Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Úr Barentshafi og af íslandsmiðum ARIÐ 1989 olli ákveðið atvik því að ég hóf að kynna mér gögn Hafrannsóknarstofn- unar og veiðiráðgjöf hérlendis í þorskveið- um og síðar annars staðar í Atlantshafinu. Niðurstaða mín var þá og er enn sú að veiðir- áðgjafar fengju góða einkunn í öflun rann- sóknargagna en fall- einkunn í veiðiráðgjöf þorskveiða, en veiðir- áðgjöf er sú ályktun sem ráðgjafar draga af rannsóknargögnum sínum. Því hef ég talið afar brýnt að aðskilið verði milli rannsóknarstarfsemi og veiðiráð- gjafar eins og skilið hefur verið á milli rannsóknarstarfsemi og dóm- ara í sakamálum. Dómstóll sem dæmir hvort veiða má 100 þúsund tonnum meira, eða minna, er ekki lítill dómur (14 milljarðar útfl.verð- mæti). Veiðiráðgjöf (dómur) sem veldur því að trillur hérlendis megi ekki róa á sjó nema 20 daga á ári er dómur um sviptingu á atvinnu- frelsi fjölda saklausra borgara. Sé dómurinn ekki á rökum reistur, eins og ég vil halda fram, þá er um mjög gróft mannréttindabrot að ræða. I Noregi hafa nú 4600 trillur ftjálsan aðgang að fiskimiðunum en á íslandi fá sumir 26 daga og aðrir ekkert, á sömu „vísindalegu" forsendunum(!?) Meðfylgjandi er mynd um vaxt- arhraða þorsks í Barentshafí (sagan virðist alls staðar svipuð með þorsk- inn). Á myndinni sést að vaxtar- hraði 6 ára þorsks féll um 68% frá 1985-1988. Á þessum árum héldu veiðiráðgjafar því fram að „of- veiði“, „rányrkja" og „smáfiska- dráp“, væri orsök veiðihruns í Bar- entshafí. (Hver var nú stóryrtur?) Myndin bendir hins vegar sterklega til að svo hafi ekki verið. A.m.k. er það borðleggjandi að þessi hluti stofnsins minnkaði um 68% vegna minnkandi vaxtarhraða (af hveiju var ekki sagt frá því??) Þegar vaxt- arhraði 6 ára þorsks fellur um 68% á þrem árum þá getur skýringin ekki verið ofveiði heldur er fæðu- skortur líklegri skýr- ing. Flestar kennslubækur í fiski- líffræði segja að: Sé vaxtarhraði á niðurleið samfara minnkandi veiði þá sé ólíklega um ofveiði að ræða heldur sé skýringa líklega að leita í breyttum um- hverfisskilyrðum. Við slíka niðursveiflu í umhverfisskilyrðum getur verið það versta sem gert er að draga úr veiði (sbr. sögulegar heimildir frá Kanada). Ég vitna enn einu sinni í viðtal við Jakob Jakobsson í Fiskifréttum 10. nóv. 1989. Þar er m.a. teiknuð mynd af „hruni“ þorskstofnsins í Barents: hafí. (Lína nánast lóðrétt niður.) í sama viðtali fer Jakob lofsorði um Það gengur ekki lengur, segir Kristinn Péturs- son, að fámenn klíka veiðiráðgjafa ráðskist með þorskveiði í Atl- antshafi í nafni „vís- inda“ sem ekki standast sögulegar staðreyndir. „ábyrga" fískveiðistjórnun Kanada- manna þar sem sókn þeirra sé helm- ingi vægari en sóknin í íslenska þorskstofninn. í viðtalinu er Jakob m.a. titlaður formaður Alþjóðaha- frannsóknarráðsins svo varla hefur skort á upplýsingar. Um einu ári eftir umrætt viðtal við Jakob fór að glæðast veiðin í Barentshafí veiðiráðgjöfum í opna skjöldu og svo fór að mokveiðast. í Kanada hefur hins vegar varla verið dreginn fiskur úr sjó síðan umrætt viðtal fór fram. Þremur árum síðar (1992) er þorskstofninn í Barentshafi mældur með