Morgunblaðið - 08.11.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 08.11.1997, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónleikar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju um helgina Björg og Michael syngja saman BJÖRG Þórhallsdóttir sópran og Michael Jón Clarke baríton koma fram á tvennum tónleikum í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju um helgina, á laugardag kl. 17 og sunnudagskvöld kl. 20.30. Ric- hard J. Simm leikur á píanó. Tónlistarfélag Akureyrar efnir til tónleikanna en tilefni þeirra er að heiðra aldarminningu eins af stofnendum félagsins, Stefáns Agústs Kristjánssonar sem kenndur var við Glæsibæ. Flutt verða lög hans í fyrri hluta tón- leikanna sem og einnig eftir Franz Schubert en þess er minnst að 200 ár eru á árinu frá fæðingu hans. Eftir hlé syngja þau Björg og Michael aríur og óperudúetta. Fyrr á árinu kom út geisladisk- ur með sönglögum Stefáns Ágústs sem fjölskylda hans gaf út. Hann tók virkan þátt í tónlistarlífi á Akureyri, auk þess að vera einn af stofnendum tónlistarfélagsins sem hann gegndi formennsku í um aldarfjórðung, tók hann þátt í stofnun Karlakórsins Geysis og söng með kórnum. Nota tímann og taka upp Björg Þórhallsdóttir stundar nú nám við Royal Northern Col- lege of Music í Manchester í Eng- landi en hún lýkur námi næsta vor. Hún kom heim til að taka þátt í þessum tónleikum. Michael Jón Clarke kennir við Tónlistar- skólann á Akureyri og tekur mik- inn þátt í tónlistarlífi á Akureyri, stjórnar m.a. nokkrum kórum. Auk æfinga vegna tónleikanna hafa þau Björg og Michael notað tímann vel og tekið upp nokkur lög sem koma út á geisladiski fyrir jólin. Á diskinum verða eink- um Ijúf norðlensk og íslensk lög, mest dúettar. Fetar í fótspor læriföðurins Þau Björg og Micael þekkjast frá fornu fari en hafa ekki komið Morgunblaðið/Kristján BJÖRG Þórhallsdóttir og Michael Jón Clarke syngja í fyrsta skipti saman á tónleikum sem haldnir verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á laugardag og sunnudag og leikur Richard J. Simm á píanó. fram saman opjnberlega á tón- leikum áður. „Ég lærði hjá Mich- ael í fimm ár í Tónlistarskólan- um,“ segir Björg. „Við tókum oft nokkrar aríur þar, en höfum ekki sungið saman áður, það verður mjög gaman." Michael stundaði á sínum tíma nám við skólann í Manchester þannig að Björg fetar nú í fótspor læriföður síns. Áður en hann hóf nám við skólann var hans aðalstarf að kenna á fiðlu. „Mig langaði að breyta til, sjá hvað ég gæti og er mjög ánægður með að hafa stigið þetta skref,“ segir Michael. Björg er hjúkrun- arfræðingur að mennt og starfaði við fagið áður en hún sneri sér alfarið að söngnum. „Það þarf mikinn kjark til að snúa baki við öllu því sem maður hefur áður gert og byijað á einhveiju nýju, það er mikil áhætta," segir Micha- el en hann hvatti Björgy eindreg- ið til að helga sig söngnum. „Ég efaðist aldrei um að hún hefði hæfileikann, hún hefur það í sér sem þarf til að ná langt.“ Reynslan dýrmæt Bæði telja þau Björg og Mich- ael að fyrri reynsla hafi nýst þeim vel í söngnáminu og telja gott að hafa „hjúkkuna og fiðluna" í rassvasanum í framtíðinni. „Það er dýrmætt að búa að einhverri lífsreynslu þegar byijað er á söngnámi, söngvarar þurfa að túlka allar heimsins tilfinningar og miðla til áhorfenda þannig að það er gott veganesti að hafa kynnst lífinu," segir Michael. Meirihlutinn óttast ekki Akureyrarlista FULLTRÚAR Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ak- ureyrar segjast taka framboð Akur- eyrarlistans, sem Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti með stuðningi Grósku standa að, alvar- lega en óttast það ekki. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sagði að tilkoma Akureyrarlistans hefði ekki verið rædd formlega innan Fram- sóknarflokksins enn eða viðbrögð við honum. „Við lítum á þennan lista sem hvern annan andstæðing í póli- tík og tökum honum sem slíkum, af fullri alvöru,“ sagði Þórarinn. Framsóknarflokkur á fimm fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar og er í meirihluta með fulltrúa Alþýðu- flokks. Þórarinn sagði að menn stefndu að sjálfsögðu að því að halda sínum mönnum inni. „Við teljum okkur vera að vinna gott verk í bæjarstjórn, enn eigum við eftir að ljúka nokkrum verkefnum og biðjum um stuðning bæjarbúa til að halda áfram með þau,“ sagði Þórarinn. „Við tökum Akureyrarlistanum af fullri alvöru, en óttumst hann ekki, ekki frekar en önnur framboð. Mér sýnst mannkynssagan ekki segja manni að þessum öflum hafi tekist að vinna svo óskaplega vel sarnan." Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist gleðjast yfír því að þessir ólíku stjórnmála- flokkar hefðu náð saman. „Ég er ángæður með þessa sameiningu og tel að hún verði vatn á myllu okkar sjálfstæðismanna," sagði Þórarinn. Þórarinn nefndi einnig að nú í seinni tíð hefðu þessir flokkar, sem nú ætluðu að bjóða fram sameiginlegan lista, ekki unnið saman í bæjarstjórn Akureyrar. Matvæladag- ur sjávarút- vegsdeildar MATVÆLADAGUR sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akureyri verður haldin í dag, laugardaginn 8. nóvember í Oddfellowhúsinu. Há- skólinn átti 10 ára afmæli fyrr í haust og af því tilefni hafa allar deildir hans kynnt starfsemi sína og er sjávarútvegsdeildin síðust í röðinni. Starfsemi deildarinnar verður kynnt en sérstök áhersla verður lögð á að kynna nýja braut innan deildar- innar, matvælaframleiðslubraut. Forsvarsmenn rannsóknarstofnana atvinnuveganna ræða það sem efst er á baugi í rannsóknum á sínu sviði. I lokin verða pallborðsumræður þar sem m.a. verður reynt að fara í saumana á því hver þörf fyrir- tækja í matvælaiðnaði er fyrir menntað starfsfólk í þessari grein. Fjöldi matvælafyrirtækja á Eyja- fjarðarsvæðinu kynna vöru sína og framleiðslu að loknum pallborðsum- ræðum. Sossa sýnir á Bóka- safni Háskólans SÝNING á olíuverkum Sossu, Margrétar Soffíu Bjömsdóttur verður opnuð í Bóka- safni Háskólans á Ak- ureyri á morgunv laug- ardaginn 8. nóvember kl. 16. Sossa er fædd í Keflavík 1954, hún stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Skol- en for Brugskunst í Kaupmannahöfn og School of the Muse- um of Fine Art, Tufts University í Boston í Margrét Soffía Björnsdóttir Bandaríkjunum. Sossa hefur aðal- lega unnið með olíu á striga en var áður nær eingöngu í grafík. Hún hefur haldið fjölda sýninga hér heima og í útlöndum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar á Akureyri. Sýningin er opin frá kl. 8 til 18 alla virka daga og á laugardög- um frá 12 til 15, eða á sama tíma og bóka- safnið. Sýningin er öll- um opin og aðgangur er ókeypis. Kjarnafæði óskar eftir styrk KJARNAFÆÐI hf. hefur leitað eftir aðstoð bæjaryfirvalda á Ak- ureyri vegna mengunarvarna. Breytingar verða gerðar á starf- semi fyrirtækisins í þá veru að allir framleiðsluþættir þess verða fluttir til Svalbarðseyrar, en fyrir- tækið áfram skráð á Akureyri og þar verða sölustarfsemi og skrif- stofuhald. Þessar ráðstafanir eru m.a. gerðar vegna kvartana um rykmengun frá fyrirtækinu