Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ánægjulegt að fylgj- ast með framförunum DANS íþróttahúsiö viö Strandgötu í Ilafnarfirói ÍSLANDSMEISTARAMÓT íslandsmeistaramót í 10 dönsum, með frjálsri aðferð, einnig dansar með grunnaðferð og kúrekadans- ar/línudansar. Laugardagur 1. nóv- ember. FYRSTA íslandsmeistaramót í dansi á þessu keppnistímabili fór fram laugardaginn fýrir viku. Keppt var um Islandsmeistaratitla í dansi með fijálsri aðferð. Var það keppn- isráð DÍSÍ og DÍ sem hafði veg og vanda af skipulagningu keppninnar og er það mál manna að vel hafi tekist til. Einnig var boðið uppá keppni í dansi með grunnaðferð í og B/D-riðl- um auk þess sem keppt var í línu- dansi. C-riðlar komu einnig og sýndu listir sínar við góðar undirtektir §öl- margra áhorfenda sem fylltu pallana. Fyrrum heimsmeistari í 10 döns- um, Bo Loft Jensen, frá Danmörku, fylgdist með keppninni og tók blaða- maður hann tali. ,jÞað er alltaf jafn gaman að sækja Island heim og fá tækifæri til að vinna með öllu þessu hæfileikaríka fólki sem býr hér á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem ég hef komið hingað til lands fjórum sinn- um á ári undanfarin 4 ár, er ég far- inn að þekkja mikið af íslenzkum dönsurum og hefur verið sérlega ánægjulegt að fylgjast með þeim framförum sem þeir hafa tekið,“ sagði Bo Loft Jensen. „Ég er ekki i nokkrum vafa um að þið eigið eftir að halda áfram á sömu braut, eftir það sem ég hef séð til unga fólksins í þessari keppni. Það er einnig mjög áhugavert að velta því fyrir sér að þetta unga fólk gæti orðið fulltrúar íslands á Ólympíuleikum í náinni framtíð. í september sl. veitti Alþjóða ólympíu- nefndin dansinum full réttindi og viðurkenningu sem íþrótt á Ólympíu- leikum. Þetta þýðir að dansinn verður væntanlega kynntur sem ólympísk keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2008. Ef pörin ykkar fá sterka styrktaraðila og meiri stuðning frá íþróttasambandinu og stjórnvöldum er ég ekki í nokkrum vafa um að íslendingar eiga mikla möguleika á þvi að verða ein af fyrstu þjóðum til að vinna til verðlauna í ólymp- ískri keppni í dansi,“ sagði heims- meistarinn fyrrverandi. Tíl mikils að vinna Jafnframt því að keppt var um íslandsmeistaratitla, var keppt um þátttökurétt á Norðurlandamótinu, sem fram fer í Ósló fyrstu helgina í desember. Því var til mikils að vinna. Dómarar keppninnar voru fímm: David Osbom og Eddy Noyse frá Englandi, Greg De Wet frá Suður- Afríku og Elo Pedersen og Bent Davidsen frá Danmörku og var það mat þeirra sem blaðamaður ræddi við að þeir hafí staðið sig með stakri prýði og úrslit sanngjöm. Keppnin gekk vel og stóðst tíma- taflan að mestu leyti. Þar sem flest- ir flokkar dönsuðu beint í úrslit þá var tekin sú ákvörðun að lengja tím- ann sem keppendur dönsuðu, sem varð til þess að tímataflan gekk aðeins úr skorðum. Bo Loft Jensen hefur margoft skrifað um danskeppni í blaðið Danc- enews. Að þessu sinni segir hann álit sitt á sigurvegurunum í mót.inu. Unglingar I 1. sæti. Guðni Rúnar og Helga Dögg. „Ég hef fylgst nokkuð vel með þessu pari í gegnum tíðina og alltaf fundist suður-amerísku dans- amir vera þeirra sterkasta hlið. Nú er hins vegar greinilegt að þau eru búin að vinna mikið og vel í stand- ard-dönsunum og hefur þeim farið gífurlega fram. Helga var með sér- Morgunblaðið/Jón Svavarsson ERLA Sóley og Árni Eyþórsböm sigmðu í hópi 16 ára og eldri. lega glæsilega líkams- stöðu og línur út í gegn- um alla keppnina. Þetta gerði parinu kleift að halda „sambandi“ í öll- um dönsunum í úrslit- um. Það er nokkuð sem engu öðru pari í þessum aldursflokki tókst að gera og að mínu mati voru þau vel að sigrin- um komin." 