Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ NÝ ríkisstjóm Póllands tók við völdum á föstu- dag í liðinni viku eftir að fram hafði farið atkvæða- greiðsla um stuðning við hana á þingi. Ýmsir gamlir baráttumenn gegn einræðisstjórn kommúnista- flokksins verða í þessari nýju ríkis- stjórn Jerzys Buzek forsætisráð- herra auk þess sem Leszek Balcer- owicz verður fjáiTnálaráðherra á ný en hann átti heiðurinn af áætlun þeirri sem fylgt var til að færa efnahagslífið úr fjötrum miðstýr- ingar og skilar nú um 6% hagvexti á ári hverju. Persónuleg óvild manna á millum og gífurlegir flokkadrættir einkenna hins vegar pólsk stjómmál og ljóst er að erfítt getur reynst að tryggja friðinn í þessu samstarfi mið- og hægri- flokkanna. I því efni verður vitan- lega horft til forsætisráðherrans en ekki mun síður mæða á Marian Kr- azaklewski, leiðtoga Samstöðu, sem verður valdamaðurinn á bakvið tjöldin um leið og hann undirbýr forsetaframboð árið 2000. Kjósendur í Póllandi höfnuðu frekari stjórn Lýðræðisbandalags vinstrimanna (S.L.D.) í kosningun- um sem fram fóra í lok september. Bandalagið, sem varð til á rústum kommúnistaflokksins og komst til valda í þingkosningunum 1993, fékk rétt rúm 27% atkvæðanna. Kosningabandalag Samstöðu (A.W.S.) fékk hins vegar 33,8% at- kvæða og Frelsisbandalagið (U.W.), sem er flokkur eindregn- ustu markaðssinnanna í pólskum stjómmálum, 13,4%. Þessir tveir flokkar hafa nú náð samkomulagi um myndun samsteypustjórnar. Fyrir stjóminni nýju fer Jerzy Buzek, 57 ára gamall, lítt þekktur efnafræðikennari, sem var framar- lega í röðum Samstöðumanna er verkalýðshreyfingin skipulagði neðanjarðarstarfsemi sína í Slesíu í suðurhluta Póllands eftir að stjórn kommúnista hafði sett herlög í landinu árið 1981. Buzek þykir óskrifað blað í stjómmálalegu tilliti en er sagður maður samninga og sáttaumleitana. A þá hæfileika hans mun vafalítið reyna umtalsvert á næstu áram. Sundraðir féllu þeir Hægriflokkamir sem komust til valda í Póllandi eftir hrun kommún- ismans árið 1989 bára ekki gæfu til að sameinast og þessi sundmng varð til þess að Lýðræðisbandalag- ið, sem að stofni til er flokkur end- urhæfðra kommúnista og sósíalista, komst til valda 1993. Þá var al- menningur enda orðinn langþreytt- ur á þeirri lífskjaraskerðingu sem fylgdi áætlun Leszek Balcerowicz. Niðurlæging hægriflokkanna varð svo algjör árið 1995 er frelsishetjan Lech Walesa tapaði forsetaemb- ættinu og við tók Aleksander Kwa- sniewski, fyrrum kommúnisti, sem gengið hafði í gegnum „stjómmála- lega endurvinnslu" og tileinkað hafði sér nútímalegar, vestrænai’ baráttuaðferðir. Allt frá því að lýðræðisöflin gömlu, sem verið höfðu í farar- broddi baráttunnar gegn kommún- ismanum í Austur-Evrópu, upplifðu þennan dimma dag hefur ákaft ver- ið unnið að því að sameina and- stæðinga kommúnistaflokksins gamla og gekk Walesa ------------- rösklega fram í þeim til- gangi. Niðurstaða þess starfs var Kosninga- bandalag Samstöðu (A.W.S.) sem reyndist síðan lykillinn að sigri hægrimanna í kosningunum í sept- emberlok. A.W.S. er ekki hefð- bundið kosningabandalag. Öðra nær. Það hýsir hvorki fleiri né færri en 36 stjórnmálaflokka og - samtök. Líkt og fjöldinn gefur til kynna spannar þetta bandalag vítt svið. Þama er að finna sósíaldemó- kratísk stjómmálaöfl en yst á hægri vængnum trúarflokka og réttnefnda öfgamenn þó svo að flokkar sem sögulega tengjast verkalýðshreyfingunni Samstöðu séu ráðandi. Samstaða hefur því fengið uppreisn æra og þessi endurkoma hreyfingarinnar verður JERZY Buzek, forsætisráðherra Póllands. Keuters Ný rrkisstjórn tekur við í Póllandi HULDUMAÐUR TRYGGIR SAMSTÖÐUNA Ný ríkisstjórn Póllands tók við völdum í liðinni viku. Ásgeir Sverrisson fjallar um flokkana sem hana mynda og leiðtoga Samstöðu, sem verður valdamesti maður Póllands á bakvið tjöldin á næstu árum. „Buzek þykir