Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Drottningin og
hestasveinninn
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
KVIKMYNDAHÁTÍÐ í
REYKJAVÍK
Maddama Brown „Mrs. Brown“.
★ ★★
LEIKSTJÓRINN John Madden
hefur gert afbragðsgóða mynd um
samband Viktoríu drottningar og
hestasveins hennar, hins skoska
John Browns, skömmu eftir miðja
síðustu öld. Judy Dench fer með
hlutverk drottningarinnar, sem
finnur huggun í hálendingnum
eftir að hafa misst eiginmann sinn
úr taugaveiki, en Pat Connolly
leikur hestasveininn, lífvörð henn-
ar og einkavin, sem brátt tekur
sér meiri völd við hirðina en valda-
menn þola með góðu móti. Madd-
ama Brown, Viktoría var kölluð
þetta eftir að uppvíst varð um
samband hennar og hálendingsins,
er gerð af BBC og hefur alla kosti
vandaðra, breskra sögulegra,
kvikmynda. Umhverfí og búningar
og andblær Viktoríutímans er
fangaður af miklu öryggi og natni.
Hið pólitíska andrúmsloft, staða
drottningarinnar sem heldur sig
fjarri þegnum sínum í sjálfskipaðri
einangrun fjarri London, andstað-
an gegn konungsdæminu, slúðrið
og mögulegt hneyksli er bak-
grunnur innilegs sambands
tryggðar og vináttu drottningar-
innar og þjónsins. Hér hjálpast
allt að við að gera efnið athyglis-
vert og spennandi. Leikurinn er
framúrskarandi. Dench er frábær
í hlutverki Viktoríu, valdsmanns-
leg og hvöss og ósveigjanleg, og
Connolly gefur henni ekkert eftir,
húmorískur eins og John Cleese
og brattur eins og landi hans,
JUDY Dench er frábær í hlut-
verki Viktoríu, valdsmanns-
leg og hvöss og ósveigjanleg,
segir í dómnum.
Sean Connery. Þá er Anthony
Sher í hlutverki Disarelis einstak-
lega kíminn og fjöldi aukapersóna
setur sterkan svip á myndina.
Arnaldur Indriðason
Líflítil Anna Karenína
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR
Anna Karenina* ★
SÍGILD, tregafull ástarsaga rúss-
neska skáldjöfursins Leo Tolstoys
hefur verið kvikmynduð í marg-
gang síðan MGM gerði sína stjöm-
um prýddu útgáfu 1935, með
sjálfri Gretu Garbo í titilhlutverki
Önnu Kareninu. Það er ekki enn
farið að slá við þessari sextugu
mynd um óhamingju á meðal rúss-
neska aðalsins á ofanverðri síðustu
öld. Þau verða ástfangin, hefð-
arfrúin Anna Karenina (Sophie
Marceau) og Vronsky (Sean Be-
an), ungur yfirmaður á uppleið í
hernum. Þau bjóða þröngsýnu
hástéttarsamfélaginu birginn, það
umber ekki opinbert framhjáhald.
Brýrnar brotna að baki, ástin end-
ar með ógæfu.
Því miður rís þessi nýja kvik-
myndagerð sögunnar (framleidd
af fyrirtæki Mels Gibson) ekki upp
fyrir meðal sápuóperu í sjónvarp-
inu, enda búið að klippa efnism-
ikla sögu niður í innan við tveggja
tíma mynd.
Örgrunnt handrit með afleitri
persónusköpun og yfirborðs-
kenndri framvindu er mein mynd-
arinnar auk þess sem aðalleikend-
urnir eru heldur bágbornir. Sean
Bean gæti í mesta lagi orðið næsti
Rutger Hauer kvikmyndanna,
ábúðarmikill og tómur. Sophie
Marceau (Braveheart)er fögur
kona en fær enga samúð í harm-
leiknum. Nær ekki að komast inn-
fyrir yfírborðið og ekki kemur
textinn þeim til hjálpar. Molina
stendur sig skár sem sögumaður-
inn Levin (Tolstoy) en hliðarsaga
af honum og konu hans er mátt-
laus. Hjúin tala rússnesku, aðrir
ensku, slík B-mynda vinnubrögð
hefur maður ekki séð um árabil.
Það leynir sér þó ekki að mikið
fé hefur verið lagt í myndina,
áhorfandinn er leiddur úr einu
póstkortsatriðinu í annað; glæsi-
hallir, gylltir salir, blómskrúðugar
sveitir með lestum á ferð, o.s.frv.
En einlægnina vantar.
Það litla sem stendur uppúr er
tónlist gömlu, rússnesku meistar-
anna, flottir búningar og vörpuleg-
ur leikur James Fox í hlutverki
hins kokkálaða Karenin greifa.