við Fjölnisgötu og kröfu heilbrigðis- eftirlitsins um úrbætur. Eyjamenn fjölmennir EYJAMENN voru fyrirferðar- miklir á Akureyri i gær. Vegna brælu á loðnumiðunum komu sex nótaskip til bæjarins í fyrrakvöld og fyrrinótt og eru fimm þeirra frá Vestmannaeyjum. Skipin voru öll með „slatta" og lönduðu i Krossanesi rúmlega 1.400 tonnum. Skipin voru með frá 60 tonnum og upp í rúm 500 tonn. Við Fiskihöfnina lágu Gígja VE, Víkurberg GK, Kap VE, Guð- mundur VE og Gullberg VE. Morgunblaðið/Kristján Erindi um einhverfu MÆÐGININ Judy og Sean Barron frá Bandaríkjunum flytja erindi um einhverfu á Stássinu í dag, laugardag kl. 14. Sean er einhverfur, hann ásamt móður sinni skrifaði bókina „Hér leynist drengur" þar sem einkennum einhverfu og áralangri baráttu við hana er lýst. Þráinn Karlsson les valda kafla úr bókinni. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudaga- skóli á dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á morgun, Lilja Sigurðardóttir kennari prédikar. Fundur æskulýðs- félagsins í kapaellu kl. 20. Biblíulest- ur á mánudagskvöld kl. kl. 20. Mömmumorgun í Safnaðarheimili á miðvikudag frá 10 til 12, Guðný Berg- vinsdóttir kynnir hjálpartæki til varn- ar slysum á börnum á heimilum. Fyrirbænaguðþsjónusta kl. 17.15 í kirkjunni á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskólinn er í dag, laugardag kl. 13. Góðir gestir koma í heimsókn, foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðsþjónusta kl 14 á morgun, kristniboðsdaginn. Karl Jónas Gísla- son kristniboði prédikar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 á sunnu- dag. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðjudag í kirkjunni. Biblíu- lestur kl. 20.30 sama dag. Ath. breyttan tíma. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðþjónusta verður í Stærri-Árskógskirkju á sunnudag kl. 14. Fundur í æskulýðs- félaginu verður í Árskógsskóla á mánudag kl. 20. Sunnudagaskóli verður í Hríseyjarkirkju kl. 11 á sunnudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma kl. 14 á sunnudag, biblíuskóla- nemar tala, krakkakirkja og barna- pössun meðan á samkomu stendur. Vitnisburðarsamkoma kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag og samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 sama dag. Bænastundir, mánud.-, mið- vikud,- og fimmtud.-morgna kl. 6-7 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14. Vonarlínan, 462-1210, símsvari með orð úr biblíunni sem gefa huggun og von. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morg- un, sunnudag. Herra Jóhannes Gijs- en biskup syngur messu. KFUM og K: Bænastund kl. 20 í kvöld, kristniboössamkoma kl. 20.30. Sýndar myndirfrá kristniboðs- starfinu í Eþíópiu, ræðumaður Karl Jónas Gíslason kristniboði. Kaffisala til styrktar kristniboði í félagsheimili KFUM og K kl. 15 á sunnudag. Bæna- stund kl. 20 og kristniboðssamkoma kl. 20.30. Samskot tekin til kristni- boðsins. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn fer í heimsókn í sunnu- dagaskóla Glerárkirkju í dag, laugar- daginn 8. nóvember. Lagt verður af stað frá safnaöarheimilinu kl. 11.30 og komið heim kl. 15. Samvera á sunnudegi fellur niöur vegna heim- sóknarinnar. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10 til 12. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30, allir krakkar velkomnir, Ástjarnarfundur kl. 18 fyr- ir krakka á aldrinum 6-12 ára á Sjónarhæð við Hafnarstræti 63 og unglingafundur kl. 20 á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.