess að 80 ár eru liðin frá byltingu bolsé- víka. Kommúnistarnir sungu gamla ættjarðar- og baráttusöngva og hrópuðu vígorð gegn stjórn Borís Jeltsúis forseta. „Félagar, verið hugrakkir - sparkið Borís burt!“ hrópaði m.a. fylking aldraðra rót- tæklinga og veifaði spjöldum með vígorðum gegn Bandaríkjunum. Byltingarafmælisins var minnst með útifundum í helstu borgum Rússlands og í öðrum fyrrverandi sovétlýðveldum, svo sem Úkraínu og Hvíta-Rússlandi þar sem 7.000 kommúnistar komu saman í höfuð- borginni Minsk. ■ Heita baráttu/20 Irakar ítreka andstöðu við þátttöku Bandarikjamaima í vopnaeftirliti SÞ Baghdad. Reuters. TAREQ Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, ítrekaði í gær að bandarískar njósnavélar kynnu að verða skotnar niður, færu þær inn í íraska flughelgi. Aziz sagði að írak- ar væru reiðubúnir að eiga „upp- byggilegar viðræður" við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna deilunnar um það hvort Banda- ríkjamenn geti tekið þátt í vopna- eftirliti SÞ í landinu. Ekki var hins vegar á Aziz að skilja að írakar hygðust leyfa bandarískum starfsmönnum vopna- eftirlitsins að hefja störf að nýju, auk þess sem hann fordæmdi „yfir- ráð“ Bandaríkjamanna yfir vopna- eftirlitinu. Aziz fullyrti að U-2 njósnavélar Hóta að skjóta vélar niður bandaríska hersins, sem eru stað- settar í Saudi-Arabíu og fara reglu- lega í eftirlitsflug yfir írak, færu ekki erinda SÞ heldur tækju þær myndir til að auðvelda innrás bandaríska hersins í írak. „Forseti minn hefur fyrirskipað mér að fara til New York til að grípa þá möguleika sem gefast á því að eiga uppbyggilegar viðræður ... við þá sem sæti eiga í öryggisráði SÞ og ráðið sjálft," sagði Aziz í gær. Hann kvaðst hafa beðið þriggja manna sendinefnd SÞ, sem hélt frá Baghdad í gær, um að koma á fundi hans með fulltrúa vopnaeftirlitsins en yfirmaður þess sagði í gær- kvöldi, að ekki stæði annað til en að halda fyrirfram ákveðinni áætlun og fljúga U-2 vélunum yfir írak á mánudag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær ekki vita til þess að af- staða bandamanna Bandaríkjanna gagnvart írak hefði breyst. Þess væri enn krafist að Irakar leyfðu öllum starfsmönnum SÞ að sinna vopnaeftirliti. Sagði forsetinn að hemaðaraðgerðir gagnvart Irökum væru ekki útilokaðar, yrðu þeir ekki við kröfu SÞ. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði íraka í fyrrakvöld við því að deilan við SÞ myndi ekki leysast nema þeir létu af andstöðu sinni við bandarísku vopnaeftirlitsmennina. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.