Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 49 u I •3 I I J I J J 4 \ 4 4 4 4 4 i I í ( i FRÉTTIR LEIÐ hópsins liggur nú til Ástralíu. S 70 Islendingar í Höfðaborg Fræðslufyr- irlestrar um geðheilsu- vanda barna og unglinga í TILEFNI af Alþjóðlegum geð- heilbrigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda, var ákveðið af starfsfólki barna- og unglingageð- deildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin „Hegðun, tilfínn- ingar og þroski - Hefur þú áhyggj- ur af baminu þínu?, hefjast mánu- daginn 10. nóvember kl. 20 á barna- og unglingageðdeild Landspítala, Dalbraut 12 (ekið inn frá Leirulæk). Efni fyrsta fræðslukvöldsins verður „Bam í hegðunarvanda" sem sál- fræðingarnir Sólveig Asgrímsdóttir og Páll Magnússon sjá um. Efni fræðslukvöldanna hefur ver- ið skipt í þemu, þannig fjalla fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst verður tekin fyrir geðheilsa ung- bamsins og að lokum verður fjallað um geðheilsu unglingsins. Fjöl- skyldumiðuð umfjöllun verður ávallt í fyrirrúmi. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslu- kvöldunum verður ókeypis. Boðið verður upp á kaffíveitingar. Handverks- sýning á Garðatorgi HANDVERKSSÝNING verður haldin í Garðatorgi í dag og hefst klukkan 10 og lýkur klukkan 18. Þar verða meðal annars til sýnis trévörar, postulín, prjónavörur, glervara, málverk og ýmislegt fleira, auk þess sem Kvenfélag Garðabæjar annast kaffisölu og býður upp á vöflur. Rebecca Mars- hall í Gallerí Nema hvað í GALLERÍI Nema hvað stendur yfir sýning á verkum Rebeccu Marshall, en hún er gestur gallerís- ins frá Englandi. Yfirskrift sýningarinnar er „Time Aside“ og stendur yfir til 14. nóv- ember. Galleríið er opið alla aga frá k. 14-18. Fyrirlestur um skottu- lækningar Á SÍÐASTLIÐNUM vetri stóðu raunvísindadeild HÍ og Hollvinafé- lag raunvísindadeildar að fyrirlestr- aröðinni Undur veraldar þar sem ýmis fyrirbæri raunvísindanna voru matreidd fyrir almenning. Nú er röðin komin að læknisfræðinni og Hollvinafélag læknadeildar sér um lestrana í vetur undir yfirskriftinni „Undur líkamans - furður fræð- anna“. Sá fyrsti „Skal at maðr rúnir rista nema ráða vel kunni,“ verður á morgun, laugardag, 8. nóvember, í sal 3 í Háskólabíói og hefst kl. 14. Þar mun Árni Björnsson, fyrrver- andi yfirlæknir og formaður Holl- vinafélags læknadeildar, fjaila um skottulækningar sem hann hefur verið að rannsaka undanfarin ár, segir í fréttatilkynningu. Hann mun m.a. kynna Egil Skallagrímsson til sögunnar í máli og myndum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samhliða fyrirlestrinum fer fram söfnunarátak til tækjakaupa í þjálfunarstofu læknanema. Nýtt íslenskt orgel vígt í Hvanneyrar- kirkju NÝTT orgel verður vígt við guðs- þjónustu í Hvanneyrarkirkju á sunnudaginn klukkan 16. Orgelið smíðaði Bjögvin Tómasson orgel- smiður. Fyrir athöfnina leikur Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, á hið nýja orgel og hefst leikur hans klukkan 15.30. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir orgelið og prédikar í guðsþjónustunni og séra Björn Jónsson, fyrrum prófastur, og séra Sigríður Guðmundsdóttir, sóknar- prestur í Hvanneyrarprestakalli, þjóna fyrir altari. Hj ólabrettamót á Draghálsi HJÓLABRETTAMÓT verður haldið á Draghálsi 6 á morgun, sunnudag, klukkan 14. Tveir bandarískir hjólabrettamenn Ronnie Creager og Joss Kasper dæma keppnina og verða svo með sýningu að henni lokinni. Þá verð- ur hip hop hljómsveitin Sub Terra- nean á staðnum, segir í fréttatil- kynningu. Hjólabrettamennirnir banda- rísku verða einnig í nýrri verslun Smash á 2. hæð í Suður-Kringlu í dag, laugardag og gefa eiginhand- aráritanir milli klukkan 14 og 15. ■ SVOHLJÓÐANDI ályktun stjórnar SSH, vegna tafa á fram- kvæmdum við Reykjavíkurflugvöll, var samþykkt á stjórnarfundi SSH, föstudaginn 24. október sl.: „Stjórn SSH mótmælir harðlega þeim fyrir- ætlunum samgönguráðherra að fresta endurbótum á Reykjavíkur- flugvelli. Stjórnin telur að með þessu sé öryggi farþega og fiugum- ferðar stefnt í hættu og með þessari ákvörðun sé ráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna er hann lét falla á aðalfundi SSK í október 1996. Stjóm SSH skorar jafnframt á Al- þingi að það beiti sér fyrir því að hafnar verði framkvæmdir við flug- völlinn á næsta ári.“ SJÖTIU íslendingar eru nú í hnattreisu á vegum Heimsklúbbs- ins. Hópurinn sendi eftirfarandi frétt frá Höfðaborg: Eftir greiða flugferð frá fslandi til Port Elizabeth sl. laugar- dag/sunnudag hófst ferðin með tveggja daga akstri á „Blómaleið- inni“ svonefndu til Höfðaborgar, sem sannarlega ber nafnið með rentu og vakti einróma hrifningu í hópnum. í strútabænum Oudts- hoorn brugðu sumir sér á strúts- bak, en að því loknu var sest að snæðingi, þar sem uppistaða mál- tíðar voru strútaafurðir, sem brögðuðust svo vel að jafnað var við gæsir og kalkún. Meðal margra fagurra, mynd- rænna þorpa á leiðinni var stans- að í safni Bartholomeusar Diaz í Moosel Bay, þar sem „Caravellan“ hans sést endursmíðuð í uppruna- legri mynd, en á henni sigldi hann REYKJAVÍKURHÖFN minnist 80 ára afmælis síns með hátíðardagskrá á Grand Hótel Reykjavík, miðviku- daginn 12. nóvember nk. undir yfir- skriftinni: Reykjavíkurhöfn - öflug viðskiptamiðstöð til framtíðar. Há- tíðardagskráin skiptist í þrennt: Op- inn fund hafnarstjórnar, starf mál- efnahópa og málþing um framtíð hafnarinnar. Reykjavíkurhöfn er stærsta höfn landsins og um hana fer stór hluti af vöruflutningum til og frá landinu. Reykjavíkurhöfn er einnig mikilvæg fiski- og þjónustuhöfn og gildi henn- ar fyrir ferðamannaiðnaðinn er vax- andi en árlega fara um hana 20 þús- und erlendir ferðamenn. Stofnun Reykjavíkurhafnar miðast við 16. nóvember árið 1917 en þann dag voru fyrstu hafnarmannvirki afhent hafnarnefnd. Þau eru í dag ein mestu mannvirki sem reist hafa ver- ið á íslandi, segir í fréttatilkynningu. Opinn fundur hafnarstjórnar Dagskráin hefst á opnum fundi hafnarstjórnarinnar kl. 8.15. Helsta mál á dagskrá fundarins er stefnu- mótun fyrh- Reykjavíkurhöfn þar sem megináhersla er lögð á að Reykjavíkurhöfn, sem helsta höfn landsins, stuðli að því að Reykjavík verði öflug, alþjóðleg viðskipta- og þjónustumiðstöð í Norður-Átlants- hafi. Einnig verður lagður fram makaskiptasamningur milli borgar- sjóðs og hafnarsjóðs þar sem skipst er á lóðum, löndum og húseignum. í hlut borgarsjóðs koma til dæmis hluti af Hafnarhúsinu og lóðir í Kvosinni, en hafnai’sjóður fær lóðir í fyrstur manna suður fyrir Góðra- vonarhöfða árið 1488. Á miðvikudag skoðuðum við hina glæsilegu Höfðaborg og fór- um í Kirstenboschgarðana, ein- hverja þá fegurstu í heimi. Verið er að undirbúa fund með Nelson Mandela forseta. Við fljúgum umhverfis hnöttinn á 33 dögum á Suðurhveli jarðar. Eftir að sægarpurinn Magellan