Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjaldgæfir gestir á ferð á Suðurnesjum og á Suðvesturlandi
Norðlæg-
ir fuglar
á ferðinni
í haust
UNG snæugla sást nýlega á
Suðurnesjum og á Suðvestur-
landi sáust sex hrímtittlingar
í október.
Snæuglur eru árlegir vetr-
ar- og sumargestir hér á landi
en varp þeirra hér hefur ekki
verið staðfest síðan á sjötta
áratugnum. Tegundin er út-
breidd á norðlægum slóðum, í
Síberíu, Norður-Skandinavíu,
Grænlandi, Kanada og Alaska.
Hrímtittlingurinn er líka
norðlæg tegund, en náskyld-
astur honum er auðnutittling-
urinn, sem er algengur varp-
fugl hér á landi. Hrímtittlingar
sjást hér nær árlega og koma
af svipuðum slóðum og snæugl-
an, en þeir geta verið tor-
greindir. Það sem helst greinir
hrímtittlinginn frá auðnutittl-
ingnum er hvítar undirstélþök-
ur, hvítur gumpur og mjög ljós
búkur.
Ljósmynd/Yann Kolbeinsson
SNÆUGLAN sem sást á Hvalsnesi á Miðnesi 1. nóvember sl.
HRÍMTITTLINGUR í Fossvogskirkjugarði, einn af sex þeirrar
tegundar sem sáust á Suðvesturlandi í október.
Yfirlýsing WWF vegna ummæla
utanríkisráðherra
Sljórnun Islend-
inga á þorsk-
veiðum er ábyrg
ALÞJÓÐLEGU náttúruverndar-
samtökin World Wide Fund for
Nature (WWF) hafa sent frá sér
yfirlýsingu í tilefni af ummælum
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra um umhverfisverndarsam-
tök á Alþingi í fyrradag. Ráðherra
sagði umhverfisverndarsamtök oft
beita blekkjandi áróðri og nefndi
sem dæmi auglýsingu frá WWF í
tímaritinu Time, þar sem varað er
við þorskneyzlu. Þá sagði ráðherra
að ekki ætti að veita samtökum,
sem gerðust sek um ábyrgðarlaus
vinnubrögð af þessu tagi, áheyrnar-
aðild að Norðurskautsráðinu.
„Fulltrúar WWF hafa látið í ljós
þá skoðun að stjórnun íslendinga á
þorskveiðum sé ábyrg,“ segir í yfir-
lýsingu WWF. „Á þessu ári hafa
fulltrúar samtakanna heimsótt ís-
land tvisvar og komið þessu á fram-
færi við utanríkisráðherrann, for-
menn fiskveiði- og umhverfismála-
nefnda þingsins og við aðra fulltrúa
íslenzkra stjórnvalda og atvinnulífs.
Ennfremur hefur WWF útskýrt
rangar auglýsingar, sem birtar voru
í Time Magazine og BBC Wildlife,
þar sem því var haldið fram að
þorskveiðum á Norður-Atlantshafi
væri almennt illa stjórnað. Þetta
er ekki raunin og ísland gefur gott
fordæmi um ábyrga stjórnun. WWF
hefur beðizt afsökunar á þessari
ónákvæmni og mun í framtíðinni
leggja sig fram um að forðast mis-
skilning af þessu tagi.“
Óska stuðnings íslands við
umsókn um áheyrnaraðild
Samtökin segjast fagna stuðn-
ingi íslands við stofnun Norður-
skautsráðsins og vonast til þess
að íslenzk stjórnvöld styðji umsókn
þeirra um áheyrnaraðild að ráðinu.
I yfirlýsingu WWF segir að menn-
ingarleg sjálfsvitund og efnahags-
líf íslendinga byggist með beinum
hætti á endurnýjanlegum auðlind-
um, langt umfram það sem gerist
í öðrum heimskautaríkjum. ,,WWF
styður eindregið viðleitni Islands
til að stjórna auðlindum sínum með
sjálfbærum hætti,“ segja samtök-
in.
Foreldrar á Seltjarnarnesi bregðast við fullyrðingrim um eiturlyfjasölu við Valhúsaskóla
Leggja áherslu á
forvarnir gegn
neyslu eiturlyfja
Samtal undir húsvegg hefur vakið mikla umræðu á
Seltjamarnesi um eiturlyfjaneyslu og unglinga. Karl
Blöndal kannaði málið og komst að því að foreldrar
vilja leggja aukna áherslu á forvamir.