óskrifað blað í stjórnmálalegu tilliti" að teljast umtalsverður pólitískur sigur. Horft til forseta- kosninganna Maðurinn að baki hreyfingunni er Marian nokkur Krazaklewski. Hann er nú trúlega valdamesti maður Póllands þó svo hann gegni engu opinbera embætti. Nýi for- sætisráðherra er náinn vinur Kr- azaklewski, sem einnig er frá Slesíu, og það var sá síðarnefndi sem ákvað að Buzek tæki að sér embættið. Krazaklewski varð leið- togi Samstöðu árið 1990 er stofn- andi hreyfingarinnar, Leeh Walesa, --------- var kjörinn forseti. Stjórnmálaskýrendur í Póllandi era ekki í nokkram vafa um að Kr- azaklewski hafi ákveðið að halda sig í skugganum í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi muni honum reynast auðveldara að halda uppi nauðsyn- legum aga innan Samstöðu-banda- lagsins og í annan stað geti hann með því móti undirbúið atlögu að Aleksander Kwasniewski í forseta- kosningunum eftir þrjú ár. Þá fyrst verði sigurinn á fulltrúum gömlu kúgunaraflanna fullkominn. Krazakiewski, sem verður mað- urinn á bakvið tjöldin í pólskum stjórnmálum á næstu árum, er 47 ára gamali, og ákafur and-komm- únisti líkt og Lech Walesa. Hann á fleira sameiginlegt með forsetanum fyrrverandi, er trúmaður mikill, ákafur katólikki og getur með sama hætti og Walesa verið öldungis ósveigjanlegur. Hann hefur traust tengsl við katólsku kirkjuna í land- inu og fullyrt hefur verið að hann hafi farið fram á stuðning stofnun- arinnar fyrir kosningamar nú í september. Talsmenn kirkjunnar hafa raunar neitað því að slíkur stuðningur hafi verið veittur en vitnað hefur verið til þess er erki- biskup einn, Zbigniew Kraszewski, sagði í prédikun í Czestochowa, helgasta stað pólskra katólikka, sem um 100.000 manns hlýddu á: „kommúnisminn er krabbamein, sem einungis verður á brott skorið í kosningum.“ Þessi orð lét hann falla viku fyrir þingkosningamar. Enn deilt um fóstureyðingar Þessi tengsl Krazaklewskis við kirkjuna valda mörgum áhyggjum og ljóst er að tekist verður hart á um ýmsa þætti félagsmála í Pól- landi á næstunni. Þar ber ef til vill hæst deiluna um fóstureyðingar. Núverandi löggjöf um fóstureyð- ingar heimilar að þær séu gerðar af félagslegum ástæðum. Hins vegar hefur Stjómarskrárréttur Póllands lýst löggjöf þessa ómerka og verð- ur þeirri niðurstöðu einungis breytt með sérstakri atkvæðagreiðslu í neðri deild þingsins, Sejm, sem fara þarf fram á næstu vikum. Geri þingið það ekki mun eldri löggjöf í þessu efni, sem var mjög ströng, öðlast gildi á ný. Kannanir leiða í ljós að um 70% þjóðarinnar styðja frjálslyndari löggjöfina. Krazaklewski og þar með Kosningabandalagið vilja hins vegar að eldri löggjöfin verði inn- leidd á ný. Fullvíst má heita að hart verði barist og niðurstaða þessarar deilu mun reynast sérlega þýðing- armikil. Hún mun í senn gefa mynd af skriðþunga einstakra valdahópa innan A.W.S. því þar er einnig að finna andstöðu við afturhvarf í þessu efni og jafnframt segja til um hversu þungt trúin muni vega í málefnum pólska ríldsins á næstu árum. Fjendur Krazaklewskis segja hann „bókstafstrúarmann" og hann er einnig vændur um ofríki og hroka. Andstæðingarnir nefna hann gjarnan „foringjann“ þessa dagana með skýrri tilvísun til þeirra A. Hitlers og B. Mussolini. Stuðningsmenn hans neita því ekki að maðurinn eigi auðvelt með að beita blíðmælgi og hótunum á víxl en benda á að þessir hæfileikar hans hafi reynst nauðsynlegir til að sameina stjómarandstöðuna fyrir síðustu kosningar. Þetta mat er án nokkurs vafa rétt. I Pól- ------ landi sameinast menn frekar gegn einhverju en um eitthvað. í þessu til- felli er það hið djúpstæða hatur á kommúnismanum __________ og öllu því sem honum tengist sem orðið hefur til þess að skapa þetta bandalag í nafni Sam- stöðu. NATO-aðild undirbúin Nýju ríkisstjórnarinnar bíður einnig það verkefni að undirbúa að- ild Póllands að