Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 5 7 FOLK I FRETTUM Stúlka í leit að sjálfsmynd Monica Pellizzari hefur snert viðkvæma taug samlanda sinna, Astrala, með kvikmynd sinni „Handfylli af flugum“. Hildur Loftsdóttir snæddi kvöldverð með leikstjóranum og varð margs vísari um kvikmyndagerð andfætlinganna. „Handfylli af flugum“ er fyrsta bíómynd Monicu. Hún hefur áður gert heimildarmyndir og stutt- myndir sem yfirleitt fjalla um konur og minnihluta þjóðarbrot og hafa hlotið verðlaun víðs vegar. Hún varð einnig fyrst til að gera mynd á öðru tungumáli en ensku. Þessi mynd er sú fyrsta gerð af ástralskri konu af ítölskum uppruna og hún hefur hlotið góðar viðtökur hvarvetna í Evrópu, en í heimaland- inu þykir hún áleitin og klúr. Afturhaldssöm fjölskylda - Um hvað fjallar myndin? „Hún er um Mars, sextán ára ástralska stelpu af ítölskum upp- runa sem er í leit að kynferði sínu og sjálfsmynd. Fjölskyldan hennar er mjög afturhaldssöm og þar ræð- ur hið ítalska fordæmi. A endanum fær hún nóg.“ - Hvaðan kemur titillinn? „Þetta er ítalskur málsháttur sem túlkar vonleysi, því það er ekki hægt að grípa flugur og þar með hefur þú ekkert í höndunum. Konur hafa notað hann gegn öðrum konum og mæður gegn dætium sínum sem vilja ekki giftast og eignast börn. Þær segja að ef maður hugsi ekki ráð sitt muni maður enda tómhent- ur, því allir þurfa jú eiginmann og börn tii að öðlast sjálfsmynd. Mér fannst þetta passa mjög vel við mín- ar hugmyndir því í Ástralíu er svo mikið af flugum að maður gleypir þær en maður getur ekki gripið þær.“ - Er myndin á einhvern hátt sjálfsævisöguleg? „Margir vilja halda að þetta sé ævisaga mín. Að hluta til er það satt, að hluta til er þetta saga kvenna sem ég hef kynnst og svo skálda ég þess á milli. Hún gerist á okkar tímum, því þegar ég var að vinna handritið komst ég að því að það mótlæti sem ég upplifði á mín- um ungdómsárum hefur í raun ekk- ert breyst fyrir ungar konur af er- iendum uppruna. Ég ólst upp á kaþólsku heimili með sti'angan fíiður eins og Mars og móður sem viðheldur ítölsku sið- venjunum. Hefði ég ekki brotist út úr því munstri byggi ég nú í út- hverfum Sydney-borgar með þrjú börn, eiginmann og foreldrana á herðunum. Ég vona að næstu kyn- slóð muni takast að breyta þessu.“ mnBifliiwniiB THASMA Walton leikur Mars í myndinni „Handfylli af flugum." Hún var nýlega kosin vinsælasta sjónvarpssfjarnan í Ástralíu. Of ögrandi - Vilt þú gera myndir sem hreyfa við fólki? „Eg hef verið mikið gagnrýnd í Ástralíu fyrir að vera klúr og hrein- lega móðgandi, en það er bara menningarlegt fyrirbæri því annars staðar sér fólk myndina ekki þannig. Mér finnst þessi gagnrýni leiðinleg því það er ekki tekið tillit til þess að ég er sú eina sem gerir myndir sem ekki eru ensk-ástralsk- ar. Mér finnst gaman að vera ögrandi en þá er ég sögð hávær og klúr ítali. Myndin er of ögrandi fyr- ir Ástrali sem bara vilja sólskins- myndir." - Svíar hafa tekið myndinni vel og segja hana konumynd fyrir menn. Hvað fínnst þér um það? „Jane Campion sagði við mig að alltaf þegar hún gerir mynd er það kvennamynd