Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 LANDSFUNDUR ALÞÝÐU BAN DALAGSINS MORGUNBLAÐIÐ Deilt um skipan framkvæmda- stjómar Efasemdarmenn um sameiginlegt vinstra framboð safna liði Mjög afdráttarlausar skoðanir um hvort reyna eigi sameiginlegt framboð eða ekki hafa komið fram á landsfundi Alþýðubandalags- ins, segir í samantekt Helga Þorsteinssonar. Gera má ráð fyrir að það skýrist nokkuð í dag hvaða sjónarmið verða ofaná er kosið verður til framkvæmdastjómar. EKKI hafði tekist samkomu- lag um skipan framboðslista til framkvæmastjórnar á landsfundi Alþýðubandalags- ins í gær og var því frestað til dagsins í dag að kynna hann. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins standa deilur innan kjörnefndar um það hvort Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, skuli taka sæti í framkvæmdastjórn, en ákveðnir áhrifamenn innan flokksins eru því mótfallnir. Landsfundarfulltrúar, sem rætt var við, töldu alls óvíst hvort tækist að skipa einn lista og því er ekki ólíklegt að kosið verði milli manna. Eftir reglugerðarbreyt- ingu sem samþykkt var á landsfundinum sitja sjö menn Á SÉRSTÖKUM fundi AI- þýðubandalagsmanna og for- ystumanna BSRB, BHM og ASÍ á landsfundi flokksins í gær kom fram vilji forystu- manna flokksins til reglu- bundins samráðs við verka- lýðshreyfinguna. Viðbrögð Grétars Þorsteinssonar, for- seta ASÍ, voru jákvæð. Hann sagði stjórnmálasam- tök jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks eiga samleið með verkalýðshreyfingu fram- tíðarinnar. Hann vísaði til fordæma frá Norðurlöndum þar sem starfandi væru stór heildarsamtök launafólks og jafnframt stórar og öflugar hreyfingar jafnaðarmanna. í framkvæmdastjórn, auk flokksstjómarinnar, en voru níu áður. Fjórir menn víkja úr sæti nú vegna reglna um hámarksfjölda kjörtímabila. Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins tekið þá stefnu að marka sér greinilega stöðu innan flokksins til þess að tryggja framgang samfylk- ingarstefnunnar. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, hefur meðal annars tekið sæti í rit- stjórn stj órnmálaályktunar landsfundarins og þykir það óvenjulegt. Jóhann Geirdal var á lands- fundinum endurkjörinn vara- formaður Alþýðubandalags- ins með lófataki sem og aðrir í stjórn. Þau Marta Hjálmarsdóttir, formaður BHM, og Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, tóku heldur stirt í hugmyndir Alþýðubandalagsmanna. Marta sagði að reynsla sam- takanna af samstarfi við Al- þýðubandalagið væri ekki góð, og því yrðiað byggja upp traust að nýju. Ögmundur lagði mikla áherslu á að verkalýðshreyfingin væri sjálfstæð gagnvart öllum stjórnmálaflokkum. Hann sagði hins vegar að það væri verkalýðshreyfingunni kappsmál að stjórnmálaflokk- ar reistu stefnu sína á við- horfum sem frá henni væru runnin. EFASEMDARMENN um kosti sam- eiginlegs framboðs vinstriflokkanna hafa lagt fram tillögu til ályktunar á landsfundi Alþýðubandalagsins þess efnis að stefnt verði að mál- efna- og samstarfssamningi við aðra stjómarandstöðuflokka fyrir þing- kosningamar 1999 en hvetja jafn- framt til þess að Alþýðubandalags- menn hefji tímanlega undirbúning framboðs. Undir tillöguna skrifa 33 landsfundarfulltrúar, þar af tíu af Norðurlandi eystra og jafnmargir úr Reykjavík. Andstæðingar sameiginlegs framboðs segja að þó að stuðnings- menn þess hafi verið meira áber- andi á landsfundinum hingað til þýði það ekki að þeir séu í meiri- hluta meðal fulltrúa. Einkum eigi ýmsir landsbyggðarfulltrúar eftir að láta til sín taka. Valdahlutföllin skýrast í kjöri til framkvæmdasljórnar Fyrir fundinn vildi Margrét Frí- mannsdóttir, formaður flokksins, og aðrir forystumenn gera lítið úr ágreiningi um samfylkinguna því ekki væri orðið tímabært að taka afstöðu til forms hennar. Á fund- inum hafa hins vegar komið fram mjög afdráttarlausar skoðanir um hvort reyna eigi sameiginlegt fram- boð eða ekki. Gera má ráð fyrir að það skýrist nokkuð í dag hvaða sjónarmið verða ofaná því þá verður kosið til framkvæmdastjómar en á morgun verður kosið í miðstjórn. Afdráttarlaus stuðningur verka- lýðsleiðtoga í