Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Síminn verður seldur Það hafa mörg spjót staðið á Halldóri Blöndal samgönguráðherra undanfama daga. Guðni Einarsson ræddi við ráðherr- ann um örar breytingar í fjarskiptum, hluta- fjárvæðingu og sölu hlutabréfa í Landssíma -j ——— - : ' Islands hf., gjaldskrárbreytingu Pósts og síma og uppþotið sem hún olli. Morgunblaðið/Kristinn „ÉG HEF alltaf lagt áherslu á að Landssíminn eigi í framtíð- inni að sækjast eftir samvinnu við símafyrirtæki í öðrum lönd- um, eins og við erum að gera í öðrum atvinnugreinum,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra. PÓSTI og síma hf. (P&S) verður skipt í Landssíma íslands hf. og íslands- póst hf. um næstu ára- mót. Verða hlutabréf í Lands- símanum hf. seld? „Það er engin spurning að Landssíminn hf. fer á hlutabréfa- markað, spurningin er bara hve- nær það verður,“ sagði Halldór. „Sú hefur orðið þróunin í öðrum löndum og margir eru raunar þeirr- ar skoðunar að fyrirtæki eins og Landssíminn geti ekki staðið til lengdar eitt og sér í samkeppni við önnur símafyrirtæki." Halldór segist sjá fyrir sér að eignaraðild í Landssímanum hf. verði mjög dreifð. „í þessu sam- bandi er nauðsynlegt að hafa í huga að ekkert íslenskt fyrirtæki er það sterkt að það geti keypt svo mikið af hlutafé að það verði ráð- andi aðili í Landssímanum. Ég tel heldur ekki eftirsóknarvert að Landssíminn verði í framtíðinni rekinn af lífeyrissjóðum. Fremur sé ég það fyrir mér að erlend síma- fyrirtæki muni sjá sér hag í að ijárfesta í Landssímanum annað- hvort beinlínis eða með mjög nánu samstarfi. Eftir sem áður sé ég það fyrir mér að eigendur Lands- símans verði að meginstofni ís- lenskur almenningur. Ég hef alltaf lagt áherslu á að Landssíminn eigi í framtíðinni að sækjast eftir samvinnu við síma- fyrirtæki í öðrum löndum, eins og við erum að gera í öðrum atvinnu- greinum. Við eigum heldur ekki að vera hræddir við að erlendir aðilar í sömu grein fjárfesti í Landssímanum. I þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að við meg- um ekki vera með fyrirframskoð- anir varðandi rekstur og eignar- hald Landssímans. Hann er alltof mikils virði fyrir okkur íslendinga til þess að við megum leyfa okkur það.“ Stefnumótun í fjarskiptum Ríkisstjórnin gaf á sínum tíma út stefnumótun um upplýsinga- samfélagið. Er von á viðlíka stefnumótun í síma- og fjarskipta- málum? „Já. Þessi vinna hófst í raun á síðasta ári og hefur þegar verið greint frá hcnni að hluta í riti sem ríkisstjórnin var að gefa út. Það er gríðarlega mikið að gerast í ijar- skiptamálum alls staðar í heimin- um í dag. Nýjar þarfir kalla á nýjar lausnir og nú þurfum við íslendingar að kortleggja þörfina og markmiðin - hvaða möguleika við höfum til að ná þeim. Ég hef átt fundi með einstakl- ingum úr atvinnulífmu, sem hafa myndað starfshóp um stefnumörk- un í fjarskiptamálum fyrir sam- gönguráðuneytið. Við höfum geng- ið út frá því, að fyrstu tillögur geti legið fyrir í þessum mánuði. Það er þýðingarmikið að fá slíka greiningu atvinnulífsins frá þeim sem best þekkja eðli og þarfir markaðarins. Tækifæri Lands- símans verða í brennidepli í þessu starfi. Spurningar eins og þær hvernig við getum komið til móts við þarfir fólks, hvar sem það býr á landinu með því að færa tæknina heim í stofu til þess. í stuttu máli hvemig við getum þjónað upplýs- ingasamfélaginu þannig að allir hafi ráð á að vera þegnar þess.“ í krappri vörn Fréttum um gjaldskrárbreyt- ingu Pósts og síma hf. í liðinni viku var vægast sagt illa tekið. Kröpp mótmælaalda reis og skall af þunga á forsvarsmönnum fyrir- tækisins og samgönguráðherra. Þeir vora meðal annars vændir um hroka og yfirlæti. Hvemig bregst ráðherrann við slíkum ásökunum? „Enginn er dómari í sjálfs sín sök,“ svaraði Halldór Blöndal. „Þessar ásakanir hafa orðið mér ærið umhugsunarefni, en auðvitað reynir maður að reisa sig í krappri vörn. Mér þótti skrýtið, að þegar ég mismælti mig og fór rangt með nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur þá var það talið merki þess að ég væri að sýna henni hroka eða lítilsvirðingu, sem var alls ekki rétt. Þvert á móti þótti mér leiðin- legt að þetta skyldi hafa komið fyrir og ég hef beðist afsökunar á því.