bergmálsmælingu (vegna gagnrýni veiðimanna á lítinn veiði- kvóta) á vegum norsku Hafró. Mældist stofninn helmingi stærri en hann „átti að vera“ skv. bók- haldi reiknilíkansins. Veiðiráðgjöf- um var mjög brugðið og héldu þessu leyndu fyrst í stað. Blaðamaður frá „Fiskaren“ komst yfír þessar upp- lýsingar og veiðiráðgjöfín sprakk framan í ráðgjafa með fréttinni í Fiskaren. Einn þorskveiðiráðgjafi á Islandsmiðum sá sig tilknúinn að veija kollega sína í Noregi með því að skrifa grein í DV og sagði m.a. „að ófyrirleitinn blaðamaður hefði komist yfir innanhússplagg (let- urbr. höf.) frá norsku Hafró.“ Hver djö. varðar einhveija asna um stærð þorskstofnsins(??!!) Ráðgjafar í Nor- egi urðu að viðurkenna mistök í veiðiráðgjöf og veiðiheimildir voru snarlega auknar. Hrunadansinn í Norður-Noregi stöðvaðist og allir fengu nóg að gera (fyrir tilviljun?) Hér við land hafa raddir veiðimanna og annarra sífellt verið kæfðar nið- ur sem „óábyrgar". Hver var reynsl- an í Noregi? Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig vaxtarhraði þorsksins í Barentshafi kemur aftur í hámark 1992. Síðan þá hefur vaxtarhraði þarna verið fallandi. 1992-1995 fellur vaxtarhraði 6 ára þorsks t.d. um 45%. Veiðiráðgjafar hefðu, (skv. reynslunni), átt að vara við því sem var að gerast. Þetta hef ég oft bent á. Sl. vor fór aftur að vanta þorsk í „bókhaldið“ í Barentshafi og þá sagði forstjóri norsku Hafró, Roald Waage, að hann teldi rétt að endur- skoða aðferðir við útreikninga um stærð þorskstofna. Það hlýtur að þurfa að þagga snarlega niður í svona uppreisnarmanni(?!) Allir sem efast um ágæti reiknilíkansins skulu fá að halda kjafti, eða þagðir í hel. Mál þetta virðist mér alls ekki snúast um nein vísindi, eins og haldið er fram, heldur grimmd- arlegan metnað klíku veiðiráðgjafa, og að einhveiju leyti peningalega hagsmuni þeirra sem njóta hagnað- ar þessa vafasömu vísinda. Hér- lendis finnast menn sem styðja lít- inn þorskkvóta, að því er virðist, til þess að leiguverðið á þorski lækki síður, smærri aðilum fækki í grein- inni og braskmöguleikarnir haldist í hámarki. Kristinn Pétursson MYNDIN sýnir hvernig vaxtarhraði sex ára þorsks féll um 68% frá 1985-1988, náði aftur hámarki 1992, féll frá þeim tíma til 1995 um 45%. Niðurstaða Niðurstaðan verður sú, sem ég hef oft bent á áður, að allt bendi til þess að reiknilíkan veiðiráðgjafa sé ónothæft. Stærsti galli reiknilík- ansins virðist vera að það gerir ráð fyrir að dánarstuðull þorsks sé föst tala, 20% árlega, og að fæðufram- boðið sé alltaf eins. Þegar umhverf- isaðstæður batna og nóg er af fæðu bendir allt til þess að náttúruleg dánartala lækki verulega og við- komandi þorskstofn stækki þannig mjög hratt, miklu hraðar en líkan ráðgjafa gerir ráð fyrir (sbr. Bar- entshaf 1992 og íslandsmið 1975- 1980 og í dag). Öfugt virðist ger- ast þegar niðursveifla verður í um- hverfisskilyrðum eins og í Barents- hafi í dag og 1985-1988, (íslands- mið 1980-1983). Minnkandi fæðu- framboð virðist þá leiða af sér fall- andi vaxtarhraða, aukið sjálfát og aukna sjúkdóma sem aftur virðist valda því að veiðistofn getur minnk- að mjög hratt. Sagan bendir til þess að