flokknum við sameig- inlegt framboð vakti athygli. í setn- ingarræðu sinni lagði Margrét Frí- mannsdóttir áherslu á aukið sam- starf við verkalýðshreyfínguna og henni er ætlað töluvert hlutverk í dagskrá fundarins. Sumir hafa gert því skóna að Margrét hafi þannig beitt fyrir sig verkalýðshreyfmgunni á meðvitaðan hátt til að styrkja sam- fylkingarstefnuna. Áberandi er hversu margir samfylkingarmanna hafa talað á sömu nótum og formað- urinn um mikilvægi tengslanna við verkalýðshreyfinguna. Flestir þeirra hafa vísað til fordæma á Norður- löndum, þar sem stóru jafnaðar- mannaflokkamir hafa löngum stjómað í nánu samstarfi við verka- lýðshreyfinguna. Svo virðist sem verið sé að leggja línurnar fyrir hinn sameinaða flokk framtíðarinnar. Ekki má auka bilið milli flokkanna á landsfundinum Guðmundur Þ. Jónsson, formað- ur Iðju, kynnti tillögur verkalýðs- leiðtoganna og fleiri landsfundar- fulltrúa um samfylkingarstefnuna. í ræðu sinni varaði hann meðal annars við því að á fundinum yrði bilið milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags aukið. „Ég tel að við verðum að vanda okkur í afstöðu til kjaramála, land- búnaðarmála, sjávarútvegsmála, Evrópumála og annarra þeirra mála sem deilum valda í þessu þjóðfé- lagi. Og við megum undir engum kringumstæðum gera meiri kröfur til hugsanlegra samstarfsaðila okk- ar í kosningabaráttu en við myndum gera í samningum við þá sömu að- ila um ríkisstiórn að loknum kosn- ingum. Ef við Alþýðubandalags- menn værum nú kröfuharðari við Alþýðuflokk og Kvennalista en við höfum verið í ríkisstjórnarviðræðum síðastliðna þijá áratugi værum við að spilla stórkostlegu tækifæri til þess að flokkar félagshyggju, jafn- aðar og kvenfrelsis gangi fram í sameiginlegu framboði við alþingis- kosningar 1999.“ Guðmundur sagði að það væri engin tilviljun að Islendingar væru eftirbátar Norðurlanda í framlögum til barnafjölskyldna. „Það er vegna þess að hér hafa íhaldsöflin verið sterk og sameinuð en félagshyggju- fólk og jafnaðarfólk sundrað afl.“ Fjórir þingmenn andsnúnir samfylkingu Fjórir af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins hafa talað skýrt gegn sameiginlegu framboði, þeir Hjör- leifur Guttormsson, Ragnar Arn- alds, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Bryndís Hlöð- versdóttir hefur talað fyrir náinni samfylkingu og Margrét Frímanns- dóttir er talin vera söinu skoðunar þó hún hafi ekki tekið afdráttar- lausa afstöðu á fundinum. Svavar Gestsson hefur farið bil beggja og segist vilja koma í veg fyrir klofn- ing vegna málefna sem ekki sé orð- ið tímabært að taka afstöðu til. Kristinn H. Gunnarsson hefur ékki tekið til máls á fundinum um þessi efni. Hjörleifur Guttormsson hefur verið harðasti andstæðingur sam- eiginlegs framboðs á landsfundin- um og varað við klofningshættu. Hann sagði í ræðu á fimmtudags- kvöldið að ef úr þeim áformum yrði jafngilti það því að leggja niður Alþýðubandalagið, en jarðarförin yrði auglýst síðar. Hann sagði vera mikinn mun á samstarfi flokkanna í sveitarstjómarkosningum og landsmálum, meðal annars vegna þess að þar bættust utanríkismálin við. „Staðhæfingar um að ágreining- ur flokkanna hafi minnkað til muna að undanförnu verða ekki studdar rökum, hvorki með tilvitnunum í samþykktir flokkanna eða afstöðu fulltrúa þeirra á Alþingi," sagði Hjörleifur. „Ég hef ekki á Alþingi fundið aukinn samhljóm milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks sem á trúverðugan hátt leggi til efni í sameiginlegt framboð til Al- þingis og sameiningu sem af því leiddi." Hjörleifur benti á mismunandi afstöðu flokkanna til Atlantshafs- bandalagsins og Evrópusambands- ins og spurði hvort Álþýðubanda- lagið ætlaði að fella merki sín í þeim málum. Hann nefndi einnig að ólík afstaða til landsmála og landsbyggðarinnar endurspeglaðist í kjörfylgi þeirra. „Á þessu kjörtímabili hefur ólík afstaða A-flokkanna til þjóðmála komið berlega í ljós í mörgum mál- um. Ég nefni frá síðasta þingi hluta- félagavæðingu ríkisbankanna og afstöðuna til stóriðju- og orkumála. í umhverfísmálum er Alþýðu- flokkurinn áhugalítill og sinnulaus í samræmi