“ Halldór segir að þetta atvik hafi minnt sig á það þegar hann var staddur á almennum borgarafundi uppi í Borgarfirði að ræða um hvar vegur skyldi liggja um Flókadal. „Þá lenti ég í orðasennu við séra Geir Waage. I hita bardagans varð mér á að kalla hann séra Flóka, sem menn vildu ekki trúa að hefðu verið mismæli, en voru það. Maður má sannarlega passa sig.“ Hvað finnst þér um orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að í öllum sið- menntuðum löndum hefði ráð- herra, sem hefði lent í svipuðu og þú í gjaldskrármálinu, sagt af sér eða forsætisráðherra beðist lausn- ar fyrir hans hönd? „Við Jóhanna höfum lengi átt orðaskipti í þinginu. Hún er einn af þeim stjórnmálamönnum sem alltaf eru að kalla: Úlfur, úlfur ... Maður er nú farinn að venjast því. Það hefur áður gustað um ráðherra og ráðherrar hafa áður orðið að endurskoða sína fyrri ákvörðun. Varðandi Jóhönnu Sig- urðardóttur sérstaklega þá get ég riijað það upp að gjaldtaka ríkis- sjóðs af Pósti og síma hefur aldrei verið meiri en einmitt þegar hún sat í ríkisstjórn. Ég man ekki eftir því að Jóhanna hafi komið mér til hjálpar, þegar ég var að reyna að draga úr þeim greiðslum til að geta lækkað símgjöld hér innan- lands eða leiðrétt gjaldskrána. Hún var ekki besti stuðningsmaður minn á þeim tíma, frekar en endra- nær. Ég held að það verði að skoða ummæli hennar svolítið í ljósi hennar eigin fortíðar í ríkisstjórn." Auknar tekjur ekki kvíðaefni Halldór segir að stjórn Pósts og síma hf. hafi farið vandlega yfir breytingarnar sem hún taldi nauð- synlegt að gera á gjaldskránni. Meðal annars hafi stjómin verið bundin af þeirri ákvörðun Alþingis að jafna símkostnað innanlands. „Ég man aldrei eftir því að nokkr- um hafi dottið það í hug, fyrr en eftir á, að sú breyting ætti ekki að standa undir sér,“ sagði Hall- dór. „Lækkun er á erlendum sím- tölum upp á 22%, en þá verður líka að hafa í huga að verðlagning á þeim hefur verið úr öllu hófi. Það er engin sanngirni að það kosti jafnmikið að tala í eina mínútu til Danmerkur og í 51 mínútu innan- lands.“ Halldór segir að eftir á að hyggja hafi það ekki reynst rétt ákvörðun að láta lækkun erlendu símtalanna koma inn í innlendu símgjöldin. „Ég hygg að allir séu sáttir við að þær 400 milljónir séu bornar uppi af fyrirtækinu. Síma- kostnaður heimilanna og fyrirtækj- anna lækkar sem því nernur." En nú hefur tekjuskerðing upp á 400 milljónir verið vefengd. Er ekki tekið tillit til aukinnar sím- notkunar í tekjuáætlun? „Póstur og sími hefur mjög langa reynslu af því að ineta hvaða áhrif gjaldskrárhækkanir hafa,“ sagði Halldór. „Ef það kemur í ljós að tekjur fyrirtækisins verða meiri en búist var við, af hvaða ástæðu sem það kann að vera, hrósum við allir happi yfir því. Þá verður hægt að lækka símgjöldin meir. Kvíða- efnið er ekki það að velta símans og hagnaður vaxi, heldur að dæm- ið snúist við.“ Brugðist við gagnrýni Ákveðið var að breyta gjald- skránni á fundi forsætisráðherra með samgönguráðherra og for- svarsmönnum P&S. Það er talað um að forsætisráðherra hafi tekið samgönguráðherra á teppið og hann verið niðurlægður. Hvaða augum lítur Halldór þennan þátt málsins? „Ég var á fundum með sveitar- stjórnarmönnum fyrir norðan og sá ekki hvernig gjaldskrárbreyt- ingin hafði verið kynnt. Ég hafði samband við forsætisráðherra á fimmtudeginum (30. október). Við voram sammála um að hitta stjórn- arformann og forstjóra Pósts og síma strax daginn eftir. Við fórum yfir málin og töldum að gagnrýnin ætti við rök að styðjast, að nauð- synlegt væri að koma til móts við sjónarmið neytenda. Niðurstaðan varð sú að Póstur og sími tæki á sig þann tekjumissi sem leiddi af lækkun erlendu símtalanna." Halldór segist ekki vita hvers vegna gjaldskrárbreytingin var kynnt með svo skömmum fyrir- vara. En kom ekki til greina að fresta gildistöku nýrrar gjaldskrár þar til hún hefði verið endurskoð- uð? Halldór segir að gjaldskrár- breyting verði að fara fyrir stjórn Pósts og síma, síðan taki nokkra daga að koma henni í framkvæmd. Hann segir að ný gjaldskrá taki gildi 11. nóvember og telur ekki að sá tími sem líði frá mánaðamót- um og þangað til komi að sök. Stjórn Pósts og síma hf. er sjö manna og segist Halldór hafa stað- ið eins að verki við skipan hennar og þegar hann skipaði í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. í stjórninni eru þrír Sjálfstæðis- menn, tveir eru tilnefndir af Fram- sóknarflokknum, einn af Alþýðu- flokki og einn af Alþýðubandalagi. „Hugsunin á bakvið það var sú að ég vildi halda fyrirtækinu utan við flokkspólitísk átök þannig að sæmileg sátt og friður gæti orðið um stjórn þess og stefnumörkun nú þegar fyrirtækið er að fara út í fijálsa samkeppni og lagar sig að þeim kröfum sem aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og GATT setur okkur.