Atlantshafsbanda- laginu (NATO) sem og viðræður um aðildina að Evrópusambandinu (ESB). Þess er tæpast að vænta að ágreiningur komi upp um utanrík- isstefnuna þó svo að finna megi öfl í Póllandi sem andvíg era samstarfi við hin „úrkynjuðu vesturlönd". Krazaklewski er líkt og Lech „Balcerowicz talinn hafa líf stjórnarinnar í hendi sér“ Walesa eindreginn NATO-sinni og raunar er það svo að um gildi aðild- ar er ekki deilt í Póllandi enda vora það fyrrum kommúnistar sem stjómuðu viðræðum við bandalagið og þrýstu á um aðild að því á síð- ustu árum. Bronislaw Gemerek verður utaniTkisráðherra nýju stjórnarinnar en hann er vel þekkt- ur í Evrópu og Bandaríkjunum enda var hann í forustusveit Sam- stöðu eftir hrun kommúnismans og síðar formaður utanríkismála- nefndar þingsins. Skugga bar reyndar á skipun Gemereks þegar prestur einn, Henryk Jankowski, persónulegur vinur Lech Walesa, sagði í stólræðu að verðandi utam-íkisráðherra væri gyðingur og ótækt væri að „fulltrúi þessa minnihlutahóps" tæki sæti í ríkisstjórn vegna þess að „þjóðin hræðist það“ Talsmenn Samstöðu fordæmdu þessi ummæli prestsins, sem síðar sagði að hann hefði ein- ungis verið að birta skoðun sína og hefði „látið stjórnast af trú og um- hyggju fyrir föðurlandinu." Átök um aðhald og einkavæðingu? Leszek Balcerowicz verður fjár- málaráðherra á ný en hann gegndi því starfi frá 1990-1994 og ávann sér virðingu vestrænna ráðamanna og hagspekinga fyrir áætlun þá sem jafnan var við hann kennd og fylgt var til að færa efnahagslífið frá miðstýringu til markaðsbúskap- ar. Erfitt kann hins vegar að reyn- ast að tryggja friðinn innan stjórn- arinnar þegar efnahagsstefnan er annars vegar. Balcerowicz er leiðtogi Frelsis- bandalagsins (U.W.) og þykir ekki síður þrjóskur með afbrigðum en Marian Krazaklewski. Balcerowicz mun krefjast þess að hraðað verði á einkavæðingunni og að fylgt verði afdráttarlausri aðhaldsstefhu í rík- isfjármálum. Krazaklewski er ekki sama sinnis. Sem leiðtogi Samstöðu hefur hann m.a. krafist þess að skipasmíðastöðinni frægu í Gdansk, þar sem Lech Walesa starfaði og Samstaða fæddist, verði bjargað frá gjaldþroti og lokun með opin- beram framlögum og niðurgreiðsl- um. Hefur hann tekið þátt í kröfu- göngum verkamanna sem þar starfa enda er Samstaða enn að nafninu til verkalýðshreyfing auk þess að vera stjómmálasamtök. Deilur kunna einnig að blossa upp um framtíð kolanáma í Slesíu, heimahéraði forsætisráðherrans og Krazaklewski. Þeir félagarnir vilja fresta því eins og kostur er að loka námum þessum, sem reknar eru með tapi og Buzek hefur sagt að ríkisvaldinu beri að koma illa stöddum fyrirtækjum til aðstoðar. Þetta kann að reynast mikið tilfinn- ingamál en fjármálaráðherranum verður vafalítið umhugað um að losna við námurnar og önnur gjald- þrota fyrirtæki út af ríkisreikning- um, sem hjálpa myndi til við fjár- lagagerðina fyrir næsta ár. Jafn- framt mun Balcerowizc þurfa að beita sér fyrir umbótum á eftir- launakerfinu auk þess sem ríkis- stjómin nýja mun þurfa að finna fjármagn til að leggja í heilbrigðis- kerfið sem víða riðar til falls, líkt og hungurverkfall svæfingalækna er til marks um. --------- Deilur um efnahags- stefnuna geta komið Pól- verjum illa og fregnir hafa borist af því að er- lendir fjárfestar og hag- _________ spekingar hafi nokkrar áhyggjur af framþróun mála þar eystra. Staða Balcerowicz verður á hinn bóginn sterk. Hann er maðurinn sem nýtur traustsins og virðingarinnar erlendis og hann er jafnframt leiðtogi U.W. og hefur því líf stjómarinnar í höndum sér. Þá er og sagt að samband Balcer- owicz og Buzek forsætisráðherra sé með ágætum. Traustur meirihluti Þótt ýmsar smærri deilur tengd- ar einstökum í’áðherrum og skipan þeirra hafi einkennt myndun þess- arar samsteypustjómar Samstöðu og Frelsisbandalagsins segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.