við ofurtrú sína á mark- aðslausnir." Ágreiningsmálum sópað undir teppið Hjörleifur sagði að í samstarfi vinstri flokkanna yrði málefnagrunn- urinn lágmarkssamnefnari og ótrú- verðug málamiðlun og ágreinings- efnunum yrði sópað undir teppið. „Með öllu er óvíst að fylgi flokka sem efna saman í slíkt framboð með enga eða útvatnaða stefnu í afdrifaríkum þjóðmálum skili sér á slíkan lista. Énginn þarf að efast um að ný framboð birtist og keppi um fylgi við slíkar aðstæður." Hjörleifur sagði það óskhyggju að halda að hægt væri að flytja flokka og félaga í þeim hreppaflutn- ingi yfir í annað samhengi eða grundvöll heldur en þeir hefðu áður staðið fyrir. „Slíkt hlýtur að verða til þess að leiðir skilji og er því bein ávísun á klofning. Mér sýnist margt benda til að það sé slíkur klofningur sem núverandi forysta Alþýðubanda- lagsins stefnir að leynt og ljóst.“ Mun leysast upp með sameiginlegu framboði Ragnar Arnalds sagði í ræðu sinni á fimmtudagskvöld að ef farið yrði í sameiginlegt framboð árið 1999 væn í hugum fólks og í raun orðinn til nýr flokkur en hinir eldri, þar á meðal Alþýðubandalagið, myndu leysast upp. Ragnar benti á að á síðustu fjór- um áratugum hefðu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag aðeins setið saman í ríkisstjóm í fjögur ár. „Úr því flokkarnir gátu ekki tollað meira saman í ríkisstjórn er augljóst að flokksmenn þeirra gætu ekki heldur tollað saman undir einnig regnhlíf, hvað þá undir sömu sæng.“ Ragnar sagði það hyggilegra heldur en að efna til sameiginlegs framboðs að kanna í nokkur ár hvort sameiginleg málefnastaða myndi skapast í samstarfi. Hann sagðist óttast að í náinni samfylkingu gæti komið til illdeilna vegna skipulagsmála sem gætu reynst nýjum flokki mjög hættuleg. „Viljum við nýjan miðjuflokk sem gæti orðið sjálfum sér sundurþykk- ur?“ spurði Ragnar. Hann sagði að ekki mætti sundra þeirri fylkingu sem ein hefði einarðlega fylgt vinstristefnu, það er að segja Al- þýðubandalaginu. Steingrímur J. Sigfússon sagði að hætta væri á því að úr sameigin- legu framboði Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags yrði moðsuða og málamiðlanir. Hann rakti ágreining flokkanna í mikilvægum málum, til dæmis varðandi Evrópusambandið, Atlantshafsbandalgið, herstöðina, um erlendar fjárfestingar i íslensk- um sjávarútvegi, um óheftan inn- flutning landbúnaðarafurða og sér- stakan skatt á sjávarútveginn og þar með á landsbyggðina. Hann spurði hvort Alþýðubandalagsmenn væru tilbúnir til samstarfs við flokk sem á stjómartíma sínum hefði stað- ið fyrir því að koma á sjúklinga- skatti og skólagjöldum og fylgt glórulausri stefnu varðandi stóriðju og einkavæðingu. Hann sagðist ekki trúaður á að sameiginlegt framboð næðist miðað við bessar aðstæður. rrn ■jjrn rrn a n"in lárusþ.valdimarssoi\i,framki/æmdastjóri UOZ. I IDU'DÖl I u / u JÓHAHIN ÞÓRÐflRSON, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGNflSflll. Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Úrvalseign - Arnarnes - frábært verð Steinhús: Haeð um 150 fm. Jarðhæð um 90 fm (séríb.?). Tveir Innb. bílskúrar um 60 fm. Ræktuð lóð - skrúðgarður um 1300 fm. Teikningar, myndir og nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Skammt frá Kirkjusandi Góð, sólrík 4ra-5 herb. íbúð í 6 íb.húsi. Mikil og góð sameign. Útsýni vestur á Sundin. Lán kr. 6 millj. til 25 ára. Vextir 5,1%. Hentar m.a. þeim sem ná ekki greiðslumati. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Fyrir smið eða laghentan Gott steinhús um 100 fm hæð og lítil rishæð. Bílskúr um 40 fm. Sól- verönd. Trjágarður. Á vinsælum stað í smáíb.hverfi. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Álfheimar - hagkvæm skipti Til sölu sóirík, nokkuð endumýjuð 4ra herb. íb. á 3. hæð, um 100 fm. Sólsvalir. Skipti æskileg á stærri eign í nágrenninu. Athugið: Breyttur opnunartími í dag Opið í dag kl. 16 til 18 Höfum á skrá trausta, fjársterka kaupendur að góðum eignum. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 ALMENNA FASTEIGNASALAN Vilji til samráðs við verkalýðs- hreyfinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.