Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 23 Reuters MARIAN Krazaklewski, leiðtogi Samstöðu og helsti hugmynda- fræðingur A.W.S.-kosningabandalagsins. Stjórnmálaskýrendur í Póllandi telja margir hverjir að hann hyggist fara fram gegn Aleksander Kwasniewski forseta árið 2000. stjórnmálaskýrendur í Póllandi að staða hennar sé traust enda hafa flokkamir samtals 261 fulltrúa á þingi þar sem sitja 460 menn. A næstu vikum mun menn fylgjast grannt með framgöngu og sam- starfi ráðherrann nýju auk vísbend- inga um áhrif einstakra valdahópa innan A.W.S. sem aftur mun ráða miklu um framtíð þessa samstarfs. ERLENT Að þjóna þýðir stund- um að óhlýðnastu Talið er að réttarhöld í máli Maurice Papon dragist vel fram á næsta ár, en til tíðinda dró í vikunni. Þórunn Þórsdóttir segir vörn Papons veika og nefnir dæmi um tök franskra fjölmiðla á málinu. VÖRN í máli Maurice Papon, sem ákærður er fyrir glæpi gegn mannkyninu, veiktist til muna við framburð sagnfræðingsins Marc- Olivier Baruch í Bordeaux á mið- vikudag. „Embættismenn Vichy- stjórnarinnar gátu óhlýðnast," sagði Baruch, „þen- fáu sem það gerðu misstu hvorki líf sitt né lifi- brauð.“ Þessi sérfræðingur í stöðu franskra embættismanna í tíð leppstjórnar Þjóðverja á stríðsárunum lagði fram 30.000 plögg úr skjalasöfnum máli sínu til stuðnings. Hann sagði að fram til 1942 hefði stjóm Pétains mar- skálks virst lögleg, en eftir það og sérstaklega frá árslokum 1943, hefðu margir háttsettir embætt- ismenn dregið skipanir hennar í efa og leikið tveimur skjöldum. Þeir hefðu áttað sig á afleiðingum gerða sinna og örlögum Gyðinga, horft upp á hörku frönsku lög- reglunnar og oft reynt að aðstoða andspyrnuhreyfinguna eða De Gaulle, sem orðinn var leiðtogi morgundagsins. Þeir frönsku lögreglustjórar sem ekki létu handtaka Gyðinga voru lækkaðir í tign eða færðir til í starfi, einn var gerður yfirmað- ur heilsuhælis. Nokkrir vora settir á eftirlaun, en þetta voru ekki margir menn. Barach talaði um „siðferðilega deyfingu" þess- ara ára og Papon kvaðst fagna því að vitnið benti á hið óljósa og að því leyti sérstaka í aðstöðunni. En niðurstaða þessa mikilvæga dags í málinu var setningin: „Að þjóna getur þýtt að óhlýðnast." Þetta var 18. dagur Papon- réttarhaldanna, eftir hlé sem gert var í annað sinn frá upphafi í miðjum október, vegna meints heilsuleysis hins 87 ára sakborn- ings. Málinu var svo fram haldið, þrátt fyrir tafir vegna verkfalls lögmanna, raunar vegna hæga- gangs í dómskerfinu, og áfram skoðað hlutverk Papons sem lög- reglustjóra Gironde-héraðs 1942-4. Papon játaði að hafa haft eitthvað að segja um afdrif gyð- inga, en sagði ábyrgðina hafa ver- ið yfirmanna sinna, hann hefði sjálfur undirbúið 1-2 handtöku- skipanir. Annars hefði hann skrif- að undir hundraði þúsunda skjala og gæti ekki munað eftir einstök- um þeirra. „Arið 1944 var ég betri andspymumaður en emb- ættismaður,“ sagði Papon á fimmtudag og bældur hlátur áheyrenda heyrðist í réttarsaln- um. I forsíðufrétt í vikunni bar dagblaðið Le Monde saman „kalt“ og „heitt“ réttarfar i stríðsglæpamálum: franskur dómstóll fjallar um hálfrar aldar gamla atburði en stríðsglæpa- dómurinn í Haag um nýliðin at- vik í fyrram Júgóslavíu. Inni í blaðinu snerist framhaldið um hægagang og vandræði í Haag og undir grein um Papon er önn- ur um Gyðinga sem hjálpuðu til við útrýmingu trúbræðra sinna. Heildarmyndin var því tvíbent, en fréttir byrja vitanlega allar á hörðum nótum gegn Papon: „Það borgaði sig að vinna vel, þó að ástæðan væri ömurleg." Þetta á við um starf hans í innanríkis- ráðuneytinu 1941-2, þar sem hann fór yfir í framvörp að lög- um Vichy gegn Gyðingum. í 50 am KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á VERALDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.