“ Ný skipan um áramót „Þessi gjaldskrá gildir aðeins til áramóta. Þá tekur við ný gjaldskrá sem stjórn Pósts og síma samþykk- ir og ákveður,“ sagði Halldór. „Frá áramótum ber Póst- og fjarskipta- stofnun að gæta þess að gjaldskrá- in sé byggð á þeim granni sem samþykktur er í alþjóðasamþykkt- um. Fyrst og fremst að gjaldtakan sé í samræmi við þann kostnað sem símtalið hefur í för með sér. Það verður óheimilt að færa tekjur á milli þjónustugreina, eða verð- leggja eftir innihaldi símtala eða sendinga." Halldór segir að sundurgreint kostnaðarbókhald verði tekið upp hjá Pósti og síma um næstu ára- mót og þá fyrst verði hægt að til- greina kostnað þjónustuþátta ná- kvæmlega. Vinna við nýtt bók- haldskerfi Pósts og síma hefur tek- ið nokkurn tíma, enda segir Hall- dór að það sé talið eðlilegt að það taki allt að tvö ár að taka slíkt bókhald í gagnið hjá símafyrir- tækjum. En hvers vegna var ekki fyrir löngu búið að taka upp ná- kvæmt kostnaðarbókhald? „Fyrirtækið geldur þess hve seint því var breytt úr stofnun í hlutafélag. Ég vildi gera það miklu fyrr og byijaði að tala um það strax haustið 1991. Alþýðuflokkurinn stóð algjörlega á móti því meðan hann var í ríkisstjórn og Össur Skarphéðinsson lýsti því raunar yfir, á fundi með starfsfólki Pósts og síma rétt fyrir kosningarnar 1995, að Alþýðuflokkurinn myndi hvorki samþykkja að breyta ríkis- bönkunum né Pósti og síma í hluta- félag eftir kosningamar. Alþýðu- flokkurinn stóð í vegi fyrir eðli- legri þróun í íjarskiptum meðan hann átti aðild að ríkisstjórn." Lærdómsríkir dagar En er þá einhver í samgöngu- ráðuneytinu sem fer gagnrýnum augum yfir erindi frá Pósti og síma á borð við gjaldskrárbreytinguna, áður en hún er samþykkt? „Póstur og sími hf. hefur farið með einkaréttinn á talsímaþjón- ustu í umboði ríkisins fram að þessu. Samgönguráðuneytið hefur orðið að byggja á upplýsingum þaðan af því að Póstur og sími hafði í raun stöðu ráðuneytis. En þetta hefur breyst og um áramótin fellur einkarétturinn niður. Póst- og fjarskiptastofnun sem var sett á laggirnar með lögum í fyrra og tók til starfa í vor mun hafa þetta eftirlit. Gústav Arnar veitir henni forstöðu og hefur verið að byggja stofnunina upp af miklum dugnaði og búa sig undir umsvifamikil verkefni sem taka bæði til eftirlits hér innanlands og þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi. Áður voru þessi erlendu samskipti að mestu leyti í höndum Póst- og símamála- stofnunar, sem í raun var undir- ráðuneyti þessa ráðuneytis eins og ég vék að áðan.“ Ber Póstur og sími hf. þess merki að vera reistur á grunni stofnunar sem í eina tíð var undir- ráðuneyti? „Auðvitað gerir hann það. Það er hvarvetna reynslan að það tekur grónar ríkisstofnanir langan tíma að breyta sér í markaðssækin fyrir- tæki í opinni samkeppni. Þessir síðustu dagar hafa verið lærdóms- ríkir að ég ekki segi mikið áfall fyrir Póst og síma. En stundum getur líka slík reynsla orðið til góðs, ef rétt er brugðist við. Það getur verið hollt að taka dæmi af IBM til skýringar. Þetta risafyrirtæki var lengi í lykilstöðu á tölvumarkaðnum en gáði ekki að sér. Ný fyrirtæki komu til skjal- anna með opnum og ódýrari lausn- um, svo IBM stóð frammi fyrir skyndilegum taprekstri í staðinn fyrir rólegt rekstraramhverfi. Eftir á virðist þetta hafa þurft til að vekja risann, svo að hann tók til í eigin ranni. Og í dag er markaðs- virði IBM meira en nokkru sinni fyrr. Landssíminn hefur alla burði til að vera öflugt fyrirtæki í alþjóða- samstarfi. Skellurinn um daginn getur orðið fyrirtækinu til góðs, ef réttar ályktanir eru dregnar og markaðsvæðingunni flýtt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.