Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 39 AÐSEIMDAR GREINAR Stefnumótun um landnotkun Á UNDANGENGN- UM misseram hefur verið bryddað á þeirri skoðun að náttúran, landið sjálft, sé eitt mikilvægasta tákn þjóðernisvitundar nú- tíma íslendinga. Kem- ur þar eflaust margt til, aukin umræða um umhverfismál, jafnt á erlendum sem innlend- um vettvangi, minni áhersla á aðra þætti þjóðernisvitundar s.s. sjálfstæðisbaráttu og auknir möguleikar al- mennings til ferðalaga um landið, svo eitthvað sé nefnt. Að undanförnu hefur einnig verið nokkuð rætt og ritað um skipulags- mál á íslandi, einkum þau er varða miðhálendi þess. Eftir því sem land- ið skipar stærri sess í þjóðernisvit- undinni verður skipulag landnotk- unar æ mikilvægara. Skipulag er aðferð til að draga upp heiidstæða mynd af landnotkun í framtíðinni. Skipulag er jafnframt lýðræðislegt stjómtæki yfirvalda, til að ákveða landnotkun. Við þær ákvarðanir ber að taka tillit til þarfa og óska íbú- anna, en jafnframt hagsmuna heild- arinnar og komandi kynslóða, m.a. þannig að ekki hljótist af umhverf- isspjöll. Vel unnið skipulag samræmir mismunandi áætlanir og sjónarmið. Þannig er skipulag eins konar vett- vangur fyrir samræmingu stefnu- mótana sem varða notljun lands, s.s. hvað varðar orkumál, ferðamál, landgræðslu, skógrækt, verndun, samgöngur, landbúnað og fleira. Nauðsynlegt er að stjórna um- gengni við auðlindir, láð og lög, - og það verður að gera af skynsemi og með lýðræðislegum vinnubrögðum. Fyrrnefnda atriðið í stjórn auðlinda, skyn- semi, má túlka á marg- an veg. Hugtakið teng- ist uppeldi, menntun, reynslu og hugargerð einstaklinga; og þekk- ingu, viðhorfi og tíðar- anda í samfélaginu hveiju sinni. Þessi atr- iði sameinast síðan í túlkun þeirra sem stjórna nýtingu auð- lindanna. Þeim til ráð- gjafar eru sérfróðir sem væntanlega byggja sín ráð einnig á fyrrnefndum atriðum. Hugsanlegt er líka að þeir sem stjórna nýting- unni verði fyrir áhrifum frá þeim sem láta sig málið varða, án þess að vera ráðnir til þess sérstaklega. Lokaákvörðun um nýtingu auðlind- anna er síðan á valdi stjómenda og verður að sjálfsögðu ávallt pólitísk - ákvörðunina má síðan meta; sem góða eða illa. Við getum fundið dæmi um slaka stjóm á nýtingu auðlinda víðsvegar um vesturhvel jarðar - rýrnun land- gæða, mengun grannvatns og haf- svæða era sorgleg dæmi um afleið- ingar óstjórnar af því tagi. Við höf- um einnig dæmi um styrka stjóm á nýtingu auðlinda - hertar reglur um mengunarvarnir, hvatningu og styrki til endurheimtar lands- og vatnsgæða, umræðu og áróður um bætta og breytta umgengnishætti við hið eðlisræna umhverfí. Pólitísk- an vilja þarf til að hrinda þessum atriðuni í framkvæmd. Síðarnefnda atriðið í stjórn á nýtingu auðlinda, lýðræðisleg vinnubrögð, má einnig túlka á mis- munandi hátt. Samt sem áður er Nokkuð virðist skorta á skýra stefnumörkun, segir Salvör Jónsdótt- ir, í mörgum þeirra fjölmörgu málaflokka sem snerta landnotkun á íslandi. hugsanlegt að setja um þau leik- reglur sem flestir geta vonandi sætt sig við. Leikreglurnar eru sett- ar af löggjafanum og lýðnum ber síðan að vinna samkvæmt þeim. Ein af þeim reglum sem settar hafa verið til að stjórna notkun landsins er skipulagslög. Samkvæmt þeim fer umhverfisráðherra með yfir- stjórn skipulagsmála en sveitarfé- lög annast gerð skipulagsáætlana (lög 73/1997 sem öðlast gildi 1.1.1998). Við gerð skipulagsáætl- unar ber að leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Sam- kvæmt þessu skiptir allnokkru hvernig mörk sveitarfélaga liggja - og einnig að ljóst sé hveijir eiga hagsmuna að gæta - og að þeir hagsmunir séu skýrt fram settir. Kveikjan að þessum hugleiðing- um er