Hann er sá eini sem vekur samúð-
arvott, en það hefur tæpast verið
meiningin. Að öllum líkindum hef-
ur þessi kvikmyndagerð Önnu
Kareninu fengið að kenna fullhast-
arlega á skærunum.
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnugjöf
Laugarásbíó
Byttur kkk
Sigurvegarinn ★ ★
Að hafa eða ekki ★ ★
Endalok ofbeldis k 'h
Sáttmálinn ★ ★ lh
Sumarið í Goulette^ ★ ★
Regnboginn
Hugrekki k
Paradísarvegurinn k ★
Cosi k 'h
Fjölskylda á krossgötum
kkk
Maddama Brown-k ★ ★
Anna Kareninak k
Borgari Rut kkk
Lansinn Ilk ★ ★
Hamlet (st)-k ★ ★
Umskiptik k ★
Úthverfi ★ ★
Leitin aðRichard kkk
Náin kynni k k'h
Djammið kkk
Rekaviður k
Háskólabíó
Georgía kkk
Söngur Körlu kkk
Á snúrunni kk'h
Sólbruni kk
Dópsalinn k
Hógvær hetja k k
Stjörnubíó
Snerting kk
Bíóborgin
Þrettándakvöld k'h
• FLA UELSMJÚKAR hend-
ure r nýútkomin hljómplata með
Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og
hljómsveit. í hljómsveitinni eru
þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
píanóleikari, Páil Torfí Önundar-
son, gítarleikari, Sveinbjöm I.
Baldvinsson, gítarleikari, Tómas
R. Einarsson, bassaleikari, og
Þorbjörn Magnússon, kongat-
rommuleikari. Einnig leika þau
Wilma Young, fíðluleikari, og
Guðmundur R. Einarsson, Kjart-
an Guðnason og Pétur Grétars-
son, trommuleikarar. Á plötunni
eru 14 lög eftir t.a.m. Pál Torfa,
Sveinbjörn og Tómas, svo og
Sigvalda Kaldalóns, Leif Þórar-
insson, Hjálmar H. Ragnarsson,
Nýjar hljómplötur
Tryggva M. Baldvinsson og Árna
Björnsson. Auk þess er dönsk
tónlist, argentínskur tangó og
amerískur „standard“ sem fæst
hefur verið hljóðritað hér áður.
Jóhanna Valgerður Þórhalls-
dóttir er fædd í Reykjavík 1957.
Hún hefur sungið frá unglings-
aldri, m.a. með hljómsveitinni
Diabolus In Musica. Síðan lá leið
hennar til Bretlands þar sem hún
lagði stund á söngnám við Royal
Northem College of Music í
Manchester. Eftir að námi lauk
hefur hún m.a. komið fram á
tónleikum víðsvegar um Evrópu,
haldið einsöngstónleika, sungið
með Sinfóníuhljómsveit íslands,
tekið þátt í óperu- og leikhúsupp-
færslum. Hún er stjómandi Létt-
sveitar Kvennakórs Reykjavíkur
og Samkórs Trésmiðafélags
Reykjavíkur.
í kynningu segir: „Á þessari
fyrstu hljómplötu Jóhönnu sýnir
hún á sér nýja hlið, sem tengist
þó upphafi ferils hennar, enda
nýtur hún m.a. stuðnings gam-
alla félaga sinna úr Diabolus In
Musica."
Hljómplatan ver tekin upp tlok
íHljóðveri FÍH. Útgefandi er
Valgerdi. Japis sér um dreifmgu.
Verð: kr. 1.999.
yiKMVN ÞAHÁTÍí>
\i
Laugardagur 8. nóvember
Regnboginn
í leit að Ríkharði
Kl. 15.00 og 17.00.
Grát ástkæra fósturmold
Kl. 15.00, 19.00 og 23.00.
