Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIK LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 29 m Kl HBHBBbBII ar vín eru annars vegar. „Það er hægt að eyðileggja fyrir sér góða máltíð með því að spara við sig í vínum,“ segir hann, en bætir þó við að menn skyldu ævinlega gæta hófs í þessum efnum. „Góð vín þurfa ekki endilega að vera svo dýr, þótt dýr vín séu yfirleitt oft- ast góð. En sannleikurinn er sá, að lífið er of stutt fyrir léleg vín. Það er mín kenning og margra ann- arra,“ segir hann og rýnir í vínlist- ann. Það helsta sem hann setur út á vínlistann er að honum finnst að það mætti vera meira úrval af ódýrari Búrgúndarvínum og dýrari Bordeaux-vínum. En þarna kemur vissulega margt til greina. Dýrasta vínið er franskt Bourgogne-vín, Pommard Grand Cuvee 1985 sem kostar 11.700 krónur flaskan. „Þetta er vissulega gott vín, en ekki gefið að það passi best við íslenska villi- bráð,“ segir sérfræðingurinn. „Búrgúndarvín eru talin best með villibráð í Evrópu, sem lifir aðal- lega á grasi. En íslensk villibráð býr við annað lífsviðurværi og er því ekki eins á bragðið og evróps- ka villibráðin. Ég hallast að því að Bordeaux-vín, sem ég kalla „Borðeyrarvín", passi best við ís- lenska villibráð." Og það verður úr að við pöntum Ch. Cantenac- Brown Grand Cru 1993 frá Margaux, sem er sveit innan Bor- deaux-héraðs á Frakklandi. Sú flaska kostar „ekki nema“ 6.800 krónur, en Einar telur að við séum jafnvel betur settir með það en Búrgúndarvínið dýra. Og til að fá örlítinn samanburð fáum við okk- ur glas af Montecillo Cumbrero frá Rioja á Spáni, sem Einar segir að stundum sé kallað „Búrgúndar- vín fátæka mannsins." Munurinn er augljós og það kemur á daginn að sérfræðingnum brást ekki bogalistin og valdi rétt vín með matnum. Borðeyrarvínið er eins og hannað fyrir íslenska villibráð. Þegar kokkurinn kemur og spyr hvernig maturinn bragðist svarar Einar: „Jolly good“, og grein- arhöfundur er honum sammála. Einar er hafsjór af fróðleik um vín og vínmenningu og engin leið að koma því öllu til skila í stuttri blaðagrein sem þessari. Það dugir líka skammt að reyna að lýsa bragði og angan með orðum. Hann talar um vínin eins og lifandi ver- ur og jafnvel af viðkvæmni eins og um nákomna ættingja væri að ræða. Óþarfu líffærin Við vikjum nú talinu að líf- færafræðinni, frá munni og maga að vísu, að öðrum líffærum líkam- ans. Ég segi honum frá lítilli stúlku sem var oft lasin og for- eldrunum ráðlagt að láta taka úr henni kirtlana. Og þá vaknar sú spurning hvort kirtlarnir séu í hópi þessara líffæra sem eru óþörf og beinlínis til skaða fyrir heilsu manna? „Kirtlarnir eru afar gagnleg líf- færi fyrir fólk sem býr við eðlileg- ar kringumstæður, það er að segja á svipuðum breiddargráðum og Ri- verian. Þeir vernda líkamann fyrir bakteríusýkingum. Hins vegar má líkja þeim við lífverði Abyssiniu- keisara að því leyti að þegar á móti blæs, snúast þeir gegn keisaran- um. Kirtlunum hættir til þess þeg- ar þeir verða fyrir stöðugu áreiti, eins og hjá fólki sem býr norður við heimskautsbaug. Þeir gefast hreinlega upp og ganga til liðs við bakteríurnar. Þetta styður þá kenningu mína að Island sé langt fyrir norðan mörk hins byggilega heims. Botnlanginn er hins vegar dæmigert líffæri sem kemur ekki að nokkru