af því að að hún er kona. Þegar karlmaður gerir mynd er það bara mynd. Þess vegna nenni ég ekld lengur að tala um þetta. Af hverju getur myndin mín ekki bara myndinni uppi fór ég að leita á önn- ur mið og fann Tösmu Walton í sjónvarpinu. Hún er af blönduðum uppruna en stjúpfaðir hennar er ítalskur. Hún reyndist síðan mjög' góð leikkona. Dina Panozzo sem leikur mömmuna er þekkt sviðsleik- kona í Ástralíu og ég hef unnið með henni áður. Við erum upprunnar frá sama svæði á Italíu og hún er eins og stóra systir mín og við finnum okkur því vel saman. Það var mjög erfitt að finna pabbann. Málið er að það eru aldrei gerðar myndir um aðra Ástrali en þá sem eru af enskum uppruna, þess vegna eru ekki til neinir leikar- ar meðal fólks af öðrum uppruna, þeir myndu ekki fá neitt að gera,- Þetta er svo stórt vandamál að ég veit ekki hvort ég nenni að gera fleirí myndir um þetta fólk. Þegar átti að velja í hlutverk föðurins, hafði ég ekkert val. John Lucanton- io hafði leikið fyrir mig í stuttmynd og það endaði á því að ég réð hann. Maður getur notað áhugaleikara í stuttmyndir, en þegar um er að ræða bíómyndir gengur það ekki. Sjötug vinkona mín átti að leika ömmuna, en viku áður en upptökur hófust fékk hún hræðslukast og lok- aði sig inni, þannig að ég varð að finna aðra leikkonu. Anna Volska er pólskur gyðingur sem ég setti hár- kollu á og hún hlustaði á hreiminn hennar mömmu. Þótt hún sé mjög góð fannst mér erfitt að sætta mig við þetta þvl ég hef alltaf verið trú mínum uppruna." - Ertu byrjuð á næsta handriti? Já, en ég veit ekki alveg hvað úr því verður, en ég veit að það verður ekki um Ttali.“ Morgunblaðið/Ásdís MONICA Pellizzari, leikstjóri áströlsku myndarinnar „Hand- fylli af flugum“, er stödd á ís- landi í tilefni Kvikmyndahátíð ar í Reykjavík. verið mynd þó að karlar séu ráðandi í kvikmyndaiðnaðinum? Mér finnst gott að segja karlmönnum að sjá myndina því Ástralir álíta myndina árás á karlmenn." - Hefurðu boðskap að færa í myndinni? „Eg held að allar myndir hafi boðskap, þær eru pólitískar alveg sama hvað fólk reynir að andmæla því og ekki síst þær amerísku. Mín mynd segir að konan hafi rétt til þess að lifa eigin lífi og öðlast sjálfs- mynd án karlmanns. Myndinni hef- ur ekki gengið vel á Ítalíu þótt hún hafi unnið til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum, því kvikmyndadreifingu þar er stjórnað af samkynhneigðum karlmönnum sem segja myndina niðurlægjandi fyrir hina ítölsku fjölskyldu. Þeir eru íhaldssamari en ítalskir gagn- kynhneigðir menn þótt undarlegt megi virðast." Alveg að gefast upp - Valdiðu leikarana með tilliti til uppruna þeirra? „Já, ég vildi stelpu af ítölskum uppruna í aðalhlutverkið en fann enga góða. Þar sem Mars heldur Rlýkomið mikið úrval af borðstofuhúsgögnum,skenkum( skápum og hillusamstæðum ..mmmmKrn Frábært verð Verðkr. 69.000. Margir uppröðunarmöguleikar Borðstofuhúsgögn í miklu úrvali. Eik í fjórum litum. ■nri húsgögn I M- fr Ármúla 44 cimi £; c; Q sími 553 2035 Borð+fi stólar Beyki Skenkur - Beyki í Skápur - Beyki 5 -5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.