stórvarasamt geti verið „að draga úr veiði til að byggja upp stofninn" eins og reiknilíkanið gefur falskar vísbendingar um að gera eigi við niðursveiflu (Kanada 1989, ísland 1983 og 1990, Barentshaf 1985-1988 og í dag). Gögn veiðir- áðgjafa benda ótvírætt til að sífellt sé verið að gera sömu mistökin alls staðar aftur og aftur. Niðurstaðan af þessari reynslu gefur þannig ótv- írætt til kynna að veiði fiskiskipa okkar virðist hafa langtum minni áhrif á stofnstærð þorsks en veiðir- áðgjafar hafa fullyrt um. Fjöldi vís- indamanna í fískifræði, líffræði, veðurfræði og annarri náttúrufræði hafa margsinnis bent á þetta og varað við reiknilíkaninu. Klíka veið- iráðgjafa hefur alltaf komist upp með að rúlla yfir sjónarmið þessa minnihluta náttúrufræðinga á grimmdarlegan hátt og einokað veiðiráðgjöf til stjómvalda með ótrúlegustu aðferðum. Þetta er ekk- ert nýtt í mannkynssögunni. Mörg eru dæmin um miskunnarlausa valdabaráttu vísindamanna þar sem minnihlutasjónarmið voru tröðkuð í svaðið fyrst í stað, en reyndust svo rétt þegar upp var staðið. Veið- iráðgjafar hafa komist upp með að reikna út „sannleika" eftir þörfum reiknilíkansins heilaga. Útreiknað- ur sannleikur eftir niðursveiflu í umhverfisskilyrðum er: „Við höfum ofmetið stofninn." Eftir uppsveiflu í umhverfisskilyrðum: „Við höfum vanmetið stofninn“ í stað þess að segja raunverulegan sannleikann sem er að reiknilíkanið virðist ekki nothæft. Það virðist alls ekki í mannlegu valdi að stjóma þessum náttúrusveiflum með „ábyrgri fisk- veiðistjórnun". Sögulegar stað- reyndir benda sterklega til þess að veiði fiskiskipa hafi langtum minni áhrif á stærð þorskstofna en veiðir- áðgjafar hafa fullyrt. Jafnstöðuafli er því raunhæfur valkostur við fisk- veiðistjórnun. Það gengur ekki lengur að fámenn klíka veiðiráð- gjafa ráðskist með þorskveiði í Atl- antshafinu í dag í nafni „vísinda" sem ekki standast samkvæmt sögu- legum staðreyndum. Höfundur er fiskverkandi. ÞEGAR það hendir suma menn að lenda í rökþroti, grípa þeir til stóryrða til þess að dreifa athyglinni frá kjama málsins. í ljósi þess ber að lesa grein Sverris Hermannsson- ar bankastjóra Lands- banka íslands í Morg- unblaðinu 1. nóvember sl. Grein bankastjór- ans var rituð í þeim stíl sem vænta mátti úr þessari átt og stað- festir í raun það sem ég hélt fram í grein minni í Morgunblaðinu 28. nóvember sl. Margt er afar athyglisvert í grein bankastjórans. Tökum fyrst lýsingu hans á viðskiptum bankans við Samskip. Þar getur heldur betur að líta yfírlýsinguna. í greininni segir bankastjórinn - og fer þar örugglega maður sem glöggt má vita: „Eins og komið var fyrir Sam- skipum virtist í upphafí sem Lands- bankinn hefði tapað öllu sínu lánsfé.