gagni og eru leifar frá þeim tíma þegar maðurinn var eitt- hvað annað en maður. Ég held líka að úfurinn sé frá þeim tíma þegar maðurinn var hestur, hafi hann þá einhvern tíma verið hestur. Ufur- inn hefur líklega verið settur þarna í kokið til að beina önduninni í gegnum nefið. Hestar anda til dæmis einungis í gegnum nasimar, og sjálfsagt hefur manninum einn- ig verið ætlað að gera það og nota munninn aðeins til að næra sig með. Hins vegar getur úfurinn verið afar nytsamlegur við framburð á ein- stökum tungumálum, eins og til dæmis frönsku, svo maður tali nú ekki um hollensku. Þess vegna spyr ég alltaf sjúklinga, áður en ég fjarlægi úfinn, hvort þeir þurfi nokkuð á því að halda að tala hol- lensku á næstunni. Ef svo er þá þvotturinn) og afstöðu, jafnt þinni (frosni glugginn opnaðist) sem ann- arra (konan sem fór). „Oggu“ dreymdi Mér fannst ég keyra í litlum bíl, Volkswagen-bjöllu niður með klettavegg í landslagi sem var sundurgrafið eins og byggingar- svæði en mjög grýtt. Svo stíg ég út úr bílnum og geng að talsvert stóru vatni. Það var úfið af öldum og veður þungbúið. Mér fannst staður- innyera Þingvellir. Mér finnst að fjögur böm séu að sökkva í vatnið og ég veð útí, sé ekkert nema hárið á bömunum og sting höndunum hér og þar í vatnið og næ alltaf í bam þar til ég hef þau öll fjögur. Þau vom öll fagurhærð með lokkað hár og mikið. Næst fannst mér ég ganga að lágu löngu húsi, e.k. skála. Ég fór þar inn, við innganginn stóð stúlka sem ég kannaðist við úr skóla, hún stóð þar með púður- kvasta og púðraði mig í framan með hvítu púðri. Svo fór ég úr öll- um fötum og í sturtu sem rétt seytl- aði vatn úr. Svo er ég komin út úr húsinu og sé stóra kirkju. Fyrir framan em margar „límúsínur" og það stóð yfir einhver athöfn í kirkj- unni. Ég geng upp kirkjutröppum- ar og mamma kemur út úr kirkj- unni. Hún segir við mig: „Loksins er ég búin að láta skíra þig, þú heit- ir Herdís Ósk.“ Ég sný mér orðalaust frá henni og við mér blas- ir urð sem ég klíf. Þegar upp er komið stend ég á vegi sem liggur beinn, eitthvert út í buskann, grár og ekkert umhverfi, bara vegur. Ráðning Draumurinn lýsir skeiði ævi þinnar frá því þú ferð með bram- bolti (VW bjallan (þú) ekur niður klettavegg í landslagi sem var sundurgrafið) úr heimahögum og að því er virðist án stuðnings (eins og byggingarsvæði, grýtt) og næstu fjóra áratugi (bömin í vatninu). Þessi tími virðist þér á margan hátt erfiður (veður þungbúið) án margra gleðistunda (púðmð hvít í framan) eða tjáningu tilfinninga (í sturtu sem rétt seytlaði úr). Draumurinn talar um elju þína (veð út í vatnið) og kraft að koma þínu á þurrt (nærð öllum börnunum) og ná ver- aldlegum árángri (bömin vom fag- urhærð með lokkað hár og mikið) í lífinu. Þrátt fyrir góðan orðstír (limúsínumar) og von um betra viðmót (kirkjan) mætir þú enn harðindum (Herdís Ósk, nafnið táknar von um að illa fari) í heimahögum, enn þú heldur samt ótrauð þinn veg. •Þeir lesendur sem vi(ja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Iíeykjavik Upps kriftin Svartfugl með gráð- astasúsu ag gljáðum %/ínberjum so a 1 stk. laukur 1 stk. gulrót 14 sellerýstöngull 4 stk. piparkorn svört 1 stk. lárviðarlauf 14 tsk. timjan 3 stk. einiber Sósa 4 msk. púrtvín 2 msk. gráðostur 1 tsk. bláberjasulta 114 dl soð 14 