hafði fyrstur manna siglt um- hverfis jörðina, kallaði hann Géðravonarhöfða „Fegursta höfð- ann á allri leiðinni kringum hnött- in“. Undir það hljótum við að taka, sem fórum um höfðann f glaðasólskini, gagntekin af hrifn- ingu af fegurð lands og sjavar, gróðursæld og litadýrð. Á föstu- dag skyggndumst við um ofan af Bordfjallinu fræga, sem skartaði sínu fegursta. Á laugardag leggj- um við upp til Ástralíu. Laugarnesi og Gufunesi og land til þróunar í Geldinganesi. Málefnahópar með þátttöku aðila í viðskiptalífinu Eftir fund hafnarstjórnar taka sex málefnahópar til starfa, frá kl. 10-12. Þekktir aðilar úr viðskiptalíf- inu hafa framsögu í hverjum hópi. Niðurstöður málefnahópanna verða hafðar til hliðsjónar við framkvæmd framtíðartefnu hafnarinnai’. Starf málefnahópa er öllum opið og geta menn skráð sig til þátttöku í þeim eftir áhugasviðum sínum. Umræðu- efni hópanna verður Reykjavíkur- höfn sem helsta flutningahöfn lands- ins, viðskiptamiðstöð sjávarafurða,- hlekkur í íslenskum iðnaði, miðstöð þjónustu og skipaviðgerða. Þá verð- ur fjallað um framtíðarhlutverk hafnarinnar í ferðaþjónustu og síðast en ekki síst um málefni dagsins: Reykjavíkurhöfn sem alþjóðleg mið- stöð í Norður-Atlantshafi. Málþing fyrir boðsgesti Reykjavíkurhöfn býður viðskipta- vinum og samstarfsaðilum til mál- þings sem stendur yfir frá kl. 14-17. Ræðumenn þar verða Hannes Valdi- marsson, hafnarstjóri, Jón Birgir Jónsson, í’áðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu, Bill Rehn, örygg- isverkfræðingur hjá Sveriges Hamn- och Stuverifórbund og Þór Sigfús- son, hagfræðingur. I móttöku í boði hafnarstjórnax’ síðdegis verður tveim fyrirtækjum við höfnina veitt sérstök umhverfis- viðurkenning. Þessi viðurkenning verður veitt árlega héðan í frá. Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR Magnúsdóttir er hér við nokkra muna á basarnum. Antik-uppboð í Galleríi Borg GALLERÍ Borg heldur uppboð á moi’gun, sunnudag, kl. 20.30, í Síðumúla 34. Boðin verða upp húsgögn, hand- unnin teppi, postulín, smávara og listmunir. Sýning uppboðsmuna verður laugai’dag kl. 12-18 og sunnudag kl. 14-18 í Síðumúla 34. LEIÐRÉTT Netslóð á sýningu Ninnýjar í FRÉTT í gær vegna málverka- sýningar Ninnýjar, sem hún opnar samtímis á netinu og í vinnustofu sinni, vai’ netslóð hennar ekki rétt. Hún er: http://www.if.is/ninny. Óþekkti trommarinn í bókakafla Sálumessu syndara sem birtist í sunnudagsblaði 26. október sl. er birt mynd af hljómsveit sem Esra Pétursson lék í á árum áður þar sem allir hljóðfæraleikarar eru nafngi-eindir nema trommuleikar- inn sem er sagður óþekktur. Nú hafa komið fram upplýsingar um að hann er Ólafur Hólm Einarsson. Basar í Hraunbæ 105 FÉLAGSSTARF aldraðra, Hraunbæ 105, verður með basar í dag kl. 13. Margt fallegra muna verðurtil sölu og sýnis, t.d. búta- saumur, málaður rekaviður, prjónles, dúkkur, jólavörur o.fl. Hækkanir P&S verði dregnar til baka Á FUNDI trúnaðarráðs Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar 6. nóvember sl. var eftirfax-andi álykt- un samþykkt einróma: „Trúnaðan’áðsfundur Vmf. Dagsbrúnar haldinn fimmtudaginn 6. nóvember 1997 tekur undir þau hörðu mótmæli sem komið hafa fram gegn ósvífnum hækkunum á gjaldskrá Pósts og síma og krefst þess að þessar hækkanir verði dregnar til baka.“ Dagskrá í tilefni 80 ára afmælis Reykja- víkurhafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.