“ Þetta var sem sagt staðan. Hver ein- asta króna sem bank- inn hafði lánað fyrir- tækinu virtist vera töpuð. Ætli það verði ekki að skoða í þessu ljósi vandlætingarorð Sverris Hermannsson- ar, um banka sem „horfir aðgerðarlítið áram saman á óhæfa rekstrarmenn fyrir- tækja sólunda lánsfé bankans“? Lotið lágt fram á næstu öld Þegar hér var komið málum mátti sá mikli Landsbanki greinilega láta sér lynda að Iúta lágt, eftir því sem bankastjórinn lýsir sjálfur. Á meðan aðrir hluthaf- ar, sem að málum komu, nutu fullra réttinda með hlutafé sitt, batt Landsbankinn 165 milljónir króna í Samskipum, nánast án vonar um arð og vaxtalaust í heilan áratug, eða í raun fram á næstu öld. Reikni Þegar það hendir suma menn að lenda í rök- þroti, grípa þeir til stóryrða til þess að dreifa athyglinni frá kjarna málsins, segir Einar K. Guðfinnsson, sem hér gerir grein Sverris Hermannssonar að umtalsefni. menn nú hver fyrir sig. Það þarf engan að undra að Sverrir Hermannsson treysti sér ekki til þess að hafa sjálfur orð um svo einstaka snilld. Þess í stað beit- ir hann gömlu stílbragði, kallar huldumenn sér til halds og trausts og segir í grein sinni: „... þykir bankinn hafa komist vel frá Sam- skipum hf., að bestu manna yfír- sýn“ (!) Já, miklir menn erum við Hrólfur minn. Það er von að þetta þyki sérlega hrósvert. Olíku saman að jafna Það eru þessar vaxta- og arð- lausu 165 milljónir króna sem Landsbankinn þykist góður að geta losnað við á sem næst nafnverði, þremur árum eftir að til þeirra var stofnað með þeim hætti sem banka- stjórinn rekur í grein sinni. Hann kýs að sleppa því að samkvæmt frétt Morgunblaðsins 23. október sl. var samþykkt sl. vor að sameina A- og B-flokk hlutabréfanna í Sam- skipum. Þannig njóta bréfín sam- bærilegra réttinda og eru nú boðin til sölu á hlutabréfamarkaði. Á Opna tilboðsmarkaðnum er síðasta sala bréfanna skráð á genginu 3,16. Þrefalt hærra en það verð sem Landsbankinn seldi sín bréf á. Með öðrum orðum: Eigendur bréfa í B-flokki hlutabréfa Samskipa hafa fengið þrefalda ávöxtun nafnvirðis- ins á sama tíma og A-flokkur Landsbankans hefur hvorki notið arðs né annarrar ávöxtunar. 100 kall í dag — 300 krónur á morgun Og síðan eitt enn, sem staðfestir mitt mál. Miðað við síðustu stað- festu söluna á Opna tilboðsmark- aðnum ættu hluthafamir í Samskip- um að geta á morgun selt bréfín sem þeir keyptu af Landsbankanum á þreföldu kaupgengi. Bréfín, sem þeir keyptu með öðrum orðum í gær á 100 krónur, fá þeir 300 krónur fyrir á morgun, miðað við það gengi. Þekkist betri ávöxtun annars staðar? í hópi þeirra sem njóta þess- ara trakteringa eru stærsta trygg- ingarfélag, olíufélag og útgerðarfé- lag landsins auk sjálfs forstjóra Samskipa og þýskrar kaupskipaút- gerðar. Að vísu virðist Sverrir Her- mannsson draga eitthvað í efa áreiðanleika markaðsverðs bréf- anna í Samskipum. Eða hvernig á annars að skilja eftirfarandi orð hans, rituð af þeirri hófstillingu sem hann er kunnur af: „Hvað sem líður þvættingi þingmannsins um verð á örfáum bréfum á Opna tilboðsmark- aðnum...“. Það er von mín að slík orð frá svo ábyrgum og mikilsvirt- um bankastjóra hafí hvorki óæski- leg áhrif á markaðinn, né séu orsök þess að hagstæðasta kaupt.ilboð í bréf félagsins er nú á genginu 2,1, á Opna tilboðsmarkaðnum. Rétt er það hins vegar hjá Sverri Hermannssyni að óhamingju Vest- firðinga hefur orðið margt að vopni. Kannski hefði betur tekist til hefðu þeir notið álíka vildar og að ofan er greint. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Staðfesting úr Landsbankanum Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.