2. sæti. Hilmir og Ragnheiður. „Hér eru á ferðinni einstaklingar sem eru nýbyijaðir að dansa saman, og voru án efa ekki langt frá því að sigra í þessari keppni. Það verður sér- staklega gaman að fylgjast með hvað þau koma til með að gera, þegar þau eru búin að dansa sig betur saman. Mér fannst standard- dansarnir nokkru betri en suður- amerísku dansarnir. Foxtrottinn var þeirra bezti dans, og sýndi Hilmir þar hámákvæman hraða á hæga skrefínu í foxtrott, en það er ein- kenni fyrir fallegan og vel dansaðan foxtrott. Það myndi án efa bæta mjög hjá þeim dansinn ef þau gæfu líkamanum lausari tauminn í suður- amerísku dönsunum." BO Loft Jensen frá Danmörku. Unglingar II (14-15 ára) 1. sæti. ísak og Halldóra Ósk. „Það er gpæinilegt að þessir krakkar hafa dansinn i blóðinu, þau hafa mikla tilfínningu fyrir dansinum og sýna miklar tilfinningar og góða tjáningu á gólfínu. Þau eru jafnvíg á hvort tveggja standard- og suður- amerísku dansana, og nota tónlistina einkar vel í báðum greinum. Þau hafa einnig góðan skilning á undir- stöðum og aðalatriðum í dansinum. Þetta tvennt tengt saman gerir það að verkum að þau virka alltaf yfir- veguð og róleg á gólfinu. Það er greinilegt að þau vissu alltaf ná- kvæmlega hvað þau voru að gera, því var ég ekki í nokkrum vafa um að þau myndu sigra að þessu sinni.“ 2. sæti. Snorri og Dóris Ósk. „Fallegur og vel útfærður dans í báðum greinum, þar sem suður- amerísku dansamir eru þó heldur sterkari. Manni mislíkar ekkert sem þau gera, í standard-dönsunum myndi ég þó kannski vilja sjá Snorra draga vinstri hönd sína örlítið nær líkamanum, með því verður „prófíll- inn“ skarpari og skýrari. í suður- amerísku dönsunum, mega þau nota tónlistina betur og sýna skýrari mun á milli mismunandi rytma, þetta myndi gera dansinn þeirra kraft- meiri." Áhugamenn (16 ára og eldri) 1. sæti. Ámi Þór og Erla Sóley. „Það var mjög gaman að sjá þau tvö á gólfínu aftur, eftir hálfs árs hlé. Þegar þau hættu óvænt, voru þau komin mjög of- arlega á listann yfir beztu danspör heims. Þau vom þá þegar það par sem hafði náð bezta ár- angri sem íslenzkt par hefur náð í flokki áhugamanna og hafði ég bundið vonir við og var viss um að þau gætu náð lengra. Þau sönnuðu það um helgina að þau hafa enn fullan möguleika og getu til að fara aftur að beijast um toppsæt- in, þó ég viti að þau hafi ekki getað æft mjög mikið fyrir þessa keppni. Þrátt fyrir að þau hafí verið farin að þreytast í lok bæði suður-amer- ísku og standard-dans- anna, þá stóðu þau uppi sem sigurvegarar að lokum. Það getur ekki hafa munað miklu á þeim og Davíð og Berg- lindi, sem unnu til silf- urverðlauna eftir harða og sérlega vel dansaða standard-dansakeppni. Hvað sem því líður er ég viss um að það gæti orðið mjög erfítt að vinna Áma og Erlu, þegar þau eru komin á fullt skrið aftur.“ 2. sæti. Davið Amar og Berglind. „Ég hefði sett þau sem sigurvegara í standard- dönsunum. Samt sem áður mega þau vinna meira að því að efri hluti líkam- ans verði „fijálsari". Til að byija með ættu þau að prufa að hafa miðhluta líkamans hreyfanlegri og í öðru lagi mættu þau sýna meira „sway“ og „swing“. Þau eru einstaklega glæsileg á gólfinu, með heillandi stíl og falleg- ar línur, en það virðist vanta sigurvilj- ann. Sannfærið dómarana um að þið eigið að vinnal Notið tónlistina út í ystu æsar, þá verðið þið kraftmeiri og skarpari, sem myndi gera ykkur auðveldara að sanna að þið séuð sigur- vegarar! Mér fannst í rauninni það sama uppá teningnum í suður-amer- ísku dönsunum. Enn er ég að leita eftir öjálsari hreyfingum og miklu meiri snerpu og krafti. Mér fínnst þetta einkar hæfileikaríkt og eftiilegt par, en þau þurfa að dansa lengra út að ystu mörkum, til að hæfileikar þeirra njóti sín til fulls. Verið hugrökk og hikið hvergi, þá er ég viss um að þið munið komast langt!