ályktun Ferðamálaráðs frá 15. sept. sl. um að skipulag miðhá- lendisins taki ekki tillit til stefnu- mótunar í ferðamálum sem unnið hefur verið að og ólokið er (leturbr. höf). Vinna höfunda svæðisskipu- lags miðhálendisins hefur sætt tölu- verðri gagnrýni, sem ekki er nema eðlilegt, þar sem um er að ræða stærsta og merkilegasta skipulags- verkefni á íslandi til þessa. Þeir Salvör Jónsdóttir hafa unnið mikið starf og að miklu leyti sem brautryðjendur. Brautin sem þeir hafa þurft að ryðja hefur ekki alstaðar verið vörðuð. Skipu- lagsverkefnið fjallar um landsvæði sem ekki hefur ávallt verið gengið um af virðingu. Allir era sammála um að svæðið er viðkvæmt, en lög- gjafinn hefur hingað til ekki hirt um að um það liggi skýr stjómsýslu- mörk: Einstaklingar og félög hafa byggt þar fjallaskála svo hundruð- um skiptir; stjórnendur orkumála, bændur og aðilar í ferðaþjónustu hafa nýtt það nokkurn veginn eins og þeim sýnist. Höfundum svæðis- skipulagsins var síðan ætlað að sameina hagsmuni allra þessara aðila. Svæðisskipulagsvinnan við miðhálendið hefur þannig, hvað eft- ir annað, kallað á að áætlanir væru gerðar um mismunandi málaflokka sem varða landnotkun. Til að vel takist til við gerð land- notkunarskipulags er nauðsynlegt að stefnumótanir hlutaðeigandi geira séu fyrir hendi og óskir og þarfir þeirra séu vel skilgreindar. Nokkuð virðist skorta á skýra stefnumörkun í mörgum þeirra fjöl- mörgu málaflokka sem snerta land- notkun á íslandi. Sem dæmi má nefna umræðu í Mbl. á síðasta ári um einn þátt landbúnaðarmála, stefnu í uppgræðslu og skógræktar- málum. Umræðan snerist hins veg- ar nær eingöngu um ágreining varðandi útbreiðslu lúpínu. Vissu- lega þarf að taka ákvarðanir um útbreiðslu lúpínunnar en þær ákvarðanir þurfa að vera byggðar á stefnumörkun í landgræðslu og skógrækt. Orkumál hafa verið vinsælt um- ræðuefni að undanförnu og fregnir verið okkur færðar um að viðræður séu í gangi við erlend fyrirtæki um stóriðju á íslandi. En á hvaða stefnumótun eru þessar viðræður byggðar? í viðtali í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. um orkumál og stór- iðju segir iðnaðaráðherra: Nú þarf að huga að næstu skrefum og við það þarf mjög að vanda sig.“ Fá ummæli úr iðnaðar- og orkugejr- anum hafa glatt mig jafnmikið. ís- lendingum öllum hlýtur að vera mikilvægt að fá að vita hver þessi vandlega umhugsuðu skref verða. Ekki einungis vegna yfírstandandi skipulagsvinnu á miðhálendinu - heldur einnig vegna ferðamála, landbúnaðarmála og menningar- mála í landinu öllu - okkur fýsir að vita hvað er verið að bjóða er- , lendum aðilum af sameiginlegum' auði okkar, á hvaða kjöram og á hvaða forsendum. Greinilegt er þó að stefnumótun- um vex fiskur um hrygg. S_em dæmi má taka ferðaþjónustu. Á undan- förnum 20 árum hafa verið unnar fjórar tillögur að ferðamálastefnu og kom sú síðasta út í maí 1996. Engin hinna fyrri tillagna náði að vera samþykkt eða framkvæmd, og Ferðamálaráð biður enn um frest til stefnumótunar, eins og fram kemur í grein Þórhalls Jósepssonar í Mbl. 9. október sl. um skipulag miðhálendisins. Vonandi eiga fleiri eftir að tjá sig um skipulag miðhálendisins. Ef^ skipulagstillagan verður til þess að skýrari áætlanir verða unnar í framtíðinni um þá mörgu og mikil- vægu málaflokka sem varða nýt- ingu hálendisins, er nokkuð að gjört. Höfundur er land- og skipulagsfræðingur. Barnainniskór margar gerðir og stærðir Verð kr. 1.490 Smáskór í blau húsi víð Faxafen Simi 568 3919 SíNfNb y.s; Opið laugardag kl. 10 -16 sunnudag kl. 13 -17 Persía Opið laugardag og sunnudag. Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen -Siml: S68 6999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.