UGGUR hefur gripið um sig meðal foreldra
á Seltjarnamesi eftir að spurðist að fyrrver-
andi nemandi eða nemendur í Valhúsaskóla
hefðu verið að selja nemendum 10. bekkjar
eiturlyf steinsnar frá skólalóðinni. Haldnir
hafa verið fundir með foreldrum barna í 8.,
9. og 10. bekk þar sem lögð hefur verið
áhersla á mikilvægi forvarna gegn neyslu
eiturlyfja.
Mál þetta hófst fyrir um mánuði þegar
starfsmaður Heilsugæslustöðvarinnar á Sel-
tjarnarnesi heyrði á tal nokkurra unglinga
undir húsvegg.
Samtal undir húsvegg
Guðrún Einarsdóttir, starfsmaður heilsu-
gæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi og fulltrúi
hennar í nefnd sem íjallar um mál unglinga,
sagði að meinatæknir, sem vann á stöðinni,
hefði verið að vinna við opinn glugga og heyrt
unglingana ræða viðskipti með eiturlyf fyrir
utan. Meinatæknirinn hefði látið lögregluna
vita. Heilsugæslustöðin er skammt frá skólan-
um.
„Krakkarnir voru að tala um að það væri
til frábært efni og það mundi duga í marga
klukkutíma,“ sagði Sigrún Hv. Magnúsdóttir,
félagsráðgjafi, sem vinnur hjá Seltjarnar-
nesbæ. „Það átti að vera partí um kvöldið
og maðurinn gæti útvegað lyfið.“ Hún sagði
að eftir lýsingunni að dæma hefði sennilega
verið átt við e-töfluna, þótt það væri ekki
vitað.
Gísli Ellerup, aðstoðarskólastjóri Valhúsa-
skóla, sagði að í Ijós hefði komið að 17 eða
18 ára gamlir unglingar hefðu verið að selja
nemendum í skólanum eiturlyf og hefði lög-
reglan verið látin vita. Sagði hann að ekki
væri vitað hvort þessir krakkar hefðu verið
að selja eiturlyf á skólalóðinni, en það virtist
Ijóst að neysla ætti sér ekki stað í skólanum
heldur aðallega um helgar og þá
í heimahúsum.
Gísli sagði að þegar þessi kvitt-
ur hefði komið upp hefðu verið
haidnir fundir með foreldrum allra
barna í skólanum og einnig stæði
til að halda fund um málið með nemendum.
Síður en svo bundið við Seltjarnarnes
Eiður Eiðsson, lögreglumaður á Seltjarnar-
nesi, sagði að málið hefði verið í rannsókn í
þijár vikur, en hann vildi ekki láta hafa ann-
að eftir sér um það utan hvað eiturlyfjavand-
inn væri síður en svo bundinn við Seltjamar-
nes og mikið væri af eiturlyfum í landinu um
þessar mundir.
Gísli sagði að krakkamir í Valhúsaskóla
ræddu þessi mál, en um leið væri sterk til-
hneiging til að vernda félagana. „Þau halda
þétt saman,“ sagði hann. „Þau eru mjög hlið-
holl félögum sínum.“
Hann sagði að sumir krakkanna væru reið-
ir. Það hefði jafnvel gerst að krakkarnir hefðu
veitt þeim úr sínum hópi, sem frést hefði að
væm að fikta með eiturlyf, tiltal. „Þar kom
vináttan vel fram hjá þeim,“ sagði Gísli.
Umfjöllun í Nesfréttum
Fjallað hefur verið um þetta mál í blaðinu
Nesfréttum, sem gefið er út á Seltjarnamesi.
í leiðara blaðsins sagði að nokkrir nemendur
í Valhúsaskóla hefðu orðið uppvísir að hass-
neyslu _og kominn væri tími til að-
gerða. í grein eftir Katrínu Pálsdótt-
ur, bæjarfulltrúa Bæjarmálafélags
Seltjamarness, í sama blaði sagði
að þegar mál á borð við þetta kæmi
upp sæist að markmið skorti í æsku-
lýðsmálum í bæjarfélaginu. Bæði í leiðaranum
og greininni sagði hins vegar að í þessu til-
felli hefði verið brugðist rétt við og skjótt.
Foreldrafélagið í Valhúsaskóla brást skart
við þegar mál þetta komst í hámæli á Seltjarn-
arnesi.
Þrír foreldrafundir
Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur er í
foreldrafélaginu. Hann sagði að Foreldrafélag
Valhúsaskóla hefði haldið fundi með foreldr-
um bama í 8., 9. og 10. bekk skólans 9., 16.
og 23. október af tilefni gmns um neyslu
ungmenna í 10. bekk á fíkniefnum og að
fyrrverandi nemendur skólans hefðu staðið
að sölunni. Hann sagði að á fundunum hefði
komið fram uggur meðal foreldra, en ítrekaði
að hér væri aðeins um grun að ræða.