“ ÚRSLIT Unglingar I 1. Guðni R. Kristinss./Helga D. Helgad. HV 2. Hilmir Jensson/Ragnheiður Eiríksdóttir GT 3. Davíð G. Jónss./Halldóra S. Halldórsd. GT 4. Konrad J. McGreal/Kristveig Þorbergsd. HV 5. Guðmundur F. Hafsteinss./Asta Sigvaldad. HV 6. Hafsteinn M. Hafst.s./Jóhanna B. Bernburg HV Unglingar II 1. Isak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. H V 2. Snorri Engilbertss./Dóris Ó. Guðjónsd. DÍH 3. Gunnar H. Gunnarss./Sigrún Ýr Magnúsd. GT 4. Skapti Þóroddsson/Ingveldur Lárusdóttir DÍH 5. Gunnar Þ. Pálsson/Bryndís Símonardóttir HV 6. Sigurður H. Hjartars./Linda Heiðarsd. HV Ungmenni 1. HinrikÖ.Bjamas./R.ÞórunnÓskarsd. . DÍH 2. Halldór Ö. Guðnas/Hanna St. Steingrímsd. GT Ahugamenn 1. Ámi Þ. Eyþórs./Erla S. Eyþórsd. KV/PM 2. Davíð A. Einars./Berglind Petersen GT 3. Hinrik Ö. Bjamas./R. Þómnn Óskarsd. DÍH 4. Halldór Ö. Guðnas./Hanna St. Steingrímsd. GT Jóhann Gunnar Arnarsson _______FRETTIR_____ Margar merkustu náttúruperlurnar á miðhálendinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Náttúru- vemdarráði: „Fyrr á þessu ári vom kynntar tillögur um svæðisskipulag á mið- hálendi íslands sem íslensk stjórn- völd hafa látið vinna. Þar birtast áætlanir um framtíðamýtingu þessa stórbrotna landsvæðis til árs- ins 2015. Miðhálendi íslands hefur að geyma ýmsar merkustu náttúm- perlur landsins og þar em því mikl- ir hagsmunir allra landsmanna í húfí. Samvinnunefnd um svæðis- skipulag hálendisins og skipulags- stjóri ríkisins hafa auglýst tillögum- ar og boðið þjóðinni að tjá sig um þær og skila athugasemdum við þær nú í haust. Á sama tíma vinna íslensk stjórn- völd að því að bjóða fjölmörgum erlendum stóriðjuhöldum íslensk fallvötn, orkulindir og land undir virkjanir og orkufrekan iðnað. Með- al þeirra era fallvötn sem alls ekki er gert ráð fyrir að virkja í tillögum að svæðisskipulagi. Enda myndu sumar þeirra virkjana stórspilla eða eyðileggja um alla framtíð einstæð- ar náttúmperlur, sem aldrei verður sátt um að fórna fyrir skammtíma- hagsmuni. Þrátt fyrir gjörbreytt viðhorf til umhverfismála og alþjóðlegar skuldbindingar íslendinga virðist skýrsla iðnaðarráðuneytisins: „Innlendar orkulindir til vinnslu raforku“ frá árinu 1994 enn í fullu gildi, en þar er gerð grein fyrir „öllum helstu möguleikum sem fyr- ir hendi eru til að nýta vatnsaflið og háhitasvæði landsins til raf- orkuvinnslu". Þótt þar sé viður- kennt að ekki hafi verið tekið tillit til náttúruverndarsjónarmiða er gefið í skyn að jafnvel innan þjóð- garða og friðlýstra svæða megi virkja. „Skýrsla iðnaðar- og viðskipta- ráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju" 1997 svo og upplýs- ingar frá Markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytis sýna gífurlegar framkævmdir sem eru á undirbún- ings- eða umræðustigi á sviði orkufreks iðnaðar á íslandi á næstu árum. Stefnan sem þar kemur fram er í mótsögn við undirritaða al- þjóðasamninga. í nýútgefmni skýrslu umhverfis- ráðherra: „ísland og loftslagsbreyt- ingar af manna völdum" er gert ráð fyrir að losun gróðurhúsaloftteg- unda á íslandi muni aukast um 40% til ársins 2025 ef einungis er miðað við þegar samþykkta stóriðju. Skuldbindingar Islendinga hljóða hins vegar upp á að árið 2000 verði losun okkar á gróðurhúsaloftteg- undum, einkum