Morgunblaðið - 08.11.1997, Side 2

Morgunblaðið - 08.11.1997, Side 2
2 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján TVÆR stórar þotur voru samtímis á Akureyrarflugvelli í gær. Onnur flutti Flugleiðafarþega til og frá Edinborg en hin handboltalið frá Slóveníu, stuðningsmenn þess og fjölrniðlafólk. Annríki á Akur- eyrarflugvelli HÁTT í 1.400 farþegar fóru um Akureyrarflugvöll í gær og er þetta einn stærsti ef ekki stærsti dagurinn í farþegaflutningum um völlinn, að sögn Heimis Gunnars- sonar, umdæmisstjóra Flugmála- stjórnar. AIls voru flugferðir til og frá Akureyri tæplega 50 í gær og var nánast uppselt í þær allar. Um hádegisbil kom Airbus 320 þota með 160 farþega frá Slóven- íu. Með vélinni voru leikmenn slóvenska liðsins Celje Pivovarna Lasko, stuðningsmenn og fjölmiðlafólk en liðið mætir KA í dag í Evrópukeppninni í hand- bolta. Seinni partinn f gær fór Boeing 757 þota Flugleiða með um 120 farþega í beinu flugi frá Akureyri til Edinborgar og kom aftur í gærkvöld með svipaðan farþega- fjölda. Þá var ekki síður mikið um að vera í innanlandsflugingu. Flugfé- lag Islands fór 7 ferðir til Akur- eyrar á Fokker sem tekur 50 manns í sæti, 4 ferðir á Metro sem tekur 19 farþega og 8 ferðir á Piper sem tekur 9 farþega. Islandsflug fór 2 ferðir til Akur- eyrar á ATR vél sinni, sem tekur 46 farþega og eina ferð á 19 sæta Dornier vél. FRÉTTIR Stjórnarmenn í Pósti og síma íhuguðu að segja af sér Ráðherrar lögðust gegn afsögn stjórnar SAMGÖNGURÁÐHERRA og forsætisráðherra lögðust gegn því að stjórnarmenn Pósts og síma hf. segðu af sér, að sögn Péturs Reimarssonar, stjómarformanns fyrirtækisins. „Stjórnarmenn Pósts og síma hafa undanfama daga velt því fyrir sér í samtölum hvort þeir eigi að segja sig úr stjóminni og hafa farið fram um það hreinskilnar umræður. Niðurstaðan varð sú að gera það ekki. Astæðan er að það mundi tefja og hugsanlega spilla málum sem skipta gríðarlega miklu máli, m.a. skiptingu félagsins í tvennt á næsta ári. Eins hefur það komið fram af hálfu eigenda félags- ins að slík afsögn væri afar óheppi- leg,“ sagði Pétur í yfirlýsingu sem hann las upp á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að hugsanleg afsögn stjómarinnar hefði verið rædd við samgönguráðhema og forsætisráðherra og þeir hefðu talið afsögn óheppilega. Blaðamannafundinn hélt stjómar- formaðurinn til að tilkynna að stjóm íyrirtækisins hefði á fundi í gær staðfest þá gjaldskrá sem tilkynnt var í framhaldi af fundi forsvars- manna fyrirtækisins og Halldórs Blöndal samgönguráðherra með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Pétur sagði að ný gjaldskrá tæki gildi að fenginni staðfestingu samgönguráðherra og að lokinni formlegri birtingu. Nýja gjaldskráin felur í sér eins og fram hefur komið fráhvarf frá um helmingi þeirrar hækkunar á þriggja mínútna staðarsímtölum, sem tók gildi 1. nóvember. Frá þeim tíma hækkuðu þau um 40% en samkvæmt nýju gjaldskránni um 20,3% og þá verður óbreytt 22% lækkun á millilandasímtölum. Pétur ítrekaði að ljóst hefði verið áður en stjóm Pósts og síma kom að málinu að gjaldskrá þyrfti að hækka og að sú ákvörðun Alþingis að gera landið allt að einu gjaldsvæði hefði ekki gert málið