Eiríkur Örn kvaðst telja að foreldrafélagið
hefði brugðist við með ábyrgum hætti, ekki
síst í ljósi þess að rannsóknir sýndu að meðal-
aldur við upphaf áfengisneyslu hefði lækkað
og útbreiðsla ólöglegra fíkniefna hefði aukist.
Samningur við SÁÁ
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög
mikilvægt að reyna að fyrirbyggja
vandamál og byrgja brunninn,"
sagði hann. „Nokkur sveitarfélög
hafa gert samning við SÁÁ um
forvamir og það hefur Grafarvogur
einnig gert. Þeir gáfu út fjórblöð-
ung, sem nefnist Grafarvogur í góðum málum.
Ég hygg að þetta væri eitthvað, sem væri
vert að gera á Nesinu, að vera með virkt for-
vamastarf.“
Forvömum er skipt í fyrsta, annars og þriðja
stig. Fyrsta stigs forvömum er ætlað að koma
í veg fyrir að vandinn komi upp. Á öðru stigi
er reynt að greina vandann svo skjótt sem
auðið er og leita lausna, sem hafa lágmarksr-
öskun fyrir viðkomandi einstaklinga. í annars
stigs forvöm er leitarstarf og áhættuhópar
lykilorð. Lögð er áhersla á að skipuleggja virkt
leitarstarf og greina vandann á byijunarstigi.
í þriðja stigi er lögð áhersla á meðferð og að
koma í veg fyrir fylgikvilla.
„Ég tel að meginmálið sé að leggja áherslu
á fyrsta stigs forvamir," sagði Eiríkur Öm.
„Að koma í veg fyrir vandann."
Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi
sagði að í ráði væri að gera samning við Sam-
tök áhugafólks um áfengisvandann um for-
vamir og myndi það þá hefjast um áramót.
Sigrún talaði á foreldrafundunum og sagði að
þar hefði mikið verið rætt um fyrirbyggjandi
aðgerðir. Mæting hefði verið góð á fundina.
„Ég hef unnið lengi að þessum málum og
maður hefur oft heyrt orðróm um að selt hafí
verið efni á skólalóðum, en aldrei svona ná-
kvæma frásögn," sagði hún. „Ég hef yfírleitt
talið að það væru ýkjur að það væri verið að
selja efni á skólalóðum, en staðreyndin er sú
að hér eru á ferð óharðnaðir krakkar, sem eru
16 eða 17 ára, og em að selja. Þessi sala er
svo ótrúlega útsmogin og erfitt að taka á þessu
vegna þess að um er að ræða böm.“
Sigrún sagði að sér sýndist að kominn væri
þrýstingur frá foreldrum um að efla forvarna-
starfið. Einnig hefðu þeir, sem ynnu að þessum
málum á Seltjamamesi, haldið fund og heil-
mikið væri komið af stað.
„Foreldrum var mjög brugðið," sagði hún.
„Einhvem veginn héldu þau að á Nesinu væri
óhætt. Ég hef sagt við foreldra að gmni þá
að böm þeirra neyti eiturlyfja eigi þeir að
gera eitthvað í málinu og fyrst og fremst að
tala við bömin sín. Gmni þá einhvem annan
eigi þeir að tala við foreldra hans. Ég hef einn-
ig lagt áherslu á að sé hópur saman um neyslu
eða aðeins einn úr hópnum eigi foreldrar alls
hópsins að tala saman.
Ég veit ekki hvað börnin era mikið í eitur-
lyfjum," sagði Sigrún. „En það er mín tilfinn-
ing að það sé mjög mikið af eiturlyfjum í land-
inu. Átta til tíu krakkar geta verið með eitt
gramm af hassi heilt kvöld. Fullt verð
á því er 1500 krónur, en stundum
er það á útsölu á 700 krónur."
Áfengi þáttur í vandanum
Hún sagði að ólögleg eiturlyf væru
vitaskuld mjög hættuleg, en ekki mætti horfa
fram hjá því að krakkarnir hefðu verið að
neyta áfengis þegar þau prófuðu lyf á borð
við hass eða e-töflur.
„Vandamálið hjá okkur er það að 14 eða
15 ára krakki skuli vera undir áhrifum bjórs
eða áfengis og fólki finnist það ekkert voða-
legt,“ sagði Sigrún. „Krakkinn veit það frá
foreldrahúsum og úr skólanum að hann má
ekki reykja hass eða taka e-pilluna og gerir
það ekki þegar hann er allsgáður. Síðan þeg-
ar þau fínna til áhrifa áfengisins eru þau tilbú-
in að prófa.“
Mikilvægt að
fyrirbyggja
vandamál
Ekki má
gleyma þætti
áfengisins