koltvísýringi, út í andrúmsloftið ekki meiri en hún var árið 1990. Tilgangur laga um nátt- úmvemd frá 1996 er ennfremur sá að vemda heilsusamlegt umhverfi og annan náttúmauð: „ ... að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúms- loft“. Á meðan „Svæðisskipulag 2015“ á miðhálendi íslands er óafgreitt telur Náttúmvemdarráð óeðlilegt að staðið sé í samningaviðræðum við erlenda stóriðjaðila um orku- frekan iðnað og virkjanir á miðhá- lendinu. Skilaboð stjómvalda sam- ræmast hvorki eðlilegum vinnu- brögðum né fyrrnefndum alþjóðleg- um skuldbindingum. Þá samræmast þau enn síður þeirri framtíðarvon og markmiði að spilla eki náttúm- gæðum og veikja með því hina hreinu ímynd íslands sem er svo þýðingarmikil fyrir ferðaþjónustu og þá ekki síður fyrir matvælafram- leiðslu. Ráðið bendir á að þótt enn sé töluvert til af óbeislaðri vatnsorku í landinu, sem samkomulag gæti náðst um að nýta á arðbæran hátt á ókomnum ámm, þá er hún ekki óendanleg. Þjóðin mun vonandi nýta sér þessa auðlind smám saman á skynsamlegan hátt með það í huga að auðlindin endist okkur og niðjum okkar um ókomna framtíð pg án þess að skaða náttúruauð íslendinga. Náttúmverndarráð hvetur stjórnvöld og landsmenn alla til að standa vörð um landið sitt, náttúru þess og framtíð, og að vinna í sam- ræmi við sáttmála og samþykktir um sjálfbæra þróun og varðveislu andrúmsloftsins; skapa nýja, háleit- ari og arðbærari framtíðarsýn en stóriðju byggða á mengun and- rúmslofts og eyðileggingu á nátt- úruminjum og náttúraperlum ís- lands.“ Flokksstjórn- arfundur Al- þýðuflokksins ALÞÝÐUFLOKKURINN - Jafnað- armannaflokkur íslands, heldur flokksstjómarfund fullskipaðrar flokksstjórnar 8. nóvember kl. 13 á Grand Hótel í Reykjavík. Til um- ræðu er samstarf jafnaðarmanna. Gerð verður grein fyrir stöðu sam- einingarviðræðna í öllum þéttbýlis- kjörnum landsins svo og þeim við- ræðum sem eiga sér stað milli jafn- armanna allra flokka um samein- ingu á landsvísu. Alþýðuflokkurinn mun svo vígja nýja og bætta aðstöðu í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu 8-1Ó kl. 18. Þaðan verður svo haldið í veislu sem haldin verður í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni) til heiðurs þeim hjónum Bryndísi Scram og Jóni Baldvini Hannibalssyni, og hefst borðhald kl. 19.30. Fjöldi skemmti- krafta kemur fram, þ.m.t. Hall- grímur Helgason, Guðmundur Andri Thorsson, Atli Heimir Sveins- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Pétur Pókus o.fl. Veislustjóri er Jakob Magnússon. André Bachmann og Gleðigjafarnir leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Basar Kven- félags Kristskirkju EINS og undanfarin ár heldur Kvenfélag Kristskirkju, Landakoti, basar, kaffísölu og happdrætti í Safnaðarheimili kaþólska safnaðar- ins, Hávallagötu 16, Reykjavík, sunnudaginn 9. nóvember og hefst hann kl. 15. Ágóðanum verður varið til styrktar starfsemi kaþólsku kirkj- unnar m.a. til reksturs Safnaðar- heimilisins. ■ OPIÐ hús verður laugardaginn 8. nóvember hjá Heilsu og fegurð, Síðumúla 34, Reykjavík. Kynning verður á Strata 3 2 1 rafnuddtæki og Hex ljósaklefa. Hárhús Kristin- ar kynnir starfsemi sína, Linda Aðalbjörnsdóttir, nagla- og förð- unarfræðingur kynnir Light Conc- ept kvoðuneglur og milli kl. 13 og 16 verður Helga Sæunn, förðunar- fræðingur hjá No Name á staðnum og kynnir nýju vetrarlínuna. ■ FIMMTA hjólabrettamót Týnda hlekksins sem halda átti í dag, laugardaginn, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. H € i 4 4 í 4 I f í I < i ( i i ( ( i i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.