auðveldara viðureignar. Öllum hefði verið ljóst sem vita vildu að sú breyting yrði ekki gerð án þess að hækka staðarsímtöl. Gjald fyrir leigulínur skoðað í máli Péturs kom einnig fram að stjóm Pósts og síma myndi á næst- unni taka til sérstakrar skoðunar gjaldskrá fyrir leigulínur og rafrænan flutning á upplýsingum og meta hvort ástæða væri til að endurskoða þá gjaldskrá. Einnig að stjómin hefði falið for- stjóra fyrirtækisins að fara vand- lega yfir rekstur félagsins með sparnað og hagræðingu í huga. Pétur Reimarsson sagði að stjóm Pósts og síma Hti alvarlegum augum athugasemdir samkeppnis- yfirvalda um einstaka þætti starf- semi félagsins og fagnaði því að um áramót yrði opnað fyrir samkeppni í símþjónustu. Hófleg laun Pétur sagði að laun starfsmanna Pósts og síma væm hófleg og vel innan þess ramma sem tíðkaðist í sambærilegum störfum á almenn- um markaði. Engin gmndvallar- breyting hefði orðið á kjömnum. „Starfsmenn fyrirtækisins hafa á undanfórnum árum byggt upp gríðarlega öflugt fjarskiptafýr- irtæki sem tæknilega stendur jafnfætis því sem best gerist. Nú er hins vegar kominn tími til að leggja áherslu á viðskiptavini fyr- irtækisins og sameiginlega mun stjórn og starfsfólk takast á við það spennandi verkefni að gera fyrirtækið okkar að þeim aðila sem viðskiptavinirnir vilja skipta við, jafnvel þótt kostunum fjölgi," sagði Pétur Reimarsson. Sagði hann ennfremur að starfsmenn fyrirtækisins mundu á næstunni senda frá sér greinar- gerðir til að svara þeim helstu gagnrýnisatriðum sem fram hefðu komið á fyrirtækið undanfarið, m.a. þá forsendu að gera ráð fyrir óbreyttri en ekki vaxandi sím- notkun. Morgunblaðið/Ásdís Bruni við Sogaveg Banaslys á Eyrar- bakkavegi BANASLYS varð á Eyrar- bakka snemma í gærmorgun er maður varð fyrir bíl á Eyr- arbakkavegi. Myrkur var og kraparigning og maðurinn svartklæddur. Bflstjórinn mun ekki hafa séð til ferða manns- ins. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi varð slysið laust eftir klukkan 8 í gærmorgun er maðurinn var á gangi á Eyrar- bakkavegi skammt frá Litla- Hrauni og var kominn út úr götulýsingu á nálægum vegi. Sem fyrr segir var myrkur og rigning, maðurinn svart- klæddur og án glitmerkja. Hann var tæplega fertugur að aldri. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. ELDUR kom upp í íbúðarhúsi við Sogaveg um kl. 18.30 í gær og var mikill eldur í austurhlið í risi þegar slökkvilið bar að. Einn íbúi var heima f húsinu þegar eldurinn kom upp og RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að skipa á næstunni nefnd til að gera úttekt á áhrifum Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) á íslenzkt efnahagsHf. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skipað Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneyt- isins, formann nefndarinnar. Önn- ur ráðuneyti og samtök atvinnultfs- ins munu ennfremur tilnefna full- trúa í nefndina. tókst honum að komast út. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn en hann var kominn í klæðningu í risi. Skemmdir urðu miklar bæði í risi og á hæðinni fyrir neðan af vatni og reyk. Alþingi samþykkti síðastHðið vor þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að fjalla um áhrif EMU á Island. Rætt var á ríkisstjórnarfundi í gær að hlutverk nefndarinnar yrði að ræða þær úttektir, sem gerðar hafa verið á þessum máli, láta kanna aðra þætti þess og setja fram álit á áhrifum EMU á íslenzkt efnahagslíf. Nefnd kannar áhrif EMU á efnahagslífíð Fleiri hafa greinst HIY-smitaðir hérlendis í ár en undanfarin ár Aðeins 3 af 22 náðu ekki bata með lyfjum LYFJAMEÐFERÐ hefur skilað góðum árangri hjá 19 af þeim 22 HlV-smituðum sjúklingum sem nú eru í lyfjameðferð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Nokkuð fleiri hafa greinst HIV-jákvæðir á þessu ári en undanfarin ár, en Haraldur Briem læknir telur að útbreiðsla sjúkdómsins sé þó ekki að aukast hér á landi. Haraldur flutti erindi um barátt- una við alnæmi á ráðstefnu sem Alnæmissamtökin, Rauði kross íslands og þjóðkirkjan stóðu fyrir í gær. Hann sagði að verulegar breytingar hefðu orðið á meðferð við sjúkdómnum á síðustu árum eft- ir að ný lyf komu á markaðinn. Áður hefði verið reynt að halda sjúkdómnum niðri með lyfinu AZT. Þótt sú lyfjagjöf drægi verulega úr virkni sjúkdómsins yrði árangurinn minni eftir því sem frá liði. Nýju lyf- in hefðu meiri virkni á sjúklinginn og virknin minnkaði ekki með tím- anum. Lyíjameðferð til æviloka Haraldur sagði að nú væru 22 HIV-jákvæðir í lyfjameðferð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fjöldi HIV- veira í blóði 19 sjúklinga hefði fallið við meðferð. Hjá sumum gerðist það strax, en hjá öðrum tæki tíma að finna réttu lyfjablönduna. Verulegar aukaverkanir hefðu komið fram hjá einum af þessum 22 sjúklingum og því hefði meðferð ekki skilað árangri. Einn hefði ekki tekið lyfín reglulega og væri því enn í sömu stöðu. Hjá aðeins einum sjúklingi hefðu lyfin ekki skilað neinum árangri. Haraldur sagði að tölfræðilíkön bentu til að það tæki að meðaltali 3,1 ár fyrir sjúkling að losna al- gjörlega við veiruna. Það þýddi þó ekki að viðkomandi væri læknaður. Oftast þyrftu HlV-smitaðir að taka lyfin til æviloka. Hann sagði mjög mikilvægt að sjúklingar tækju lyfin samviskusamlega því annars næði sjúkdómurinn sér á strik aftur og yrði þá jafnvel erfiðari viðfangs. Hann sagði að líkur á að HIV- smitaður sjúklingur í lyijameðferð smitaði annan einstakling við kynmök væru minni, en ef hann væri ekki í meðferð. Smitlíkur væru þó ekki úr sögunni. Haraldur sagði að það væru að koma fram betri lyf, sem hefðu minni aukaverkánir. Nýjustu lyfin þyrfti að taka mun sjaldnar en þau eldri, jafnvel ekki nema einu sinni á dag. Hann sagði að í dag kostaði lyfjameðferð eins sjúklings um 100 þúsund á mánuði. Það væri hins vegar enginn vafi á að þessi meðferð borgaði sig. íslensk heil- brigðisyfirvöld hefðu sem betur fer ekki reynt að takmarka lyfjagjöf til HIV-smitaðra eins og gert hefði verið í sumum nágrannalöndum okkar. Haraldur sagði að á undanfórnum árum hefði u.þ.b. einn nýr sjúkling- ur greinst annan hvern mánuð, en á þessu ári hefði einn sjúklingur greinst á mánuði. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að útbreiðsla sjúkdómsins væri að aukast hér á landi þrátt fyrir þessar tölur. Flest benti til að sjúkdómurinn væri í jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.