tsk. garðablóðberg 2 msk. kalt smjör Aðferð 1. Skerið bringumar af fuglinum og geymið þær. Höggvið sundur beinin og brúnið í olíunni ásamt grænmetinu. Hellið vatni í pottinn svo vel fljóti yfir bein- in. 2. Hreinsið himnu og fítu af bringunum og kryddið með salti og pipar. Steikið þær í olíu í 3-5 mín sitt hvoru megin. Setjið portvín, soð, sultu og gráðost á pönnuna og síðan kalt smjör eftir að suðan er komin upp og þykkt ef vill með maizenamjöli. Með þessum rétti er gott að hafa gljáð vínber og léttsteikt grænmeti. em þeir náttúmlega í vondum mál- um úflausir. Auðvitað má tína til fleiri líffæri sem áhöld era um hvort komi að nokkru gagni. Hvað finnst þér til dæmis um hárið?“ spyr læknirinn og snýr nú allt í einu hlutverkunum við. - Ja, er hárið ekki gagnlegt sem vörn gegn kulda? „Ég veit það ekki. Ég hef ekki orðið var við að sköllóttir menn séu neitt kulvísari en aðrir...“ - Nei, og það þykir meira að segja flott í dag að vera sköllóttur, helst nauðasköllóttur...“ Já, það er miklu töffara að vera nauðasköllóttur en með kraga, ég tala nú ekki um þegar menn eru farnir að greiða frá hlið og yfir skallann, „hentehár", eins og danskurinn segir,“ kveður Einar upp úr og við finnum báðir að umræðan er komin út á hála braut. Læknar ag listamenn Það kemur brátt í ljós að það er fleira sem vekur áhuga Einars en eðalvín og anatómía. Má þar meðal annars nefna bíla og fótbolta, en hann er einiægur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Manchester United, eins og fleiri góðir menn. Hann er einnig mikill unnandi sí- gildrar tónlistar, þar sem pí- anótónlist Chopins er í sérstöku uppáhaldi. Sjálfur lærði hann á pí- anó sem krakki enda hæg heimatökin; amma hans var Katrín Viðar, sem kenndi hálfum bænum á píanó á sínum tíma. Og listræna hæfileika má finna víðar í móðurættinni. Móðir hans Drífa Viðar var kennari, leikari, málari og rithöfundur og systir hennar Jórunn Viðar, tónskáld og píanó- leikari. I föðurætt er Einar læknir í þriðja ættlið, faðir hans Skúli Thoroddsen augnlæknir og afi hans Guðmundur Thoroddsen prófessor í skurðlækningum. For- eldrar Guðmundar vom Skúli Thoroddsen alþingismaður og Theódóra Thoroddsen skáldkona. Er þá ótalinn sjálfur ættfaðirinn, Jón Thoroddsen, sem skrifaði Mann og konu á sínum tíma. Og þar erum við kannski komnir að kjarna málsins því í Einari Thoroddsen, háls-, nef- og eyrna- lækni, blundar nefnilega skáld. Það var enda farið að fjúka í kviðlingum þegar þjónninn kom með eftirréttinn, Súkkulaðimousse með Grand Mariner og bættri vanillusósu og ekki spillti fyrir að dreypa með því á Calvados, frá L. Dupount, árgerð 1930. Einar vildi að vísu ekki láta hafa neitt eftir á prenti af kveðskap sínum, þótt undirritaður teldi það vel pren- thæft, því sem skáld er Éinar gæddur þeim hæfileika, sem fágætur er meðal íslenskra sam- tímaskálda, að kunna að fara með rím, stuðla og höfuðstafi. Skáld- skapurinn og umræðan um það, hverju um sé að kenna að Islend- ingar era nú hættir að nenna að læra ljóð, verða því að bíða betri tíma, enda sýnist sjálfsagt sitt hverjum í þeim efnum. KÖRFUR Á KÍNAVERÐI mikið úrval verð frá kr. 1OO, CAMASALA BASTVOÍUR Stærri kr. 3990,- Minni kr. 3390,- Margar nýjargerðir af kistum ctíeillandi lleimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.