Anna Karenina
Kl. 17.00
Madama Brown
Ki. 17.00 og 21.00
Hugrekki
Kl. 19.00
Handfylli af flugum
Kl. 21.00
Óþelló
Kl. 19.00 og 23.00
Hamlet
Kl. 21.00
Djammarar
Kl. 23.00
Laugarásbíó
Sumarið í Goulette
Kl. 15.00
Sáttmálinn
Kl. 15.00
Endalok ofbeldis
Kl. 21.00 og kl. 23.00
Háskólabíó
Hógvær hetja
Kl. 19.00
Söngur Körlu
Kl. 21.00 og 23.15
Dópsalinn
Kl. 17.00, 19.00, 21.00 og 23.10
Sólbruni
Kl. 21.00
Stjörnubíó
Snerting
Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00
Sambíóin - Bíóborgin
Þrettándakvöld
Kl. 16.40, 19.00, og 21.20
Sunnudagur 9. nóvember
Regnboginn
Hamlet
Kl. 15.00
Hamlet (lengri útgáfa)
Kl. 15.00
Anna Karenina
Kl. 15.00, 19.00 og 23.00
Handfylli af flugum
Kl. 17.00, 19.00 og 23.00
Madama Brown
Kl. 17.00 og 21.00
Borgari Rut
Kl. 19.00
„Slingblade"
Kl. 21.00
í leit að Ríkharði
Kl. 23.00
Laugarásbíó
Sumarið í Goulette
Kl. 15.00
Sáttmálinn
Kl. 15.00
Endalok ofbeldis
Kl. 21.00 og 23.00
Háskólabíó
Hógvær hetja
Kl. 19.00
Söngur Körlu
Kl. 21.00 og 23.15
„Pusher“
Kl. 17.00, 19.00, 21.00 og 23.10
Sólbruni
Kl. 21.00
Stjörnubíó
Snerting
Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00
Sambíóin - Bíóborgin
Þrettándakvöld
Kl. 16.40, 19.00, og 21.20
Astrid Lindgren níræð
Óttast lífið frem-
ur en dauðann
ASTRID Lindgren verður níræð
í þessum mánuði. Hún hyggst
ekki skrifa fleiri bækur og heldur
mest upp á Emil i Kattholti af
sögupersónum sínum. Þetta kom
fram í síðustu viku, er Lindgren
var afhent heiðursviðurkenning
Wilhelm Hansens-sjóðsins danska.
Að því tilefni ræddi hún stuttlega
við blaðamenn, en viðtöl við Lind-
gren eru sjaldséð sjón.
Þegar Lindgren var áttræð
bárust henni margir fullir póst-
pokar af bréfum með hamingju-
óskum. Það var næstum því of
mikið fyrir manneskju sem vill
helst af öllu lesa öll bréfin og
svara hverju og einu.
Ekki er víst að hún sleppi betur
nú, tíu árum síður, því fer fjarri
að aðdáendunum hafí fækkað,
hún er einn vinsælasti barnabóka-
höfundur heims og á sér aðdáend-
ur um heim allan. Og það fer
ekki hjá því að hún kvíði afmæl-
inu örlítið.
„Heitasta ósk mín er sú að eng-
inn sendi mér blóm og að ég fái
ekki allt of margar heimsóknir,"
sagði hún á blaðamannafundinum
í tilefni viðurkenningarinnar.
Heyrnin og sjónin eru farnar að
gefa sig og röddin er veik, en
áheyrendur hlustuðu af enn meiri
athygli fyrir vikið. „Það er ekki
það að ég sé vanþakklát, kraft-
arnir duga skammt," segir hún
afsakandi. Hún er ekki heldur
hrifín af sviðsljósinu, segist hafa
vanist því að vera í raun tvær
persónur: „ Astrid og svo einhver
heimskuleg önnur... eins og í
dag.“ Aukinheldur sé hún of göm-
ul og gleymin til að tjá sig um
ýmis mál, svo sem uppeldi barna
nú til dags.
Heiðursviðurkenningin er veitt
fyrir leikrit og því kom nokkuð á
óvart að Lindgren skyldi hljóta
þau. Mörg verka hennar hafa hins
vegar verið sett á svið og segist
hún hafa lesið handrit þeirra allra
og að hún hafi reynt að sjá þau,
að minnsta kosti sænsku uppsetn-
ingarnar. Leikgerð að „Elsku Míó
rninn" verður sýnd á Dramaten í
desember og verður það nokkurs
konar afmælisgjöf til hennar.
Leikskáldið Staffan Götestam,
sem hefur skrifað leikgerðir að
mörgum verka Lindgren, segir
alla höfunda byggja persónur sín-
ar að hluta til á sjálfum sér og
Lindgren sé þar engin undantekn-
ing. Hún sé m.a. dálítill uppreisn-
arseggur sem fari sínar eigin leið-
ir eins og Lina Langsokkur; hún
hafi t.d. knúð fram breytingar á
sænsku skattalöggjöfinni og hafi
sýnt umhverfísmálum og lífrænni
ræktun áhuga Iöngu áður en þau
náðu almannahylli. Þetta hafi hún
gert hávaða- laust.
Lína langsokkur er hins vegar
ekki eftirlæti höfundarins, Lind-
gren er engin launung á því að hún
heldur mest upp á Emil i Kattholti
af sögupersónum sinum. Hún seg-
ist ekki munu tina til fleiri sögu-
hetjur, sver að hún sé hætt að
skrifa. Þegar hún er spurð hvort
henni hafí ekki sámað að hafa
ekki fengið Nóbelsverðlaunin, eins
og svo margir hafa lagt til, segir
hún hljóðlega að maður geti bara
„dáið af svona miklum heiðri. Ann-
ars óttast ég dauðann ekki, ég er
miklu hræddari við lífíð“.